Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Björn Bjarnarson og kona hans Hólmfríður Snæbjarnardóttir lofa að selja séra Snæbirni Torfasyni allar sínar jarðar þegar þau þyrftu eða vildu að öllu eins og þau hefðu gert samkvæmt samkomulagi við föður Snæbjörns, Torfa heitinn Jónsson.
Jón Jónsson lögmaður greiðir Jón Jónssyni skuld fyrir málajarðir konu sinnar, Helgu heitinnar Gísladóttur, sem hún hafði selt Jóni Jónssyni, en það eru þrjár jarðir í Norðurárdal. Á Þingeyrum, 17. apríl 1601.
Afrit úr Gíslamáldögum af máldögum kirknanna Mýra, Núps og Sæbóls.
Ormr Jónsson geldr og selr „bróður sínum" Sturlu Þórðarsyni jörðina Kjarlaksstaði á Skarðsströnd með fjórum kúgildum fyrir þá peninga, er Sturla og Guðlaug kona hans höfðu feingið Orrni, og kvittar Ormr þau um andvirðið.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Stephán biskup í Skálholti kvittar Pál Jónsson um biskupstíundir.
Sendibréf Sigurðar Jónssonar til sonar síns Jóns. Sigurður tjáir sig um hrakandi heilsu sína og erfðaskrá og það að hann hafi óskað þess af yfirvaldinu að Jóni verði veitt umboð Reynistaðarklausturs og sýslunnar, og gefur hann Jóni leiðbeiningar um hvernig haga eigi því starfi. Á Stað, 27. ágúst 1602.
Sigríður Þorláksdóttir selur Ara Magnússyni tólf hundruð í Ketilseyri, sex hundruð í Hesteyri og Arnardal hinn efri. Sigríður fær þó að halda jörðunum eins lengi og hún lifir eða þar til hún vill þær sjálfviljug af höndum láta. Í Arnardal hinum meiri 16. júní 1602; bréfið skrifað að Ögri við Ísafjörð 13. desember sama ár.
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína, hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Vitnisburður Sigurðar Sölmundssonar um lestingu á skipi í landtöku og kostnað sem af því leiddi.
Eftirrit af tveimur bréfum um Skarðshlíð með formála eftir Gísla Árnason, að Ási í Kelduhverfi 23. febrúar 1703. Segist Árni afskrifa þessi tvö bréf – þriðja bréfið hafði hann ekki við höndina – handa commissariis Árna Magnússyni og Páli Jónssyni Vídalín.
Arnór Loftsson selur Pétri Pálssyni jörðina Vatnshorn í Steingrímsfirði. Á Staðarhóli í Saurbæ, 10. nóvember 1602; bréfið skrifað á sama stað 16. mars 1604.
Kaupmálabréf Þorvalds Skúlasonar og Guðrúnar Erlendsdóttur. Í Reykjavík á Seltjarnarnesi, 2. júní 1622.
Kaupbréf fyrir Másstöðum í Skíðadal.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Vindhælis og Vakurstaða, tekinn og skrifaður 23. júlí 1605.
Afhendingarbréf Jakobs Benediktssonar sýslumanns á mála Guðrúnar Ormsdóttur, ekkju Ásbjarnar Guðmundssonar, sem var 100 hundruð í föstu og lausu.
Máldagi Tjarnar.
Ólöf hústrú Loptsdóttir handleggur Örnólfi Einarssyni til eignar jarðirnar Tannstaðarbakka, Útibliksstaði og Hvalsá hina minni, ef af honum geingi jarðirnar Álfadalur og Hraun á Ingjaldssandi, er Björn bóndi Porleifsson hafði selt Örnólfi.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.