Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1381 documents in progress, 2175 done, 40 left)
Vitnisburður Þorsteins Vigfússonar um landamerki Baldursheima við Mývatn. Á Skútustöðum við Mývatn, 22. febrúar 1646.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Skiptabréf á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms, sonar hans.
Bkéf, að síra Björn Jónsson megi leysa til sín lögveð það, sem hann átti í Kollufossi, er hann hafði selt Guðrúnu Jónsdóttur, en kaup Guðlaugs Sigurðssonar og Guðrúnar um Kollufoss skyldi ónýtt og að engu haldast.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Séra Jón Styrkárson selur Sæmundi Árnasyni jörðina Haukadal í Dýrafirði og fær í staðinn Skóga í Arnarfirði.
Skipti þeirra brœðra, síra Þorleifs og Sæmundar Eirikssona á jarðeignum bróður þeirra, sira Jóns í Vatnsfirði.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Þorgrímur Jónsson selur Jóni Ásgrímssyni til fullrar eignar hálfa jörðina Fagrabæ á Svalbarðsströnd fyrir fimtán hundruð í lausafé
Einar Oddsson selur Bessa Sighvatssyni Auðólfsstaði í Langa- dal með tilgreindum ítökum og ummorkjum fyrir Sólheima í Sæmundarhlíð með tilteknum landamerkjum.
Skiptabréf eptir Þórð Helgason á Staðarfelli.
Helgi ábóti á Þingeyrum staðfestir dóm frá 29. apríl, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,3 (DI VIII, nr. 589).
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns, meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Útdrættir úr tveimur transskriftarbréfum sem tengjast aðallega Ásgarði og Magnússkógum.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Síra Þorleifur Björnsson arfleiðir fjögur börn sín með samþykki Jóns Björnssonar, bróður síns.
Vitnisburður Arnbjargar Kolbeinsdóttur m landamerki Baldursheima við Mývatn. Á Skútustöðum við Mývatn, 14. nóvember 1646.
Báðir lögmenn Íslands og 24 skilvísir menn úrskurða á Öxarárþingi dóm Eggerts heitins Hannessonar lögmanns um Veturliðastaði löglegan og jörðina réttilega eign Þórunnar Jónsdóttur.
Pétr bóndi Loptsson selr Birni bónda Þorleifssyni jörðina Heydal og hálfa Skálavík í Mjóafirði fyrir hálfar Akreyjar í Skarðs kirkjusókn, með fleira fororði , er bréfið hermir.
Tylftardómr klerka á Þingvelli, útnefndr af Jóni biskupi, og dæma þeir Jón biskup „fullmektugan stjórnarmann kristninnar í Skálholtsbiskupsdæmi með biskuplegu valdi“ eptir páfans bréfi, og fé þeirra upptækt Jóni biskupi til handa, fyrir „að leiðrétta guðs kristni í Skálholtsbiskupsdæmi", er setji sig ólöglega inn í völd heilagrar Skálholtskirkju, og þeir, sem setji sig á móti Jóni biskupi, rétt teknir undir löglegar skriptir.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmannai Jónssyni milli þeirra Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar um peninga og arf eftir Þorleif og Einar Björnssyni.
Haldóra Gunnarsdóttir samþykkir prófentu Ingimundar Gunnarssonar bróður síns þá, er hann hafði geflð Vigfúsi Erlendssyni jörðina Flagbjarnarholt á Landi í prófentu sína.
Ari Jónsson gefur Björn bónda Benediktsson kvittan um fulla peningagreiðslu fyrir jörðina Ytra-Samtún í Kræklingahlíð. Á Espihóli í Eyjafirði 17. september 1600; bréfið skrifað á Stóra-Hamri 16. júní 1601.
Vigfús bóndi Þorsteinsson selur Margréti Þorvarðsdóttur jörðina Mýnes í Eiðaþingum fyrir jörðina Hjartastaði.