Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1383 documents in progress, 2260 done, 40 left)
Afrit úr Gíslamáldögum af máldögum kirknanna Mýra, Núps og Sæbóls.
Jón Jónsson lögmaður greiðir Jón Jónssyni skuld fyrir málajarðir konu sinnar, Helgu heitinnar Gísladóttur, sem hún hafði selt Jóni Jónssyni, en það eru þrjár jarðir í Norðurárdal. Á Þingeyrum, 17. apríl 1601.
Um jarðaskipti herra Odds Einarssonar við Jón Björnsson.
Pétur Þorsteinsson gefur dóttur sína Sigríði kvitta og sátta við sig upp á það misferli sem henni hafði á orðið og gerir hana aftur arftæka eftir sig til jafns við önnur börn sín, sem samþykkja gjörninginn. Á Skálá í Sléttuhlíð, 21. febrúar 1601.
Kyittunarbréf til handa Gizuri biskupi fyrir tíu hundruðum vaðmála greiddum dómkirkjnnni fyrir tíu hundruð í Vatnsleysu.
Jón Þorsteinsson, sonur Þorsteins Sveinssonar og Bergljótar Halldórsdóttur, vitnar að Halla systir hans og Grímur Aronsson, eiginmaður hennar, leggja aftur jörðina Grafargil í Valþjófsdal, því að þau urðu uppvís að því að liggja saman löngu áður en þau gengu í hjónaband. Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,9
Dómur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd um skipti á milli Ragnhildar Þórðardóttur og annarra erfingja Vigfúsar heitins Jónssonar eiginmanns hennar.
Samningur á milli Ara Magnússonar og Þorvalds Torfasonar um að Sæmundur Árnason megi taka próventu Halldórs Torfasonar, bróður Þorvalds, með þeim hluta sem Halldór á til móts við sín systkin í garðinum Hrauni. Á Hóli í Bolungarvík, 22. apríl 1601; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Þorgautur Ólafsson lofar að Sæmundur Árnason skyldi fyrstur eiga kost á að kaupa þær tvær jarðir sem Sæmundur hafði lofað Þorgauti fyrir 24 hundruð í Álfadal. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. maí 1601; skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Torfufellsmál.
Skoðun á lögmæti próventugjafar Þórðar Jónssonar til Sigurðar Jónssonar bróður síns. Í Eskjuholti 13. maí 1595.
Einar Ólafsson ber vitnisburð um að Þorgerður Torfadóttur hafi verið heimilisfastur ómagi hjá Nikulási Þorsteinssyni á Munkaþverá. Skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 30. janúar 1601.
Gottskálk biskup á Hólum gefur Jóni Þorvaldssyni ábóta á Þingeyrum umboð til að leysa Jón Sigmundsson af því mannslagi, er hann í féll, þá er hann varð Ásgrími Sigmundssyni, bróður sínum, að bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og Jón hefði meðkenzt (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Bréf um Harastaði.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Brekku í Núpasveit. Andvirðið skal Björn greiða Solveigu Þorsteinsdóttur í próventuskuld sem Einar og bróðir hans Þorsteinn voru skyldugir vegna bróður þeirra Hallgríms heitins. Á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði 6. ágúst 1601; bréfið skrifað á Munkaþverá 20. desember sama ár.
Afrit af fjórum vitnisburðum um Iðunnarstaðalandamerki og um Tunguskóg og sölu á Iðunnarstöðum.
Dómur sex manna (Sigurður Þormóðsson vc.), útnefndra af Heinrek Gerkens Hannessyni, sýslum. í Húnavatns þíngi, um þrætu útúr Harastöðum eptir Þorbjörn Gunnarsson, milli Jóns Einarssonar og Þorbjarnar Skúlasonar; dæma þeir Jón Einarsson skilgetinn sonarson Þorbjarnar Gunnarssonar og Harastaði hans eign, meðan hún er ekki með lögum af honum sókt, en skjóta málinu til Öxarár þíngs og skyldu Þorbjörn og Jón bróðir hans, Skúlasyni, að koma þángað með skilríki sín. Dómurinn stóð í Eingihlíð í Lángadal, á þíngstað réttum, fimmtudaginn næsta fyrir Ceciliu messu ár MDLXX og II en bréfið skrifað á Þíngeyrum viku síðar.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Ísleifur Þorbergsson yngri selur Jóni Björnssyni Mýrarkot á Tjörnesi í Húsavíkursókn lausafé.
Gunnar Gíslason gefur dóttur sinni Ingibjörgu jarðirnar Mannskapshól, Hraun og Hólakot, allar á Höfðaströnd.
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Dómur á Helgastöðum í Reykjadal um andvirði Arnarvatns við Mývatn, 12. maí 1604.
parchment
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur til Orms.
Jón Magnússon eldri lýsir lögmála á jörðunum Haukabergi og Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Ólafur Jónsson vitnar um að Grímur Aronsson hafði legið Höllu Þorsteinsdóttur löngu áður en þeirra eiginorð skyldi fullgjörast. Því gerðu foreldrar hennar, Þorsteinn Sveinsson heitinn og Bergljót Halldórssdóttir, ónýtan þann skilmála um fégjafir til hennar, sér í lagi um jörðina Grafargil í Valþjófsdal sem Þorsteinn hafði selt Halldóri Hákonarsyni. Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,10
Bréf þeirra Sigurðar Þormóðssonar og Magnús Gunnsteinssonar að þeir votta að Bjarni Pálsson fékk Jóni Björnssyni iiijc uppí jörðina Ytrivelli og kvittaði fyrir andvirðið. Stóra Ósi í Miðfirði frjádaginn í fimtu viku sumars (bréfið gjört segi síðar) ár MDLXXI.