Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3435 done, 40 left)
Dómur sex manna útnefndur af Einari bónda Dálkssyni um erfðamál milli séra Einars Þorvarðssonar og Guðrúnar nokkurrar.
Óheilt stefnubréf skorið í strimla. Jón prestur Jónsson stefnir manni til Miðdals þriðjudaginn næsta fyrir Pétursmessu og Páls (sem er 29. júní) til að svara til saka fyrir Stefáni biskupi í Skálholti.
Úrskurður Jóns lögmanns Sigmundssonar eftir konungs boði milli Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar
um það hver skyldi eiga góss og garða, lausafé og fasteignir, er fallin voru eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur.
Lýsing á lögmála lögðum á Látra á Ströndum. (Texti á innsiglisþvengjum).
Steingrímur Steinmóðsson gefur Birni bónda Magnússyni 15 hundruð sér til ævinlegrar framfærslu á Hofi.
Skiptabréf eftir Björn Þorleifsson hinn ríka.
Björn Jónsson kvittar Finn Jónsson, bróður sinn, um andvirði jarðarinnar Hjalla í Þorskafirði.
Vitnisburður þriggja manna um upplestur á skiptabréfi frá Þorsteinsstöðum sem fram fór á Sauðafellsþingi um sumarið 1590.
Hákon Bjarnason selur Bjarna Sigurðssyni Ísólfsstaði á Tjörnesi fyrir Hlíð í Grafningi.
Um gerninginn sjá AM Dipl. Isl. Fasc. VII, 4a
Ólafur Hjaltason Hólabiskup (superintendent), Vigfús Þorsteinsson umboðsmaður í Þingeyjaþingi, Einar Sigurðsson prestur og Sveinn Bárðarson prestur transskribera bréfið á Ási í Kelduhverfi 1563. Með fjórum innsiglum þrykktum í pappírinn.
Lofunarbréf Björns Guðnasonar við Stephán biskup um öll málaferli þeirra og misgreiningar.
Síðustu línur bréfsins eru með annarri hendi þar sem taldir eru upp vottar að gjörningnum en þeir eru: Narfi ábóti,
bróðir Ögmundur í Viðey, Vigfús Erlendsson lögmaður, síra Einar Snorrason, og séra Helgi Jónsson.
Nokkrar afskriftir eru til af þessu bréfi, sjá DI VIII:632.
Vitnisburður Jóns Magnússonar um landareign Grundar í Eyjafirði.
Dómur, útnefndur af Einari Snorrasyni officialis heilagrar Skálholtskirkju milli Botnsár og Gilsfjarðar,
um ákærur síra Einars til Magnúsar Björnssonar fyrir það að hann vildi ekki greiða „halft porcio“
Jöfrakirkju í Haukadal þann tíma, sem honum bar fyrir að svara, né gjalda Þorleifi Gamalíelssyni
ásauðarkúgildi og hross er Bjarni Árnason heitinn sagðist hafa goldið greindum Magnúsi syni sínum
með hálfri hálfkirkjunni á Jöfra, svo og hefði Magnús ekki viljað á landamerki ganga né
til þeirra segja.
Bréfið er transskript og fyrir neðan það er skrifaður vitnisburður og meðkenning síra Ólafs Brandssonar,
Björns Guðmundssonar og Björns Ólafssonar.
Vottaður vitnisburður um að Gunnlaugur Ormsson lofaði að selja Jóni Jónssyni fyrstum manna jarðirnar hálfa Silfrastaði, Egilsá og Þorbrandsstaði, ef hann seldi og að tilgreindu verði.
Vitnisburður um sátt Eggerts Hannessonar og Árna Gíslasonar.
Finnbogi Jónsson lögmaður samþykkir og staðfestir áfestan dóm um Torfa Finnbogason (þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI, 11).
Dómur útnefndur af Einari Oddssyni, konungs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, um það hvort Einar skyldi með lögum halda þeim umboðum, sem Gottskálk Þorvaldsson og Illugi Þorsteinsson vegna Þóru Þorvaldsdóttur höfðu fengið honum á arfi Guðrúnar Jónsdóttur eftir foreldra sína.
Jón Gíslason gefur Þorleif Magnússon kvittan um þau 18 hundruð sem séra Magnús Magnússon heitinn hafði lofað að gjalda honum fyrir hálfa jörðina Meðalheim á Ásum.
Minnisblöð Stefáns biskups (reikningar).
Prentað í þremur nr. í DI VII:
1. (329) Reikningur um nokkrar fjárheimtur Skálholtsstaðar vestra.
2. (330) Skrá um þær kirkjur er Páll bóndi Jónsson á Skarði og Jón bóndi danr Björnsson áttu að svara fyrir gagnvart
Stepháni biskupi, svo og nokkur annar reikningskapur.
3. (594) Vaðmálareikningur Skálholtsstaðar.
Dómur sex presta útnefndir af séra Marteini Þjóðólfssyni um skuldaskipti séra Þorsteins Jónssonar á Grenjaðarstað og séra Bjarna Þorgrímssonar.
Dómsbréf um eignarrétt á Auðnum á Barðaströnd.
Teitur Þórðarson stefnir Hannesi Einarssyni og Pétri Jónssyni fyrir að hafa ólöglega flutt ómagann Margréti heitna Ormsdóttur á heimili sitt eftir að dómur var genginn um heimilisfesti ómagans. Teitur krefst af þeim alls kostnaðar við uppihald ómagans.
Transskrift af kvittunarbréfi konungs og Otta Stígssonar til Jóns Björnssonar fyrir legorðssök.
1. (DI XI, nr. 333) Kkistján konungr III. kvittar Jón Björnsson af legorði með þeirri konu, er bróðir hans hafði áðr legið með
og getið barn við.
2. (DI XI, nr. 395) Otti hirðstjóri Stigsson kvittar Jón Björnsson af öllu sakfelli til konungs fyrir brot hans með þeirri konu, er bróðir
hans hafði áðr legið með, en Pétr Einarsson hefir Jóns vegna goldið i hendr hirðstjóra 15 hundruð fiska.
Listi með nöfnum þriggja íslenskra kvenna og tveggja íslenskra karla sem leyst voru frá Biskajum þegar Hendrik Willomsen (Rosenvinge) var á Spáni.
Vitnisburður Björns Guðmundssonar um ágreining milli Hóls og Hvamms og Kúastaða.
Pétur Pálsson ábóti selur Jón Gunnlaugssyni „reka frá Snartastöðum réttsýni úr bjargi því, sem stendur í utanverðum Brekkuhól og þaðan réttsýni vestur í sjó“, undan sér og Munkaþverárklaustri fyrir fimm hundruð upp í Efrihóla í Núpasveit.
Uppkast að Leiðarhólmsskrá. Samþykkt Jóns Sigmundssonar lögmanns og 22 annarra eiðsvara, fóvita og lögréttumanna á milli Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar, um að mega neyta eldri réttar gagnvart ofbeldi og ágangi biskupa og klerkavalds.
Vitnisburður Margrétar Guttormsdóttur um landamerki Dragháls í Svínadal.
Sendibréf Jóns Erlingssonar til Björns bónda Guðnasonar,
um mál þeirra frændanna Björns Þorleifssonar og Björns Guðnasonar.
Einar Bessason kaupir að Gunnari Gunnarssyni þrettán hundruð í jörðunni Finnstöðum, 28. Maí 1408, og votta það fimm menn fjórum árum síðar.
Reikningur um lausnargjald 28 íslenskra kvenna og 22 danskra, norskra og íslenskra karlmanna sem keyptir voru í Alsír á árunum 1635–1636.
Sr. Þorleifur Björnsson afhendir Árna Gíslasyni jörðina Borg í Króksfirði gegn því að Árni taki að sér bréf um arf Bjarnar Þorleifssonar, föður Þorleifs, og komi þeim fyrir konunginn.
Grímur Þorvaldsson selur Þorvaldi Helgasyni jörðina Stóru-Sandvík en fær í staðinn Eyði-Sandvík og Litlu-Sandvík.
Vitnisburður Páls Jónssonar um sátt Jóns Magnússonar hins eldri og Þorsteins Ormssonar, sem gerð var á Bæ á Rauðasandi 1602.
Björn Magnússon selur bróður sínum og mágkonu, Eyjólfi Magnússyni og Sigríði Pálsdóttur, jörðina Hlíð í Kollafirði með ýmsum skilyrðum og fær í staðinn jörðina Sveinseyri í Tálknafirði.
Séra Þorkell Guðbjartsson og þrír leikmeun votta, að Finnbogi
Jónsson hafi með upplagi og samþykki Margrótar Höskuldsdóttur
konu sinnar fyrir tveim árum (1440) gefið Halli syni
sínum hálfa jörðina Nes í Höfðahverfi, og ennfremur jörðina Byrgi í Kelduhverfi.
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri. Í lok bréfsins er þó greint frá því að Gunnar gangi ekki framar að þessu kaupi en að Jón lögmaður keypti að honum sömu jarðir með sama skilmála.
Höfundur bréftextans nefnir sig ekki en mun vera séra Jón Loftsson. Í bréfinu fullyrðir hann að börn sín og Sigríðar heitinnar Grímsdóttur séu skilgetin og að Þernuvík í Ögurþingum sé þeirra eiginlegur móðurarfur. Í lokin er uppkast að lögfestu (með „N.“ og „N.N.“ í stað jarðar- og mannanafna).
Vitnisburður um illskiptafund þeirra Hrafns lögmanns Brandssonar og Magnúsar Þorkelssonar.
Þórður prestur Þórðarson selur Birni bónda Brynjólfssyni jarðirnar Illugastaði og Hrafnagil fyrir jörðina Sneis í Laxárdal. Afrit af bréfi frá 6. mars 1390.
Sölvi prestur Brandsson fær Brandi syni sínum alla jörðina Svertingsstaði með hálfum Steinstöðum í fjórðungsgjöf og aðrar löggjafir og lýsir því að hann hafi fengið Brandi jörðina Reyki í Hrútafirði upp í fjóra tugi hundraða.
Einar Guðmundsson selur í umboði Guðmuudar prests föður síns Runólfi Sturlusyni jörðina á Laugalandi í Hörgárdali með tilgreindum ískyldum.
Skeggi Oddsson handleggur Þorsteini bónda Eyjólfssyni jörðina Reppisá í Kræklingahlíð með gögnum og gæðum til æfinlegrar eignar upp í skuld til Þorsteins.
Samningur Jóns biskups skalla og Dálks bónda Einarssonar um landamerki milli Miklabæjar í Blönduhlíð og Reykja í Tungusveit og um veiði í Jökulsá.
Séra Erlendur Þórðarson endurnýjar á sóttarsæng löggjafir sínar við konu sína, Guðfinnu Arnfinnsdóttur.
Gísli Magnússon selur Birni Magnússyni bróður sínum hálfa Möðruvelli fyrir Eyraland með Kotá. Tilskilur Gísli að Björn skuli kaupa hinn helming Möðruvalla fyrir Ljósavatn og Reykjahlíð þegar Gísli vilji selja.
Þrír menn votta að Tómas Jónsson hafi lýst því yfir að hann myndi gjarnan selja Ara Magnússyni hálfan Hnífsdal en hann geti það ekki því að hann hafi áður selt konu sinni jörðina.
Vitnisburður Björns Guðmundssonar og Guðmundar Þórðarsonar um að Sæmundur Sigurðsson hafi gert séra Jón Ormsson kvittan um kaup Jóns á jörðunum Vatnadal og Bæ í Súgandafirði, er Sesselja Þórðardóttir, kona Sæmundar, hafði selt Jóni.
Kaupmálabréf Þorsteins Magnússonar og Ólafar Árnadóttur.
Skilmálar fyrir aflausn Björns Guðnasonar.
Page 77 of 149





































