Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Vitnisburður um eignarétt til jarðarinnar Haga i Hvömmum.
Vitnisburður um land Fljótsbakka.
Eggert lögmaðr Hannesson festir Sesselju Jónsdóttur.
ORMR lögmaðr Slurluson úrskurðar gildan gerning
Ólafs byskups Hjaltasonar 18. ágúst 1555 (DI XII, nr. 53.)
Kvittun andvirðis Svanga í Skorradal.
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Vitnisburður tveggja manna um lýsing Narfa Ingimundarsonar á bruðli sjálfs sín á eignum stjúpbarna sinna.
Skiptabréf eftir Ásgrím Þórðarson á Marðarnúpi.
Árni Jónsson selur Jóni Vigfússyni þrjú hundruð og 40 álnir í Ölvaldsstöðum í Borgarkirkjusókn. Í Borgarhrepp, 24. september 1616; bréfið skrifað á Kalastöðum fáum dögum síðar. Útdráttur.
Hjónin Sigurður Oddsson og Þórunn Jónsdóttir gefa hvoru öðru allar sínar löggjafir. Á Hróarsholti í Flóa, 7. nóvember 1616; bréfið skrifað á Laugardælum í Flóa, 31. mars 1617.
Sigurður Oddsson yngri og kona hans Þórunn Jónsdóttir afgreiða og handsala Árna Oddsyni jarðirnar Máná og Valadal á Tjörnesi og allt andvirði Galtalækjar í þá löggjöf sem sáluga Helga Jónsdóttir, kona Árna og systir Þórunnar, hafði Árna gefið úr sinni fastaeign. Sigurður og Þórunn tilskilja að Árni gjaldi þá peninga sem honum ber að svara af þeim arfi er Þórunn átti eftir sínar sálugu systur Helgu og Hólmfríði. Á Hróarsholti í Flóa, 24. desember 1616; bréfið skrifað í Skálholti 16. janúar 1617.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 15: Jón Arason biskup á Hólum veitir Magnúsi djákna Jónssyni (syni sínum) prófastsdæmi
milli Hrauns á Skaga og Hofs í Dölum, en Gísli prestur Sigurðsson fari með prófastsdæmið, dags. 26. ágúst 1528.
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um afl og gildi útlúkningarbréfa Narfa Sigurðssonar og Sigurðar Narfasonar um Ásgeirsár, Lækjamót, og fjórar jarðir á Ströndum til Finnboga lögmanns og Teits Þorleifssonar.
Einar ábóti á Munkaþverá selur Guðmundi Þorleifssyni jörðina Ásgeirsvelli í Skagafirði fyrir jörðina Vestri-Tjarnir í Ljósavatnsskarði.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Þorleifur Bjarnason og kona hans Elín Benediktsdóttir selja Pétri Pálssyni jarðirnar Gillastaði, Hornstaði og Leiðólfsstaði í Laxárdalssveit og fá í staðinn Víðidalsá, Vatnshorn og Þyrilsvelli í Steingrímsfirði. Í Búðardal, 26. júlí 1617.
Jón Magnússon selur Pétri Pálssyni tólf hundruð í Gróustöðum í Króksfirði fyrir átta hundruð í Drápuhlíð í Helgafellssveit. Á Alþingi 1608. Útdráttur.
Eggert Jónsson vitnar að hann hafi selt bróður sínum Magnúsi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Höllustöðum á Reykjanesi og fengið fyrir fulla greiðslu. Að Haga á Barðströnd, 9. apríl 1642; bréfið skrifað á sama stað 23. janúar 1648.
Hjúskaparleyfi síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur.
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Veitingarbréf séra Jóns Loftssonar fyrir Útskálum.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Afrit af íslenskuðu konungsbréfi um verslunareinokun á Íslandi til handa Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri til ársins 1614.
Afrit af umboðsbréfi þar sem Christofer Heidemann felur Jóni Sigurðssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu, að
rannsaka kæru Eyjólfs Jónssonar. Við Öxará 9. júlí 1685.
Afrit af vitnisburðarbréfi um eignarrétt kirkjunnar í Snóksdal á eyðikotinu Þorgeirsstaðahlíð. Hvalgrafir á Skarðsströnd, 13. desember 1599.
Vottorð Jóns Eyjólfssonar yngra um dýrleika jarðarinnar Hólmakots og að Sigríður kona hans hafi erft jörðina eftir föður sinn, séra Jón Ólafsson árið 1694.
Afrit af jarðakaupabréfi þar sem Ólafur Jónsson Klow, í umboði Henriks Bielke, selur Eyjólfi Jónssyni nokkrar jarðir í Borgarfjarðarsýslu, dags. 21. júlí 1675.
Page 129 of 149