Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3435 done, 40 left)
Vitnisburður Steins Sigurðssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal.
Dómur sex manna (Jón Einarsson vc) útnefndra af Jóni lögmanni Sigurðssyni um þrætu milli sr. Brynjólfs Árnasonar og Bjarna Ólagssonar útaf reit nokkrum fyrir vestan Svartá, sem sr. Brynjólfur hélt undir Hól í Svartárdal en Bjarni undir Hvamm. Dæma þeir Bjarna skyldugan að leiða tvo logleg eignarvitni, eða að öðrum kosti tvo lögleg hefðarvitni fyrir lögmann innan Mikaelsmessu en gera hann það ekki skuli Hóll halda reitnum. Dómurinn fór fram á Bólstaðahlíð í Langadal “venjulegu héraðsþingi”, þann XIII dag júlí, en bréfið gjört á Stað í Reyninesi þrem dögum síðar, ár 1609.
Samningur þeirra Jóns Sigmundssonar og Runólfs Höskuldssonar um Ásskóg, er Jón eignaði jörðunni Vindheimum á Þelamörk.
Kaupmálabréf Vigfúsar Ívarssonar og húsfrú Guðríðar Ingimundsdóttur.
Jón Ólafsson prestur selur Eyjólfi Gíslasyni bónda jörðina Skjallandafoss á Barðaströnd og kvittar hann um andvirði hennar (DI VIII:677). Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,5 en skrifað degi síðar. Sjá skráningarfærslu AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV, 5.
Tveir tvíblöðungar. Sá fyrri inniheldur tvö atriði sitt á hvoru blaði: α. Vitnisburður Jóns Björnssonar um landamerki milli Harastaða og Klömbur í Vesturhópi eftir lýsingu herra Ólafs Hjaltasonar, 1595. β. Bréf Jóns Björnssonar til sr. Arngríms (Jónssonar) þar sem hann segist hafa sent honum skrif um Kárastaði og vitnisburðinn í α, 2. apríl 1595. Síðari tvíblöðungurinn er nokkuð skemmdur en efni hans virðist vera: γ. Skipti á milli sjö dætra Jóns heitins Björnssonar.
Skipti á Holtastöðum í Langadal.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 3.
Ormur Snorrason selur Ólafi Skeggjasyni allt land á Syðri-Völlum í Miðfirði fyrir lausafé.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).
Tylftardómur útnefndur af Eggert Hannessyni kongs umboðsmanni í Þorskafjarðarþingi, um áverka Ólafs Gunnarssonar við Brynjólf Sigurðsson.
Testamentisbréf Rafns lögmanns Brandssonar.
Þorleifur Egilsson lýsir mála Sigríðar Þórarinsdóttur konu sinnar og að hann hafi fastnað hana eftir guðs lögum og heilagra feðra setningum og lýsir öll þau börn sem hann á með henni skilgetin og arfborin.
Snorri Hallgrímsson og Nikulás Þorstcinsson kvitta húsfrú Margréti Vigfúsdóttur og Markús Magnússon umboðsmann hennar af umboði þeirra og meðferð á peningum eptir Einar Þorsteinsson, er konum nefndra manna féllu til erfða og umboðs.