Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1375 documents in progress, 2105 done, 40 left)
Magnús Björnsson selur Sigríði Árnadóttur og manni hennar Benedikt Þórðarsyni jörðina Bakka í Borgarfirði og fær í staðinn Bitru í Kræklingahlíð.
Sendibréf Sigurðar Jónssonar til sonar síns Jóns. Sigurður tjáir sig um hrakandi heilsu sína og erfðaskrá og það að hann hafi óskað þess af yfirvaldinu að Jóni verði veitt umboð Reynistaðarklausturs og sýslunnar, og gefur hann Jóni leiðbeiningar um hvernig haga eigi því starfi. Á Stað, 27. ágúst 1602.
Kolbeinn Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn en fær í staðinn Skálanes í Hofskirkjusókn, með meiru. Í Breiðdal (á Eydölum) 27. nóvember 1602.
Stephán biskup í Skálholti kvittar Pál Jónsson um biskupstíundir.
Erfðaskrá Sigurðar Jónssonar, gerð á Stað í Reyninesi 12. ágúst 1602. Transskriftarbréf frá 20. maí 1648, sem aftur var afrit af annarri transskrift, ódagsettri.
Árni Guðmundsson selur séra Sigurði Einarssyni sex hundruð í jörðinni Hemlu í Vestur-Landeyjum. Einnig lofar Árni að selja séra Sigurði og engum öðrum Minni-Hildisey í Austur-Landeyjum. Útdráttur.
Dómb sex klerka, út nefndr af Gizuri biskupi á prestastefnu, um ákærur biskups til Bjarna Narfasonar um tollagjald af Skaga í Dýrafirði og kirkjureikningskap á Mýrum.
Sigríður Þorláksdóttir selur Ara Magnússyni tólf hundruð í Ketilseyri, sex hundruð í Hesteyri og Arnardal hinn efri. Sigríður fær þó að halda jörðunum eins lengi og hún lifir eða þar til hún vill þær sjálfviljug af höndum láta. Í Arnardal hinum meiri 16. júní 1602; bréfið skrifað að Ögri við Ísafjörð 13. desember sama ár.
Lauritz Kruus till Suenstup” höfuðsmaður, afsalar Guðbrandi biskupi “paa Kronens och Domkirckens wegne – en aff Domkirckens Jorder” Ásgeirsá í Víðdal fyrir 60# með 3# landskuld, en biskup lét aftur “til Kronen ich Domkircken” Hvamm í Fljótum með Höfn og Bakka, með sama dýrleika og landskuld. Hólum daginn eftir Bartholomei 1589. Vottar Gunnar Gíslason “Mester Hans Seuerinsson, sera Jon Kragsson, sere Bernne Gamlesson” og tveir aðrir.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul Schanze“ 8. febrúar 1696.
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Gísli Björnsson selur Gísla Árnasyni tíu hundraða part með fjórum kúgildum er hann átti að gjalda séra Árna Gíslasyni. Á sama tíma fær séra Árni Gísla Árnasyni tíu hundruð í Hallgerðsey með fjórum kúgildum. Gísli Björnsson gefur séra Árna kvittan um alla peninga sem Árni hafði lofað að gjalda fyrir Gunnarsholt. Á Holti undir Eyjafjöllum, 8. desember 1602.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína, hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Vitnisburður Sigurðar Sölmundssonar um lestingu á skipi í landtöku og kostnað sem af því leiddi.
Eftirrit af tveimur bréfum um Skarðshlíð með formála eftir Gísla Árnason, að Ási í Kelduhverfi 23. febrúar 1703. Segist Árni afskrifa þessi tvö bréf – þriðja bréfið hafði hann ekki við höndina – handa commissariis Árna Magnússyni og Páli Jónssyni Vídalín.
Alþingisdómur um ágreining um landamerki jarðanna Oddgeirshóla og Brúnastaða, 1. júlí 1602.
Nikulás Jónsson selr síra Sigurði Jónssyni jörðina Haga í Reykjadal fyrir lausafé og fæðslu konu hans og barna til næstu fardaga, og skal Nikulás þjóna hjá síra Sigurði næsta ár
Bónarbréf 14 Vestmannaeyinga þar sem undirritaðir biðja Árna Magnússon að rannsaka mælikúta til að sjá hvort allt sé með felldu.
Arnór Loftsson selur Pétri Pálssyni jörðina Vatnshorn í Steingrímsfirði. Á Staðarhóli í Saurbæ, 10. nóvember 1602; bréfið skrifað á sama stað 16. mars 1604.
Kaupbréf fyrir Másstöðum í Skíðadal.
Vitnisburðr um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða og Gilsstaða jörð.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Eggert Hannesson gefur Ragnheiði dóttur sinni og manni hennar, Magnúsi Jónssyni, allar jarðir og lausafé sem hann átti 1578 á Íslandi og upp eru taldar, og tiltekur að sonur hans Jón skyldi ekkert af því hafa þar eð hann fengi allar eignir hans utantands. Auk þess gefur Eggert sérstaklega Birni Magnússyni, dóttursyni sínum, Bæ á Rauðasandi fyrir Sæból á Ingjaldssandi, sem hann hafði gefið honum áður. Gjafabréfið er gert á Bæ á Rauðasandi 30. júlí 1578 en vitnisburðurinn skrifaður í Vigur á Ísafirði mánuði síðar.
Meðkenning Brynjólfs Jónssonar um skuld sína við sira Halldór Benediktsson.
Afhendingarbréf Jakobs Benediktssonar sýslumanns á mála Guðrúnar Ormsdóttur, ekkju Ásbjarnar Guðmundssonar, sem var 100 hundruð í föstu og lausu.
Máldagi Tjarnar.
Bjarni Kálfsson og kona hans Halldóra Tyrfingsdóttir selja Ara Magnússyni hálfa jörðina Brunná í Hvolskirkjusókn en fá í staðinn Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Í Þernuvík, 20. apríl 1603.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Ólöf hústrú Loptsdóttir handleggur Örnólfi Einarssyni til eignar jarðirnar Tannstaðarbakka, Útibliksstaði og Hvalsá hina minni, ef af honum geingi jarðirnar Álfadalur og Hraun á Ingjaldssandi, er Björn bóndi Porleifsson hafði selt Örnólfi.
Andrés biskup í Björgvin, Kristján Pétursson presutr við Postulakirkjuna sama staðar og fjórir ráðsmenn Björgynjar — þar á meðal Guttormur lögmaðr Nikulásson, bróðir Gottskálks biskups — lýsa því, að Ögmundr ábóti í Viðey hafi birt fyrir þeim páfabréf, ásamt fleirum bréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, og staðfestu þeir þau.
Bréf um Ásgeirsá.
Vitnisburður, að Ögmundr biskup hafi gefið Jón murta Narfason og Sesceliu Bassadóttur kvitt um barnsektir, er þau voru opinber að orðin.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens.
Dómur um Másstaði i Svarfaðardal.
Kvittun Orms Sturlusonar lögmanns og staðfesting á jarðaskiptum Jóns biskups Arasonar vegna Munkaþverárklausturs og Þórðar bónda Péturssonar.