Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1341 documents in progress, 1953 done, 40 left)
Tvö afrit af bréfi Hendrichs Bielckes höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Jóni presti Ólafssyni í Hvammi til fullrar eignar þriðja part í jörðinni Arnbjargarlæk í Borgarfjarðarsýslu og fengið fulla borgun fyrir. Gert í Kaupmannahöfn 28. júní 1676.
Auglýsing Egils Finnssonar um það hvernig hann og kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir, hafi komist að þeim jarðarpörtum sem þau eigi í Stóra- og Litla-Kálfalæk í Borgarfirði og Hundadal stærra í Miðdölum, og hverjir hafi átt þessa jarðarparta á undan þeim.
Vitnisburður fimm karla um að Þuríður Þorleifsdóttir hefði afhent Magnúsi Vigfússyni tengdasyni sínum jarðirnar Ás og Ekkjufell í Fljótsdalshéraði.
Afrit af jarðaskjölum sem tengjast Hendrich heitnum Bielcke.
Afrit af opnu bréfi Friðriks III. Danakonungs um að presturinn á Reynivöllum í Kjós megi fyrst um sinn njóta jarðarinnar Vindáss í sömu sveit afgjaldslaust af því að prestssetrið hafi skemmst af skriðu. Útgefið í Kaupmannahöfn 7. maí 1664. Afritið vottað 9. júlí 1705.
Afrit af íslenskuðu konungsbréfi um verslunareinokun á Íslandi til handa Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri til ársins 1614.
Afrit (brot) af dómi Erlends Þorvarðssonar og Þorleifs Pálssonar, lögmanna, út nefndur af Otta Stígssyni, fógeta og höfuðsmanni yfir allt Ísland, um fiskibáta Hamborgara, verslun útlendinga og fleira. Dómurinn var út gefinn á Öxarárþingi 30. júní 1545.
Friðrik II. konungur fær Pétri Einarssyni til eignar Elliðaey fyrir Arnarstapa, lýsingu Péturs þar og kröfur hans í garð Ögmundar biskups Pálssonar.
Afrit af konungsbréfi Friðriks II. sem býður að refsa fyrir ólifnaðarbrot eftir lögum landsins, en þar sem þau lög ná ekki til skal fylgja recessinum, þ.e. Kaldangursrecess frá 1558. Friðriksborg, 20. mars 1563.
Afrit af bréfi Ögmundar biskups Pálssonar til alþýðu manna í Skálholtsbiskupsdæmi gegn ýmsum óhæfum, svo sem hórdómum, manndrápum og að láta börn deyja úr hor og gegn öðrum stórsyndum. Dagsetningu vantar í uppskriftina en aðrar uppskriftir hafa 3. febrúar 1540.
Kaupmálabréf Björns Magnússonar og Sigríðar Daðadóttur. Án upphafs.
Sendibréf Jóns lögmanns Sigurðssonar til Guðbrands biskups um morðbréfin, gjaftolla og fleira.
Uppkast af bréfi til Kristjáns IV. Danakonungs um kirkjujarðir sem seldar höfðu verið frá kirkjunni og um fátækt Íslendinga, meðal annars.
Úrskurður Jóns ábóta í Viðey officialis í Vestfjörðum um
hvalreka Vatnsfjarðarkirkju á almenningum.
Eiríkur Walchendorph erkibiskup í Niðarósi staðfestir og
samþykkir dóma og úrskurði Stepháns biskups í Skálholti,
góðrar minningar, að Vatnsfjörður skuli fullkomlega vera
staður (beneficium) eptirleiðis og æ upp héðan.
Jón Jónsson lýsir því, að hann hafi sœzt viS síra Jón Eiríksson um þann skógarpart og afhendir honum hann, „sem
liggur fyrir neðan hamrahjalla þann, sem inn geingur eptir
skóginum fyrir ofan mýri þá, er kölluð er Krafsmýr", og
síra Jón hafði beiðst af Jóni heitnum murta Einarssyni föður Jóns, og síra Jóni þótti hann hafa lofað sér.
Page 143 of 149