Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Séra Snæbjörn Torfason selur Bjarna Sigurðssyni hálfar Brekkur í Gunnarsholtskirkjusókn en fær í staðinn Hrafnagil í Laxárdal. Útdráttur. Á Þingvöllum, 30. júní 1606.
Einar Jónsson („Eylerdt Johansen“) selur Herluf Daa jörðina Vatnsdal („Wartess dhall“) á Barðaströnd, í Dalskirkjusókn. Bréfið er skrifað á þýsku í Hamborg einhvern tíma á árabilinu 1606–1616.
Klögun Odds Svarthöfðasonar til Árna Magnússonar vegna framferðis umboðsmannsins Hans Christiansson Rafn, sem meðal annars rak hann af jörðinni Dölum þar sem hann hafði búið síðan 1685.
Jón Sigurðsson og kona hans Sigríður Torfadóttir selja Jóni Björnssyni, vegna Snæbjarnar Torfasonar, jarðirnar Sandeyri á Snæfjallaströnd, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Steingrímsfirði. Í staðinn fá Jón og Sigríður Brandsstaði og Bollastaði í Blöndudal. Landamerkjum lýst og skilmálar settir. Í Kristnesi í Eyjafirði, 13. júní 1606.
Falsbréf um jörðina Dynjandi í Grunnavík.
Nokkrir punktar Árna Magnússonar, teknir upp úr jarðakaupabréfi, um þessar jarðir sem fóru sölum 1606: Sandeyri í Ísafirði, Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Steingrímsfirði og Brandsstaði og Bollastaði, báðar í Blöndudal. Árni getur sérstaklega um skilmála sem seljandinn Jón Sigurðsson leggur á kaupandann séra Snæbjörn (Torfason).
Vitnisburður og eiður Jóns Arnórssonar prests í Einholti í Hornafirði að sú vörn sem hann hefur haft kirkjunnar vegna um þá fjöru sem Viðborðsmenn hafa áklagað undan kirkjunni sé rétt og falslaus. Á Einholti, 29. júní 1606.
Um lögmála Gísla Árnasonar fyrir Vestasta-Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Magnús Vigfússon og sonur hans Árni Magnússon staðfesta þann gjörning sem gerður hafði verið á Hofi í Vopnafirði árið 1592 um að jörðin Eiðar skyldi vera ævinleg eign Árna og skyldi hann hafa hana fyrir 60 hundruð í rétt erfðaskipti móts við önnur sín systkin. Að Eiðum, 12. september 1606.
Vitnisburður Bárðar Jónssonar um viðreign Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara af einni álfu. en af annari Gísla,
Hermanns og Ólafs Filippussona, í kirkjugarðinum í Víðidalstuugu (1483).
Eiríkur Jónsson selur Torfa Erlendssyni tíu hundruð í Barkarstöðum í Miðfirði. Á Stafnesi 5. júní 1651. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Bjarna Jónssyni jörðina Dvergastein í Seyðisfirði, Bárðarstaði í Loðmundarfirði og Sandvík í Norðfirði, með meiru, og fær í staðinn Fagranes á Langanesi, Bakka á Ströndum og Hróaldsstaði í Selárdal. Að Bustarfelli í Vopnafirði, 14. ágúst 1651.
Ágrip af vitnisburði um það, að Jón Sigmundsson (Brandssonar lögmanns, Jónssonar) hafi fest sér til eiginkonu Sigríði Þórisdóttur.
Þorkell Gamlason og Sæunn Jónsdóttir endurnýja hjónabandsgjörning sinn á Hólum í Hjaltadal, 2. janúar 1608. Bréfið skrifað á Ökrum í Blönduhlíð 22. janúar sama ár.
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van
der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og
Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar
biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði
legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Kvörtun Brynjólfs Magnússonar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Magnús Erlendsson, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson votta enn fremur að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.
Kaupbréf um þrjú hundruð og fjörutíu álnir í jörðunni
Hellisholtum í Hrunamannahreppi fyrir lausafé.
Vottorð þar sem Árna Magnússon og Ólafur Árnason sýslumaður tjá niðurstöður sínar af rannsókn á mælikeröldum sem gerð var 4. júní 1704 í Vestmanneyjum að umboðsmanninum Christoffer Jenssyni viðstöddum.
Þrjú samhljóða eintök, öll undirrituð af Árna og Ólafi og með innsiglum þeirra.
Afrit af sátt um landamerki mili Voðmúlastaða og Úlfsstaða.
Guðbrandur Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan og ákærulausan um andvirði jarðarinnar Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 3. apríl 1610.
Kolbeinn Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan um það andvirði sem Oddur hafði greitt Kolbeini fyrir part í Böðvarsdal. Á Hofi í Vopnafirði, 3. ágúst 1610; bréfið skrifað í Skálholti 9. október sama ár.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er
Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir
Fúsa það.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Gjörningur og kaupskapur á milli hjónanna Magnúsar Guðnasonar og Helgu Guðmundsdóttur um jarðirnar Kópsvatn í Hrunamannahrepp, Hólshús í Flóa, Fjall í Ölfusi og Skálmholtshraun í Villingaholtshrepp. Í Stúfholti í Holtum, 9. apríl 1633.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Birni Bjarnasyni jörðina Gilsárteig á Útmannasveit og fær í staðinn Böðvarsdal í Vopnafirði. Að Böðvarsdal, 20. ágúst 1651. Útdráttur.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Þorlákur Skúlason meðkennir að hann hafi fengið Magnúsi Björnssyni lögmanni jörðina Hóla í Laxárdal í réttum jarðaskiptum. Á Hólum í Hjaltadal, 10. september 1652.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Þorleifur Bjarnason geldur Evfemíu dóttur sinni átta hundruð í Neðri-Brekku í Saurbæjarhrepp í löggjöf, auk fjögurra hundraða til arfaskiptareiknings og í heimanmund sinn. Á Fellsenda í Miðdalahrepp í maí 1610. Útdráttur.
Page 126 of 149