Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Erlendur lögmaðr Þorvarðsson fær síra Birni Jónssyni til fullrar eignar jörðina Bjarg í Miðtirði, fyrir þrjátíu voðir vaðmáls, er síra Björn átti hjá síra Einari í Görðum, og fjörutíu og fimm i fríðu og ófríðu.
Dómur á Neðri-Lönguhlíð í Hörgárdal um jörðina Brekku í Skagafirði, 21. apríl 1620. Magnús Björnsson hafði lánað Steindóri Gíslasyni og konu hans Guðrúnu Einarsdóttur 100 ríkisdali sem áttu að endurgreiðast á Alþingi 1619 (sbr. apógr. 5343). Steindór og Guðrún settu jörðina Brekku í veð og þar sem höfðu ekki greitt á gjalddaga er jörðin dæmd eign Magnúsar.
Vitnisburður um samtal þeirra Jóns Sigmuudssonar og Gottskálks biskups, að Jón hefði engu bætt fyrir þau tvö eigin börn sin, er hann hefði sjálfur látið farga,—látið drekkja öðru í Gljúfrá, en hinu í soðkatli. (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Sigurður Daðason kongs umboðsmaður í Húnavatnsþingi gefur Egli bónda Grímssyni fult umboð til að halda þing um mannslag Jóns Sigurðssonar, að leiða megi víglýsing hans. Falsbréf
Ari Ólafsson selur Bjarna Sigurðssyni hálft þrettánda hundrað í jörðinni Miðskitju (Miðsitju). Í Guðdölum í Dölum, 25. maí 1595.
Guðrún Klængsdóttir selur séra Stefáni Gíslasyni tíu hundruð í Neðri-Gegnishólum í Flóa. Útdráttur.
a) Jarðaskiptabréf Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms bónda Pálssonar á Möðruvöllum 1501. b) Dómur Kristjáns konungs hins annars um jarðabýti þeirra Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms Pálssonar 1510.