Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3435 done, 40 left)
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að þeir hafi lofað að gefa Eyjólfi mókoll Magnússyni hvor um sig tuttugu hundruð til kvonarmundar ef hann kvæntist í þann stað að hann fengi fulla peninga í mót sínum.
Samþykktarbréf á Alþingi um Vigfús Erlendsson og lögmennsku hans og lögmannsdæmi (DI VIII:667).
Afhending lögmála í jörðina Látur í Mjóafirði.
Vitnisburðir Ámunda Jónssonar og Jóns Höskuldssonar um landamerki milli Núps og Vestasta-Skála undir Eyjafjöllum.
Einar Jónsson selur Indriða Úlfssyni tíu hundruð í Hóli í Sæmundarhlíð fyrir lausafé.
Aflátsbréf Stepháns biskups í Skálholti fyrir messugerð á
bænhúsinu á Nesi í Grunnavík og góðleik við það.
Vitnisburður um kaup þeirra Sæmundar Jónssonar og Sigmundar Guðmundssonar um jarðirnar Brú og Sólheima í Mýrdal.
Vitnisburður Tómasar Sumarliðasonar um landamerki Sýrness í Aðalreykjadal.
Stefán biskup í Skálholti lofar söng að bænahúsi því sem Þorbjörn Jónsson hefur látið gera á Ósi í Steingrímsfirði; skal þar vera
æfinleg bænhúsaskyld og Þorbjörn leggja þar til ákveðið fé, en biskup veitir öllum réttskriftuðum mönnum níu daga aflát,
er sækja þangað heilagar tíðir með góðfýsi eða gera þangað nokkra góða hluti .
Séra Björn Gíslason, skipaður af Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, fær sex menn til að leggja mat á og virða peninga þá sem Magnús Björnsson hafði goldið Grundarkirkju í Eyjafirði í umboði Þórunnar Jónsdóttur.
Solveig Þorleifsdóttir selur Sveini Guðmundssyni jörðina Hamra í Tungusveit og kvittar hann um andvirðið.
Ólafur Diðreksson hirðstjóri staðfestir þau skilríki og úrskurði er Björn Guðnason hafi fyrir jörðinni Eyri í Seyðisfirði og Breiðdal í Önundarfirði og fleiri jörðum er Stephán biskup hafði skipað af Birni og bannar öllum, sérstaklega Jóni Jónssyni, að hindra Björn hér um og skyldar alla honum til styrks, kvittar Björn um sýslugjöld og bannar verzlun við enska duggara.
Sveinbjörn ábóti á Þingeyrum kvittar Jón bónda Eyjólfsson fyrir jörðunum Sauðadalsá og Þremi, er hann hefir afhent ráðsmanni staðarins samkvæmt prófentubréfi sínu (Nr. 410).
Tveir menn transskríbera úrskurð um landamerki Hvamms og Móbergs frá 24. júlí 1379 (Íslenzkt fornbréfasafn III:671). Úrskurður Einars prests Hafliðasonar um landamerki milli Hvamms og Móbergs í Langadal í Húnavatnssýslu (Íslenzkt fornbréfasafn III:339).
Skilgreint sem falsbréf í IO en ekki í DI.
Þorsteinn Brandsson selur Guðmundi Magnússyni jörðina Skarð í Fnjóskadal, með tilgreindum skógi, fyrir jarðirnar Hamar og Hól í Laxárdal, Tungu í Bárðardal og Þernusker í Höfðahverfi.
Skúli bóndi Einarsson meðkennist að hafa selt séra Brynjólfi Árnasyni átta hundruð og 40 álnir með í jörðinni Hóli í Svartárdal fyrir lausafé og kvittar hann fyrir andvirðinu.
Þorvaldr vasi Ögmundarson selr Haldóri presti Loptssyni alla hálfa
jörðina í Kritsnesi í Eyjafirði með tilgreindum ítökum og hálfkirkju skyld.
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra bræðra Þorleifs og Einars Björnssonar um „þann gamla reikningsskap, sem greindr
Einar var skyldugr síns föður vegna vorum náðuga herra
konunginn í Noregi“.
Falsbréf ritað á uppskafning. Jón prestur Broddason kvittar Kolla bónda Magnússyni fyrir að hafa goldið hálfa Skálá með tilgreindum hlunnindum í próventu Ingibjargar Þorláksdóttur húsfreyju sinnar.
Ari Guðmundsson gefur Oddfríði dóttur sinni til kaups við Halldór Jónsson hálfan Valþjófsdal fyrir sextigi hundraða, en seldi honum hálfan og tekur fyrir jörðina Álfadal og á Vífilsmýrum; gerir hann þetta með samþykki Guðmundar sonar síns, og kvittar Halldór fyrir andvirðinu.
Árni Einarsson fær Höskuldi Runólfssyni til fullrar eignar jörðina Grísará í Eyjafirði og kvittar fyrir andvirðið.
Vitnisburður Einars Ólafssonar um landamerki Hofsstaða við Mývatn.
Próventusamningur Loðins Skeggjasonar og frú Ingibjargar abbadísar á
Reynistað, þar sem Loðinn leggur á borð með sér, meðal annars, jörðina Heiði
í Gönguskörðum (DI III:496). Afskrift frá 1609 af skjali frá 1394. Önnur
afskrift er í AM Ap. 5670 og eftir henni er bréfið prentað í
Fornbréfasafninu.
Björn Einarsson selur Halldóri presti Loptssyni hálfa jörðina á Grund í Eyjafirði.
Page 69 of 149

















































