Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Brynjólfur Sveinsson selur séra Jóni Jónssyni 15 hundruð í Engihlíð í Langadal en fær í staðin tíu hundruð í Höskuldsstöðum í Laxárdal og annan fimm hundraða jarðarpart. Á Þingvöllum, 1. júlí 1645.
Afrit af skiptabréfi erfingja Magnúsar Jónssonar.
Vitnisburður Einars Oddssonar um viðreign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni álfu, en Filippussona af annari, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu (1483).
Vitnisburður Magnúsar Sveinssonar um stefnu Magnúsar Jónssonar til séra Þorleifs Björnssonar vegna Reykjahóla á Reykjanesi.
Jón biskup á Hólum, er þá var kongs umboðsmaðr bæði í
Vöðluþingi og Þingeyjarþingi, selr Bessa Þorlákssyni jarðirnar
Sigurðarstaði, Sandvík, Haldórustaði, Jarlslaði, Minni Völlu
og Kálfborgará í Bárðardal, Skarð í Fnjóskadal og
Björk í Eyjafirði, fyrir hálfa Anastaði, hálft Skarð og fimm
hundruð í Kárastöðum á Vatnsnesi og hálfa jörðina Samtýni
í Kræklingahlíð, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Álits og skoðunargerð átta manna útnefndra af síra Jóni
Haldórssyni officialis milli Geirhólms og Hrútafjaiðará um
áskilnað milli Staðarkirkju í Steingrímsfirði og Guðmundar
Loptssonar út af Selárdal.
Afrit af pósti úr vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar um máldaga og reikning kirkjunnar að Mýrum í Dýrafirði, frá 1650.
Haldór prestr Tyrfingsson vottar, að hann viti ekki til, að
Sigurðr bóndi Narfason og Ívar heitinn bróðir hans hafi
gert neinn gjörning um landamerki Tungu og ytra Fagradals
(á Skarðsströnd) leingr en þeir lifði báðir.
Alþingisdómur um jörðina Brúnastaði í Skagafirði, 1. júlí 1613.
Samantekt Árna Magnússonar um sölu Þormóðs Torfasonar á jörðinni Dalsmynni í Norðurárdal til séra Þorkels Arngrímssonar, sem fram fór í Görðum á Álftanesi árið 1671.
Kaupmálabréf síra Björns Jónssonar og Steinunar Jónsdóttur.
Vitnisburður, að Björn Guðnason hafi um langa tíma átt
jörðina Ásgarð í Hvammssveit og hafi keypt hana af Þórólfi
Ögmundssyni, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Vitnisburbr fimm manna um það, að þeir hafi séð og yfir
lesið kvittunarbréf þau, er þeir biskuparnir Magnús Eyjólfsson,
Stephán Jónsson og Ögmundr Pálsson hafi út gefið til
handa þeim frændum Þorleifi Björnssyni, Einari Björnssyni
og Birni Þorleifssyni um sektir og fjárgreiðslur, og er tilfært efni bréfanna.
Dómar og skilríki um arf þann sem Einari Ólafssyni hafði fallið eftir Solveigu Björnsdóttur móðurmóður sína, afrituð „úr kópíubók frá Hólum í Hjaltadal“.
D 1–9. Afrit af transskriftarbréfi frá Hólum í Hjaltadal, 6. maí 1517.
Sveinn Þorleifsson selr síra Ólafi Hjaltasyni sjálfdæmi og
gefr sig og alt það, sem hann á, í hans vald, fyrir „það
svik", er Sveinn hafði gert síra Ólafi í sambúð við
Hallfríði Ólafsdóttur, með þeim fleirum greinum, er bréfið
hermir.
Sigríður Bárðardóttir selur Margrétu Bárðardóttur fimm hundruð upp í jörðina Finnsstaði í Eiðaþinghá fyrir sjö hundruð í fullvirðis peningum.
Illugi Illugason selur Páli Guðbrandssyni fimm hundruð í jörðinni Neðri-Mýrum á Skagaströnd. Á Þingeyrum, 7. janúar 1613.
Helga Guðnadóttir og Eiríkr Torfason, sonr hennar, gefa
hvort annað kvitt um öll þeirra skipti.
Gjafabréf Jóns Oddssonar til handa Þorgilsi presti syni sinum um tíu hundruð upp í jörðina ytra Hvarf í Svarfaðardal.
Lýsing Þorsteins Finnbogasonar, að hann hafi gefið síra
Birni Gíslasyni brennistein í Fremri-Námum í sína lífsdaga.
Tylftardómr klerka norðan og sunnan, útnefndr af Jóni
biskupi á Hólum, er þá var administrator Skálholtsbiskupsdæmis,
um ákærur biskups til Daða Guðmundssonar.
Guðlaug Finnsdóttir selur Helgu Magnúsdóttur og dóttur hennar Sigríði Hákonardóttur jörðina Tungufell og fær í staðinn jörðina Fossá í Kjós (drög). Á eftir eru drög að skuldauppgjöri þar sem Guðlaug meðkennir sig hafa fengið greiðslu frá Helgu.
Afrit af jarðaskjölum sem tengjast Hendrich heitnum Bielcke.
Guðmundur Ketilsson selur séra Oddi Þorkelssyni hálfa jörðina Ytri-Hlíð í Vesturárdal fyrir lausafé.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).
Dómur um ágreining vegna jarðarinnar Efra-Háls í Kjós á milli Vigfúsar Jónssonar á eina hönd og Páls Böðvarssonar og Margrétar Aradóttur á aðra. Vigfús kvaðst hafa keypt jörðina fyrir 13 árum af Páli og Margréti og bar hann fram landamerkjabréf og ítakabréf til stuðnings kröfu sinnar. Var jörðin dæmd fullkomin eign Vigfúsar. Á leiðarþingi á Sandatorfu 18. júlí 1590, bréfið skrifað degi síðar á Hvítárvöllum.
Síra Jón officialis Þorleifsson kvittar Jón Björnsson og Guðrúnu Þorleiksdóttur um þá fjórðu barneign, sem þau hafa
opinber að orðið sín í milli.
Sjöttardómur í héraði, kvaddur af Knúti kongsfógeta Steinssyni, dæmir Arnbjörgu Jónsdóttur löglegan erfingja föður
síns, síra Jóns Bárðarsonar.
Afrit af skiptabréfi Ólafar Loftsdóttur og hennar barna eftir Björn Þorleifsson hinn ríka.
Eyrný Ólafsdóttir fær Sighvati Asgrímssyni jörðina að Bjargastöðum í Miðfirði til eignar, með tilgreindum ummerkjum.
Sigurður Hákonarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi skipstöðu á jörðinni Strönd í Selvogi fyrir fimm hundruð.
Ólafur byskup Hjaltason fær Halldóri Sigurðssyni i þjónustulaun sín Neslönd tvenn við Mývatn, Refsstaði í Laxárdal og
Hringver á Tjörnesi.
Festingarbréf síra Þorláks Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur.
Þuríður Arngrímsdóttir selur síra Birni Jónssnui jörðina Gröf
með kotinu Freysivíkurbakka, báðar í Miðfirði, fyrir þrjátíu
hundruð i lausafé, en Hallur Arngrímsson fékk Þuríði systur
sinni þessar jarðir móti æfinlegri framfærslu, auk fleiri greina,
er bréfið hermir.
Afrit af opnu bréfi Friðriks III. Danakonungs um að presturinn á Reynivöllum í Kjós megi fyrst um sinn njóta jarðarinnar Vindáss í sömu sveit afgjaldslaust af því að prestssetrið hafi skemmst af skriðu. Útgefið í Kaupmannahöfn 7. maí 1664. Afritið vottað 9. júlí 1705.
Vitnisburður um lýsing Guðrúnar Helgadóttur, að Gautastaðir væri hennar eign.
Testamentisbréf síra Þorleifs Björnssonar.
Page 128 of 149