Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Virðing á peningi frá Hvoli, gerð að bæn Helgu Þorláksdóttur vegna Erlendar Jónssonar sonar hennar af þremur prestum og þremur leikmönnum um þá muni sem ganga áttu til Björns Jónssonar Staðarfellskirkjuhaldara upp í reikning kirkjunnar. Gert á alþingi 7. júlí 1691 og afskrift staðfest af 2 mönnum á Þingvelli 8. júlí sama ár.
Afrit af kaupmála milli Ásbjarnar Guðmundssonar og Orms Vigfússonar, sem gefur Ásbirni dóttur sína Guðrúnu. Eyjar í Kjós, 2. júní 1649.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Guðni og Ormur Jónssynir handleggja Narfa Jónssyni jörðina Dynjandi í Grunnavík.
Eiríkur Jónsson skjalfestir að hafa meðtekið greiðslu fyrir jörðina Hól í Svartárdal af bræðrunum sr. Guðmundi heitnum Gíslasyni og sr. Bjarna Gíslasyni.
Landamerki Hjarðardals ens stærra í Dýrafirði.
Dómur um stefnu séra Páls Jónssonar að kona hans, Þorgerður Þormóðsdóttir, sé löglegur erfingi foreldra sinna og að séra Gísli Þormóðsson hafi ranglega tekið og haldið jörðinni Litlu-Gröf, réttmætri eign Þorgerðar.
Lýsing Einars Brynjólfssonar á ummælum Narfa Ingimundarsonar, að hann hefði fargað ólöglega og að nauðsynjalausu jörðum barna Helga Vigfússonnr og ekkert lukt þeim fyrir.
Bréf og lýsing Eggerts Hannessonar að hann gæfi sinni dóttur, Ragnheiði, eiginmanni hennar Magnúsi Jónssyni og börnum þeirra allt það fastagóss og lausa peninga sem hann ætti á Íslandi, að tilteknum skilyrðum.
Bréf Kristjans konungs fimmta um að Magnús Jónsson lögmaður hafi látið af hendi jarðirnar Arnarhól og Húsanes í Snæfellsnessýslu fyrir Mávahlíð og hálfa Tungu í sömu sýslu. Kaupmannahöfn, 3. maí 1694. Á eftir bréfinu fylgir vitnisburður Árna Geirssonar um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 30. júní 1694. Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Gísla Jónssyni og Steindóri Helgasyni á Reykhólum 9. október 1703.
Vitnisburður Orms Erlingssonar eftir beiðni og kröfu Jóns Magnússonar eldra um það hvernig 10 hundruð í Siglunesi væri komin undan kirkjunni í Haga á Barðaströnd og um kaup þeirra Magnúsar Eyjólfssonar og Eggerts Hannessonar á 9 hundruðum í Holti og 8 hundruðum í Haga. Vitnisburðurinn er skrifaður í Haga 4. júní 1600, en séra Jón Egilsson og Sæmundur Jónsson setja 7. júní á sama stað og ári innsigli sín undir sem vitundarvottar.
Bréf Eggerts Hannessonar um eiðatekt af séra Þorsteini Gunnasyni og Böðvari Þórðarsyni.
Afrit (brot) af dómi Erlends Þorvarðssonar og Þorleifs Pálssonar, lögmanna, út nefndur af Otta Stígssyni, fógeta og höfuðsmanni yfir allt Ísland, um fiskibáta Hamborgara, verslun útlendinga og fleira. Dómurinn var út gefinn á Öxarárþingi 30. júní 1545.
Uppskrift af afriti af máldaga kirkjunnar í Holti í Fljótum, skrifuðu úr Hólakirkjumáldagabók þann 15. apríl. 1643.
Kaupbréf fyrir Bakka litla í Tungu.
Sjöttardómur um skuldir landsmanna við Hannes Reck og Hannes Elmenhorst.
Jóni Björnssyni dæmt umboð systkina sinna, barna síra Bjarnar Jónssonar á Meli.
Ályktan sex manna á alþingi, útnefndra af Finnboga lögmanni Jónssyni, að Guðni Jónsson og Ormr bróðir hans megi vel láta laust við Björn Þorleifsson, samkvæmt bréfi Hans konungs frá 24. Febr. 1498 (Nr. 402), alt það góz, er þeir héldu eptir Þorleif Björnsson.
Samantekt Árna Magnússonar upp úr þremur skinnbréfum um kaup Sæmundar Árnasonar á jörðunum Botni í Mjóafirði, Hólum í Dýrafirði og Haukabergi á Barðaströnd af hjónunum Sigfúsi Torfasyni og Jófríði Ormsdóttur.
Friðrik II. konungur fær Pétri Einarssyni til eignar Elliðaey fyrir Arnarstapa, lýsingu Péturs þar og kröfur hans í garð Ögmundar biskups Pálssonar.
Afrit af konungsbréfi Friðriks II. sem býður að refsa fyrir ólifnaðarbrot eftir lögum landsins, en þar sem þau lög ná ekki til skal fylgja recessinum, þ.e. Kaldangursrecess frá 1558. Friðriksborg, 20. mars 1563.
Afrit af bréfi Ögmundar biskups Pálssonar til alþýðu manna í Skálholtsbiskupsdæmi gegn ýmsum óhæfum, svo sem hórdómum, manndrápum og að láta börn deyja úr hor og gegn öðrum stórsyndum. Dagsetningu vantar í uppskriftina en aðrar uppskriftir hafa 3. febrúar 1540.
Kaupbréf fyrir Leifsstöðum í Kaupangssveit.
Bréf Kristjáns konungs þriðja um, að börn presta, þeirra er eiginkvæntir eru, megi taka arf eftir foreldra sína.
Séra Gottskálk Jónsson selur Magnúsi Þorvarðssyni jörðina Brún í Svartárdal og fær í staðinn hálfa jörðina Blöndubakka. Í Glaumbæ 5. júlí 1584. Útdráttur.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja og staðfesta kaup sem þeir höfðu gert sín á millum við Tjörfastaði í Landmannahrepp 3. september 1639 um að Bjarni keypti 13 hundruð í Rauðabergi í Hornafirði. Á Leirá í Leirársveit, 25. febrúar 1640. Útdráttur.
Kaupmálabréf Björns Magnússonar og Sigríðar Daðadóttur. Án upphafs.
Um jörðina (Efra-)Langholt í Ytrahrepp.
Magnús Björnsson lögmaður og sex menn aðrir ákvarða landamerki sem skilja að jarðirnar Vatnshorn og Leikskála í Haukadal, en eigendur jarðanna, Bjarni Pétursson og Eggert Hannesson, deildu um landspláss á milli þeirra. Bréf sem Eggert Hannesson lagði fram sem dagsett var 28. maí 1438 dæmdi Magnús að væri falsbréf af ýmsum sökum og skar það í sundur.
Björn Sæbjarnarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðina Fremri-Hlíð í Vopnafirði. Að Leiðarhöfn í Eystra-Skálanesslandi, 4. janúar 1654. Transskriftarbréfið er ritað að Hofi í Vopnafirði, 16. apríl 1657.
Um arfaskipti á milli bræðranna Árna lögmanns, séra Sigurðar og Eiríks Oddsona vegna þeirra systur Margrétar heitinnar Oddsdóttur. Í Öndverðarnesi, 4. júní 1656.
Pétur Pálsson lýsir fyrir grönnum sínum landsmála (lögmála) á Garpsdal í Gilsfirði, er Jón Halldórsson og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir hafa honum lofað að selja fyrstum manna.
Sendibréf Jóns lögmanns Sigurðssonar til Guðbrands biskups um morðbréfin, gjaftolla og fleira.
Uppkast af bréfi til Kristjáns IV. Danakonungs um kirkjujarðir sem seldar höfðu verið frá kirkjunni og um fátækt Íslendinga, meðal annars.
Kaupbréf fyrir Hofi í Vatnsdal, Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.
Eiríkur Björnsson gefur syni sínum Torfa Eiríkssyni fimmtán hundruð í Þykkvabæ og fimm hundruð í Fossi (Urriðafossi). Á Stokkseyri á Eyrabakka, 26. desember 1610.
Björn Sæbjörnsson vitnar um að hafa fengið greiðslu frá Brynjólfi Sveinssyni biskupi vegna Fremri-Hlíðar í Vopnafirði og gefur hann biskup kvittan. Í Leiðarhöfn í Vopnafirði, 6. september 1656. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 16. október sama ár.
Þóroddur Björnsson selur Bjarna Sigurðssyni Sauðholt í Holtum en fær í staðinn Skálmholtshraun í Ólafsvallakirkjusókn. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 19. nóvember 1615. Útdráttur.