Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Vitnisburður fimm karla um að Þuríður Þorleifsdóttir hefði afhent Magnúsi Vigfússyni tengdasyni sínum jarðirnar Ás og Ekkjufell í Fljótsdalshéraði.
Séra Jón Styrkárson selur Sæmundi Árnasyni jörðina Haukadal í Dýrafirði og fær í staðinn Skóga í Arnarfirði.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Þorgautur Ólafsson selur Sæmundi Árnasyni 33 hundruð í jörðinni Álftadal í Sæbólskirkjusókn og fær í staðinn Tungu í Valþjófsdal, aðra jörð sem Sæmundur útvegar síðar og lausafé. Marsibil Jónsdóttir, kona Þorgauts, samþykkti þennan kaupskap. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. apríl 1601; bréfið skrifað 12. maí sama ár.
Dómur í Viðvík í Viðvíkursveit um ákæru Guðmundar Einarssonar skólameistara, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, til séra Jón Gottskálkssonar vegna Brúnastaða í Mælifellskirkjusókn. Kveðinn 14. janúar 1601; bréfið skrifað 10. febrúar sama ár.
Vitnisburður Bárðar Hemingssonar um að Jón Árnason hafi, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 3. nóvember 1624, gefið konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur allar sínar löggjafir, fyrir bón Arnfríðar Einarsdóttur.
Séra Gamli (Gamalíel) Hallgrímsson gefur vitnisburð og útskýringu vegna hórdómsbrots er sonur hans Þorkell var getinn utan hjónabands, en með vitnisburði sínum vill Gamli þagga niður vondar tungur sem leggja hneykingu til Þorkels vegna framferðis foreldra hans. Á Grenjaðarstöðum 20. febrúar 1601.
Áður en gengið er frá kaupum Björns Benediktssonar á Reykhólum af Ara Magnússyni, lofar Ari að ábyrgjast sjálfur þrennar klaganir sem upp á jörðina kynnu að koma; 1) af höndum erfingja eða niðja Björns Guðnasonar, 2) af höndum erfingja séra Greips heitins Þorleifssonar, eða 3) af höndum Ragnheiðar Pálsdóttur eða hennar örfum.
Gerningsbréf með síra Jóni Þorleifssyni í Vatnsfirði og Arna Gíslasyni um skipti þeirra ýmiss konar, þar á meðal tekur síra Jón umboð Árna á jörðum hans í Vestfjörðum, heitir að selja honum jarðir nokkurar, er hann kallar til norðanlands, ef hann kann að ná þeim með lögum, en Árni heitir að gefa upp við síra Jón Vatnsfjarðarstað þá um vorið, með fleiri greinum, er bréfið hermir.
Alþíngisdómur sex presta (Björn Gíslason vc) og sex leikmanna, útnefndur af lögmönnum báðum og biskupum báðum, um ákærur Heinreks Gerkens Hannessonar Til Guðbrands biskups: a, að hann eignaði Víðdalstúngu kirkjureka á Illugastöðum, Þíngeyra klausturs jörð; b, að hann héldi hálft Spákonufell undir dómkirjuna, sem hann taldi H Gerkens taldi klaustrinu. Dæma þeir klaustrinu tekana þartil biskup sýni eignarrétt kirkju sinnar, en hið síðara atriði dæma þeir til næsta alþingis, þareð biskup kvað sér þá ákæru óvænta. Dómurinn fór fram 1. dag Julii 1572, en dómsbréfið skrifað við Hafnarfjörð þrem dögum síðar.
Vottun á greiðslum fyrir jarðir.
Árni Gislason veitir Eggert lögmanni Hannessyni umboð til næsta alþingis yfir eignum Ögmundar byskups í Vestfjörðum, þeim er hann hafði sjálfr kongsumboð á.
Kaupbréf um jarðirnar Dynjanda, Hóla, Hof, Holt og Hvalsker.
Séra Jón Sigurðsson selur Jóni Magnússyni hálfa jörðina Eyri í Seyðisfirði og fær í staðinn jarðirnar Fót í Eyrarkirkjusókn, Heydal í Mjóafirði og Suðureyri í Súgandafirði. Á Eyri, 21. ágúst 1619.
Kaupmáli milli Péturs Gunnarssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Tylftardómur og lögmannsúrskurðr, er lýsir friðhelgi yfir Þorsteini Guðmundssyni á Grund, mönnum hans og fé hans öllu.
Eggert lögmaður Hannesson úrskurðar, að Jón Grímsson megi réttilega að sér taka Dynjandi í Grunnavík, svo framt sem hann hefði lof og leyfi erfingja Narfa Jónssonar.
Kaupmáli Torfa Helgasonar og Sigríðar Styrsdóttur. Á Borg í Borgarhrepp, 6. október 1605.
Endurnýjuð og staðfest kaup Bjarna Sigurðssonar á Hólmlátri á Skógaströnd af séra Halldóra Daðasyni fyrir Hörgsholt í Hrunamannahrepp. Á Hruna, 14. desember 1625.
Endurnýjuð og staðfest kaup Bjarna Sigurðssonar á Hólmlátri á Skógaströnd af séra Halldóra Daðasyni fyrir Hörgsholt í Hrunamannahrepp. Á Hruna, 14. desember 1625.