Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3435 done, 40 left)
Úrskurðarbréf Jóns lögmanns Sigmundssonar um það hver væri réttur eigandi að jörðinni Nesi í Grunnavík.
Björn Bjarnason meðkennir með eigin handskrift að hann hafi selt séra Halldóri Teitssyni jörðina Sviðnur á Breiðafirði.
Vitnisburður Óla Bjarnasonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Sveinn Brandsson og Þóra þorsteinsdóttir kona hans kvitta Einar Jdnsson fyrir andvirði jarðarinnar Hvylftar í Önundarfirði.
Vitnisburður Jóns Pálssonar um eignarmenn að Krossi og Skjallandafossi, og um vör og verstöð á Skjallandafoss.
Vitnisburður Teits Magnússonar um arf eptir Hall Magnúson undir Hesti í Önundarfirði.
Sáttabréf um ágreining sprottinn af kaupi á Fremra-Núpi í Víðidal. Sætt séra Jóns Matthíassonar, séra Snjólfs Jónssonar og Árna Gíslasonar um ágreining af kaupi Fremra-Núps í Núpsdal.
Barbara abbadís á Stað í Keyninesi selr Ólafi bónda Grímssyni jörðina Brúarland bálft í Deildardal fyrir Syðra-Vatn í Tungusveit.
Erlendur bóndi Erlendsson selr Hafri Ólafssyni jörðina Hrossatungu í Landeyjum fyrir tuttugu og fimm hundruð í lausafé.
Vottorð fjögurra manna, að Jón Nikulásson hafi lýst eigö sinni á nokkrum ánefndum jörðum í ísafjarðarsýslu og fyrirboðið hverjum manni hald á þeim eða nökkur skipti á þær láta ganga, þá féskipti var gert eptir Kristínu Björnsdóttur.
Afrit af transskriftarbréfinu AM Dipl. Isl. Fasc. XXI, 20, sem er afrit tveggja dómsbréfa, báðir dómar útnefndir af Erlendi Erlendssyni sýslumanni í Rangárþingi: 1. Dómur um Dals- og Kollabæjarmál Þorleifs Björnssonar, og hafði umboðsmaður Þorleifs stefnt Guðmundi Eiríkssyni um hald á Kollabæ (30. október 1475). 2. Dómur um mál þeirra Þorleifs Björnssonar og Helga Teitssonar um Efra-Dal undir Eyjafjöllum; dæma þeir Helga Dal en Þorleifi aðgang að Kollabæ í Fljótshlíð (23. október 1475).
Vitnisburður Ólafs Þorleifssonar um að Einar Ólafsson hafi búið á Stóru-Borg og að hann hafi aldrei annað heyrt en að sú jörð hefði verið eign Einars, fengin honum af Gottskálki biskupi fyrir Auðkúlu.
Jón prestur Eiríksson lýsir því að hann hafi leyst Þorbjörn bónda Jónsson af hórdómsbroti með Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, sett honum skriptir, og fullar fésektir upp borið kirkjunnar vegna, og kvittar þau bæði.
Þorvarður Loftsson selur Gunnsteini Jónssyni jörðina í Leyningi í Eyjafirði fyrir jörðina í Vogum við Mývötn.
Dómur sex manna útnefndur af Finnboga Jónssyni lögmanni um kröfu hans til Þorgríms Björnssonar upp á jörðina Haga í Árskógssókn, er Eiríkur Loptsson hafði átt, síðan Sveinn Sumarliðason, sonarsonur Eiríks, þá Guðrún dóttir hans, því næst Guðríður Finnbogadóttir, og nú taldi Finnbogi lögmaður sér. Sundurskorið bréf, vinstri helmingur.
Sveinn bóndi Sumarliðason lýsir sig lögarfa eftir föður sinn og fjárhaldsmann systkina sinna Eiríks, Árna og Ólafar og leggur lög og dóm fyrir þá peninga er faðir hans átti þegar hann dó.
Falsbréf ritað á uppskafning. Texti þess snýst um landamerki á milli Núps (Gnúps) og Alviðru og Gerðhamra í Dýrafirði.
Kaupmálabréf Andrésar Guðmundssonar og Þorbjargar Ólafsdóttur.
Klemens, Jón og Sveinn Þorsteinssynir lýsa því, að þeir hafi selt Birni Guðnasyni jörðina Hvallátr í Mjóafirði í Vatnsfjarðarþingum, og kvitta hann um andvirðið.
Vitnisburður, að Einar Einarsson hafi slegið Einar Oddsson föður sinn liggjandi í sænginni og hrækt i andlit honum, og aldrei hafi þeir um það sæzt, og aldrei sagðist Einar Oddsson gefa Einari syni sínum jörðina Arnbjargarlæk, nema hann færi að sínum ráðum.
Kæi van Aneffelde hirðstjóri gefur Birni Þorleifssyni frið og félegan dag til næsta Öxarárþings, utan lands og innan, um atvist að vígi Páls Jónssonar (1496), þar til hann eða umboðsmenn hans komast á konungs fund (DI VII:701).
Ormur Sturluson lögmaður úrskurðar hálft Svignaskarð og hálft Sigmundarnes rétta eign Henriks Gerkens. Stórahóli, 25. ágúst 1568.
Festingarbréf Péturs Vigfússonar og Þóru Jónsdóttur.
Kaupmálabeéf Sveins Sumarliðasonar og Guðríðar Finnbogadóttur.
Björn Einarsson Jórsalafari selur Árna Einarssyni ýmsar jarðir í Rangárþingi fyrir jarðir í Húnavatnsþingi.
Dómur níu presta og þriggja djákna útnefndur af séra Sveinbirni Þórðarsyni officialis Hólabiskupsdæmis um ákæru séra Jóns Broddasonar officialis sama biskupsdæmis og ráðsmanns heilagrar Hólakirkju til Þórhalls Þorvaldssonar er verið hafði með séra Sigmundi Steinþórssyni og hans fylgjurum að Miklabæjarrán.
Guðmundur Húnröðsson selur Finnboga Jónssyni með samþykki Guðnýjar Snæbjarnardóttur, konu sinnar, þau sjö hundruð í jörðu er Guðný átti undir Finnboga og Þorgerður Magnúsdóttir móðir hennar hafði gefið henni.
Vitnisburður um að Guðmundur Vilhjálmsson hefði lofað því að Sæmundur Árnason skyldi eiga forkaupsrétt að Látrum í Aðalvík.
Máldagi kirkjunnar á Breiðabólstað og fleiri skrár sem tengjast staðnum, ritaðar á blað úr latneskri messubók. 1. Lokin á 19. kafla Jóhannesarguðspjalls (19:36–42), á latínu. 2. Skrá um fasteigna- og lausafjártíund í Breiðabólstaðarþingum í Vesturhópi og gjaldareikningur nokkur. 3. Máldagi kirkjunnar á Breiðabólstað í Vesturhópi. 4. Skrá um áreiðargerð um veiði kirkjunnar á Breiðabólstað í Vesturhópi fyrir norðan Faxalæk.
Helgi ábóti á Þingeyrum segir sig frá ábótadæmi klaustursins sökum elli og krankleika „og fleiri forfalla“ og fær í hendur séra Birni Jónssyni til stjórnanar.
Landvistarbréf Gísla Filippussonar, útgefið af Kristjáni konungi hinum fyrsta, fyrir víg Björns Vilhjálmssonar, er Gísli varð ófyrirsynju að skaða.
Vitnisburðarbréf Gríms Þórðarsonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Vitnisburður Gregoríusar Jónssonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Brandur lögmaðr Jónsson úrskurðar löglega þá ættleiðing, er Sigurðr príor Jónsson ættleiddi Jón son sinn. Nr. X, 12 er frá 1439 en ad X, 12 frá 1455.
Jón biskap á Hólum veitir Sveinbirni djákna Þórðarsyni umboð yfir staðnum í Garði í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu, til þess að veita hann og fleiri staði, og til þess að heimta inn tekjur biskups og Hólastóls og borga skuldir og gefa og taka kvittanir fyrir.
Gamli bóndi Marteinsson selur Helga bónda Bjarnasyni jörðina Ljósavatn í Ljósavatnsskarði með tilgreindum ummerkjum, rekum og ítökum kirkjunnar á Ljósavatni.
Skipta- og testamentisbréf séra Björns Jónssonar milli barna sinna.
Gunnlaugur Teitsson og Sigurður Þorbjarnarson lýsa því, að þegar Hrafn Guðmundsson reið fyrst til Reykhóla eptir pláguna, þá hafi Ari bróðir hans handlagt honum þá peninga, er honum höfðu faliið í erfð eptir móður sína og Snjólf bróður sinn, og Hrafn hafði að sér tekið, en Hrafn bazt undir að lúka allar skuldir Snjólfs.
Testamentisbréf Guðna Oddssonar, þar sem hann gefur ýmsar gjafir fyrir sál Þorbjargar Guðmundardóttur konu sinnar.
Vottorð fimm manna um kaup þeirra Jóns Þorkelssonar og Finnboga Jónssonar á jörðunum Þverá í Laxárdal og Jörfa í Haukadal (sbr. bréf 12. Apr. 1477, Nr. 105)
Jón prestr Bjarnarson, Loptr Guttormsson og sjö menn aðrir votta, að Benedikt Brynjólfsson og Margrét Eiríksdóttir kona hans handlögðu Árna biskupi Ólafssyni alt það góz, er hún erfði eptir systursyni sína, en þeir erfðu með ættleiðingu eptir séra Steinmóð Þorsteinsson föður sinn.
Ingibjörg Hákonardóttir og Erlingr Jónsson sonr hennar samþykkja þá sölu, er Jón Erlingsson fékk Haldóri Hákonarsyni, bróður Ingibjargar, partinn í Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði, með öðru því skilorði, er bréfið greinir.
Dómur sex manna útnefndur af Rafni lögmanni Gudmundssyni um arf eptir Guðrúnu Þorgilsdóttur, og dæma þeir, samkvæmt réttarbót Hákonar konungs frá 23. Júní 1305, þorkel Bergsson og Guðrúnu löglig hjón og börn þeirra skilgetin og eiga að setjast í arfinn.
Jón Þorbjarnarson selur Böðvari súbdjákn Ögmundarsyni jörðina Hallfríðarstaði í Hörgárdal með tilteknum ítökum og landamerkjum fyrir lausafé (Íslenzkt fornbréfasafn III:503).
Margrét Gamladóttir lýsir því að hún hafi sagt nei þar til að séra Jón Pálsson skyldi eiga nokkurt veð í jörðina Klifshaga, þá er hann seldi Þórði Magnússyni bónda hennar.
Vitnisburður Magnúsar Eyjólfssonar og Halldórs Þorkelssonar um landamerki Hóls í Kinn og Garðshorns, þá er Hrafn Guðmundsson átti þær og endranær.
Þorsteinn lögmaður Eyjólfsson gefur Katli Grímssyni kvittan um ólöglega meðferð á peningum þeim, sem Ketill hafði gefið í vald og vernd Þorsteins, en Ketill handleggur honum allan reka á Rúteyjarströnd milli Hvalár og Dögurðardalsár.
Transskript af Suðreyrarbréfum. DI V, nr. 591 gerir góða grein fyrir samsetningu tveggja transskriptabréfa um sama efni: AM. Fasc. XIX, 22—23 og XIX, 24, sem eru samhljóða transskript á skinni. 1. Upphaf transkriptabréfins frá 24. apríl 1472 (DI V, nr. 591). 2. Bréf frá 15. sept. 1471 (DI V, nr. 574). 3. Bréf frá 25. nóv. 1471 (DI V, nr. 580). 4. Niðurlag transskriptabréfsins (DI V, nr. 591).
Dómur tólf manna, útnefndr af Oddi Ásmundssyni lögmanni sunnan og austan á íslandi, um kaup Jóns bónda Ólafssonar og Sigríðar Árnadóttur um jörðina Stokkseyri, og dæma þeir kaupið löglegt.