Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van
der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og
Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar
biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði
legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Kaupbréf um þrjú hundruð og fjörutíu álnir í jörðunni
Hellisholtum í Hrunamannahreppi fyrir lausafé.
Vottorð þar sem Árna Magnússon og Ólafur Árnason sýslumaður tjá niðurstöður sínar af rannsókn á mælikeröldum sem gerð var 4. júní 1704 í Vestmanneyjum að umboðsmanninum Christoffer Jenssyni viðstöddum.
Þrjú samhljóða eintök, öll undirrituð af Árna og Ólafi og með innsiglum þeirra.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er
Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir
Fúsa það.
Þrír vitnisburðir um fjöruna Kóngsvík í Skaftafellssýslu.
Afhendingarbréf tveggja erfingja Henriks Bielckes á fimm jörðum í Rangárvallasýslu, eða svonefndu Bakkaumboði, til Jóns Péturssonar til fullrar eignar, og viðurkenning fyrir að hafa fengið fulla borgun. Skrifað í Kaupmannahöfn 25. apríl 1690.
Á eftir bréfinu fer vitnisburður á dönsku um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi 18. júní 1703 undirritaður af Rasmus Hansen og Gísla Jónssyni.
Aftan á stendur að Bakkaumboð tilheyri nú (1703) tveimur bræðrum, sr. Jóni Erlingssyni og sr. Hannesi Erlingssyni.
Skrá um peninga þá og fjármuni, er Andrés Guðmundsson tók á Reykhólum fyrir Þorleifi Björnssyni og sveinum hans,
svo og fyrir Einari Bjömssyni.
Afrit (tvö) af Ingveldarstaðaeignarskjali og Daðastaða, frá 1688. Viðvíkjandi Hendrik Bjelke. Afrit af jarðakaupabréfi dags. 15. mars 1688, þar sem erfingjar Henriks Bielke selja Christoffer Heidemann ýmsar jarðir.
Á eftir bréfinu fer vitnisburður á íslensku um að það hafi verið lesið upp í Lögréttu 3. júlí 1688. Undir hann hafa upprunalega skrifað: Sigurður Björnsson, Magnús Jónsson og Árni Geirsson.
Þar á eftir er ódagsettur vitnisburður á dönsku sem Runólfur Þórðarson og Gísli Illugason hafa undirritað.
Sama bréf er afritað á bl. 3r-7r. Íslenski vitnisburðurinn fylgir á 7v. Á 7v-8r er vitnisburður á dönsku, dagsettur 5. júlí 1694, undirritaður af L. C. Gottrup.
Björn bóndi Þorleifsson selr Örnólfi Einarssyni jarðirnar
Álfadal á Ingjaldssandi og Hraun, og að auk tvö málnytu kúgildi, fyrir Hvalsá, Tannstaðabakka og Útibliksstaði, og eru
þær jarðir í Hrútafirði og Miðfirði.
Transskriftarbréf um kaup og greiðslu jarðarinnar Mjóaness, sem séra Jón Daðason seldi Brynjólfi Sveinssyni biskupi, með samþykki Þorsteins Þorsteinssonar.
Afrit af umboðsbréfi þar sem Christofer Heidemann felur Jóni Sigurðssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu, að
rannsaka kæru Eyjólfs Jónssonar. Við Öxará 9. júlí 1685.
Afrit af pósti úr vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar um máldaga og reikning kirkjunnar að Mýrum í Dýrafirði, frá 1650.
Vitnisburbr fimm manna um það, að þeir hafi séð og yfir
lesið kvittunarbréf þau, er þeir biskuparnir Magnús Eyjólfsson,
Stephán Jónsson og Ögmundr Pálsson hafi út gefið til
handa þeim frændum Þorleifi Björnssyni, Einari Björnssyni
og Birni Þorleifssyni um sektir og fjárgreiðslur, og er tilfært efni bréfanna.
Haldór prestr Tyrfingsson vottar, að hann viti ekki til, að
Sigurðr bóndi Narfason og Ívar heitinn bróðir hans hafi
gert neinn gjörning um landamerki Tungu og ytra Fagradals
(á Skarðsströnd) leingr en þeir lifði báðir.
Kaupmálabréf síra Björns Jónssonar og Steinunar Jónsdóttur.
Vitnisburður, að Björn Guðnason hafi um langa tíma átt
jörðina Ásgarð í Hvammssveit og hafi keypt hana af Þórólfi
Ögmundssyni, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Gjafabréf Jóns Oddssonar til handa Þorgilsi presti syni sinum um tíu hundruð upp í jörðina ytra Hvarf í Svarfaðardal.
Lýsing Þorsteins Finnbogasonar, að hann hafi gefið síra
Birni Gíslasyni brennistein í Fremri-Námum í sína lífsdaga.
Tylftardómr klerka norðan og sunnan, útnefndr af Jóni
biskupi á Hólum, er þá var administrator Skálholtsbiskupsdæmis,
um ákærur biskups til Daða Guðmundssonar.
Guðlaug Finnsdóttir selur Helgu Magnúsdóttur og dóttur hennar Sigríði Hákonardóttur jörðina Tungufell og fær í staðinn jörðina Fossá í Kjós (drög). Á eftir eru drög að skuldauppgjöri þar sem Guðlaug meðkennir sig hafa fengið greiðslu frá Helgu.
Festingarbréf síra Þorláks Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur.
Síra Jón officialis Þorleifsson kvittar Jón Björnsson og Guðrúnu Þorleiksdóttur um þá fjórðu barneign, sem þau hafa
opinber að orðið sín í milli.
Afrit af skiptabréfi Ólafar Loftsdóttur og hennar barna eftir Björn Þorleifsson hinn ríka.
Ólafur byskup Hjaltason fær Halldóri Sigurðssyni i þjónustulaun sín Neslönd tvenn við Mývatn, Refsstaði í Laxárdal og
Hringver á Tjörnesi.
Vitnisburður um lýsing Guðrúnar Helgadóttur, að Gautastaðir væri hennar eign.
Testamentisbréf síra Þorleifs Björnssonar.
ORMR lögmaðr Slurluson úrskurðar gildan gerning
Ólafs byskups Hjaltasonar 18. ágúst 1555 (DI XII, nr. 53.)
Kvittun andvirðis Svanga í Skorradal.
Vitnisburður tveggja manna um lýsing Narfa Ingimundarsonar á bruðli sjálfs sín á eignum stjúpbarna sinna.
Skiptabréf eftir Ásgrím Þórðarson á Marðarnúpi.
Hjúskaparleyfi síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur.
Vitnisburður um skjöl, er varða mál Teits lögmanns
Þorleifssonar og greiðslu nokkura úr arfi eftir hann.
Vottorð Jóns Eyjólfssonar yngra um dýrleika jarðarinnar Hólmakots og að Sigríður kona hans hafi erft jörðina eftir föður sinn, séra Jón Ólafsson árið 1694.
Afrit af jarðakaupabréfi þar sem Ólafur Jónsson Klow, í umboði Henriks Bielke, selur Eyjólfi Jónssyni nokkrar jarðir í Borgarfjarðarsýslu, dags. 21. júlí 1675.
Virðing á peningi frá Hvoli, gerð að bæn Helgu Þorláksdóttur vegna Erlendar Jónssonar sonar hennar af þremur prestum og þremur leikmönnum um þá muni sem ganga áttu til Björns Jónssonar Staðarfellskirkjuhaldara upp í reikning kirkjunnar. Gert á
alþingi 7. júlí 1691 og afskrift staðfest af 2 mönnum á Þingvelli 8. júlí sama ár.
Afrit af kaupmála milli Ásbjarnar Guðmundssonar og Orms Vigfússonar, sem gefur Ásbirni dóttur sína Guðrúnu. Eyjar í Kjós, 2. júní 1649.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Bréf og lýsing Eggerts Hannessonar að hann gæfi sinni dóttur, Ragnheiði, eiginmanni hennar Magnúsi Jónssyni og börnum þeirra allt það fastagóss og lausa peninga sem hann ætti á Íslandi, að tilteknum skilyrðum.
Bréf Kristjans konungs fimmta um að Magnús Jónsson lögmaður hafi látið af hendi jarðirnar Arnarhól og Húsanes í Snæfellsnessýslu fyrir Mávahlíð og hálfa Tungu í sömu sýslu. Kaupmannahöfn, 3. maí 1694.
Á eftir bréfinu fylgir vitnisburður Árna Geirssonar um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 30. júní 1694.
Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Gísla Jónssyni og Steindóri Helgasyni á Reykhólum 9. október 1703.
Vitnisburður Orms Erlingssonar eftir beiðni og kröfu Jóns Magnússonar eldra um það hvernig 10 hundruð í Siglunesi væri komin undan kirkjunni í Haga á Barðaströnd og um kaup þeirra Magnúsar Eyjólfssonar og Eggerts Hannessonar á 9 hundruðum í Holti og 8 hundruðum í Haga. Vitnisburðurinn er skrifaður í Haga 4. júní 1600, en séra Jón Egilsson og Sæmundur Jónsson setja 7. júní á sama stað og ári innsigli sín undir sem vitundarvottar.
Uppskrift af afriti af máldaga kirkjunnar í Holti í Fljótum, skrifuðu úr Hólakirkjumáldagabók þann 15. apríl. 1643.
Kaupbréf fyrir Bakka litla í Tungu.
Kaupbréf fyrir Leifsstöðum í Kaupangssveit.
Bréf Kristjáns konungs þriðja um, að börn presta, þeirra
er eiginkvæntir eru, megi taka arf eftir foreldra sína.
Afrit af bónarbréfi Arngríms prests Jónssonar lærða til Kristjáns IV. Danakonungs um að ekkja sín megi, þegar hans missi
við, njóta teknanna af Melstað og búa þar meðan hún lifi. Dagsett í ágúst 1638.
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir í öllum greinum Staðarhólsdóm Þorleifs Björnssonar frá 26. maí 1479, um arf og gjafir Solveigar Þorleifsdóttir. Afrit af dóminum fylgir staðfestingu Orms.
Kjörbréf af Alþingi til handa Halldóri Ólafssyni að vera lögmaður norðan og vestan, útgefið á Öxarárþingi 30. júní 1619 af Gísla
lögmanni Hákonarsyni.
Vitnisburður Bjarna Þorsteinssonar að hann var heimilisfastur hjá Guðmundi Hákonarsyni á Þingeyrum og hafi hann þar séð og lesið gjafabréf Guðmundar þar sem hann gaf fátækum jörðina Hamar á Ásum.
Brynjólfur Bjarnason byggir Guðmundi Jónssyni eignarjörð sína Kaldrananes í Strandasýslu með nánar til teknum skilmálum frá fardögum 1787, og framvegis, meðan þeim um semur.
Page 144 of 149

















































