Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
a) Úrskurður Eggerts lögmanns Hannessonar um Veturliðastaði. b) Vitnisburður um Veturiðastaði. Eiður síra Þorsteins Gunnarssonar. c) Eiður Böðvars Þórðarsonar um afsal síra Jóns Filippussonar á Vetrliðastöðum i hendur Jóni byskupi Arasyni.
Þrír menn transskribera bréf um reka Vatnsfjarðarkirkju í Almenningum.
Oddgeir biskup í Skálholti staðfestir máldaga Vatnsfjarðarkirkju (Dipl. Isl. II. Nr. 380) og úrskurð Jóns ábóta um hvalreka á Almenningum frá 13. Júní 1377.
Kaupmálabréf Jóns Magnússonar og Valgerðar Tumadóttur. Útdráttur.
Samantekt Árna Magnússonar um transskriftarbréf sem séra Arngrímur Jónsson og Vigfús Þorsteinsson gerðu á Hólum í Hjaltadal 8. júní 1571. Transskrifarbréfið samanstóð af afritum níu bréfa.
Vitnisburður Lúðvíks Hanssonar um að Páll heitinn Vigfússon lögmaður hefði oft lýst því fyrir sér að brygði Hjalti og Anna nokkuð af því sem Páll hefði þeim fyrir sagt og tilskilið á kaupdegi og þeirra festingardegi væri allur þeirra gjörningur ónýtur með öllu. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 2. júní 1571.
Dómur á Haganesi við Mývatn um Stóru-Velli í Bárðardal.
Samantekt Árna Magnússonar á þeim tíu bréfum um Hvanneyri í Andakíl sem upp voru skrifuð í stórt transskriftarbréf sem hann hafði í láni frá séra Þórði Jónssyni á staðarstað um haustið 1709.
Dómur Orms lögmanns um Hof á Höfðaströnd. Við Vallnalaug í Skagafirði, 22. ágúast 1571.
Sigurður Þorbergsson afhendir Páli Jónssyni jörðina alla Hólakot á Höfðaströnd fyrir þann kostnað og ómak sem Páll hefur haft fyrir sókn fyrir Sigurð á hálfum Möðruvöllum í Eyjafirði. Á Möðruvöllum, 30. apríl 1571.
Ólafur Ísleiksson prófastur milli Geirólfs(gnúps) og Langaness úrskurðar jörðina í Vogum Vatnsfjarðarkirkju til æfinlegrar eignar samkvæmt testamentisbréfi Einars Eiríkssonar, er Björn bóndi Þorleifsson bar fram.
Hallbjörn Helgason selur Arnóri Loftssyni jörðina Klúku í Bjarnarfirði.
Stephán Jónsson biskup í Skálholti úrskurðar Hælarvík á Hornströndum með öllum hvalreka og öðrum gæðum eign kirkjunnar í Vatnsfirði, samkvæmt máldögum hennar.
Björn Bjarnarson og kona hans Hólmfríður Snæbjarnardóttir selja Árna Gíslasyni jörðina Ægissíðu í Holtamannahrepp og fimm hundruð í Þykkvabæ í Háfskirkjusókn og fá í staðinn Hól og Bakka í Arnarfjarðardölum og hálfan Hokinsdal í Arnarfirði. Útdráttur.
Um kaup Björn Benediktssonar á Hálsi í Kinn.
Um próventugjörning Önnu Lénarðsdóttur við Sæmund Árnason.
Björn Þorleifsson fær af sínum parti Stepháni biskupi í Skálholti í vald alla bóndaeignina í heimalandinu í Vatnsfirði og hálfa Borgarey, guði, jungfrú Marie, Ólafi kongi og öllum helgum til æfinlegrar eignar, ásamt öllum peningum í Vatnsfirði, kvikum og dauðum og ánefndum jörðum, en biskup kvittar Björn um þær sakir, er Björn (ríki) afi hans reið í Skálholt og greip peninga stólsins og hélt síðan leingi, og að sami Björn afi hans, ásamt Þorleifi syni sínum, reið til Helgafells og eyddi og spenti klaustrsins peninga, ennfremr að Þorleifur Björnsson, faðir hans, í annan tima reið i Skálholt með fjölmenni og tygjabramli og rauf biskupsherbergin, berandi út tygin og harneski staðarins í forþrot við staðarins umboðsmann og kirkjunnar, sem og um aðrar sakir, er Birni ber fyrir að svara.
Hallur Björnsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi sjö hundruð í Búastöðum í Vopnafirði og fær í staðinn hálfa Saurstaði í Jökulsárhlíð og þrjú hundruð í lausafé. Að Hofi í Vopnafirði, 16. ágúst 1657. Útdráttur.
Dómur sex klerka, út nefndur af síra Jóni Eiríkssyni officialis Skálholtskirkju, um kæru síra Jóns vegna Vatnsfjarðarkirkju til Kolbeins Ingimundarsonar, er þá bjó í Unaðsdal á Snæfjallastrðnd, að hann hefði ekki haft til reiðu torf það, er þaðan skal gefast hvert sumar til Vatnsfjarðarkirkju.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði um Syðra-Holt og Tungufell í Svarfaðardal.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði um Syðra-Holt og Tungufell í Svarfaðardal.
Úrskurður Orms Sturlusonar lögmanns um að kaupbréf fyrir jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn, sem séra Pantaleon Ólafsson bar fyrir hann, séu lögmæt.
Úr transskriftarbréfi um sölu á Áslaugarstöðum í Selárdal.
Ögmundur biskup í Skálholti staðfestir og samþykkir dóm frá 19. apríl 1526. (sjá DI IX, nr. 289, Apogr 907).
Vitnisburður um fiskatolla Vatnsf]arðarkirkju í Bolungarvík og lambseldi kirkjunnar í Álptafirði og á Langadalsströnd.
Jón Þórðarson og kona hans Ingveldur Jónsdóttir selja Nikulási Þorsteinssyni jörðina Brekku í Núpasveit í Presthólakirkjusókn.
Séra Þorleifur Jónsson kvittar upp á að hafa fengið greiðslu fyrir Reykhóla á Reykjanesi frá Páli bónda Jónssyni.