Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Jón Jónsson selur Jóni Sigmundssyni hálfa jörðina Lundarbrekku í Bárðardal fyrir hálfa jörðina Reistará á syðri Galmarsströnd og þar til sextán kúgildi og hest.
Sáttarbréf þeirra Gríms bónda Pálssonar og Þorleifs sonar hans af einni hálfu og af annari Vigfúsar lögmanns Erlendssonar og Hólmfríðar systur hans um allan hugmóð, heimsóknir, fjárupptektir og „sér í lagi um réttarbót Hákonar kongs, sem þeim hafði mest á millum borið“ (Nr. ,147)
Jarðaskipti: Guðbrandur Þorláksson selur Jóni Björnssyni jörð dómkirkjunnar á Hólum, hálfa Gunnlaugsá í Ólafsfirði fyrir þriðjung í Torfufelli, en fær dómkirkjunni í staðinn hálfan Hól í Fljótum eða aðra jörð jafngóða.
Vitnisburður Jóns Filipussonar að séra Jón Brandsson afi hans hafi neitað að hann hafi selt Jóni lögmanni jörðina Garð í Olafsfirði, heldur hafi Hallur Magnússon átt að taka að sér þá jörð til eignar eftir gjörningi þeirra á millum, svo og hafi hann lýst óánægju sinni um Jón lögmann.
Sáttargerð Guðbrands Þorlákssonar biskups milli þeirra Sigurðar bónda Jónssonar og sr. Erlends Pálssonar. Skipti Sigurður bóndi Dunhaga í Hörgárdal við biskup fyrir Illugastaði í Laxárdal, og þar með lofaði biskup honum vináttu sinni, en öll þræta milli þeirra Erlendar prests niður falla.
Dómur um ákæru þeirra bræðra Jóns og Magnúsar Gissurarsona til Jóns Þorlákssonar að hann skyldi sanna að nokkurt félag hefði gert verið milli föður hans Þorláks heitins Einarssonar og móður Guðrúnar heitinnar Hannesdóttur, föðurmóður þeirra bræðra.
Anna Eyjólfsdóttir, með samþykki bónda síns Vigfúsar Þorsteinssonar, gefur syni sínum Jóni tíundargjöf úr sínu erfðagóssi, löggjöf og fjórðungsgjöf.
Jón Eyjólfsson lýsir sýn sem hann og Árni Guðmundsson sáu á himni á Snæfellsnesi.
Skuldaviðurkenning Eiríks Jónssonar við séra Gísla Brynjólfsson ásamt gjaldfresti og viðurlögum. Greiði Eiríkur ekki skuldina sonum séra Gísla, séra Guðmundi og Bjarna, föstudaginn í næstkomandi fardögum, skal hann fá þeim tíu hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn.
Kaupmáli Guðmundar Þorleifssonar og Þorgerðar Ólafsdóttur.
Jón Pálsson selur Jóni Jónssyni, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, hálfa jörðina Gauksstaði á Svalbarðsströnd, en hálfa gaf Jón Pálsson Páli syni sínum (á barnsaldri) og fékk Guðbrandi biskupi umboð yfir.
Vitnisburður um að Jón Jónsson lögmaður hafi fengið Gunnari Gíslasyni jörðina Syðri-Bægisá sem andvirði fyrir Silfrastaði, auk Hóls í Ólafsfirði.
Sveinn Þorleifsson staðfestir, í umboði Hans Ranzau hirðstjóra yfir allt Ísland, alþingisdóm frá 3. júlí 1510.
Björn Eiríksson fær Gísla Hákonarsyni til eignar fimm hundruð í Þykkvabæ í Holtum fyrir 15 hundruð fríð í Klofa á Landi. Á bakhlið hefur Gísli sjálfur skrifað að hann hafi þetta bréf og gjörning gefið í vald Torfa Eiríkssyni 1623.
Elín Pálsdóttir gefur Sigríði Sigurðardóttur skógarhögg í Möðruvallaskógi til jarðarinnar Torfufells.
Uppkast að próventugjörningi Bjarna Einarssonar við Nikulás Þorsteinsson og son hans Hallgrím. Fær Bjarni Nikulási allt það fé sem hann hafði erft eftir foreldra sína að undanskildum Ytra-Hóli í Kaupangssveit og lýsir lágmarksupphaldi sem hann krefst af Nikulási. Sigríður Einarsdóttir, systir Bjarna og erfingi hans, samþykkir gjörninginn.
Afrit eftir AM Dipl. Isl. Fasc. LVII, 19.
Arnfinnur Jónsson selur séra Gísla Brynjólfssyni fimm hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn, með samþykki eiginkonu sinnar, Kristínar Oddsdóttur. Í staðinn fær Gísli þeim átta hundruð í tilgreindu lausafé.
Stafrétt uppskrift Árna Magnússonar og fleiri manna af vitnisburðarbréfi Þorleifs Magnússonar um landamerki millum Hóls og Selár á Skaga. Bréfið er dagsett 26. október 1476 en uppskriftin er gerð 26. janúar 1707.
Eignaskipti á jörðinni Auðúlfsstöðum í Langadal á milli Jóns bónda Einarssonar og Teits bónda Björnssonar; skiptin taka til húsa, túna og engja.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Hrakströnd við Mývatn.
Vitnisburður um seldan 1/2 Héðinshöfða með ýmsum skilmálum. Vitnisburður sex manna, að Ásgrímr Hallsson hafi selt Finnboga Jónssyni hálfa jörðina Héðinshöfða, og að það hefði verið tilskilið, ef Finnbogi sækti með lögum hálfa jörðina þá handseldi Ásgrímr Finnboga jarðirnar Áland í Þistilfirði og Hlíð á Langanesi fyrir þá peninga, er Finnbogi hafði gefið Ásgrími fyrir Héðinshöfða.
Kaupmáli Bjarnar Andréssonar og Guðrúnar Björnsdóttur.
parchment and paper
Vottfest afrit tveggja frumbréfa:
Afrit af skiptabréfi erfingja Magnúsar Björnssonar lögmanns.
Transskriftarbréf af dómi um gjafir og skuldir Sólveigar Þorleifsdóttur.
Máldaga og reikningsskaparbréf kirkjunnar undir Staðarfelli á Meðalfellsströnd þeirra Stepháns biskups í Skálholti og Þórðar bónda Helgasonar.
Magnús Arason kaupir af föður sínum Ara Magnússyni Brekku í Dýrafirði gegn Hrafnabjörgum í Ögurkirkjusókn.
Skúli bóndi Einarsson meðkennist að hafa selt séra Brynjólfi Árnasyni átta hundruð og 40 álnir með í jörðinni Hóli í Svartárdal fyrir lausafé og kvittar hann fyrir andvirðinu.
Afrit þriggja manna af kaupbréfi þar sem Björn bóndi Benediktsson kaupir hálfan Hjalla í Höfðahverfi af Þorláki Ívarsson og konu hans Ingibjörgu Þórarinsdóttur, fyrir jörðina Brennihól í Kræklingahlíð og lausafé.
Ólafur Þorsteinsson selur Þórði Kolbeinssyni jörðina Fellsmúla á Landi en Þórður selur Ólafi aftur jarðirnar Höfðabrekku og Kerlingardal í Mýrdal.
Dómsbréf um eignarrétt á Fremra-Núpi. Dómr sex manna, kvaddra af Árna Gislasyni, dæmir ónýtt og ólöglegt kaup þeirra síra Jóns Mattíassonar og sira Snjólfs Jónssonar um Núp fremra, en gilt kaup þeirra sira Snjólfs og Árna Gíslasonar um sömu jörð.
Mótmælaskjal gegn marköngladómi.
Afsalsbréf fyrir Kleifum. Thomas Oddsson og Helga Ketilsdóttir selja Pétri Loptssyni alla jörðina Kleifar í Gilsfirði ítölulausa fyrir þrjá tigi hundraða.
Arfaskiptabréf Jóns Magnússonar eldra.
Úrskurður biskups um arfrétt eftir Sólveigu Björnsdóttur og samþykki klerka. Allt er þetta vidisse. 1. (DI VIII, nr. 296) Stephán biskup í Skálholti úrskurðar Jóni, Birni, Einari, Brigitu og Kristínu, börnum Solveigar Björsdóttur, þá peninga til eignar, sem skiptabréf biskups frá 26. Aug. 1511 (Nr. 295) segir til. 2. (DI VIII, nr. 295) Skipan og skipti Stepháns biskups í Skálholti á testamentumgerð Solveigar Björnsdóttur. 3. (DI VIII, nr. 322) Klerkar og leikmenn samþykkja á prestastefnu skiptagerð Stepháns biskups um testamentisgjafir Solveigar Björnsdóttur.
Jón Jónsson selur séra Brynjólfi Árnasyni jarðarpart í Hóli í Svartárdal fyrir lausafé.
Lögfesta Jóns Þorsteinssonar, í lögegu umboði Magnúsar Björnssonar lögmanns, fyrir eign Magnúsar, Syðra-Krossanes í Kræklingahlíð, 30 hundruð að dýrleika, að tilteknum ummerkjum eftir gömlum innsigluðum bréfum og skilríkjum.
Gunnlaugur Ormsson selur Jóni Jónssyni lögmanni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og þar með Egilsá og Þorbrandsstaði. Einnig lofar Gunnlaugur að selja Jóni aðra hálfa Silfrastaði fái hann þá til eignar eftir erfð og gjöf móður sinnar, Þorbjargar Þorleifsdóttur.
Transskrift af transskrift af skipunarbréfi Diðriks Pínings til hirðstjóra. Texti transskriptsins sjálfs er í DI VI, nr. 468, transkript transkripts frá 21. maí 1484 er í nr. 456 og hirðstjórabréf frá 26. nóv. 1483 er í nr. 448. 448: Hans konungr skipar Diðrik Píning hirðstjóra yfir alt Ísland, af því að Þorleifr Björnsson kom eigi á konungs fund að segja „sína trú þjónustu eptir því sem það sig burði“ og ákveðið var.