Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1635 documents in progress, 3424 done, 40 left)
Skilmálar á milli Magnúsar Björnssonar og Ólafs Grímssonar um jarðaskipti þeirra á Stafnhóli og Sölvanesi. Á Munkaþverá, 21. janúar 1623.
Kristín Magnúsdóttir selur móður sinni Ragnheiði Eggertsdóttur hálfan Kirkjuvog og fær í staðinn part í Miðhlíð í Hagakirkjusókn. Í Sauðlauksdal, 24. ágúst 1623; bréfið skrifað á Snjáfjöllum 31. desember sama ár.
Björn Sveinsson vitnar að hann hafi fengið alla peninga frá Magnúsi Sæmundssyni vegna Heiðarbæjar. Að Meira-Fagradal, 21. febrúar 1623.
Árni Björnsson gefur syni sínum Jóni 20 hundruð í jörðinni Ystu-Vík á Svalbarðsströnd á hans giftingardegi. Á Reykjum í Tungusveit, 31. ágúst 1623; bréfið skrifað á sama stað 3. desember sama ár.
Jón Eiríksson og kona hans Þórdís Eiríksdóttir selja Hákoni Árnasyni jörðina Sperðil í Ytri-Landeyjum. Á Krossi í Eystri-Landeyjum 10. maí 1594. Útdráttur.
Jón, Ari og Jón, synir Magnúsar Jónssonar og Ragnheiðar Eggertsdóttur, játa og samþykkja öll sín samborin systkin löglega erfingja eftir föður sinn og móður. Á Bæ á Rauðasandi, 4. febrúar 1594.
Dómur á Spjaldhaga um hversu miklar gjafir Þórunn heitin Jónsdóttir hefði mátt gefa að lögum.
Dómur um ákæru á milli Guðmundar Illugasonar, í umboði séra Jóns og Jóns yngra Þórðarsona, og bræðranna Árna, Péturs, Bjarna og Þorsteins Magnússona sem snerist um kaup og próventugjörninga sem Þórður heitinn Pétursson, faðir séra Jóns og Jóns yngra, og hans kona Gunnvör Jónsdóttir höfðu gert við séra Sigurð Jónsson. Á Múla í Aðalreykjadal, 18 maí 1594.
Árni Ólafsson biskup í Skálholti fær Halli Jporgrímssyni jörðina
Hof i Vatnsdal og Eyfre-Tungu í Vatnsdal til fullrar eignar og
kvittar hann fyrir andvirði jarðanna, en jarðirnar hafði Árni
biskup feingið hjá þeim hjónum Styr Snorrasyni og Þuríði
Jónsdóttur.
Séra Oddur Jónsson vitnar um að samskipti hans við Vigfús Þorsteinsson í Ási hafi ætíð verið góð. Gert á Presthólum í Núpasveit 20. ágúst 1594.
Kaupmálabréf og hjónavígsla Þorbergs Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 23. september og 30. október [1607]; bréfið skrifað á sama stað 4. febrúar 1608.
Áreiðarbréf um landamerki á milli Gegnishóla og Seljatungu og á millum Gegnishólanna.
Ari Guðmundsson selur, með samþykki föður síns, Jóni Magnússyni eldra jörðina Gautastaði í Hörðudalshrepp. Í Snóksdal, 19. maí 1605. Útdráttur.
Vitnisburður um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða jörðu.
Vitnisburður séra Þorsteins Illugasonar og Sigríðar Árnadóttur um að Guðmundur Illugason heitinn, bróðir Þorsteins, hefði lýst því skriflega fyrir þeim að hann hefði gefið syni sínum Illuga jörðina Sveinungsvík á Sléttu í Svalbarðskirkjusókn. Á Múla í Aðalreykjadal, 30. apríl 1628.
Vottaleiðsla Eiríks Þorleifssonar um að Marðarnúpur eigi selför, hrísrif og grasalestur fyrir Öxlum, og um landamerki
Marðarnúps, og hafði hann lagt Kolbeini Benediktssyni fimtarstefnu þar um.
Einar Oddsson gefur kirkjunni á Hofi í Vatnsdal kolviðargerð
upp á tvo hesta árlega í Fljótstunguskóg uppá þann part
er tilheyrði hálfri jörðunni Fljótstungu, er Einar átti.
Transskipt af bréfi um Ólafslömb í Vatnsfirði, þ.e. transskript þriggja manna af úrskurði séra Snorra kyngis
31/8 1366 um lambatolla Vatnsfjarðarkirkju.
Próventugjöf Jóns Jónssonar til Brynjólfs biskups Sveinssonar.
Jón Björnsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Kaldrana á Skaga. Í Skálholti 3. júlí 1598.
Árni Magnússon vitnar að hafa selt séra Einari Sigurðssyni jörðina Hólaland í Desjarmýrarkirkjusókn og sex hundraða part í Berufirði. Á Skála árið 1598. Transskriftarbréfið er skrifað í Skálholti 14. júní 1611.
Page 125 of 149

















































