Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
1) Þórður Örnólfsson afhendir Finni Gamlasyni í umboði Valgerðar Vilhjálmsdóttur konu hans, jarðirnar Barð í Fljótum, Reyki, Grilli, Steinavöllu, Illugastaði, Nes, Ysta-Mó, Móskóga og Laugaland. 25. desember 1416. 2) Tveir menn transskríbera bréf um nokkrar jarðir í Fljótum. 30. maí 1487.
Símon Þorsteinsson fær Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi til fullrar eignar jörðina Fagraskóg á Galmaströnd og kvittar um andvirðið.
Dómur klerka, útnefndur af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi um kæru biskups til Gunnlaugs Helgasonar, vegna Ingileifar Kolladóttur konu Gunnlaugs, um peninga þá, er séra Jóni Kollasyni bróður hennar höfðu fallið til arfs eftir Kolla Magnússon og Ingibjörgu Þorláksdóttur foreldra sína og fleiri frændur, svo og um hestgrip og smjörtöku.
Fimmtán klerkmenn fyrir norðan land kanna skilríki þau, er Gottskálk Kæneksson biskup hafði fyrir biskupsembætti á Hólum, og úrskurða þeir þau fullnægjandi og samþykkja hann fyrir löglegan Hólabiskup.
Jón Arason Hólabiskup gerir Glaumbæ í Skagafirði að beneficium, með þeim greinum, er bréfið hermir.
Dómur sex manna útnefndur af Brandi Sigurðssyni, kóngs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, um lambatoll af Eyvindarstaðaheiðum.
Hjalti Þorsteinsson selur séra Þorsteini Jónssyni hálfa jörðina á Steinýjarstöðum á Skagaströnd, 10 hundruð að dýrleika fyrir lausafé.
Jarðaskiptabréf á Hrólfsvöllum í Fljótum fyrir Bárðartjörn í Höfðahverfi.
Björn Þorleifsson lýsir því, að hann hafi afhent séra Pétri Pálssyni og goldið síns herra biskups Gottskálks Nikulássonar vegna þá skuld, er hann var skyldugur Hans Kruko og hans dandikvinnu hústrú Sunnifu, með jörðum þeim, er bréfið hermir.
Vitnisburðarbréf, að Þorbjörg Þorleifsdóttir upplagði Þorsteini Jónssyni að selja sinn eignarhluta í jörðinni Brúnastöðum, og slíkt hið sama gerði Hallbera Þorleifsdóttir systir hennar.
Solveig Hrafnsdóttir gefur sig til systralags í klaustrið á Stað í Reyninesi og gefur klaustrinu með sér jörðina Skarð í Fnjóskadal með samþykki Margrétar Eyjólfsdóttur móður sinnar.
Vitnisburður sex manna um upplestur bréfa á alþingi.
Þórður Brynjólfsson selur, vegna Solveigar Jónsdóttur konu sinnar, Magnúsi Jónssyni til fullrar eignar jörðina Garð í Þistilfirði með reka fyrir tíu hundruð í lausafé.
Sveinn Sumarliðason bóndi fær Jóni Finnbogasyni að gjöf til fullrar eignar jörðina Skáldalæk í Svarfaðardal, og gerir það með samþykki Guðríðar Finnbogadóttur konu sinnar.
Jarðakaupabréf Orms Áslákssonar Hólabiskups og Þorsteins Kolbeinssonar, að Þorsteinn lætur biskup fá Enni í Refasveit með veiði í Blöndu fyrir Tungunes á Ásum.
Fimm menn votta að Benedikt Kolbeinsson og Kolbeinn Benediktsson sonur hans seldu Reynisness stað jafnmikla reka sem Þorsteinn Kolbeinsson seldi Agli Eyjólfssyni Hólabiskupi.
Vitnisburður um landamerki Sigríðarstaða og Vestri-Tjarna í Ljósavatnsskarði.
Guttormur Jónsson lýsir því, að hann hafi gefið Þórði Jónssyni bróður sínum tíu hundruð í jörðinni Hóli í Siglufirði.
Jón Þórðarson gefur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi í testamentisgjöf sína jörðina Skarðsdal í Siglunesskirkjusókn.
Brandur Ormsson selur Ólafi Kolbeinssyni tólffeðmings torfskurð í jörðina Bakka í Öxnadal fyrir þá peninga er hann lét sér vel nægja.
Page 15 of 15

















