Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1628 documents in progress, 3411 done, 40 left)
Skrá um landamerki
Alþingisdómur um Arndísarstaði í Bárðardal. Málinu frestað til næsta alþingis og málsaðilar eða umboðsmenn þeirra skikkaðir til að mæta þangað með sín bréf og skilríki. Á Þingvelli, 30. júní 1571.
Sigurður Jónsson príor á Möðruvöllum ættleiðir Jón son sinn með samþykki Jóns föður síns.
Fjölþætt efni:
Um skiptingu Spákonuarfs eftir registri Egils biskups.
Saga Þingeyraklausturs
Ísleifur Þorbergsdóttir gefur dóttur sinni Guðfinnu 40 hundruð í jörðinni Mannskapshóli (Mannskaðahóli) á Höfðaströnd með skilorði um framfærslu stúlkunnar Helgu Ísleifsdóttur. Ísleifur tilskilur einnig að hann skyldi búa á Djúpadal svo lengi sem hann vildi. Á Þorleiksstöðum (Þorleifsstöðum) í Blönduhlíð, 5. júlí 1621.
Um landamerki nokkurra jarða Vatnsfjarðarkirkju.
Skipan Sæmundar Ormssonar um almennig í Hornafirði (brot).
Sjá skráningarfærslu á handrit.is
Dómr sex manna, útnefndr af Ormi lögrnanni Sturlusyni,
um það, hvert afl hafa skyldu þau bréf og kvittanir, sem
Daði bóndi Guðmundsson hafði af kongs valdi og kirkju
Jarðaskiptabréf.
Bréf frá átján kaupmönnum í Hafnarfirði til þeirra Odds biskups Einarssonar og lögmannanna Þórðar Guðmundssonar og Jóns Jónssonar, upp á kvörtunarbréf þeirra til kaupmanna yfir versluninni; lofa kaupmenn þeim svari þegar er þeir geti haldið samkomu sín á milli.
Vitnisburður Ólafs Porvaldssonar, að hann var langt fyrir
mannplágu og fjörutíu ár eptir á Barðaströnd og heyrði
menn sér eldri segja, að Skjallandafoss ætti naust og vör
þar inn frá túngarði, og ekki hafi hann heyrt þar tvímæli
á fyrr en hvalinn rak á Skjallandafossi.
Kristján konungr hinn annar staðfestir bréf frá 18. Julí 1502 (AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI, 1).
Einar Markússon og Gró Jónsdóttir kona hans selja hústrú Ólofu
Loptsdóttur og Birni Þorleifssyni jörðina Árnardal hinn meira
frá teknum sex hundruðum, er seld voru áður Jóni Erlingssyni,
fyrir jörðina Hanhól í Bolungarvík og þar til átta kúgildi.
Transskript af eftirfarandi kvittun:
Sumarliði Eiríksson selr Þorleifi Björnssyni jörðina Kollabæ í Fljótshlíð, og kvittar Þorleif fyrir andvirði jarðarinnar.
Samningur milli Þorleifs Björnssonar og Stepháns Jónssonar, þar
sem Stephán handlagði Þorleifi alla peninga eptir Jón Jónsson
bróður sinn prest í Hruna, er þó að vísu voru brotnir við heilaga kirkju; skilur Stephán sér æfinlegt framfæri hjá Þorleifi, og
að Þorleifr útvegi hjá réttlegum Skálholtsbiskupi, þegar hann
komi, prestakall handa Þorleifi syni sínum.
Sjá færslu í nr. XLVI, 6.
Torfi Þorsteinsson heitir sira Sigurði Jónssyni að selja honum Hafralæk fyrstum manna.
Þrír prestar og þrír leikmenn votta, að junkæri Þorleifur Björnsson
hafi afhent Hrunastað, svo að Andrési Grænlendingabiskupi og
umboðsmanni Skálholtskirkju vel ánægði, og kvittaði biskup Þorleif með öllu.
Tveggjatylfta-dómr leikmanna, kvaddr af Kristófer Trondson og
Axel Juul, dœrnir Jón byskup Arason og sonu hans,
Ara og síra Björn, landráðamenn og eignir þeirra fallnar
konungi.
Þetta er íslensk útgáfa dómsins.
Dómur um útgreiðslu skuldar Hóladómkirkju til Ljósavatnskirkju.
Lýsing Jóns Gamlasonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssönar í „hugmót" og sakeyri fyrir það, að Björn var með Eiríki Haldórssyni í flokk og fylgi, þá er Páll heitinn Jónsson var ófyrirsynju í hel sleginn.
Festingabréf Sumarliða Eiríkssonar og Guðrúnar Árnadóttur
Vitnisburðr um fyrirfaranda vitnisburð Ólafs Þorvaldssonar.
Vitnisburðarbréf um lesinn vitnisburð þess efnis að Elen Magnúsdóttir hefði gefið Jóni Magnússyni Þórustaði gegn því skilyrði að stúlkubarn yrði skírt Elen og skyldi jörðin fylgja nafni.
Vidisse á pappír.
Skv. DI: Í LXVIII, 12 eru: (fyrirsagnirnar skrifaðar utanmáls m. annarri samtíða h., líklega hendi Árna Gislasonar):
3. „Giorningsbref Orms Stullasonar" frá 19. maí 1560 um Kjarlaksstaði og Ormsstaði (= frumrit LXXII, 15). (DI XIII, nr. 350), sjá einnig tengil á handrit.is)
4. „Witnisburdur Jons Marteinssonar og Bessa Biornssonar“ frá 23. dec. 1566 (= frumrit LXXII, 15).
5. „Witnisburdur Gunlaugs Kodranssonar" frá 6. febr. 1563 (= frumrit LXXII, 17). (DI XIV, nr. 51)
6. „Witnisburdur Fusa Jonssonar“ frá 6. febr. 1563 (= frumrit LXXII, 17).
7. „Witnisburdur Gudlaugar Ormzdottur“ 6. febr. 1563 (= frumrit LXVIII, 8). (DI XIV, nr. 50)
8. „Witnisburdur Sijra Finnboga og Sigmundar“ 20. sept. 1566 (= frumrit LXVIII, 9). (DI XIV, nr. 372)
9. „Vitnissburdur Sijra Finnboga og Runolfs“ 9. nóv. 1566—13. jan. 1567 (= frumrit LXXII, 17).
Transskript á skiptabréf milli Guðrúnar Björnsdóttur og Solveigar Bjarnadóttur, dóttur hennar, á peningum
þeim sem Solveigu höfðu til erfða fallið eftir Bjarna Andrésson föður sinn,
sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,21.
Fyrir framan bréfið votta Jón Jónsson og Ólafur Sigurðsson að hafa lesið yfir frumbréfið með innsiglum.
Dómstefna til Jóns Sigurðssonar um skuld af réttum eignum fátækra.
Skrá um peninga þá er voru á Eyri í Seyðisfirði er jómfrú Solveig Björnsdóttir tók við, ásamt landamerkjum Eyrar og nokkurra annarra jarða.
Lýsing Eyvindar Guðmundssonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssonar fyrir atvist og fylgi að vígi Páls heitins Jónssonar.
Örnólfur bóndi Jónsson kvittar Guttorm son sinn fyrir andvirði hálfs Staðarfells, er hann hafði selt honum 1383 og fyrir hálfa selveiði fyrir Hellu.
Sex menn afrita þrjú bréf frá 15. öld.
Pappírsuppskriftin er í mörgum liðum og tengist nokkrum apógröfum en yfirlit hennar er aftast í ap. 4706.
1) Teitur Fúsason lýsir þvi, að hann hafi gefið fult samþykki til þess, að Jón Pálsson gerði löglegt hjónaband við Ásdísi
Fúsadóttur systur sína, og jafnframt, að Jón hafi fastnað Ásdísi. DI XII, nr. 71.
2) Vitnisburðarbréf, að Jón Pálsson hafi fastnað Ásdísi Fúsadóttur. DI XII, nr. 72.
3) Vitnisburðarbréf, að Jón Pálsson hafi fastnað Asdísi Vigfúsdóttur, en Jón og Ásdís eru nú (1562) bæði dáin. DI XII, nr. 73.
4) Vitnisburður um lýsing Jóns Pálssonar á því, að Vigfús (síðar sýslumaðr á Kalastöðum) væri skírgetinn sonur sinn. (ap 4655) DI XIII, nr. 264.
5) Vitnisburður um lýsing Jóns Pálssonar, að Vigfús, sonur sinn, væri réttur festarkonu son. (ap 4656) DI XIII, nr. 265.
6) Arfaskipti með börnum Jóns Pálssonar (ap 4706) DI XIII, nr. 546.
7) Páll hirðstjóri Stígsson staðfestir arfaskiptabréf barna Jóns Pálssonar (ap. 4706). DI XIII, nr. 558.
Page 149 of 149









































