Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1376 documents in progress, 2149 done, 40 left)
Bárður prestr Pétrsson, prófastr millum Langaness og Hvitaness, afleysir Jón Narfason og
Settceliu Bassadóttur af 5. barneign.
Vitnisburður Hallgeirs Sigurðssonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Kaupmáli milli Péturs Gunnarssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Ormr Jónsson geldr og selr „bróður sínum" Sturlu Þórðarsyni
jörðina Kjarlaksstaði á Skarðsströnd með fjórum kúgildum
fyrir þá peninga, er Sturla og Guðlaug kona hans
höfðu feingið Orrni, og kvittar Ormr þau um andvirðið.
Jarðaskiptabréf Jóns Magnússonar og Gunnars Gíslasonar,
og skiptast þeir á Mannskapshóli og Mýrarkoti á Höfðaströnd fyrir Þórustaði á Eyjafjarðarströnd.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar, er dæmir gildan
-Spjaldhagadóm 27. janúar 1553 (nr. 275).
Afrit af bréfi Jóns Sigurðssonar sýslumanns að á manntalsþingi á Heggsstöðum í Andakíl 21. maí 1686 hafi Jón Benediktsson og sex aðrir borið vitni um að þeir hafi ávallt heyrt að Klausturtunga hafi fylgt jörðunni Grjóteyri, og sama ber á eftir Benedikt prestur Þórðarson sama dag. Undirskrifað af sýslumanni og 7 öðrum. Eftirrit staðfest á Melum í Melasveit 22. júní 1707 af Þorsteini Ketilssyni og Hálfdáni Helgasyni.
Pétur ábóti á Munkaþverá gefr og geldr Nikulási Guðmundssyni jörðina Hól á Tjörnesi í sín þjónustulaun.
Kaupmálabréf Finnboga (lögmanns) Jónssonar og Málfríðar Torfadóttur.
Thumas Oddsson selr Þorleifi Pálssyni, með samþykki Helgu
Ketilsdóttur konu sinnar, átján hundruð í Kleifum í Gilsfirði, og kvittar um andvirðið.
Björn Þorleifsson fær Páli Aronssyni til fullrar eignar
jörðina Látr á Ströndum í Aðalvíkrkirkjusókn.
Þorgils prestr Nikulásson, prófastr i milli Hvítaness og
Langaness, afleysir Jón murta Narfason og Sesseliu Bersadóttur af 4 barneignum.
Kaupbréf Ara Magnússonar fyrir Reykhólum 1601 og samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur þar upp á.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni Tröð í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa Sveinseyri í Hraunskirkjusókn. Í Vigur, 11. desember 1604; bréfið skrifað í Þernuvík 28. desember sama ár. Útdráttur.
Vitnisburður þriggja manna, að þeir hafi verið við staddir,
þá er Jón ábóti Þorvaldsson tók umboð af Gottskalk bisk-
upi að leysa Jón Sigmundsson af mannslági því, er hann
féll í, þá er hann varð ófyrirsynju Ásgrími Sigmundssyni að
bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og Jón meðgekk fyr
ir biskupi og mörgum góðum mönnum (Falsbréf, eitt af
morðbréfunum ).
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.
Bræðurnir Tómas, Grímur og Ari Ólafssynir selja Bjarna Sigurðssyni hálft áttunda hundrað í jörðinni Saurum á Skagaströnd. Á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 5. júní 1596. Útdráttur.
Jón Björnsson gefur syni sínum Finni Jónssyni jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði. Í Flatey á Breiðafirði í júní 1600.
Dómur klerka útnefndr af Jóni presti Þorvaldssyni og Guðmundi Jónssyni officialibus Hólabiskupsdæmis, að Einar ábóti á
Munkaþverá og klaustrið skuli hafa og halda jörðina Illugastaði í Fnjóskadal þar til réttur Hólabiskup gerir þar lagaskipan upp á.
Verndarbréf Kristjáns konungs III. handa Katrínu Hannesdóttur, ekkju Gizurar biskups, og handa Þorláki Einarssyni
og bræðrum hans.
Þorkell Jónsson eldri selur Hákoni Björnssyni Götu í Selvogi fyrir lausafé en hluti fésins skal greiðast Borstrup Giedde til Tommerup höfuðsmanni, svo fremi sem höfuðsmaðurinn útvegi Þorkeli landsvist af konunginum.
Gjafabréf Ásbjarnar Guðmundssonar, gert í Ólafsvík 10. nóvember 1663, er hann gefur Friðriki konungi þriðja eftir sinn dag eignir sínar, sem voru 80 hundruð í föstu og 20 hundruð í kvígildum. Eftirrit með hendi Jóns Steinþórssonar.
Einar Nikulásson og kona hans Kristrún Jónsdóttir selja Guðmundi Illugasyni jörðina Rúgstaði í Eyjafirði.
Þorleifur Sigurðsson selur Jóni Björnssyni jörðina Kotá í Eyjafirði fyrir Litla-Eyrarland í Eyjafirði.
Ingibjörg Guðmundsdóttir selur föður sínum Guðmundi Illugasyni jörðina Sveinungsvík í Þistilfirði en sálugur Nikulás nokkur hafði gefið henni jörðina. Séra Þorsteinn Illugason bróðir Guðmundar er umboðsmaður hans í þessum kaupum og fær hann Ingibjörgu ofan á kaupverðið kross og kápu. Á Múla í Aðalreykjadal 3. apríl 1596.
Tvö kaupbréf fyrir Guðlaugsvík við Hrútafjörð, á einu blaði.
Skuldauppgjör vegna jarðarinnar Brjánsness við Mývatn sem Þorkell Jónsson og Valgerður Einarsdóttir höfðu selt Önnu Eyjólfsdóttur og Vigfúsi Þorsteinssyni. Á Haganesi við Mývatn 21. maí 1596; bréfið skrifað degi síðar.
Vitnisburður Ingveldar Jónsdóttur um jörðina Áslaugsstaði. Skrifað á Hofi í Vopnafirði 17. apríl 1596.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað í Hjarðar[dal] í Dýrafirði 1. maí 1596.
Vitnisburður Guðmundar Oddssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað á Hrauni í Dýrafirði 20. september 1596.
Árni Oddsson gefur syni sínum Daða Árnasyni jarðirnar Hól og Geitastekka í Hörðudal, Einholt í Krossholtskirkjusókn og hálfan Keiksbakka á Skógarströnd.
Kaupmáli Daða Árnasonar og Kristínar Jónsdóttur, gerður á Þingeyrum í Vatnsdal 19. desember 1596.
Ættleiðingarbréf Helgu og Þórunnar (ríku) Jónsdætra gert á Skútustöðum við Mývatn 6. júní 1596.
Kaupmáli Páls Jónssonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur gerður undir Múla á Skálmanesi 8. ágúst 1596; bréfið skrifað ári síðar.
Magnús Björnsson gefur lagaumboð Jóni Björnssyni bróður sínum vegna klögunarmáls Árna Geirmundssonar um Veturliðastaði í Fnjóskadal. Skrifað nær Hofi á Höfðaströnd 18. júní 1597.
Sunnefa Björnsdóttir lofar Tómasi Pálssyni að Sæmundur Árnason skuli fyrstur kaupa Steinólfstaði og Mærðareyri þá hún vildi þær selja. Gert á Steinólfsstöðum 4. júlí 1596; bréfið skrifað á Stað í Grunnavík 13. mars 1597.
Ari Ormsson og Sigríður Þorsteinsdóttir selja Þorleifi Bjarnasyni hálfa jörðina Hraundal í Álftatungukirkjusókn. Á Borg í Borgarfirði 19. september 1596.
Jón Jónsson lofar að selja Sæmundi Árnasyni fyrstum átta hundruð í Vatnadal. Á Suðureyri við Súgandafjörð, 17. maí 1604; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 26. febrúar 1605.
Vitnisburður Sigmundar Þorleifssonar um landamerki á milli Kvennahóls og Stakkabergs á Skarðsströnd. Á Skarði á Skarðsströnd, 12. apríl 1604.
Dómur á prestastefnu á Flögumýri í Skagafirði um jörðina Fagrabæ í Laufáskirkjusókn, 30. maí 1597.
Vitnisburður um samtal Sæmundar Árnasonar og Ara Jónssonar um jörðina Eyri og kaup Sæmundar á nefndri jörð af Ara. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; bréfið skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Ari Jónsson selur Sæmundi Árnasyni tíu hundruð upp í Eyri í Önundarfirði. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Uppkast að stefnubréfi þar sem Gvendur (Guðmundur) Erlingsson á í umboði Guðbrands biskups að stefna Steinþóri Gíslasyni lagastefnu til Akra í Blönduhlíð fyrir Jón Sigurðsson lögmann og kóngs umboðsmann í Hegranesþingi.
Vitnisburður granna Sæmundar Árnasonar að hann hafi lýst fyrir þeim lögmálum er hann hefur lagt í fimm jarðir á Vestfjörðum: Hvilftar í Önundarfirði, Hrauns í Dýrafirði, Steinólfstaða og Mærðareyri í Veiðileysufirði og Bjarnarstaða í Ísafirði. Gert og skrifað á Hóli í Bolungarvík 17. júní 1597.
Page 119 of 149