Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2251 done, 40 left)
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík.
Landvistarbréf út gefið af Kristjáni konungi öðrum til handa Ólafi Ormssyni er orðið hafði að skaða (vegið hafði) Skúla Þormóðsson.
Jarðaskiptabréf síra Sigurðar Jónssonar a Grenjaðarstöðum og Þorsteins bónda Finnbogasonar á Syðri-Brekkum á Langanesi með lausafé fyrir Haga í Hvömmum.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni í Hegranessþingi, um kæru Jóns til Sigurðar Magnússonar, að hann hafi verið í styrk og aðför til Hóls áSkaga með Þorsteini Bessasyni, þá er Þórálfur heitinn Guðmundsson var í hel sleginn.
Vigfús bóndi Þorsteinsson selur Margréti Þorvarðsdóttur jörðina Mýnes í Eiðaþingum fyrir jörðina Hjartastaði.
Haldóra Gunnarsdóttir samþykkir prófentu Ingimundar Gunnarssonar bróður síns þá, er hann hafði geflð Vigfúsi Erlendssyni jörðina Flagbjarnarholt á Landi í prófentu sína.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmannai Jónssyni milli þeirra Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar um peninga og arf eftir Þorleif og Einar Björnssyni.
Pétr bóndi Loptsson selr Birni bónda Þorleifssyni jörðina Heydal og hálfa Skálavík í Mjóafirði fyrir hálfar Akreyjar í Skarðs kirkjusókn, með fleira fororði , er bréfið hermir.
Síra Þorleifur Björnsson arfleiðir fjögur börn sín með samþykki Jóns Björnssonar, bróður síns.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns, meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Helgi ábóti á Þingeyrum staðfestir dóm frá 29. apríl, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,3 (DI VIII, nr. 589).
Skiptabréf eptir Þórð Helgason á Staðarfelli.
Árni Guðmundsson selur séra Sigurði Einarssyni sex hundruð í jörðinni Hemlu í Vestur-Landeyjum. Einnig lofar Árni að selja séra Sigurði og engum öðrum Minni-Hildisey í Austur-Landeyjum. Útdráttur.
Þorgrímur Jónsson selur Jóni Ásgrímssyni til fullrar eignar hálfa jörðina Fagrabæ á Svalbarðsströnd fyrir fimtán hundruð í lausafé
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Vitnisburður um jarðabruðl Narfa Ingimundarsonar.
Ambrosius hirðstjóri Illiquad kvittar Jón Oddsson um þegngildi fyrir Árna Hallkelsson, er Jón hafði ófyrirsynju í hel slegið. Bréfið er læst saman við XXXII, 4, sjá DI VII, nr. 344.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Jón biskup á Hólum selr Brandi Helgasyni jörð Hóladómkirkju Holt í Svarfaðardal, og gefr Brandr kvitta ákœru upp á jörðina Tungu í Fljótum.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
Dómur sex manna, útnefndr af Einari Brynólfssyni, er þá hafði sýslu í Vöðluþingi í umboð Ara lögmanns Jónssonar, um þann arf, er Jón Jónsson kallaði sér fallið hafa til umboðs vegna barna sinna eptir Hallottu Jónsdóttur, en Þorvaldr Árnason reiknaði sér hálfan arfinn eptir Hallottu systurdóttur sína til móts við sonu Ólofar Jónsdóttur.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Kaupbréf Jóns bónda Ólafssonar að Guðmundi Guðmundssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans, fyrir því, er þau ætti eða mætti eiga í Hjarðardölunum báðum í Dýrafirði.