Archive Arnamagnæana dev

Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup selur Þórði Árnasyni jörðina Geitaberg á Hvalfjarðarströnd, en Þórður gefur á móti hálfa jörðina undir Fjalli í Sléttuhlíð með tilgreindum rekum í öðru lagi og þar að auki að lúka tólf kúgildi, sem greiðist á tveim árum.
1) Jón Pálsson prestur lýsir því, að séra Þorkell Guðbjartsson hafi afhent sér stað og kirkju á Grenjaðarstöðum með öllum eignum, og að hann ætli að borga sjálfur það, sem á bresti hjá séra Þorkeli; sé þeir alsáttir nú fyrir guðs skuld og bænastað Goðsvins biskups, og heitir séra Jón séra Þorkeli vináttu og fylgi, 26. apríl 1440. 2) Tveir prestar og fjórir leikmenn transskríbera lýsing Jóns Pálssonar prests um sætt hans við séra Þorkel Guðbjartsson, 14. ágúst 1471.
Páll Brandsson bóndi fær Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi hálfa jörðina Hól í Laxárdal í Þingeyjarþingi í þann reikningsskap, er þá fór í millum þeirra.
Sveinn Hallvarðsson selur Árna Ólafssyni Skálholtsbiskupi, með samþykki Ástríðar Jörundardóttur konu sinnar, jarðirnar Borg og Írafell í Tungusveit, en Árni biskup selur honum á mót Ríp í Hegranesi og þar með 10 kúgildi (sbr. bréf 1 . júní 1417, nr. 315).
1) Tveggja tylfta dómur, útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi á prestastefnu, um kæru biskups til Árna Höskuldssonar, að hann hefði eigi haldið Eyrarlandsdóm frá 7. júní 1479 (DI VI, nr. 202) um kirkjugóssin í Núpufelli og á Hnappstöðum. 9. júní 1488. 2) Transskriftarbréf fimm manna. 16. júní 1488.
Dómur tólf presta útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi um ákæru séra Jóns Þorvaldssonar til Sveins Oddssonar um ásetu á jörðinni Efra-Ási ótekinni.
Pálmi Sæmundsson kvittar fyrir andvirði Lundar í Fljótum.
Vitnisburður Sveinbjörns Þórðarsonar prests og Halls Árnasonar prests um vitnisburð Hákonar Kálfssonar viðvíkjandi Valþjófsstöðum í Núpasveit.
Stefán Einarsson selur Ara Jónssyni jörðina Dísastaði og 8 hundruð í jörðunni Fagradal í Breiðdal fyrir jörðina Vatnsleysu í Fnjóskadal og 12 hundruð í lausafé.
Dómur tólf klerka útnefndur af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi um sakir þær, er biskupinn kærði til Höskuldar Runólfssonar.
Sigurður Sigurðsson prófastur tekur út kirkjuna á Ingjaldshóli að bón Þórðar Þorlákssonar Skálholtsbiskups.
Árni ábóti á Munkaþverá selur Guðmundi Sigurðarsyni hálfa jörðina Skriðuland í Öxnadal.
Próventusamningur Gunnlaugs Helgasonar fyrir hönd Ingileifar Kolladóttur, konu sinnar, við Gottskálk Nikulásson Hólabiskup.
Dómur klerka útnefndur af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi, þar sem þeir dæma jörðina Skeggjastaði á Ströndum fullkomlega eign Hóladómkirkju, síðan Jón Jónsson djákni príorsbróðir galt biskupinum hana í sektir, skuldir og reikningsskap.
Þorkell Guðbjartsson prestur selur Einari Ísleifssyni ábóta og klaustrinu á Munkaþverá jarðirnar Reyki í Fnjóskadal og Efri-Hóla í Núpasveit, en ábóti leggur í móti Skóga í Fnjóskadal og Helluvað við Mývatn og Fagranes, og þar til hálft áttunda hundrað í jarðamismun.
1) Vilkismáldagi, Oddi. 1397 2) Dómur sex presta útnefndur af Jóni Krabba Skálholtsbiskupi um að Árni Pétursson bóndi í Hjálmholti sé skyldur að greiða Skálholtsráðsmanni þá ískyldarsauði er eigi hefði verið luktir í níu eða tíu ár af jörðunni Hjálmholti. 21. júlí 1464 3) Transskriftarbréf tveggja manna. 5. febrúar 1548
Sigurður Jónsson selur Þorleifi Brandssyni hálfa jörðina Hleiðrargarð í Eyjafirði fyrir 30 hundruð.
Vitnisburður um reikningsskap séra Sigurðar Jónssonar staðinn Ólafi Hjaltasyni Hólabiskupi af norðurumboðum.
Dómur sex presta, kvaddra af Ólafi Hjaltasyni Hólabiskupi, dæmir af Magnúsi Jónssyni, "sem prestur hafði verið", þrjár Hólastólsjarðir, er honum höfðu verið fengnar "í sína lífstíð" til framfæris.
Afrit af bréfi Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups um yfirráð (jus patronatus) Ingjaldshólskirkju. Skipar Matthíasi Guðmundssyni, sýslumanni og Stapaumboðsmanni, að taka að sér forstöðu og fjárræði kirkjunnar. 7. apríl 1663. Afrit gert af Magnúsi Jónssyni lögmanni á Öxarárþingi 7. júlí 1689.
Guttormur Jónsson lýsir því, að hann hafi gefið Þórði Jónssyni bróður sínum tíu hundruð í jörðinni Hóli í Siglufirði.
Skrá um landamerki Þrándarstaða og Ingjaldshóls undir Jökli.
a) Nokkrar minnisgreinar séra Jóns Sigurðssonar á Breiðabólsstað um prestverk og möguleg jarðakaup. 1636. b) Fjörumörk Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð eftir gamalli kórbók kirkjunnar, ásamt fornri lögfestu forsögn. Um 1363. c) Ágrip úr „Laxmans“ bréfi um þessi fjörumörk. 1608. d) Ágrip af samningi um þessi fjörumörk. 1603.
a) Fjörumörk Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð. Um 1363. b) Holtsmáldagi undir Eyjafjöllum. Um 1332. c) Afhending Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð, þegar séra Sigurður Einarsson tók við. 1591.
Sigurður Þorláksson officialis úrskurðar löglegan Blákápuselsdóm (DI VI, nr. 434).
Ólafur Bjarnason fær Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi og heilagri Hólakirkju til fullrar eignar hálfa jörðina Hvassafell í Eyjafirði, en biskup kvittar Ólaf um gröft foreldra hans, Margrétar Ólafsdóttur og Bjarna Ólasonar, er Ólafur hafði grafið að kirkju í forboði biskups.
Jón Arason Hólabiskup boðar klerka á milli Hrútafjarðarár og Úlfsdalafjalla til prestastefnu á Víðivöllum í Blönduhlíð föstudaginn 4. maí 1526.
Goðsvin Comhaer Skálholtsbiskup og formann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju vottar, að hann hafi séð próventubréf Jóns Vilhjálmssonar Craxtons Hólabiskups og Sveins Hallvarðssonar, og af því að Sveinn hefur fullgoldið próventukaupið kvittar biskup hann öldungis fyrir.
Samningur um landamerki á milli Harrastaða og Finnsstaða á Skagaströnd.
Sex manna dómur, genginn að Dyrhólum 8. október 1448, útnefndur af Jóni Jónssyni officialis, þar sem Þykkvabæjarklaustri í Veri er dæmd til ævinlegrar eignar hálf Dyrhólaey í Mýrdal (Dyrhóladómur).
Tuttugu og fjórir prestar fyrir norðan land votta, að hafa lesið útskrift af bréfi kanoka Þrándheimsdómkirkju, þar sem þeir fá Ögmundi Pálssyni Skálholtsbiskupi fullt umboð yfir Hóladómkirkju og hennar eignum og peningum, en þeir afsegja hans yfirráðum og hlíta fyrir margar greinir, er bréfið hermir, og appellera allan þann ágreining fyrir erkibiskupinum í Niðarósi.
Sex prestar og þrír leikmenn í Hólabiskupsdæmi skilja stólinn undan þeirri skyldu, að prestar fái leigulausar hinar bestu dómkirkjunnar jarðir.
Þórður Jónsson lýsir því, að hann hafi gefið séra Sigurði Þorlákssyni jörðina Hól í Siglufirði.
Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup kvittar Þuríði Halldórsdóttur systur á Reynistað um barneign með Þorláki Sigurðssyni.
Tylftardómur klerka útnefndur af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi um kaup forvera síns Gottskálks Kenekssonar af séra Sigmundi Steindórssyni um jörðina Syðsta-Hvamm á Vatnsnesi.
Halldóra Broddadóttir, Brandur Brandsson og Ingimundur Sighvatsson selja Jóni Þorvaldssyni vasa jörðina Laugaland í Fljótum.
Þorkell Guðbjartsson prestur vottar um skipti þeirra Jóns Vilhjálmssonar Craxtons Hólabiskups og Ólafs Eyjólfssonar, að Jón biskup lætur Ólaf fá þann part, sem Hólastaður átti í Höfða í Höfðahverfi fyrir jörðina Héðinshöfða á Tjörnesi.
a) Opið bréf Odds Einarssonar biskups um ágreining á milli prestanna séra Árna Gíslasonar í Holtsstað og séra Sigurðar Einarssonar á Breiðabólsstað um rekapart. 26. janúar 1608. b) Vitnisburður þriggja presta um að hafa verið viðstaddir á Lambeyjarþingi þegar séra Sigurður Einarsson las bréfið fyrir séra Árna Gíslasyni og bauð máldaga sinn undir álit biskups og höfuðsmanns en afsagði héraðsdómi og áreið. Þá gerði séra Árni fimmtarstefnu til áreiðar á fjöruna. Aðeins undirskrifað af séra Páli Erasmussyni. 29. janúar 1608.
Einar Björnsson fær Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi til fullrar eignar jörðina Kamphól fyrir 30 hundraða í þann pant, er hann hafði sett biskupinum í Þverá í Vesturhópi fyrir þær sakir, sem hann hafði brotlegur orðið við guð, heilaga kirkju og biskupinn.
1) Dómur Jóns Sigmundssonar kóngs umboðsmanns í Vöðuþingi um peninga Bjarna Ólasonar í Hvassafelli. 24. maí 1481. 2) Transskrift af dómi Jóns Sigmundssonar um Bjarna Ólason frá 24. maí 1481. 24. mars 1489.
Grímur Egilsson kaupir hálfa jörðina Brúarland í Deildardal af Ólafi Hallssyni og Jórunni konu hans fyrir lausafé.
Testamentisbréf Guðna Oddssonar, þar sem hann gefur ýmsar gjafir fyrir sál Þorbjargar Guðmundardóttur konu sinnar.
Jón Gamlason ábóti á Þingeyrum og fjórir klerkar aðrir votta, að systir Margrét Þorbergsdóttir hafi lýst því í náveru Goðsvins Comhaer Skálholtsbiskups, að hún hafi lofað frú Guðrúnu abbadís á Kirkjubæ hlýðni, eins og hún hafi fyrr sagt hlýðni í hennar klaustur í Noregi, og að hún hafi verið í fimm ár í greindu klaustri.
Böðvar Finnsson lýkur heilagri Hólakirkju til ævinlegrar eignar jörðina Þverá í Svarfaðardal, 24 hundruð að dýrleika, í fullrétti, er hann varð kirkjunni skyldugur eftir tólf presta dómi.
Einar Ísleifsson ábóti á Munkaþverá kvittar Bjarna Ólason bónda um þá peninga, er hann skyldi gefa í millum Kasthvamms og Jódísarstaða og Höskuldsstaða.
1) Þorleifur Björnsson kvittar Svein Guðmundsson um andvirði jarðarinnar á Kryddhóli. 8. janúar 1477. 2) Transskriftarbréf tveggja manna. 7. maí 1490.
Gissur Einarsson Skálholtsbiskup staðfestir á prestastefnu dóm Magnúsar Eyjólfssonar officialis frá 3. maí 1544 um mál séra Jóns Eiríkssonar (DI XI, nr. 265, bls. 283).
Fjórir menn votta, að Höskuldur Runólfsson seldi Jóni Sighvatssyni 1404 jörðina að Hvoli í Vesturhópi fyrir Tungufell í Svarfaðardal.
Klængur Einarsson prestur vottar, að hann hafi lesið dóminn um Hólateig, frá 19. apríl 1474 (DI V, nr. 654) yfir Þorvaldi Jónssyni.
Jarðakaupabréf Orms Áslákssonar Hólabiskups og Þorsteins Kolbeinssonar, að Þorsteinn lætur biskup fá Enni í Refasveit með veiði í Blöndu fyrir Tungunes á Ásum.