Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7447 documents
(1382 documents in progress, 2222 done, 40 left)
Bréf frá átján kaupmönnum í Hafnarfirði til þeirra Odds biskups Einarssonar og lögmannanna Þórðar Guðmundssonar og Jóns Jónssonar, upp á kvörtunarbréf þeirra til kaupmanna yfir versluninni; lofa kaupmenn þeim svari þegar er þeir geti haldið samkomu sín á milli.
Vitnisburður Þóris ábóta og Gríms ábóta í Hólmi um stofnun Þingeyraklaustrs og biskupstíundir til klaustrsins fyrir vestan
Vatnsdalsá.
Dómur um útgreiðslu skuldar Hóladómkirkju til Ljósavatnskirkju.
Eiður Ragnhildar Jónsdóttur um börn sín og síra Þorleifs Björnssonar.
Lýsing Jóns Gamlasonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssönar í „hugmót" og sakeyri fyrir það, að Björn var með Eiríki Haldórssyni í flokk og fylgi, þá er Páll heitinn Jónsson var ófyrirsynju í hel sleginn.
Lögréttumenn kjósa Grím Jónsson sinn lögmann fyrir norðan og vestan á Íslandi samkvæmt lögum
enda hafi hann hlotið kjör á almennilegu Öxarárþingi.
Bróðir Jón Sigurðsson Skálholtsbiskup vígir kirkju í Alviðru í Dýrafirði helgaða Guði, Maríu guðsmóður, heilögum Ólafi og blessuðum Benedikt. Einnig máldagi kirkjunnar.
Transskript af fjórum dómum, merkt með alfa, beta, gamma og delta.
Lýsing á einingum, itemum, bréfsins tekin úr yfirliti ÁM í apogr. 2938.
Þar segir Árni:
Þessir 4 dómar standa á einu bókfelle hver epter annan, og sýnest sem þeir mune hafa átt að verða vidimus, en alldrei af orðið. Höndin á þessu stóra bréfi er so sem de anno 1540 vel circiter. Alla þessa dóma hefi eg heðan accurate uppskrifaða með hendi Magnúss Einarssonar.
Ísleifur Þorbergsdóttir gefur dóttur sinni Guðfinnu 40 hundruð í jörðinni Mannskapshóli (Mannskaðahóli) á Höfðaströnd með skilorði um framfærslu stúlkunnar Helgu Ísleifsdóttur. Ísleifur tilskilur einnig að hann skyldi búa á Djúpadal svo lengi sem hann vildi. Á Þorleiksstöðum (Þorleifsstöðum) í Blönduhlíð, 5. júlí 1621.
Benedikt hirðstjóri Histen kvittar Vigfús Erlendsson um það tilræði, er hann veitti Þórði Brynjólfssyni
í kirkjudyrunum eða kirkjugarðinum á Krossi í Landeyjum (DI VII:609).
Snjólfur Hrafnsson selr í umboði Margrétar Eyjólfsdóttur
Jóni Finnbogasyni jörðina Hól í Kinn fyrir 25 hundruð í
lausafé, að tilgreindum eingjateig millum Garðshorns og
Hóls.
Vidisse á pappír.
Í LXVIIl, 11 eru:
1. Vitnisburðr Jóns Halldórssonar frá 22. febr. 1567 um manndauða á Auðkúlu i plágunni 1495 (= frumrit i Fasc. LXXll, 18).
2. Vitnisburðr Ingibjargar Salamonsdóttur frá 13. apr. 1567 um sama efni (= frumrit í Fasc. LXXIII, 17).
Dómr sex manna, útnefndr af Ormi lögrnanni Sturlusyni,
um það, hvert afl hafa skyldu þau bréf og kvittanir, sem
Daði bóndi Guðmundsson hafði af kongs valdi og kirkju
Guðmundur Illugason kaupir Rúgstaði af Einari Nikulássyni og konu hans Kristrúnu Jónsdóttur fyrir lausafé.
Tvær dómstefnur frá Birni Guðnasyni til:
1) LXIV, 12 (recto) Ólafs Filippussonar (nr. 531)
Stefna Björns Guðnasonar til Ölafs Filippussonar til Staðarhóls i Saurbæ fyrir Narfa Sigurðsson kongsumboðsmann
milli Gilsfjarðar og Gljúfrár um hald á arfi eptir Solveigu Björnsdóttur.
2) LXIV, 12 (verso) Björns Þorlákssonar. (nr. 532)
Stefna Björns Guðnasonar til Björns Þorleifssonar til alþingis um aðtekt og ísetu arfs eptir Solveigu Björnsdóttu.r
Tvö bréf á einni skinnrollu.
1. (DI IV, nr. 531) Lýsing Sigurðar J>órðarsonar (í Haga) í banalegu sinni að
hann skuldaði eingum manni neitt og ekki heldr Þormóði Ólafssyni.
2. (DI IV, 532) Vitnisburðr Halls Alexanderssonar um ýmis viðskipti þeirra
máganna Sigurðar Þórðarsonar (í Haga) og þormóðar Ólafssonar.
Jarðaskiptabréf, og er skipt Syðri-Vík í Vopnafirði við Hrærekslæk i Tungu með milligjöf.
Vidisse á pappír.
Skv. DI: Í LXVIII, 12 eru: (fyrirsagnirnar skrifaðar utanmáls m. annarri samtíða h., líklega hendi Árna Gislasonar):
3. „Giorningsbref Orms Stullasonar" frá 19. maí 1560 um Kjarlaksstaði og Ormsstaði (= frumrit LXXII, 15). (DI XIII, nr. 350), sjá einnig tengil á handrit.is)
4. „Witnisburdur Jons Marteinssonar og Bessa Biornssonar“ frá 23. dec. 1566 (= frumrit LXXII, 15).
5. „Witnisburdur Gunlaugs Kodranssonar" frá 6. febr. 1563 (= frumrit LXXII, 17). (DI XIV, nr. 51)
6. „Witnisburdur Fusa Jonssonar“ frá 6. febr. 1563 (= frumrit LXXII, 17).
7. „Witnisburdur Gudlaugar Ormzdottur“ 6. febr. 1563 (= frumrit LXVIII, 8). (DI XIV, nr. 50)
8. „Witnisburdur Sijra Finnboga og Sigmundar“ 20. sept. 1566 (= frumrit LXVIII, 9). (DI XIV, nr. 372)
9. „Vitnissburdur Sijra Finnboga og Runolfs“ 9. nóv. 1566—13. jan. 1567 (= frumrit LXXII, 17).
Skrá um peninga þá er voru á Eyri í Seyðisfirði er jómfrú Solveig Björnsdóttir tók við, ásamt landamerkjum Eyrar og nokkurra annarra jarða.
Vitnisburður um Látur (Látra) í Aðalvík.
Tveggjatylfta-dómr leikmanna, kvaddr af Kristófer Trondson og
Axel Juul, dœrnir Jón byskup Arason og sonu hans,
Ara og síra Björn, landráðamenn og eignir þeirra fallnar
konungi.
Þetta er íslensk útgáfa dómsins.
Vitnisburður Ólafs Porvaldssonar, að hann var langt fyrir
mannplágu og fjörutíu ár eptir á Barðaströnd og heyrði
menn sér eldri segja, að Skjallandafoss ætti naust og vör
þar inn frá túngarði, og ekki hafi hann heyrt þar tvímæli
á fyrr en hvalinn rak á Skjallandafossi.
Ákæra Einars Nikulássonar til Sigurðar Jónssonar og Katrínar Nikulásdóttur vegna sölu á jörðunum Hóli og Garðshorni í Kinn tekin fyrir dóm á Ljósavatni í Bárðardal 9. maí 1599. Málinu er vísað áfram og skal Jón Illugason taka það fyrir á Helgastöðum í Reykjadal 30. maí sama ár (sjá apógr. 5154).
Fimm prestar transskríbera transskript frá 18. Febrúar 1443 af
tveim bréfum frá 14. öld og einu frá 15. öld.
Samningur milli Þorleifs Björnssonar og Stepháns Jónssonar, þar
sem Stephán handlagði Þorleifi alla peninga eptir Jón Jónsson
bróður sinn prest í Hruna, er þó að vísu voru brotnir við heilaga kirkju; skilur Stephán sér æfinlegt framfæri hjá Þorleifi, og
að Þorleifr útvegi hjá réttlegum Skálholtsbiskupi, þegar hann
komi, prestakall handa Þorleifi syni sínum.
Kristján konungr hinn annar staðfestir bréf frá 18. Julí 1502 (AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI, 1).
Fjölþætt efni:
Um skiptingu Spákonuarfs eftir registri Egils biskups.
Saga Þingeyraklausturs
Kaupbréf fyrir Hafralæk
Vitnisburður um Látur (Látra) í Aðalvík.
Þrír prestar og þrír leikmenn votta, að junkæri Þorleifur Björnsson
hafi afhent Hrunastað, svo að Andrési Grænlendingabiskupi og
umboðsmanni Skálholtskirkju vel ánægði, og kvittaði biskup Þorleif með öllu.
Transskript af eftirfarandi kvittun:
Sumarliði Eiríksson selr Þorleifi Björnssyni jörðina Kollabæ í Fljótshlíð, og kvittar Þorleif fyrir andvirði jarðarinnar.
Transskrift 2 bréfa um eignarrétt á Hóli í Bolungarvík.
1. (DI IX, nr. 554) Tylftardómur út nefndr á Alþingi af lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og Ara Jónssyni, um kærur Illuga Ólafssonar til Ögmundar biskups, að hann héldi Brigit (Bríetu) móður sína út af Hóli og Hólseignum í Bolungarvik, er Brigit taldi erfðaeign sína eptir Einar Jónsson bróður sinn.
2. ATH
3. Texti transskripts.
Rekaskrá Þingeyraklausturs í mörgum gerðum.
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni Guðmundssyni lögmanni og genginn við Vallalaug 20. apríl um kæru Einars Hallssonar í umboði barna sinna til Jóns Ásgeirssonar í umboði Ingibjargar Sæmundardóttur konu sinnar út af erfðamáli þeirra í milli um 40 hundruð í Silfrastöðum í Blönduhlíð.
Jón Jónsson gefur klaustrinu á Þingeyrum með sér í prófentu jörðina Bersastaði á Miðfjarðarnesi, fyrir tólf hundruð, og
þar til átján hundruð í lausafé, með fleirum greinum, er bréfið sér líkast hermir.
Hrafn Guðmundsson lögmaður staðfestir tólf manna dóma frá 21. apríl um Silfrastaðamál.
Staðfesting tveggja manna um að textar tveggja meðfestra bréfa, AM Dipl. Isl. Fasc. LXVIII, 11 og 12, séu rétt uppskrifaðir.
Kaupbréf fyrir Veigastöðum.
Page 149 of 149