Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Vitnisburður Ljóts Helgasonar prests að Jón biskup Gerreksson hafi, þegar hann var í vísitasíu sinni á Reyhólum (1432), skipað sveinum sínum eftir beiðni Gissurar Runólfssonar að gera Filippusi Sigurðssyni einhverja ólukku, en þegar þess var getið að Filippus væri kominn í kirkju hafi biskup skipað sveinum sínum að taka hann þaðan því að hann skyldi hreinsa kirkjuna á morgun þótt hún væri saurguð í kvöld.
Vígslu- og aflátsbréf Fellskirkju í Kollafirði útgefið af Stefáni biskupi í Skálholti.
Vitnisburður að Halldór Sigmundsson hefði gefið Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði
til æfinlegrar eignar.
Vitnisburður, gerður á Marðarnúpi í Vatnsdal, um kaupmála Þorvarðs Bjarnasonar og Ingibjargar Ormsdóttur.
Kaupmálinn sjálfur gerður á Auðkúlustöðum í Svínadal.
Skúli bóndi Loptsson selr Tómasi Dorsteinssyni jörðina Vakrstaði í Halladal fyrir hálft átjánda hundrað og fimtán alnir í Hóii í Svartárdal, silfrkross, er vo mörk, átta stikur klæðis og þar til kúgildi.
Tylptardómur útnefndr af Finnboga lögmanni Jónssyni um
arf Sveins Sumarliðasonar eptir Eirík Loptsson afa sinn,
einkum um Grund í Eyjafirði, er nú lá „verndar og forstöðulaus og í eyði sett“
Jón ábóti á Þingeyrum selur, með samþykki fjögurra conventubræðra Þórði Þórðarsyni jörðina í Króki undir Brekku a tráskildum reka, fyrir jörðina Langamýri í Svínavatnsþingum.
Einar Ásmundsson og kona hans Málfríður Bjarnadóttur fá syni sínum Bjarna Einarssyni til fullrar eignar hálfan Espihól og Merkigil en Bjarni handleggur föður sínum jörðina Kollstaði.
Vigfús lögmaður Erlendsson kvittar um lest fiska, er hann hafi upp borið af Ögmundi ábóta í Viðey vegna Bjarnar Þorleifssonar í skuld herra Andres Mus biskups í Ósló, og ábyrgist ábóti Bjarnar vegna greiðslu á annari lest tvö ár næstu eptir komandi.
Vitnisburður að Einar Þórólfsson játaði að hann hefði í umboði Diðriks Pínings tekið
tveim lestum skreiðar af Þorleifi Björnssyni í skuldir Solveigar Þorleifsdóttur til konungs
og fyrir þá skreið hefði Solveig fengið Þorleifi hálfar Akureyjar til fullrar eignar.
Page 49 of 149

















































