Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1383 documents in progress, 2259 done, 40 left)
Bréf þeirra Sigurðar Þormóðssonar og Magnús Gunnsteinssonar að þeir votta að Bjarni Pálsson fékk Jóni Björnssyni iiijc uppí jörðina Ytrivelli og kvittaði fyrir andvirðið. Stóra Ósi í Miðfirði frjádaginn í fimtu viku sumars (bréfið gjört segi síðar) ár MDLXXI.
Vitnisburður Styrkárs prests Hallsonar, að hann hafi skipt viðum á Gnýstöðum milli Þingeyrarklausturs og Ásgeirsárkirkju og hafi klaustrinu þá ekki verið eignaður nema hálfur viðteki á Gnýstöðum. Tungu í Víðudal laugardaginn fyrir hvítasunnu ár MDLXXXIII.
Örnólfur Ólafsson og kona hans Margrét Torfadóttir selja Ara Magnússyni sex hundraða part í jörðinni Kirkjubóli í Dýrafirði.
Ari Magnússon fær hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni jörðina Efstaból í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa jörðina Kamb í Króksfirði. Að Ögri í Ísafirði, 2. desember 1600.
Dómr sex manna, utnefndr af .Tóni Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Hrútaf]arSarár, um gjafir Ara heitins Andréssonar og Þórdísar heitinnar Gisladóttur til Orms Guðmundssonar.
Lýsing á kaupi á þremur hundruðum í jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn.
Vitnisburður um konungsbréf um skírgetning barna Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Gísli Þórðarson selur Þórði Böðvarssyni hálfa jörðina Hurðarbak í Reykjaholtsreykjadal og fær í staðinn tíu hundruð í Geirshlíð í sömu sveit og tíu hundruð í Purkey á Breiðafirði. Á Varmalæk, 26. apríl 1615.
Transskript af dómi sex manna útnefndum af vel bornum manni jungkæra Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ákæru Péturs Loptssonar til Eyjólfs Einarssonar vegna Sigríðar Þorsteinsdóltur konu sinnar um þann arf, er fallið hafði eptir Ragnlieiði heitna Eiríksdóttur.
Vitnisburður að Sigmundur Brandsson heitinn hefði lýst því yfir í sinni dauðstíð, að synir Jóns Sigmundssonar heitins, Sturli og Grímur, væri sínir löglegir erfingjar og eignarmenn eftir sinn dag að jörðinni Bæ í Súgandafirði, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Vitnisburður um að Helgi Steinmóðsson gefi Steinmóði Jörundssyni, syni Jörundar Steinmóðssonar, hálfa jörðina Steinanes í Arnarfirði.
Vitnisburðarbréf um lofan Björns Þorleifssonar við þá mága sína Eyjólf Gíslason, Grím Jónsson og Guðmund Andrésson, er heimtu að honum föðurarf kvenna sinna, svo og við Kristínu systur sína, er og heimti föðurarf sinn.
Vitnisburður tveggja manna um það, að oft hafi þeir heyrt lesið upp konungsbréf um skírgetning barna Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Vitnisburður síra Gilbrigts Jónssonar um jarðaskipti Jónsbyskups Arasonar við Einar Ólafsson, Þorkelshóli fyrir Slóru-Borg.
Bréf borgmeistara og ráðsmanna í Hamborg um sætt og sama þeirra Týls Péturssonar og Hannesar Eggertssonar á Alþingi á Íslandi 29. júní 1520 um misgreiningar ýmsar þeirra á milli, svo og um gripdeildir, Ara Andréssonar. En sætt þessi varð fyrir milligöngu tveggja skipherra Hinriks Hornemanns og Hinriks Vagets, er unnu nú að því bókareið, að sættin hefði farið á þá leið er bréfið hermir.
Sigríður Magnúsdóttir selur Oddi Tumasyni syni sínum Xc í Guðlaugsstöðum í Blöndudal fyrir XIIc í lausafé.
Ögmundb biskup í Skálholti selur Eiríki bónda Torfasyni til fullrar eignar jörðina Gröf í Averjahrepp, fimtán hundruð að dýrleika, með fimm kúgildum, fyrir jörðina Grafarbákka í Hrunamannahrepp, en Grafarbakka, sem metinn var þrjátigi hundruð að dýrleika af sex skynsömum mönnum, geldr biskup síra Jóni Héðinssyni í ráðsmannskaup um þrjú ár fyrir dómkirkjuna í Skálholti.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Þorsteini Jónssyni átta hundruð í Barðsnesi í Norðfirði og fjögur hundruð í Eiðum í Útmannasveit og fær í staðinn alla jörðina Dali í Mjóafirði. Að Eiðum, 30. ágúst 1672. Útdráttur.
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson gaf Ivari Brandssyni.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Bréf um Ásgeirsá.
Andrés biskup í Björgvin, Kristján Pétursson presutr við Postulakirkjuna sama staðar og fjórir ráðsmenn Björgynjar — þar á meðal Guttormur lögmaðr Nikulásson, bróðir Gottskálks biskups — lýsa því, að Ögmundr ábóti í Viðey hafi birt fyrir þeim páfabréf, ásamt fleirum bréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, og staðfestu þeir þau.
Bjarni Kálfsson og kona hans Halldóra Tyrfingsdóttir selja Ara Magnússyni hálfa jörðina Brunná í Hvolskirkjusókn en fá í staðinn Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Í Þernuvík, 20. apríl 1603.
Björn prestr Jónsson og Steinunn Jónsdóttir arfleiða og ættleiða börn sín Jón, Magnús og Ragneiði, með samþykki afa barnanna, Jóns biskups Arasonar og Jóns bónda Magnússonar.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Alþingisdómur um ágreining um landamerki jarðanna Oddgeirshóla og Brúnastaða, 1. júlí 1602.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Lauritz Kruus till Suenstup” höfuðsmaður, afsalar Guðbrandi biskupi “paa Kronens och Domkirckens wegne – en aff Domkirckens Jorder” Ásgeirsá í Víðdal fyrir 60# með 3# landskuld, en biskup lét aftur “til Kronen ich Domkircken” Hvamm í Fljótum með Höfn og Bakka, með sama dýrleika og landskuld. Hólum daginn eftir Bartholomei 1589. Vottar Gunnar Gíslason “Mester Hans Seuerinsson, sera Jon Kragsson, sere Bernne Gamlesson” og tveir aðrir.
Vitnisburður um að Snorri heitinn Jónsson hafi lýst því að hafi fengið fulla borgun fyrir jarðarpart í Hallsstöðum frá bróður sínum Sigurði Jónssyni.
Gizur Einarsson fullmektugan formann og superintendentem yfir þá alla, Skálholts dómkirkju og stikti
Dómur tólf klerka, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti um kærur hans til síra Jóns Arasonar og er Jón fundinn sekur í öllum liðum.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup seldi síra Pétri Pálssyni jörðina Ytri-Lauga í Reykjadal sem í staðinn gaf jörðina Syðri-Ey á Skagaströnd.