Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1635 documents in progress, 3428 done, 40 left)
Séra Arngrímur Jónsson gefur Guðbrandi Þorlákssyni biskupi veð og lögmála í jörðinni Bakka í Fljótum. Útdráttur.
Guðrún Einarsdóttir selur Ara Magnússyni Silfrastaði, en hann henni aftur Ósland í Miklabæjarsókn, 80 hundruð að dýrleika, með samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur konu sinnar; skyldi Ósland falla til Ara í löggjafir Guðrúnar ef hún andaðist án lífserfingja.
Henrik Gerkens Hannesson selur Þórði Guðmundssyni hálfa Geirshlíð í Flókadal og fær í staðinn Kross á Akranesi. Útdráttur.
Arfleiðslubréf Jóns Björnssonar i Flatey (samhljóða nr. 80 sð framan, nema að ártali).
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur til Orms.
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Vitnisburðarbréf um lýsingu Hafliða Skúlasonar, sem verið hafði með Þorleifi Björnssyni frá því hann var ungur piltur og þar til hann lést um heimildir fyrir jörðinni Hvallátur í Mjóafirði, viðskipti Þorleifs og Lopts Ormssonar með fleiru.
Jón Jónsson lýsir því, að hann hafi sœzt viS síra Jón Eiríksson um þann skógarpart og afhendir honum hann, „sem liggur fyrir neðan hamrahjalla þann, sem inn geingur eptir skóginum fyrir ofan mýri þá, er kölluð er Krafsmýr", og síra Jón hafði beiðst af Jóni heitnum murta Einarssyni föður Jóns, og síra Jóni þótti hann hafa lofað sér.
Afrit fjögurra bréfa um kirkjureikninga Hagakirkju og eignarhald á Haga á Barðaströnd, með athugasemdum skrifarans.
Hundurinn Passop, sem komst lífs af við strand hollenska Indlandsfarsins Het Wapen van Amsterdam, er tvígefinn.
Vitnisburður Orms lögmanns Sturlusonar um kaupmála Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Hústrú Guðríðr Finnbogadóttir selur Finnboga Jónssyni lögmanni jörðina Grund í Eyjafirði með jörðunni Holti fyrir hálft annað hundrað hundraða.