Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Andrés Einarsson, með samþykki konu sinnar Ingibjargar Sigurðardóttur, selur Jón Magnússyni eldri alla jörðina Dynjandi í Arnarfirði.
Einar Ásmundsson og kona hans Málfríður Bjarnardóttir taka dóttur sína Kristínu Einarsdóttur til fullkomins arfs eftir því sem til stóð þá hennar ráð var óspjallað og gefa hana kvitta um sitt misferli fyrir guði og mönnum. Þetta gerðu þau fyrir bænarstað Bjarnar bónda Gunnarssonar.
Sólrún Sigurðardóttir selur Ólafi Sigurðssyni fjögur og hálft hundrað í Hróaldsstöðum í Vopnafirði og gefur honum eitt og hálft hundrað í sömu jörð. Á Krossi í Mjóafirði, 4. júlí 1661. Transskriftarbréfið er gert í Skálholti 15. nóvember 1663. Útdráttur.
Hallgrímur Nikulásson selur Jóni Vigfússyni jörðina Hamar í Laxárdal.
Vitnisburður Gunnars Þorsteinssonar um að á Lambey í Fljótshlíð þann 31. ágúst 1597 hafi Vigfús Þorsteinsson og Hákon Árnason tekist í hendur og lofað að mæta báðir til næsta Öxarárþings til að leysa úr ágreiningi varðandi arfleiðingarbréf Þorbjargar Vigfúsdóttur. Vitnisburðurinn var útgefinn og skrifaður á Skútustöðum við Mývatn 8. júní 1598.
Jón Björnsson fær systur sinni Ragnheiði Björnsdóttur og barni hennar Bjarna Sigurðssyni jarðirnar Syðsta-Mó í Fljótum og Neðri-Núp til að uppfylla fyrri skuldbindingar sínar; Ragnheiður gefur Jón kvittan. Á Auðkúlu í Svínadal, 6. nóvember 1571.
Úrskurður Snorra kyngis Þorleifssonar officialis Skálholtskirkju um að allir búfastir menn, þeir er af landi hafa milli
Ísafjarðarár og Kleifa í Seyðisfirði, sé samkvæmt máldaga kirkjunnar í Vatnsfirði skyldir að ala henni lamb eða gefa ella.
Tveir menn vídímera bréf um landamerki Marðarnúps frá 11. Sept. 1369 (Dipl. Isl. III, Nr. 204).
Sigurður Hákonarson selur bróður sínum Guðmundi Hákonarsyni hálfa jörðina Breiðabólstað í Hjallakirkjusókn. Á Þingeyrum í Vatnsdal, 12. nóvember 1642.
Þorsteinn Torfason selur séra Jóni Böðvarssyni part í Skálpastöðum í Lundarreykjadal og fær í staðinn part í Hlíðarfæti og lausafé. Í Reykholti, 20. maí 1637.
Brynjólfur Sveinsson fær Brandi og Birni Árnasonum Birnufell í Fellum og Skálanes í Seyðisfirði en fær í staðinn Strandhöfn í Vopnafirði. Að Valþjófstöðum í Fljótsdal, 28. ágúst 1657. Útdráttur.
Eiríkur Gíslason selur Markúsi Bjarnasyni hálfa jörðina Háholt í Eystrahrepp fyrir 25 hundruð í lausafé. Að Stokkseyri, 31. mars 1653. Útdráttur.
Jón Oddsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu vegna jarðarinnar Fells í Kollafirði eftir séra Snæbjörn heitinn Torfason að frátekinni tíu hundraða jörð. Jón lofar að sú jörð megi inni standa hjá húsfreyjunni Þóru Jónsdóttur (ekkju Snæbjörns) „þar til forkláraður væri portionis reikningur kirkjunnar undir Felli.“ Á Kirkjubóli í Langadal í maí 1607. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Ólafi Magnússyni og konu hans Sólrúnu Sigurðardóttur alla Hróaldsstaði í Selárdal og fær í staðinn Fell í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 17. ágúst 1651. Útdráttur.
Page 130 of 149














































