Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3418 done, 40 left)
Arnór Jónsson selur herra Oddi Einarssyni all jörðina Hraunkot í Grímsnesi. Í Skálholti, 24. desember 1624. Útdráttur.
Lauritz Kruus till Suenstup” höfuðsmaður, afsalar Guðbrandi biskupi “paa Kronens och Domkirckens wegne – en aff Domkirckens Jorder” Ásgeirsá í Víðdal fyrir 60# með 3# landskuld, en biskup lét aftur “til Kronen ich Domkircken” Hvamm í Fljótum með Höfn og Bakka, með sama dýrleika og landskuld. Hólum daginn eftir Bartholomei 1589. Vottar Gunnar Gíslason “Mester Hans Seuerinsson, sera Jon Kragsson, sere Bernne Gamlesson” og tveir aðrir.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Kaupbréf milli Brynjólfs Sveinssonar biskups og séra Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ um 14 hundruð í Selvogum eða 12 hundruð í Hrafnabjörgum fyrir 15 hundruð í Ingjaldsstöðum í Bárðardal. Að Gaulverjabæ í Flóa, 17. júlí 1663.
Vitnisburður um jarðabruðl Narfa Ingimundarsonar.
Alþingisdómur um ágreining um landamerki jarðanna Oddgeirshóla og Brúnastaða, 1. júlí 1602.
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi móskurð í Innra-Hólmslandi á Akranesi. Að Brekku á Hvalfjarðarströnd, 11. maí 1665.
Helgi ábóti á Þingeyrum selr undan klaustrinu Jóni biskupi á Hólum jörðina Kaldaðarnes i Bjarnarfirði á Bölum fyrir Illugastaði á Vatnsnesi, með þeim greinum, er bréfið hermir.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar um, að gildr sé dómur, er Gunnar Gíslason lét ganga um þá giöf, er Jón byskup Arason gaf Guðrúnu Magnúsdóttur, sonardóttur sinni, Þórisstaði (Þórustaði) á Svalbarðsströnd. og dæmt hafði gjöfina gilda.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.