Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Vitnisburður að Sigmundur Brandsson heitinn hefði lýst því yfir í sinni dauðstíð, að synir Jóns Sigmundssonar heitins, Sturli og Grímur, væri sínir löglegir erfingjar og eignarmenn eftir sinn dag að jörðinni Bæ í Súgandafirði, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Gísli Þórðarson selur Þórði Böðvarssyni hálfa jörðina Hurðarbak í Reykjaholtsreykjadal og fær í staðinn tíu hundruð í Geirshlíð í sömu sveit og tíu hundruð í Purkey á Breiðafirði. Á Varmalæk, 26. apríl 1615.
Séra Högni Jónsson selur Einari Halldórssyni 28 hundruð í jörðinni Þingnesi í Bæjarsveit og hálft Efra-Nes í Stafholtstungum og fær í staðinn Seljaland undir Eyjafjöllum. Skrifað í Stafholti 28. maí 1620.
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík.
Dómur á Gröf vegna ákæru séra Jóns Egilssonar á Grím Þórisson um þjófnað.
Um að Pétur Pálsson hafi stefnt Jóni Björnssyni fyrir Grundararf til Spjaldhaga í Eyjafirði mánudaginn næstan eftir krossmessu næstkomandi haust árið 1606.
Vitnisburðarbréf Jóns Jónssonar um landamerki Sveinseyrar, milli Eyrar og Hóls (í Dýrafirði).