Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína, hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Vitnisburður Sigurðar Sölmundssonar um lestingu á skipi í landtöku og kostnað sem af því leiddi.
Eftirrit af tveimur bréfum um Skarðshlíð með formála eftir Gísla Árnason, að Ási í Kelduhverfi 23. febrúar 1703. Segist Árni afskrifa þessi tvö bréf – þriðja bréfið hafði hann ekki við höndina – handa commissariis Árna Magnússyni og Páli Jónssyni Vídalín.
Arnór Loftsson selur Pétri Pálssyni jörðina Vatnshorn í Steingrímsfirði. Á Staðarhóli í Saurbæ, 10. nóvember 1602; bréfið skrifað á sama stað 16. mars 1604.
Björn Ólafsson vitnar um það að hafa keypt hjall af Lofti Ögmundssyni að viðstöddum Niels Regelsen. Á 2r hefur Árni Magnússon ritað frekari upplýsingar um sögu hjallsins.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Vindhælis og Vakurstaða, tekinn og skrifaður 23. júlí 1605.
Afhendingarbréf Jakobs Benediktssonar sýslumanns á mála Guðrúnar Ormsdóttur, ekkju Ásbjarnar Guðmundssonar, sem var 100 hundruð í föstu og lausu.
Ólöf hústrú Loptsdóttir handleggur Örnólfi Einarssyni til eignar jarðirnar Tannstaðarbakka, Útibliksstaði og Hvalsá hina minni, ef af honum geingi jarðirnar Álfadalur og Hraun á Ingjaldssandi, er Björn bóndi Porleifsson hafði selt Örnólfi.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Vitnisburður, að Ögmundr biskup hafi gefið Jón murta Narfason og Sesceliu Bassadóttur kvitt um barnsektir, er þau voru opinber að orðin.
Vitnisburður séra Jóns Jónssonar um skipti og peningaafgreiðslur eftir Eirík heitinn Torfason. Torfastöðum í Biskupstungum, 4. júlí 1582.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens.
Dómur um Másstaði i Svarfaðardal.
Kvittun Orms Sturlusonar lögmanns og staðfesting á jarðaskiptum Jóns biskups Arasonar vegna Munkaþverárklausturs og Þórðar bónda Péturssonar.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni tíu hundruð í jörðinni Hesteyri í Staðarkirkjusókn. Í Vigur, 20. nóvember 1603; bréfið skrifað 3. apríl 1604.
Afhendingarbréf Christoffers Heidemanns landfógeta á dönsku á jörðunni Þrastarhóli í Möðruvallakirkjusókn til Þórarins Vigfússonar Möðruvallaklausturshaldara. Gert við Öxará 5. júlí 1689 og lesið upp í lögréttu sama dag. Eftirrit, staðfest í Laufási 4. júní 1703 af Geiri Markússyni og Ormi Eiríkssyni.
Sex menn votta að Þorkell Magnússon handlagði Árna biskupi Ólafssyni jörðina Bakka í Bæjarþingum í Borgarfirði, og að Kolbeinn Þorgilsson handlagði biskupi jörðina Þingnes til ævinlegrar eignar.
Bjarni Oddsson fær Magnúsi Björnssyni til fullkominnar eignar jörðina Tannstaðabakka í Hrútafirði. Á Bustarfelli í Vopnafirði, 18. október 1630.
Dómur um réttmæti gjörnings sem fram hafði farið að Meðaldal í Dýrafirði árið 1612 á milli Þóru Ólafsdóttur og umboðsmanna barna hennar um átta hundruð í Kjaransstöðum. Gjöringurinn metinn nátturulegur og kristilegur í allan máta. Á Mýrum í Dýrafirði, 22. september 1614; bréfið skrifað á sama stað 8. maí 1615.
Vitnisburður sex manna um próftöku Bessa Einarssonar sýslumanns, í umboði Einars Þorleifssonar, um yfirgang Guðmundar ríka Arasonar. Óheilt afrit af transskriftarbréfi frá 10. maí 1446.
Ögmundur biskup í Skálholti samþykkir, að Teitr bóndi Þorleifsson hefir selt Eiríki Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnlaugsdóttur konu hans jarðirnar Asgarð og Magnússkóga, með fleira, er bréfið hermir.
Vitnisburður, að Ögmundr Skálholtsbiskup „góðrar minningar" hafi gefið Jörundi Steinmóðarsyni og börnum hans 3. Júlí 1537 aptr þá peninga, sem hann hafði brotið af sér með misferlum sinum við biskup og kirkjuna, og lofaði að útvega einnig konungshlutann.