Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Jón Finnbogason og kona hans Arnbjörg Kolbeinsdóttir lýsa skuldum í garð erfingja Jóns Vigfússonar vegna jarðarinnar Baldursheims í Skútustaðakirkjusókn. Komist er að samkomulagi og gefa Jón og Arnbjörg erfingja Jóns Vigfússonar kvitta og ákærulausa. Þá er landamerkjum Baldursheims lýst. Á Garði við Mývatn, 2. ágúst 1614; bréfið skrifað í Skálholti 7. desember sama ár.
Jón Árnason selur Gísla Eiríkssyni part í Hrafnabjörgum í Hörðudal og fær í staðinn jörðina alla Laugarvatn í Grímsnesi. Við Öxará, 3. júlí 1667.
Séra Sigurður Jónsson gefur dóttur dótturdóttur sinnar, Halldóru Gunnlaugsdóttur, jörðina Hafralæk í Aðaldal.
Eiríkur og Hallur Einarssyni samþykkja gjörning sem Brynjólfur Sveinsson biskup og Bergur Einarsson, bróðir þeirra, gerðu um Eyrarteig og Strandhöfn í Vopnafirði. Í Valþjófsstað, 29. maí 1658. Transskriftarbréfið skrifað í Skálholti 11. apríl 1659. Útdráttur.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru jörðina Skálá í Sléttahlíð vegna fjögurra ára landaskulda á Silfrastöðum sem hann var henni skuldugur. Einnig gefur hann henni jörðina Minni-Brekku á Höfðaströnd fyrir Hól í Flókadal sem hann hafði áður goldið henni í þjónustulaun. Í biskupsbaðstofunni á Hólum í Hjaltadal, 9. júní 1620.
Ólafur Tómasson gefur séra Gottskálk Jónsson og Markús Ólafsson kvitta um greiðslu fyrir Brunastaði í Mælifellskirkjusókn.
Arnbjörn Þorgrímsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu af Bjarna Sigurðssyni fyrir hálfar Brekkum á Rangárvöllum. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 17. mars 1620.
Þorgrímur Þorleifsson gefur dóttur sinni Solveigu í arfaskipti og þjónustulaun jörðina Landamót í Kinn og ánafnar henni eftir sinn dag Halldórsstaði í Kinn. Í Lögmannshlíð 9. desember 1598; bréfið skrifað í Djúpadal í Skagafirði 13. desember sama ár.
Dómur um þann orðróm sem Vigfús Jónsson, sonur hans Jón Vigfússon og Ari Jónsson höfðu á sig fengið um faðerni barns þess sem Ragnheiður Þórðardóttir hafði alið.
Dómur á Gröf í Ytrahreppi vegna kaupa Þormóðar Ásmundssonar á parti í Grafarbakka.
Festingarbréf síra Steins Ólafssonar og Arnbjargar Brandsdóttur.
Gizur Einarsson fullmektugan formann og superintendentem yfir þá alla, Skálholts dómkirkju og stikti
Samningur og sáttmáli um jörðina Kálfanes í Steingrímsfirði á milli Páls Jónssonar og hjónanna séra Indriða Ámundasonar og Guðlaugar Jónsdóttur.