Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3435 done, 40 left)
Skrá um skuldir eftir Björn Þorleifsson andaðan.
Vitnisburður gefinn höfuðsmanninum Þorleifi Björnssyni þá hann vildi byrja sína reisu af Íslandi. Vitnisburðinn útgefa bróðir Steinmóður ábóti í Viðey ordinis canonicorum regularium sancte Augustini Skálholtsbiskupsdæmis, bróðir Jón ábóti á Þingeyrum Hólabiskupsdæmis, þrír klerkar aðrir, Margrét Vigfúsdóttir og sjö leikmenn.
Kaupmálabréf Hrafns Brandssonar og Margrétar Eyjólfsdóttur.
Sumarliði Eiríksson fær og geldr Þorleifi Björnssyni til
fullrar eignar jörðina Stóradal undir Eyjafjöllum og selr það
meira var fyrir fulla peninga.
Kaupfestingarbréf Páls Jónssonar og Margrétar Eyjólfsdóttur Magnússonar
Helga Þorleifsdóttir kvittar Skúla Loptsson, bónda sinn,
um tuttugu og fimm málnytu kúgildi og tólf geldfjár kúgildi er hún hafi upp borið og burt feingið af þeim penugum, sem hún hafði erft eptir Guðnýju Þorleifsdóttur systur sína í Auðbrekku.
Vitnisburðarbréf Helga Ólafssonar, að Loptr Ormsson hafi
feingið Ljóti Ormssyni jörðina Hvammsdal í Saurbæ, en
Ormr skyldi eiga lausn á henni eptir því skilorði, er bréf
þar um greinir.
Jón biskup skalli gefur vegna Hóla og Hvammskirkju með samþykki og ráði séra Einars officialis [Hafliðasonar] Birni bónda Brynjólfssyni kvittan um tilkall hans til reka undir Björgum, enda sór Björn að hann hefði eigi hafið tilkallið til þess að draga eignir undan heilagri kirkju.
Sumarliði Eiríksson lýsir Svein son sinn lögarfa eftir Eirík Loftsson en sig hans löglegan fjárhaldsmann.
Vitnisburður Stígs Einarssonar um kaup þeirra Einars ábóta
á Munkaþverá og Magnúsar Jónssonar um jarðirnar Krukstaði og Arnarstaði í Núpasveit.
Jón Gissurarson selur Vigfúsi Jónssyni 13 hundruð og 40 álnir betur í jörðinni Vindási í Kjós er liggur í Reynivallakirkjusókn fyrir 14 hundruð í öllum þarflegum peningum.
Diðrik Pining hirðstjóri og höfuðsmaðr yfir öllu Islandi
skipar Magnúsi Þorkelssyni sýslu milli Varðgjár og Úlfsdalafjalla (Vaðlaþing).
Þoeleifur Andrésson selr Ólafi Þorvarðssyni átján hundruð í
jörðunni Bergstöðum í Miðfirði fyrir jörðina Tungu í Hrútafirði, með fleira skilorði,
er bréfið greinir.
Bréf tólf lögréttumanna um fylgi nokkurra útlendra manna
við Andrés Guðmundsson, þá er hann rænti Þorleif Björnsson
á Reykhólum og Einar Björnsson í Bæ á Rauðasandi.
Magnús Jónsson, fyrir hönd Eggerts Björnssonar, selur séra Birni Snæbjörnssyni Tannanes í Önundarfirði fyrir Klúku í Arnarfjarðardölum og fjögur hundruð í Kjaranstöðum.
Árni Guttormsson seiur Bjarna presti Sigurðssyni jörðina Kvígindisfell
í Tálknafirði fyrir þrjátigi og tvö hundruð í lausafé.
Sáttargerð Diðriks Pinings, hirðstjóra og höfuðsmanns yfir Ísland, milli þeirra Þorleifs Björnssonar og Magnúsar biskups í Skálholti um hjónabands- og barneignamál Þorleifs og Ingveldar Helgadóttur.
Bréf Heinreks Mæðings, umboðsmanns hirðstjórans Diðriks
Pinings, um lögmannskaup það, sem hann geldr og ákveðr
Finnboga lögmanni Jónssyni.
Bróðir Magnús biskup í Skálholti kvittar Þorleif Björnsson af öllum sökum við guð og heilaga kirkju, svo og eigi síður af biskupstíundagreiðslu um næstu tíu ár.
Vitnisburður Þorláks Vigfússonar að Ólöf Aradóttir á Kvennabrekku á Breiðafjarðardölum hafi gefið bóndanum Birni heitnum Þorleifssyni fullkomið umboð að krefja og útheimta af Guðmundi Arasyni bróður sínum alla þá peninga sem henni voru til erfða fallnir eftir föður sinn og móður, Ara Guðmundsson og Þorgerði Ólafsdóttur, alls níu hundruð hundraða, er stæðu í óleyfi hjá Guðmundi og hann vildi ekkert til svara.
Sigfús Pétrsson gefr Ólafi syni sínurn tíu hundruð í jörðunni Skjaldandafossi á Barðaströnd.
Steinmóður Þorsteinsson officialis heilagrar Hólakirkju úrskurðar löglega þá fimtarstefu af kirkjunnar hálfu, er Björn
Einarsson stefndi Magnúsi Hafliðasyni og eins réttarprófin í
máli þeirra um Dalsskóg, þó að þetta hafi fram farið á langaföstu.
Jón Þórðarson gefur Þorleifi Magnússyni umboð til að semja við Einar og Sigurð Jónssyni viðvíkjandi jörðinni Auðnum vegna barna konu sinnar, Þórunnar Ólafsdóttur.
Helmingur annars eintaks þessa bréfs sem er AM dipl isl fasc VI, 1: Dómur tólf manna um Dalsskóg í Eyjafirði milli Bjarnar Einarssonar og Magnúsar Hafliðasonar.
Rekaskrá Höskuldsstaðakirkju. Afskrift frá 16. öld af skjali frá 1395.
Texti að miklu leyti samhljóða AM Dipl. Isl. Fasc. V.12 frá 1395 og væntanlega ritaður eftir því.
Stephán biskup í Skálholti úrskurðar og staðfestir öll börn
Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur getin fyrir
og eptir festing skilgetin og lögleg til arfs.
Þorleifur Björnsson hirðstjóri og höfuðsmann yfir allt Ísland meðkennir sig að hafa fengið bætur af Gísla Filippussyni kóngsins vegna fyrir víg Bjarnar Vilhjálmssonar og gerir hann kvittan um greint þegngildi.
Vitnisburður um hálfkirkjuna í Alviðru í Dýrafirði (Falsbréf)
Sæmundur Þorsteinsson kaupir af Þórálfi Eilífssyni og Helgu Kolbeinsdóttur jörðina Sigluvík, en geldur aftur Þórálfi jarðirnar Tungu í Bárðardal og Öxará og nokkurt lausafé að auki.
Tveir ódagsettir vitnisburðir um landareignina Krossavík í Vopnafirði.
Útdráttur úr dómsbréfi um samþykkt þriggja dóma þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að greiða Daða Bjarnarsyni 24 hundraða jörð en synir hennar, Björn og Halldór Þorvaldssynir, eiga að fá móður sinni aðra jörð jafngóða, nema þeim semji öðruvísi.
Loptur Guttormsson og þrír menn aðrir transskríbera testamentisbréf Haldórs prests Loptssonar.
Vitnisburður Einars Magnússonar að hann hafi verið á alþingi þegar herra Guðbrandur Þorláksson og Jón Pálmason höfðu klögum saman um jörðina Ósland, hafi þá Jón Pálmason borið fram í dóm bréf með þremur innsiglum, og hafi þau ekki komið saman við innsigli sömu manna undir öðrum bréfum, en einkum vottar hann um innsigli Tuma Þorsteinssonar, segir hann að mönnum hafi fyrir þá sök litist bréfið ónýtt vera.
Þorbjörg Snæbjarnardóttir kvittar Finnboga Jónsson um
alla þá peninga, er hún átti að Finnboga.
Arnfinnur Jónsson selur séra Gísla Brynjólfssyni fimm hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn, með samþykki eiginkonu sinnar, Kristínar Oddsdóttur. Í staðinn fær Gísli þeim átta hundruð í tilgreindu lausafé.
Árni Jónsson á Bjargi i Miðfirði vottar um það, að Sigmundr prestr
Steindórsson hafi kjörið Bergljótu dóttur sína málakonu í garð Guðmundar
Ólafssonar, þegar kaup þeirra tókust, og að Guðmundr hafi sett Bergljótu hálfa Reyki í
Miðfirði í mála hennar.
Dómur sex manna um ágreining séra Brynjólfs Árnasonar og Einars Helgasonar um landamerki milli Hóls og Hvamms í Svartárdal. Dómurinn er útnefndur af Jóni Einarssyni löglegum umboðsmanni Jóns Jónssonar lögmanns. Þrætan er dæmd til skoðunar Jóns lögmanns á næsta Bólstaðarhlíðarþingi.
Steinþór Sölvason fær Einari Oddssyni, ineð samþykki Oddfríðar Gísladóttur konu sinnar, til fullrar eignar tuttugu
hundruð í jörðunni Hofi í Vatnsdal, en Einar geldr Steinþóri Fjós í Svartárdal og níu hundruð að auki.
Tólf prestar í dóm nefndir af herra Guðbrandi biskupi Þorlákssynir á Flugumýri í Skagafirði á almennilegum prestafundi dæma séra Jón Gottskálksson af öllu prestlegu embætti þar til hann gengur til hlýðni og löglega gerir sína æru klára.
Ragnheiðar Eggertsdóttur gerir sátt við séra Magnús Jónsson og fyrirgefur honum þau brigslyrði sem hann hefur haft um hana og hennar fjölskyldu.
Guðmundur Steinsson staðfestir að hann hafi heyrt Magnús Jónsson oft og tíðum lýsa því að Elín Magnúsdóttir, dóttir hans, skyldi eignast jörðina Þóroddsstaði.
Jón Björnsson (danr) gefr Erlingi .Jónssyni tuttugn hundruð í þjónustulaun til kvonarmundar og setr honum „Okinsdalinn“ í Arnarfirði „til panta“ fyrir gjöfinni, og þó að hann
þurfi rneiri peninga með, skal hann þó ekki missa góða konu
fyrir fjóratigi hnndraða úr garði Jóns.
Björn Bjarnason selur Árna Gíslasyni jörðina Jökulkeldu gegn lausafé.
Tveir vitnisburðir um jarðeignir Jóns Finnbogasonar og systra hans, skrifaðar af tveimur mismunandi höndum á eitt blað.
Sveinn Þorgilsson gefr Steinuni Jónsdóttur, konu sinni, kvitt
það tilkall, sem kann og hans börn höfðu til Suðreyrar í
Súgandafirði, en Steinunn gefr Haldóri Hákonarsyni jörðina,
og lýsir Haldór eigu sinni á henni og eignarumboði á öllum peningum,
er á Suðreyri standa, að fráteknum skuldum annara manna
Vottuð afrit tveggja bréfa:
1. Magnús Kortsson afsalar Brynjólfi Sveinssyni biskupi til skuldalausnar erfingjum Magnúsar heitins Þorsteinssonar föður konu sinnar eftir dómi sýslumannsins Gísla Magnússonar Efra-Lækjardal í Refasveit í Húnavatnssýslu (2. júlí 1662)
2. Kvittun fyrir greiðslu vegna téðs gjörnings (11. júlí 1662).
Ormur lögmaður Sturluson úrskurðar Meyjarhól eign séra Sigurðar Jónssonar.
Afrit af vitnisburðarbréfum um landamerki á milli Hamars og Hóla í Laxárdal og eiður þar að lútandi.
1. Vitnisburður Steins Sigurðssonar, 30. maí 1644. (Frumrit í AM dipl. isl. fasc. LXII, 17.)
2. Vitnisburður Jóns Bjarnarsonar, 31. mars 1646. (Frumrit í AM dipl. isl. fasc. LXII, 23.)
3. Eiður Steins Sigurðssonar og Jóns Bjarnarsonar, gerður á Haganesþingi 15. apríl 1646.
Vitnisburður Guðmundar Jónssonar um ágreining um jarðareign í Svartárdal, milli Hóls annars vegar og Hvamms og Kúastaða hins vegar.
Page 76 of 149













































