Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3428 done, 40 left)
Guðrún Klængsdóttir selur séra Stefáni Gíslasyni tíu hundruð í Neðri-Gegnishólum í Flóa. Útdráttur.
Kaupmálabréf Péturs Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur, gert 9. október 1597, ritað 14. mars 1598.
Jón Arnfinnsson selur Þorvarði Björnssyni tíu hundruð í Gilsárvelli í Borgarfirði. Útdráttur.
Kaupbréf fyrir 8 hundr. í Dynjandi í Grunnavík.
Opið bréf séra Þorleifs Björnssonar um deilur hans við mág sinn Bjarna Guðmundsson um Reykhóla á Reykjanesi og Kollabúðir og stuld Guðmundar Bjarnasonar á sálmabók úr Reykhólakirkju. Þorleifur gefur Páli Jónssyni sakirnar þar sem hann er veikur af elli og ófær um að standa í klögunarmálum.
Vitnisburður Sigurðar Ormssonar um viðskipti Ögmundar Pálssonar biskups og Páls Fúsasonar. Sigurður segist hafa komið í þjónustu biskups þegar hann var 16 ára og þegar hann hafi verið 20 ára hafi Páll gefið Ögmundi Engey og Laugarnes sem greiðslu fyrir það lán sem faðir Páls, Fúsi, hafði fengið af Ögmundi þegar þeir voru báðir í Englandi. Ögmundur fær Páli jörðina Atgeirsstaði „til glaðnings“. Viðstaddir gjörninginn hafi verið Jón Björnsson og séra Guðmundur Jónsson ráðsmaður í Skálholti.
Vitnisburður Styrkárs prests Hallsonar, að hann hafi skipt viðum á Gnýstöðum milli Þingeyrarklausturs og Ásgeirsárkirkju
og hafi klaustrinu þá ekki verið eignaður nema hálfur viðteki á Gnýstöðum. Tungu í Víðudal laugardaginn fyrir hvítasunnu ár MDLXXXIII.
Kaupmálabréf Gunnlaugs Ormssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur.
Áreiðarbréf um landamerki á milli Gegnishóla og Seljatungu og á millum Gegnishólanna.
Jón Ólafsson selur syni sínum, Ólafi Jónssyni, jarðirnar Hjarðardal stærri og minni og fær í staðinn frá Ólafi og konu hans Ingibjörgu Jónsdóttur Tjaldanes í Saurbæ og Kirkjuból, Músarnes og Eiðshús, allar á Skálmarnesi.
Dómur um ákæru Guðmundar Eyvindssonar til Þorvalds Guðmundssonar, kveðinn upp í Berufirði 13. september 1582. Útdráttur.
Kaupmálabréf og hjónavígsla séra Jóns Jónssonar og Ólafar Hallsdóttur.
Sveinbjörn Jónsson kvittar upp á að hafa meðtekið peninga af Jóni Björnssyni sem honum líkar fyrir það fé sem Sveinbirni var dæmt af Þorsteini heitnum Illugasyni og gefur hann erfingja Þorsteins kvitta og ákærulausa.
Jarðakaupabréf á milli Eggerts Hannessonar og Björns Bjarnarson.
Séra Arngrímur Jónsson gefur Guðbrandi Þorlákssyni biskupi veð og lögmála í jörðinni Bakka í Fljótum. Útdráttur.
Dómur á Neðri-Lönguhlíð í Hörgárdal um jörðina Brekku í Skagafirði, 21. apríl 1620. Magnús Björnsson hafði lánað Steindóri Gíslasyni og konu hans Guðrúnu Einarsdóttur 100 ríkisdali sem áttu að endurgreiðast á Alþingi 1619 (sbr. apógr. 5343). Steindór og Guðrún settu jörðina Brekku í veð og þar sem höfðu ekki greitt á gjalddaga er jörðin dæmd eign Magnúsar.
Árni Magnússon skrifar upp nöfn þessara persóna sem voru til samans á Leirá 2. febrúar 1644: Hústrú Helga Jónsdóttir, sonur hennar Árni Oddsson lögmaður, sr. Jón Jónsson prófastur og Páll Gíslason. Bréfið sagði Árni Magnússon annars vera marklaust.
Þorleifur Bjarnason geldur Evfemíu dóttur sinni átta hundruð í Neðri-Brekku í Saurbæjarhrepp í löggjöf, auk fjögurra hundraða til arfaskiptareiknings og í heimanmund sinn. Á Fellsenda í Miðdalahrepp í maí 1610. Útdráttur.
Steinunn Jónsdóttir fær Magnúsi Björnssyni, syni sínum, 40 hundruð í Ljósavatni.
Einar lögmaður Gilsson úrskurðar Þingeyraklaustri alla veiði í Hófsós.
Page 120 of 149













































