Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Brynjólfur Sveinsson biskup kaupir sex og hálft hundrað í Rauðabergi í Hornafirði fyrir lausafé 1656. Útdráttur.
Bjarni Oddsson fær syni sínum Pétri Bjarnasyni eldri jarðirnar Torfastaði og Teig, báðar í Vopnafirði, til réttra arfaskipta. Móðir Péturs og systkini samþykkja gjörninginn. Að Bustarfelli, 18. ágúst 1657.
Gísli Þórðarson selur Jóni Brynjólfssyni tólf hundruð í Hvammi í Kjós og fær í staðinn hálfan Bjargshól í Miðfirði. Í Neðri-Vífilsdal, 18. janúar 1658. Útdráttur.
Um málefni Kirkjubólskirkju í Skutulsfirði.
Eiríkur Erlendsson selur Bjarna Sigurðssyni fimm hundruð í jörðu sem Bjarni átti að gjalda Eiríki vegna lögmannsins Árna Oddssonar, fyrir fimm hundruð í Húsagarði, skv. kaupbréfi þeirra Bjarna og Árna. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 23. október 1643. Útdráttur.
Afrit af transskriftarbréfi með staðfestingu Kristjáns konungs fimmta, gert í Kaupmannahöfn 14. júní 1671, upp á kaupbréf gert í Hamborg 4. febrúar sama ár, þar sem Gabriel Marcellis konungs vegna selur séra Einari Þorsteinssyni í Múla til fullrar eignar jörðina Saltvík í Húsavíkursókn. Transskrifarbréfið er gert í Múla 14. október 1685 og er það eftirrit staðfest í Berufirði 19. júní 1703.
Erfðaskrá Valgerðar Hákonardóttur.
Afrit af bónarbréfi Arngríms prests Jónssonar lærða til Kristjáns IV. Danakonungs um að ekkja sín megi, þegar hans missi við, njóta teknanna af Melstað og búa þar meðan hún lifi. Dagsett í ágúst 1638.
Björn Pálsson og kona hans Elín Pálsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni 25 hundruð í jörðinni Skarfanesi á Landi. Á Skarði á Landi, 15. september 1643. Útdráttur.
Daði Daðason selur Birni Pálssyni jörðina Æsustaði í Eyjafirði og fær í staðinn jörðina Gröf á Höfðaströnd. Að Grund í Eyjafirði, 14. mars 1643.
San Juan de Ansoa frá Elantxobe á Spáni neitar því að hafa viljað liggja með Þórunni Jónsdóttur nauðugri og segist ekkert vilja með hana hafa.
Sæmundi Magnússyni er dæmd jörðin Grafarbakki á Öxarárþingi 1582.
Jón Sigurðsson selur Jóni Björnssyni hálfan Orrahól í Staðarfellskirkjusókn fyrir lausafé.
Kaupmálabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 15. ágúst 1582.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Ólöfu Sigurðardóttur jörðina alla Fossgerði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði. Að Vindfelli í Vopnafirði, 11. ágúst 1657. Útdráttur.
Transskript af fjórum bréfum. (Útdráttur) Transskriftarbréf Stígs prests Björnssonar og þriggja leikmanna af fjórum bréfum viðvíkjandi kröfum Guðbrands biskups Þorlákssonar til eigna Jóns lögmanns Sigmundssonar og Einars Jónssonar. 1, af Friðreks konungs staðfestíngarbréfi, dat. Fredsichsb. 14 Apr. 1571 (No. 647) 2, af Bessastaðadómi tólf manna, miðvikud. eftir visitatio Mariæ 1569 (No. 644) 3, af Akradómi tólf manna, miðvikud. eftir Geisladag 1570 (No. 645) 4, af Alþingisdóm tólf manna 1570 (nr. 646) Afskriftin er gjörð á Hólum í Hjaltadal 22. janúar 1580.
Bréf Jóns prests Bjarnarsonar og Dálks Einarssonar um landamerki Víðivalla og Reykja í Tungusveit og um veiði í Jökulsá.
Vitnisburðir um landamerki á milli Syðra- og Ytra-Vatns í Tungusveit.
Skiptabréf á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms, sonar hans.
Sæmundur Magnússon selur Þormóði Ásmundssyni tíu hundruð í jörðinni Grafarbakka í Hrunakirkjusókn. Bræðratungu, 6. janúar 1582, bréfið skrifað degi síðar.
Vitnisburður séra Jóns Jónssonar um skipti og peningaafgreiðslur eftir Eirík heitinn Torfason. Torfastöðum í Biskupstungum, 4. júlí 1582.
Kaupbréf Ara Magnússonar fyrir Reykhólum 1601 og samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur þar upp á.
Skoðun og virðing á peningum eftir Jón Ormsson heitinn. Gert á Einarstöðum í Reykjadal 1. júní 1581.
Indriði Jónsson og kona hans Ólöf Jónsdóttir selja Ólafi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Eyri í Önundarfirði. Skrifað í Hjarðardal 6. mars 1597.
Sáttargerð milli Benedikts Halldórssonar og bræðra hans Jóns eldri og yngri Halldórssona um tilkall til jarðanna Höskuldsstaða og Eyrarlands, með samþykki föður þeirra, séra Halldórs [Benediktssonar]. Gert á Helgastöðum í Reykjadal 30. apríl 1582 en bréfið skrifað degi síðar á Múla í Aðalreykjadal.
Bjarni Guðmundsson endurnýjar við Sæmund Árnason kvittun fyrir part í Látrum í Aðalvík sem Sæmundur hafði keypt af Bjarna og konu hans Kristínu Gvöndardóttur.
Eiríkur Magnússon selur séra Ólafi Einarssyni, vegna herra Odds Einarssonar, jörðina Skála í Berufjarðarkirkjusókn. Á Kirkjubæ í Tungu, 26. desember 1618. Útdráttur.
Vitnisburður, að Loptur Ormsson hafi gefið Ljóti Ormssyni jörðina Hvammsdal í Saurbæ og kvittað hann um andvirðið.
Transkriptabréf Ögmundar ábóta í Viðey á úrskurði Jóns erkibiskups í Niðarósi þar sem hann dæmir Odda og Vatnsfjörð undir forræði Skálholtsbiskups.