Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Vitnisburður um lýsing Guðrúnar Helgadóttur, að Gautastaðir væri hennar eign.
Testamentisbréf síra Þorleifs Björnssonar.
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Vitnisburður um eignarétt til jarðarinnar Haga i Hvömmum.
Vitnisburður um land Fljótsbakka.
Eggert lögmaðr Hannesson festir Sesselju Jónsdóttur.
ORMR lögmaðr Slurluson úrskurðar gildan gerning
Ólafs byskups Hjaltasonar 18. ágúst 1555 (DI XII, nr. 53.)
Kvittun andvirðis Svanga í Skorradal.
Vitnisburður tveggja manna um lýsing Narfa Ingimundarsonar á bruðli sjálfs sín á eignum stjúpbarna sinna.
Skiptabréf eftir Ásgrím Þórðarson á Marðarnúpi.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 15: Jón Arason biskup á Hólum veitir Magnúsi djákna Jónssyni (syni sínum) prófastsdæmi
milli Hrauns á Skaga og Hofs í Dölum, en Gísli prestur Sigurðsson fari með prófastsdæmið, dags. 26. ágúst 1528.
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um afl og gildi útlúkningarbréfa Narfa Sigurðssonar og Sigurðar Narfasonar um Ásgeirsár, Lækjamót, og fjórar jarðir á Ströndum til Finnboga lögmanns og Teits Þorleifssonar.
Einar ábóti á Munkaþverá selur Guðmundi Þorleifssyni jörðina Ásgeirsvelli í Skagafirði fyrir jörðina Vestri-Tjarnir í Ljósavatnsskarði.
Hjúskaparleyfi síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur.
Vitnisburður um skjöl, er varða mál Teits lögmanns
Þorleifssonar og greiðslu nokkura úr arfi eftir hann.
Afrit af vitnisburðarbréfi um eignarrétt kirkjunnar í Snóksdal á eyðikotinu Þorgeirsstaðahlíð. Hvalgrafir á Skarðsströnd, 13. desember 1599.
Vottorð Jóns Eyjólfssonar yngra um dýrleika jarðarinnar Hólmakots og að Sigríður kona hans hafi erft jörðina eftir föður sinn, séra Jón Ólafsson árið 1694.
Afrit af jarðakaupabréfi þar sem Ólafur Jónsson Klow, í umboði Henriks Bielke, selur Eyjólfi Jónssyni nokkrar jarðir í Borgarfjarðarsýslu, dags. 21. júlí 1675.
Virðing á peningi frá Hvoli, gerð að bæn Helgu Þorláksdóttur vegna Erlendar Jónssonar sonar hennar af þremur prestum og þremur leikmönnum um þá muni sem ganga áttu til Björns Jónssonar Staðarfellskirkjuhaldara upp í reikning kirkjunnar. Gert á
alþingi 7. júlí 1691 og afskrift staðfest af 2 mönnum á Þingvelli 8. júlí sama ár.
Afrit af kaupmála milli Ásbjarnar Guðmundssonar og Orms Vigfússonar, sem gefur Ásbirni dóttur sína Guðrúnu. Eyjar í Kjós, 2. júní 1649.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Bréf og lýsing Eggerts Hannessonar að hann gæfi sinni dóttur, Ragnheiði, eiginmanni hennar Magnúsi Jónssyni og börnum þeirra allt það fastagóss og lausa peninga sem hann ætti á Íslandi, að tilteknum skilyrðum.
Bréf Kristjans konungs fimmta um að Magnús Jónsson lögmaður hafi látið af hendi jarðirnar Arnarhól og Húsanes í Snæfellsnessýslu fyrir Mávahlíð og hálfa Tungu í sömu sýslu. Kaupmannahöfn, 3. maí 1694.
Á eftir bréfinu fylgir vitnisburður Árna Geirssonar um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 30. júní 1694.
Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Gísla Jónssyni og Steindóri Helgasyni á Reykhólum 9. október 1703.
Vitnisburður Orms Erlingssonar eftir beiðni og kröfu Jóns Magnússonar eldra um það hvernig 10 hundruð í Siglunesi væri komin undan kirkjunni í Haga á Barðaströnd og um kaup þeirra Magnúsar Eyjólfssonar og Eggerts Hannessonar á 9 hundruðum í Holti og 8 hundruðum í Haga. Vitnisburðurinn er skrifaður í Haga 4. júní 1600, en séra Jón Egilsson og Sæmundur Jónsson setja 7. júní á sama stað og ári innsigli sín undir sem vitundarvottar.
Uppskrift af afriti af máldaga kirkjunnar í Holti í Fljótum, skrifuðu úr Hólakirkjumáldagabók þann 15. apríl. 1643.
Kaupbréf fyrir Bakka litla í Tungu.
Jóni Björnssyni dæmt umboð systkina sinna, barna síra Bjarnar Jónssonar á Meli.
Ályktan sex manna á alþingi, útnefndra af Finnboga lögmanni Jónssyni, að Guðni Jónsson og Ormr bróðir hans
megi vel láta laust við Björn Þorleifsson, samkvæmt bréfi Hans konungs frá 24. Febr. 1498 (Nr. 402), alt það góz,
er þeir héldu eptir Þorleif Björnsson.
Kaupbréf fyrir Leifsstöðum í Kaupangssveit.
Bréf Kristjáns konungs þriðja um, að börn presta, þeirra
er eiginkvæntir eru, megi taka arf eftir foreldra sína.
Afrit af bónarbréfi Arngríms prests Jónssonar lærða til Kristjáns IV. Danakonungs um að ekkja sín megi, þegar hans missi
við, njóta teknanna af Melstað og búa þar meðan hún lifi. Dagsett í ágúst 1638.
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir í öllum greinum Staðarhólsdóm Þorleifs Björnssonar frá 26. maí 1479, um arf og gjafir Solveigar Þorleifsdóttir. Afrit af dóminum fylgir staðfestingu Orms.
Kjörbréf af Alþingi til handa Halldóri Ólafssyni að vera lögmaður norðan og vestan, útgefið á Öxarárþingi 30. júní 1619 af Gísla
lögmanni Hákonarsyni.
Vitnisburður Bjarna Þorsteinssonar að hann var heimilisfastur hjá Guðmundi Hákonarsyni á Þingeyrum og hafi hann þar séð og lesið gjafabréf Guðmundar þar sem hann gaf fátækum jörðina Hamar á Ásum.
Brynjólfur Bjarnason byggir Guðmundi Jónssyni eignarjörð sína Kaldrananes í Strandasýslu með nánar til teknum skilmálum frá fardögum 1787, og framvegis, meðan þeim um semur.
Jarðaskiptabréf á Leifsstöðum i Öxarfirði fyrir Læknisstaði á Langanesi.
Vitnisburður um vígslýsing Jóns Jónssonar, að hann hefði ófyrirsynju í hel slegið Orm heitinn Sigurðsson.
Meðkenning Eggerts Hannessonar að hann hafi meðtekið í útlöndum alla þá peninga sem Jón bóndi Björnsson í Flatey átti að gjalda fyrir jarðir og kúgildi.
Staðfesting á vitnisburði pr. í DI XIV, nr. 322.
Vitnisburður um Eldjárnsstaði í Blöndudal.
Gjafabréf fyrir Hellisholti.
Vitnisburður um lýsing Magnúsar Jónssonar á fullréttisorðum af hálfu Odds Jónssonar til sín.
Vidisse eða transscriptum.
1. Leyfisbréf Páls Stígssonar (DI XIV, nr. 189).
2. Ættleiðslubréf Þorleifs Björnssonar (DI XIII, nr. 169).
Kaupbréf fyrir 20 hundr. í Alviðru, ásamt gerningi með þeim Eggert lögmanni Hannessyni og Hannesi
Björnssyni um umboð á Síðumúla.
Síra Jón Þorleifsson vitnar, að hann hafi lesið skjal
um það, að kirkjan í Alviðru ætti jörðina Skaga í Dýrafirði.
Vitnisburður um landamerki Öndóttsstaða í Reykjadal.
Lýsing fimm klerka, að séra Steinn Þorvaldsson hafi lagt
sig undir dóm tveggja tylfta klerka, sem Ólafr biskup til
nefndi um kærur hans til séra Steins um óhlýðni við sig,
mótblástr og fleira.
Oemr, bóndi Jónsson kvittar Pál Aronsson um þá reið og
styrk, er hann veitti í tilför og gerningum, er (Páll) bróðir
Orms var óforsynju í hel sleginn, en Ingvildr Helgadóttir
gekk í borgun fyrir Pál um tuttugu hundruð.
Kristján konungr hinn fyrsti veitir Guðina Jónssyni landsvist
fyrir víg Guðmundar Magnússonar, er hann hafði ófyrirsynju drepið.
Helgi Sigurðsson selr Brynjólfi Magnússyni jörðina Hallgilsstaði í Fnjóskadal fyrir 37 hundruð í lausafé, og tilgreinir landamerki.
Page 145 of 149

















































