Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3435 done, 40 left)
Afrit af bréfi fjögurra manna sem votta að Oddur Ásmundsson fékk Torfa Arasyni hirðstjóra part úr Þorleiksstöðum í Skagafirði fyrir það að hann útvegaði Oddi lögmannsbréf frá konguni. Guðlaug Finnbogadóttir eiginkona Odds samþykkir gjörninginn.
Vitnisburður Konráðs Sigurðssonar um viðurvist þá er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Sendibréf Kristínar Guðnadóttur til Jóns Asgeirssonar bónda síns.
Jón Einarsson selur Örnólfi Einarssyni jörðina Breiðadal hinn fremra í Önundarfirði fyrir 14 hundruð í lausafé og kvittar Örnólf um andvirðið.
Prófentugjörningur Árna bónda Bárðarsonar og Arngríms ábóta Brandssonar á Þingeyrum.
Gyða Jónsdóttir fær Þorsteini presti Gruðmundssyni jörðina Þverá í Vestrárdal til fullrar eignar, eptir því sem hún varð eigandi í féskiptum eptir Gunnlaug bónda sinn, og gerir hún það með samþykki og upplagi barna sinna, en skilr sér framfæri hjá Þorsteini presti.
Þorgils Finnbogason fær Finnboga Jónssyni fjórðung í jörðinni Dritvík í Sauðaneskirkjusókn og alla þá hvalrekaparta sem Þorgils á um allt Langanes millum Fossár og Steins í Lambanesi.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LVI, 16.
Vitnisburður séra Páls Brandssonar að séra Jón heitinn Brandsson, bróðir hans, hefði sagt sér að hann vildi ekki meðkennast að hafa selt Jóni lögmanni jörðina Garð í Ólafsfirði, né að hann hefði gefið Jóni lögmanni lagaumboð upp á Hall Magnússon eða Gunnlaug Ormsson, skyldmenni sín.
Kristín Björnsdóttir (Vatnsfjarðar-Kristín) gefur Ólafi Jónssyni jörðina alla Reykjafjörð í Arnarfirði í þjónustulaun hans um tíu ár.
Fimm menn afrita jarðakaupabréf Odds bónda Kolbeinssonar og Stefáns Snorrasonar. Oddur kaupir jörðina Syðri-Vík og Stefán lætur í staðinn jörðina Hrærekslæk og lausafé. Fjórir menn hafa vottað frumbréfið.
Indriði Hallsson og Hildur Ólafsdóttir kona hans gefa kvitt það tilkall er Þórður Helgason hafði til þeirra haft um jörðina Bakka á Skógaströnd.
Keistín Þorsteinsdóttir gefr Ingveldi Helgadóttur, dóttur sinni, tíundargjöf úr öllnm sínum peningum, sem hún reiknaði þá, að frádregnum skuldum, hálft fimta hundrað hundraða, og greindi í þá gjöf sérlega jarðirnar Syðra-Dal og Minni-Akra í Skagafirði.
Tveir menn votta að Þorleifur Magnússon hafi mánudaginn í fardagaviku 1418 handlagt Nikulási Broddasyni alla jörðina Mávahlíð, Holt og Tungu er Nikulási féllu í erfð eftir Svein Marteinsson móðurföður sinn og Jón Þorgilsson föðurföður sinn, og ætti þó Nikulás meira fé í hans garð.
Þorkell Guðmundsson lofar séra Brynjólfi Árnasyni að sanna með eiði sinn vitnisburð um landamerki jarðanna Hóls, Hvamms og Kúastaða í Svartárdal.
Kristján konungur hinn annar kvittar Vigfús hirðstjóra Erlendsson fyrir þriggja ára afgjaldi á Íslandi.
Þorsteinn Finnbogason selur Jóni Ásgrímssyni jarðirnar Hvamm á Galmaströnd, Haga á Árskógsströnd og Einarsstaði í Kræklingahlíð, en Jón leggur á móti Breiðamýri í Reykjadal, Voga og Haganes við Mývatn og þar til Kálfborgará eða Bjarnastaði í Bárðadal.
Dómur klerka útnefndur af Ólafi Guðmundssyni konungs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Gljúfrár um kærur Björns Þorleifssonar til Ögmundar Tyrfingssonar út af arfi eftir Pétur Jónsson.
Eitt bréf af nokkrum vegna sætta Gríms bónda Pálssonar og Þorleifs sonar hans af einni hálfu og af annarri Vigfúsar Erlendssonar lögmanns og Hólmfríðar systur hans um allan hugmóð, heimsóknir, fjárupptektir og sér í lagi um réttarbót Hákonar konungs, sem þeim hafði mest á millum borið, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10 (DI VIII nr. 147).
Gunnar Gíslason selur Jóni Jónssyni lögmanni hálfa Silfrastaði og Borgargerði í Skagafirði með sama skilmála og Brandur Ormsson og kona hans Hallótta Þorleifsdóttir hefðu þær áður selt Gunnari (sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. LXVIII, 27).
Gottskálk biskup á Hólum og administrator heilagrar Skálholtskirkju veitir hverjum þeim fjörutíu daga aflát, er með góðfýsi sækja til kirkju heilags Ólafs kongs í Vatnsfirði á tilgreindum helgidögum eða leggi kirkjunni lið, og svo fyrir ýmsa aðra guðrækni.
Transskript af kaupmálabréfi Hallvarðs Ámundasonar og Valgerðar Keneksdóttur frá 31. mars 1467 (DI V, nr. 420). Kaupmálabréf þeirra Hallvarðs Ámundssonar og Valgerðar Keneksdóttur, frændkonu Olafs biskups Rögnvaldssonar, en kaupmálinn fór fram á Hólum 23. Nóv. 1466.
Maqnús Benediktsson fær Þorleifl Björnssyni til fullrar eignar þá peninga, jörð og kúgildi til eptirkæru, sem Torfi Arason lofaði Magnúsi fyrir jörðina Ingveldarstaði á Reykjaströnd.
Magnúsi Björnssyni dæmdur reki fyrir Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi.
Ólafur prestur Guðmundsson afleysir Þorstein Guðmundsson af annarri barneign með Guðrúnu Ásmundsdóttur, svo og af öllum öðrum brotum við heilaga kirkju, dags.
Grímur prestur Þorsteinsson afleysir Jón murta Narfason og Dýrunni Þórðardóttur af fyrstu barneign þeirra í fjórmenningsfrændsemi.
Afrit og útdrættir af fjórum bréfum um mál þeirra Hrafns lögmanns Brandssonar og Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1481:
Sveinn Þorleifsson staðfestir, í umboði Hans Ranzau hirðstjóra yfir allt Ísland, alþingisdóm frá 3. júlí 1510.
parchment and paper
Vitnisburður Jóns Björnssonar og Bjarna Sveinssonar um eignarhald Skarðs á Skarfaskeri.
Lögfesta Hákonar Gíslasonar um Núp undir Eyjafjöllum, lesin upp á manntalsþingi á Holti.
Hrólfur Björnsson selur Egli Grímssyni jörðina Síðu á Skagaströnd, með sölvaíferð í Svansgrundarfjöru gegn beit, fyrir lausafé.
Kaupmáli séra Magnúsar Magnússonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur.
Dómr klerka út nefndur af Gottskalk biskupi á Hólum, þar sem jörðin Kallaðarnes í Bjarnarfirði er dæmd óbrigðanlega eign klaustrsins á Þingeyrum, en Jón ábóti Þorvaldsson hafði lukt jörðina Gottskalk biskupi upp í skuld, þegar Jón ábóti var prestur og officialis Hólakirkju.
Guðrún Guðmundsdóttir lýsir landamerkjum í millum Tungu í Skutulsfirði og Seljalands.
Loftur Tjörvason og Þóra Nikulásdóttir kona hans selja Birni Einarssyni jörðina Fót í Seyðisfirði og handleggja aleigu sína í hans vernd og umboð.
Ingibjörg Snæbjarnardóttir gefur Finnboga Jónssyni nýtt umboð og kvittar fyrir um liðið.
Jón Einarsson gefur Þorsteini presti Jónssyni í próventu með sér þrjátíu hundruð er Þorsteinn skuldaði fyrir hálfa jörðina í Sólheimum.