Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Jarðaskiptabréf. Nýibær og Saurar.
Bergþór Grímsson selur síra Birni Jónssyni jarðirnar Hlið á Vatnsnesi og Bæ og Finnbogastaði í Trékyllisvík fyrir Óspaks- staði í Hrútafirði og þrjátiu og fimm hundruð í lausafé.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Kaupbréf fyrir Æsustöðum í Eyjafirði (sbr. bréf 26. nóvbr. 1568).
Vitnisburður tveggja manna um að Þorleifur bóndi Bjarnarson hafi sýnt og lesið fyrir þeim Guðmundi Árnasyni og Jón Snorrasyni bréf um kaup Þorleifs á átta hundruðum í jörðinni Hallsstöðum af Torfa Ólafssyni, og annað bréf um próventu sem Torfi hafði gefið Þorleifi.
Erlendur Iögmaður Þorvarðsson lýsir því, að hann hafi selt sira Birni Jónssyni jarðir þær, er hann átti í Vatnsdal, As, Bakka og Eyjólfsstaði, og að síra Björn megi taka dóm- laust að sér jörðina Vík út frá Stað í Skagafirði, og kvitt- ar hann síra Björn um andvirðið.
Fjórir vitnisburðir um virðingu og peninga á Hallgilsstöðum eftir Helga Kolbeinsson frá fallinn.
Erlendur lögmaður Þorvarðsson fær sira Birni Jónssyni til fullrar eignar jörðina Ás í Vatnsdal, og hafði þeim komið saman um andvirðið.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Vitnisburður um kaup Sæmundar Jónssonar og Sigmundar Guðmundssonar á jörðinni Brú á Jökuldal og parti úr Sólheimum í Mýrdal með samþykki Hólmfríðar Bjarnadóttur.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Gunnlaugur Ormsson gefur séra Björn Gíslason kvittan um andvirði jarðarinnar Seljahlíðar.
Jón Ólafsson selur syni sínum, Ólafi Jónssyni, jarðirnar Hjarðardal stærri og minni og fær í staðinn frá Ólafi og konu hans Ingibjörgu Jónsdóttur Tjaldanes í Saurbæ og Kirkjuból, Músarnes og Eiðshús, allar á Skálmarnesi.
Alþingisdómur um Hofstaði á Mýrum.
Gísli Jónsson biskup selur Gísla Þórðarsyni Lambhaga í Leirársveit, dómkirkjujörð, en dómkirkjan fær í staðinn jörðina Hjallanes í Holtum.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Áslaugarstaði í Selárdal í Vopnafirði fyrir lausafé og loforð um að biskup taki son Ólafs í skóla. Að Saurbæ á Ströndum í Múlaþingi, 8. ágúst 1672. Samþykki Guðrúnar Jónsdóttur, konu Ólafs, fyrir þessum kaupum var ritað á Langanesi sama dag. Transskriftarbréfið var án staðar og dagsetningar en var líklega ritað um haustið 1672. Útdráttur.
Hannes Björnsson gefur Daða, syni Árna Oddssonar, 20 hundruð úr sínum peningum.
Kaupmálabréf og hjónavígsla séra Jóns Jónssonar og Ólafar Hallsdóttur.
Vitnisburður tveggja manna um að séra Jón Jónsson hafi ekki lofað tengdaföður sínum Halli Magnússyni að krefjast ekki þeirra peninga sem hann mætti með lögum tilkall veita vegna konu sinnar Ólafar Hallsdóttur. Bréfið er gert sama dag og kaupmálabréf þeirra séra Jóns og Ólafar (sjá apógr. 4842).
Sveinbjörn Jónsson kvittar upp á að hafa meðtekið peninga af Jóni Björnssyni sem honum líkar fyrir það fé sem Sveinbirni var dæmt af Þorsteini heitnum Illugasyni og gefur hann erfingja Þorsteins kvitta og ákærulausa.
Þorleifur Einarsson gefur Illuga Ormssyni 60 hundruð í jörðum og fríðum peningum.
Hannes Björnsson selur Jón Björnssyni jörðina alla Hnjúka á Ásum.
Jarðakaupabréf á milli Eggerts Hannessonar og Björns Bjarnarson.
Séra Arngrímur Jónsson gefur Guðbrandi Þorlákssyni biskupi veð og lögmála í jörðinni Bakka í Fljótum. Útdráttur.
Henrik Gerkens Hannesson selur Þórði Guðmundssyni hálfa Geirshlíð í Flókadal og fær í staðinn Kross á Akranesi. Útdráttur.