Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Kristján konungr hinn fyrsti veitir Guðina Jónssyni landsvist fyrir víg Guðmundar Magnússonar, er hann hafði ófyrirsynju drepið.
Þrír menn votta að Björn Sæmundsson seldi Oddi Snorrasyni jörðina Gautsstaði á Svalbarðsströnd, en Oddur leggur í móti jarðirnar Miðvík í Höfðahverfi og Nes í Hnjóskaldal og segir til ítaka.
Vitnisburður um dýrleika Hofs í Dýrafirði.
Helgi Sigurðsson selr Brynjólfi Magnússyni jörðina Hallgilsstaði í Fnjóskadal fyrir 37 hundruð í lausafé, og tilgreinir landamerki.
Kaupbréf fyrir 4 hundr. i Látrum i Aðalvík.
Vitnisburður Bjarna Þorsteinssonar að hann var heimilisfastur hjá Guðmundi Hákonarsyni á Þingeyrum og hafi hann þar séð og lesið gjafabréf Guðmundar þar sem hann gaf fátækum jörðina Hamar á Ásum.
Sex prestar Skálholtsbiskupsdæmis lofa að halda rétta trú og siðu, „eptir guðs lögum og páfanna setningum, sem gamall vani er til“, og að halda Jón biskup fyrir réttan yfirmann og Skálholtskirkju formann.
Sáttargerð Magnúsar biskups í Skálholti og Einars Björnssonar, bæði um víg Bjarna Þórarinssonar vegna Einars sjálfs og svo vegna Þorleifs bróður hans.
Vitnisburður Eyjólfs Magnússonar eftir beiðni og kröfu Jóns Magnússonar eldra að Magnús sál. Eyjólfsson, faðir hans, hefði fengið Eggert heitnum Hannessyni kirkjunnar vegna að Haga á Barðaströnd 9 hundruð í Holti fyrir þau 10 hundruð, sem hann átti í Siglunesi, en seinna hafi Magnús orðið að fá honum til eignar 8 hundruð upp í Haga, sem hann ætlaði sér sjálfum til framfærslu.
Síra Sigurður Jónsson endrnýjar gjöf sína til Magnúsar Björnssonar.
Skýrsla Jóns Ólafssonar um samtal síra Jóns Filippussonar og Þorgerðar Jónsdóttur um Vetrliðastaði.
parchment and paper
Vitnisburður um landamerki Engihlíðar í Húnavatnsþingi.
Jón Arason biskup gefur Ara Jónssyni, syni sínum, jarðirnar Holtastaði í Langadal, Vatnahverfi, Lækjardal, Sæunnarstaði, Strúg og Refstaðimeð því sem jörðunum fylgir.
Vitnisburður um lofan á sölu Látra i Aðalvik.
Uppkast af bréfi til Kristjáns IV. Danakonungs um kirkjujarðir sem seldar höfðu verið frá kirkjunni og um fátækt Íslendinga, meðal annars.
Tveir menn votta, að Oddr Snorrason handlagði séra Þorkel Guðbjartsson öldungis kvittan um þau tíu hundruð, er varð honum skyldugr í milli jarðanna Gautstaða og Öxarár.
Sendibréf Jóns lögmanns Sigurðssonar til Guðbrands biskups um morðbréfin, gjaftolla og fleira.
Afrit af bréfi J. P. Kleins um að hann hafi í umboði Hendrichs Bielckes selt Jóni Jónssyni jarðirnar Kóngsbakka í Helgafellssveit og hálf Rauðkollsstaði („Rönchelstad“). Gert á Öxarárþingi 5. júlí 1682.
Kaupmáli vegna brúpkaups Koðráns Ólafssonar og Guðnýjar Brandsdóttur í Holti í Fljótum. Vottar að kaupmálanum voru Jón Arason biskup, séra Þorsteinn Jónsson, séra Þormóður Snorrason, séra Jón Brandsson, séra Grímur Jónsson, Þorsteinn Guðmundsson og Thómas Brandsson.
Staðfesting á vitnisburði pr. í DI XIV, nr. 322.
Helgi ábóti á Þingeyrum selr undan klaustrinu Jóni biskupi á Hólum jörðina Kaldaðarnes i Bjarnarfirði á Bölum fyrir Illugastaði á Vatnsnesi, með þeim greinum, er bréfið hermir.
Jarðaskiptabréf. Nýibær og Saurar.
Vitnisburður Arnórs Finnssonar, að hann hafi séð umboðsbréf Kristjáns konungs Birni Þorleifssyni til handa til að kvitta Teit Gunnlaugsson um öll brot við konung.
Lofan Orms Sturlusonar að selja Arna Gíslasyni fyrstum manna Kjarlaksstaði og Ormsstaði.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar um, að gildr sé dómur, er Gunnar Gíslason lét ganga um þá giöf, er Jón byskup Arason gaf Guðrúnu Magnúsdóttur, sonardóttur sinni, Þórisstaði (Þórustaði) á Svalbarðsströnd. og dæmt hafði gjöfina gilda.
Dómur sex manna útnefndur af Ólafi Guðmundssyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness um ákærur Einars Jónssonar í umboði Valgerðar Einarsdóttur til Jóns Stulusonar, að hann hefði setið á ótekinni jörðunni Veðraá hinni meiri í Önundarfirði, með þeim fleiri greinum er bréfið hermir.
Jón Arason biskup selur Birni Birnssyni jörðina Gilshaga í Tungusveit með hálfkirkju fyrir jörðina Tyrfingsstaði í Skagafirði.
Afrit af vottorði Halldóru Guðbrandsdóttur, að hún setur fé sitt í borgun ef hún með ráðsmönnum föður síns fær umsjón og yfirráð yfir Hóladómkirkju og Ari Magnússon sé frá skipaður. Gert 29. ágúst 1625.
Vitnisburðarbréf að Jón Arason prestur ættleiddi fjögur börn sín sem hann átti með fylgikonu sinni, Helgu Sigurðardóttur: Ara, Magnús, Björn og Þórunni, og skyldi Þórunn taka jafnháan hlut við bræður sína.
Björn Þorleifsson selur Helga Gíslasyni jörðina Deildará á Skálmarnesi fyrir xiij aura silfurfesti, en það, sem jörðin er meira verð, gaf Björn og galt Helga í sín þjónustulaun.
Bréf Eggerts Björnssonar á Skarði, skrifað 27. júní 1679, til lögmanna og lögréttumanna, fyrir hönd Björns sýslumanns Gíslasonar, að þeir gefi sýslumanni vottorð fyrir að hann hafi ekki verið orsök til þess þunga, sem leiguliðar hafi hlotið af umgengnum nautadauða, og ályktaður var árinu áður á alþingi.
Afrit af bréfi Hendrichs Bielcke höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Sigurði Björnssyni jörðina Litlu-Kálfavík í Borgarfjarðarsýslu 30. apríl 1675 og fengið fulla borgun fyrir. Skrifað í Kaupmannahöfn 28. júní 1676. Afritið var gert að Hvítárvöllum 10. mars 1682. Að þetta afrit sé rétt skrifað eftir því afriti er vottað við Öxará 9. júlí 1704.
Afrit af skjölum sem tengjast eignarhaldi á jörðinni Vestri-Skógum undir Eyjafjöllum.
Kvittun jarðaandvirðis.
Jón Snorrason kvittar Einar bónda Oddsson vegna Ingileifar Jónsdóttur konu sinnar um andvirði sextán hundraða í Brandagili í Hrútafirði og fjögurra hundraða í Geithóli.
Björn jungkæri Þorleifsson gefur og aptur leggur Andrési bónda Guðmundssyni og sonum hans, Guðmundi, Ara og Bjarna, garðinn Saurbæ á Rauðasandi með þeim jörðum, er þar fylgja, Núp í Dýrafirði, Hest í Önundarfirði og aðrar fleiri jarðir, er átt hafði Guðmundur Arason og Helga Þorleifsdóttir, en Andrés gefr og uppleggr í mót Reykhóla og aðrar fleiri jarðir.
Jón biskup á Hólum fær „vorum kæra frænda“ síra Birni Jónssyni til fullrar eignar jörðina fremra Núp í Núpsdal með alkirkjuskyld og setr máldaga fyrir kirkjunni.
Vitnisburður um kaup Sæmundar Jónssonar og Sigmundar Guðmundssonar á jörðinni Brú á Jökuldal og parti úr Sólheimum í Mýrdal með samþykki Hólmfríðar Bjarnadóttur.
Afrit af húsavirðingu á Arnarstapa sem gerð var 3. september 1683 af sex mönnum sem tilkallaðir voru af Þórði Steindórssyni sýslumanni og umboðshaldara yfir Arnarstapa. Afritið er staðfest af Þórði sjálfum 10. desember 1688.
Vitnisburðarbréf, að Finnbogi lögmaðr Jónsson lýsti sig lögarfa eptir Guðríði Finnbogadóttur, dóttur sína.
Brynjólfur Bjarnason byggir Guðmundi Jónssyni eignarjörð sína Kaldrananes í Strandasýslu með nánar til teknum skilmálum frá fardögum 1787, og framvegis, meðan þeim um semur.
Afrit af bréfi rituðu árið 1481 sem aftur er afrit af bréfi sem ritað var árið 1439. Það bréf er síðan afrit af frumbréfinu sem ritað var 17. júní 1368 og er vitnisburður séra Snorra Þorleifssonar, séra Flosa Jónssonar og séra Þorláks Narfasonar um biskupsgistingar á hálfkirkjum.
Lýsing fimm klerka, að séra Steinn Þorvaldsson hafi lagt sig undir dóm tveggja tylfta klerka, sem Ólafr biskup til nefndi um kærur hans til séra Steins um óhlýðni við sig, mótblástr og fleira.
Kvittun andvirðis fyrir 20 hundr. i Guðrúnarstöðum
Kvittun Bjarnar Eyjólfssonar til Árna Gíslasonar fyrir andvirði 10 hundr. í Barkarstöðum í Miðfirði.
Vitnisburður um landamerki í milli Dranga og Botns í Dýrafirði.
Vidisse eða transscriptum. 1. Leyfisbréf Páls Stígssonar (DI XIV, nr. 189). 2. Ættleiðslubréf Þorleifs Björnssonar (DI XIII, nr. 169).
Vitnisburðarbréf.
Sendibréf frá Sigurði Jónssyni til Björns bónda Benediktssonar um morðbréfamál Guðbrands Þorlákssonar biskups.