Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3428 done, 40 left)
Úrskurður Snorra kyngis Þorleifssonar officialis Skálholtskirkju um að allir búfastir menn, þeir er af landi hafa milli Ísafjarðarár og Kleifa í Seyðisfirði, sé samkvæmt máldaga kirkjunnar í Vatnsfirði skyldir að ala henni lamb eða gefa ella.
Tveir menn vídímera bréf um landamerki Marðarnúps frá 11. Sept. 1369 (Dipl. Isl. III, Nr. 204).
Sigurður Hákonarson selur bróður sínum Guðmundi Hákonarsyni hálfa jörðina Breiðabólstað í Hjallakirkjusókn. Á Þingeyrum í Vatnsdal, 12. nóvember 1642.
Þorsteinn Torfason selur séra Jóni Böðvarssyni part í Skálpastöðum í Lundarreykjadal og fær í staðinn part í Hlíðarfæti og lausafé. Í Reykholti, 20. maí 1637.
Brynjólfur Sveinsson fær Brandi og Birni Árnasonum Birnufell í Fellum og Skálanes í Seyðisfirði en fær í staðinn Strandhöfn í Vopnafirði. Að Valþjófstöðum í Fljótsdal, 28. ágúst 1657. Útdráttur.
Eiríkur Gíslason selur Markúsi Bjarnasyni hálfa jörðina Háholt í Eystrahrepp fyrir 25 hundruð í lausafé. Að Stokkseyri, 31. mars 1653. Útdráttur.
Jón Oddsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu vegna jarðarinnar Fells í Kollafirði eftir séra Snæbjörn heitinn Torfason að frátekinni tíu hundraða jörð. Jón lofar að sú jörð megi inni standa hjá húsfreyjunni Þóru Jónsdóttur (ekkju Snæbjörns) „þar til forkláraður væri portionis reikningur kirkjunnar undir Felli.“ Á Kirkjubóli í Langadal í maí 1607. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Ólafi Magnússyni og konu hans Sólrúnu Sigurðardóttur alla Hróaldsstaði í Selárdal og fær í staðinn Fell í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 17. ágúst 1651. Útdráttur.
Sátt á milli Daða Arnórssonar og Þorleifs Bjarnarsonar um arfstilkall eftir Ólaf Helgason. Í Snóksdal 1. maí 1599. Útdráttur.
Vitnisburður séra Björns Gíslasonar og Ásgríms Jónssonar um að Solveig Jónsdóttir væri erfingi Þorsteins Jónssonar, bróðursonar síns.
Vilhjálmur Oddsson gefur Þórði Guðmundssyni sína próventu sér til framfæris.