Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3435 done, 40 left)
Þorleifur Egilsson lýsir mála Sigríðar Þórarinsdóttur konu sinnar og að hann hafi fastnað hana eftir guðs lögum og heilagra feðra setningum og lýsir öll þau börn sem hann á með henni skilgetin og arfborin.
Jón ábóti á Þingeyrum tekur með samþykki konventubræðra Helga Þorvaldsson og Guðrúnu Ólafsdóttur konu hans til próvantu á á staðinn á Þingeyrum, en þau gáfu í próventu með sér jörðina í Kirkjubæ í Norðurárdal í Hörskuldsstaðaþingum.
Vígslu- og aflátsbréf Fellskirkju í Kollafirði útgefið af Stefáni biskupi í Skálholti.
Einar Markússon og kona hans Gró selja Jóni Erlingssyni og konu hans Ingibjörgu sex hundruð í jörðunni Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði fyrir tólf hundruð í ganganda fé og lausafé, og lýsir Einar landamerkjum.
Skrá um reka Þingeyraklausturs. (Vantar aftan á).
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LIX, 23.
Séra Björn Gíslason, skipaður af Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, fær sex menn til að leggja mat á og virða peninga þá sem Magnús Björnsson hafði goldið Grundarkirkju í Eyjafirði í umboði Þórunnar Jónsdóttur.
Andrés Guðmundsson selur, með samþykkir Þorbjargar Ólafsdóttur konu sinnar, Guðmundi Stefánssyni jörðina Arnarstapa undir Jökli, en Guðmundur geldur í mót, með samþykki Hildar Svarthöfðadóttur konu sinnar, alla jörðina Köldukinn í Staðarfellskirkjusókn.
Eiríkur prestur Sumarliðason stefnir Finnboga lögmanni Jónssyni á tveggja ára fresti fram fyrir erkibiskupinn í Niðarósi og ríkisráðið um hald á Grund og Grundareignum í Eyjafirði og öðrum arfi eftir Eirík Loptsson (DI VII:646).
Þorsteinn lögmaðr Ólafsson staðfestir alþingisdóm frá 29. Júní 1423 (Nr. 368) um Skarð á Landi, að það skuli vera erfðaeign Guðrúnar Sæmundardóttur.
Vitnisburður fimm manna um að sr. Narfi Böðvarsson prófastur hefði tekið fullan bókareið af annars vegar Guðrúnu Egilsdóttur og Magnúsi Ólafssyni og hins vegar Halldóri Hákonarsyni og Guðmundi Auðunarsyni um það að Neðri-Hlíð í Bolungarvík ætti tolllaust skip.