Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3435 done, 40 left)
Vitnisburður Kolbeins Sigurðssonar, að Magnús Hallsson hafi búið í Hjarðardal í Önundarfirði og átt þá jörð.
Vitnisburður Jóns Björnssonar um lambarekstur og lambatolla í Miðfirði.
Jón Hákonarson selur séra Halldóri Loftssyni hálfa jörðina Grund í Eyjafirði með Holti fyrir tilteknar jarðir.
Virðing á húsabót í Tungu í Fljótum og þremur hjáleigum.
Tylftardómur útnefndur af Landbjarti Bárðarsyni, sem þá hafði sýslu fyrir norðan Bjarggnúp í umboði Björns Guðnasonar, um ágreining um Almenning og eignareka þar í Skáladal, en hval hafði rekið þar fyrir skömmu.
Vitnisburðarbréf þriggja manna um það, hver bréf Þorleifr Björnsson hafði með sér til Danmerkr, og bauð „fram á kongsins náðir og ríkisins ráð i Noregi á Öxarárþingi á Íslandi“, svo og í „kanceleri".
Transskript af eiði Jóns Sigmundssonar lögmanns unninn fyrir Stepháni Skáloltsbiskupi um bót og betran og hlýðni við heilaga kirkju. Fyrir neðan afritaða eiðinn er texti transskriptsins.
Vitnisburður um landamerki Þóristaða í Ólafsfirði.
Ólafur bóndi Jónsson selur Guðmundi presti Þorsteinssyni jörðina Bessastaði í Fljótsdal fyrir Torfastaði í Vopnafirði með tilgreindum landamerkjum.
Jón Björnsson kaupir Draflastaði í Eyjafirði af yngri alnafna sínum og frænda, Jóni Björnssyni, syni Björns Gunnarssonar, fyrir lausafé.
Þorkell Guðbjartsson prestur selur Birni Sæmundssyni jörðina Hrakströnd við Mývatn en Björn lætur í móti jörðina Jarlstaði í Bárðardal.
Gottskálk biskup á Hólum kvittar Þórarinn Jónsson um reikningskap kirkjunnar á Svínavatni með þeim atriðaorðum sem bréfið hermir.
Arfaskiptabréf Sesselju Ásmundsdóttur.
Narfi prestur Böðvarsson lýsir því að Magnús Ólafsson og Guðrún Egilsdóttir sóru fyrir sér að undir Meiri-Hlíð í Bolungarvík ætti að vera tolllaust skip. Narfi segir sekt af Ólafi Magnússyni.
Dómsbréf úr héraði um kirkjugóss á Grund í Eyjafirði.
Dómur presta dæmir gild öll kaup og skipti er Jón biskup Arason hafði haft, hvort heldur vegna Hólakirkju eða sín.
Vitnisburður Jóns Ljótssonar um landareign Hóls og Hvamms og Kúastaða í Svartárdal.
Kaupbréf fyrir Hvallátrum.
Staðfest afrit þriggja bréfa um arfleiðslu Lofts Ormssonar til sonar síns Stefáns Loftssonar.
Lýsing Markúsar prests Árnasonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssonar fyrir atvist og fylgi að vígi Páls heitins Jónssonar.
Vitnisburður tveggja manna um að Kirkjuból í Skutulsfirði eigi skóg í Tungulandi innan tiltekinna landamerkja.
Hafliði ívarsson fær Birni þorleifssyni til fullrar sóknar og eptirkæru alla þá peninga, sem Haíliða höfðu fallið eptir ívar föður sinn, og Einar Bessason hafði að sér tekið; var þar í jörðin Auðólfsstaðir; skildi Björn sér þessa peninga hálfa til eignar, en hálfa Auðólfsstaði til lausnar.
Stefán Gunnlaugsson selur Einari Bjarnarsyni alla jörðina Ytra-Dal í Eyjafirði fyrir jarðirnar Stokkahlaðnir og Merkigil í Eyjafirði. Tveir menn votta að rétt sé eftir frumbréfi ritað.
Eggert Jónsson afhendir Birni Magnússyni hálfan Botn í Patreksfirði gegn loforði um Bakka í Geiradal.
Transskript af eiði Jóns Sigmundssonar lögmanns unninn fyrir Stepháni Skáloltsbiskupi um bót og betran og hlýðni við heilaga kirkju. Fyrir neðan afritaða eiðinn er texti transskriptsins.
Arnfinnurr Jónsson selr Arnóri Finnssyni jörðina Höskuldsstaði í Laxárdal fyrir Mýrar í Miðfirði, er Arnór lét með samþykki Helenar Jónsdóttur konu sinnar, og þar til ellefu hundruð í þarflegum peningum, en Arnór skyldi eiga lausn á Mýrum
Afsals- og kvittunarbréf Jóns Illugasonar til Páls Guðbrandssonar fyrir tíu hundruðum í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn.
Máldagi Maríukirkju á Höskuldstöðum, þá er Pétur biskup Nikulásson vígði kirkjuna.
Halldóra Helgadóttir selur Þórði Helgasyni bróður sínum þann part í jörðinni Staðarfelli á Meðalfellsströnd sem hún átti en Þórður gefur í mót jörðina Hellu í Staðarfellsþingum, að frá skildri selveiði, og kvittar Halldóra hann fyrir andvirðinu.
Vitnisburður Teits Magnússonar handfestur Halldóri Hákonarsyni um erfðaskipti á Hjarðardal hinum ytri í Önundarfirði milli barna Magnúsar Hallssonar.
Sjá færslu við XXXV, 1.
Erlendur prestur Þórðarson selur konu sinni Guðfinnu Arnfinnsdóttur Víðidalsá.
Heimstefnudómur Jóns lögmanns Sigurðssonar um þrætureit milli Hóls og Hvamms í Svartárdal.
Henrik Kepken, umboðsmaðr Kristjáns konungs hins fyrsta. kvittar Björn Þorleifsson hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi fyrir hálfu öðru hundraði nóbila og þrettán betur, er Björn geldur sem fyrsta sal upp í eignir Guðinundar Arasonar.
Vitnisburður Grímu Skaftadóttur um landamerki Dragháls.
Vitnisburðarbréf um lýsing Gríms Pálssonar, á hvern hátt hann gengi af Möðruvöllum í Eyjafirði, er Gottskálk biskup vildi fá hann til að játa þeim eignum undan sér.
Narfi príor á Skriðuklaustri kvittar Vigfús bónda Erlendsson um andvirði jarðarinnar Yztaskála undir Eyjafjöllum.