Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Skiptabréf milli Guðrúnar Björnsdóttur og Solveigar Bjarnadóttur, dóttur hennar, á peningum
þeim sem Solveigu höfðu til erfða fallið eftir Bjarna Andrésson föður sinn (DI IX:270).
Kjörbréf af Alþingi til handa Halldóri Ólafssyni að vera lögmaður norðan og vestan, útgefið á Öxarárþingi 30. júní 1619 af Gísla
lögmanni Hákonarsyni.
Agnes Grímsdóttir samþykkir, aS Haldór Brandsson bóndi
hennar megi selja síra Birni Jónssyni jörðina Litlu-Hvalsá
i Hrútafirði
Þorsteinn Þorgilsson lýsir kaupi sinu við Magnús Björnsson á Másstöðum i Skíðadal.
Vitnisburður um jarðabruðl Narfa Ingimundarsonar.
Gísli Álfsson, með samþykki konu sinnar Valgerðar Eiríksdóttur, selur biskupinum Brynjólfi Sveinssyni jörðina Hraunskot í Grímsnesi fyrir Hvammsvík í Kjós. Í þessari transskrift eru afrituð ýmis gögn sem tengjast þessum jörðum og landamerkjum þeirra.
Arnfinnur Jónsson kongs umboðsmaðr í „Vöðlaþingi" kvittar þá feðga Þorstein Hákonarson og Hákon Jónsson um
allar þær sakir, er þeir kynni sekir að hafa orðið við konungdóminn.
Kristín Þorsteinsdóttir gefur Ingvildi Helgadóttur dóttur sinni í tíundargjöf sína jarðirnar Syðra-Djúpadal og Minni-Akra í Skagafirði (í Miklabæjarkirkjusókn), en selur henni Syðri-Akra í Blönduhlíð (í Miklabæjarkirkjusókn) fyrir Höskuldsstaði í Laxárdal og lausafé, að jafnvirði hundrað hundraða, og kvittar um andvirðið.
Ambrosius hirðstjóri Illiquad kvittar Jón Oddsson um þegngildi fyrir Árna Hallkelsson, er Jón hafði ófyrirsynju í hel slegið.
Bréfið er læst saman við XXXII, 4, sjá DI VII, nr. 344.
Jón biskup á Hólum selr Brandi Helgasyni jörð Hóladómkirkju
Holt í Svarfaðardal, og gefr Brandr kvitta ákœru upp á jörðina Tungu í Fljótum.
Þrír menn afrita aðalsbréf Björns ríka Þorleifssonar frá 16. maí 1457 (sjá DI V, nr. 138).
Þorleifur Eyjólfsson ættleiðir, með uppgjöf síra Magnúsar
Eyjólfssonar bróður sins, syni sína Magnús og Þorkel.
Dómr sex manna útnefndr af Guðna Jónssyni, er þá hafði kongs sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um það,
hversu full eignarvitni þau skyldi, er ger voru um þá gjöf, er Brandr heitinn Jónsson gaf Sigmundi syni sínum jörðina
Bæ í Súgandafirði og hálfan Vatnadal.
Vitnisburðarbréf um lýsingu Hafliða Skúlasonar, sem verið hafði með Þorleifi Björnssyni frá því hann var ungur piltur og þar til hann lést um heimildir fyrir jörðinni Hvallátur í Mjóafirði, viðskipti Þorleifs og Lopts Ormssonar með fleiru.
Tylftardómr klerka á Þingvelli, útnefndr af Jóni biskupi,
og dæma þeir Jón biskup „fullmektugan stjórnarmann kristninnar
í Skálholtsbiskupsdæmi með biskuplegu valdi“ eptir
páfans bréfi, og fé þeirra upptækt Jóni biskupi til handa,
fyrir „að leiðrétta guðs kristni í Skálholtsbiskupsdæmi", er
setji sig ólöglega inn í völd heilagrar Skálholtskirkju, og
þeir, sem setji sig á móti Jóni biskupi, rétt teknir undir löglegar skriptir.
Transskriptabréf um Teitsmál (Sveinsstaðafund).
Tylftardómur útnefndur á Öxarárþingi af Hannesi Eggertssyni
hirðstjóra um Sveinsstaðareið Teits Þorleifssonar bónda og átján fylgjara hans, högg þeirra og slög,
orð og atvik, svo og skot og skemmd, er Grímur Jónsson veitti Teiti á þeim fundi.
Á eftir bréfinu fylgja þrír vitnisburðir, tveir eru transskript og samtíða dómnum, annar frá
Erlendi Þorvarðssyni og hinn frá Hannesi Eggertssyni. Þriðji er yngri en þar vitna um lestur bréfsins
Þorsteinn Þorleifsson, Jón Björnsson, Bjarni Torfason, Ólafur Narfason, Pétur Arason og Jón Loptsson.
Vitnisburður um lýsing Magnúsar Jónssonar á fullréttisorðum af hálfu Odds Jónssonar til sín.
Meðkenning Eggerts Hannessonar að hann hafi meðtekið í útlöndum alla þá peninga sem Jón bóndi Björnsson í Flatey átti að gjalda fyrir jarðir og kúgildi.
Vitnisburður um sætt Magnúsar Jónssonar og Bjarnar Bjarnasonar um bætr Bjarnar fyrir menn sina fyrir
grip þeirra á fé Magnúsar.
Afrit af jarðakaupabréfi dags. 10. nóvember 1631 þar sem Nikulás Einarsson selur Magnúsi bónda Björnssyni jörðina Reykjahlíð við Mývatn en fær í staðinn Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn. Afritið er dagsett 7. mars 1708.
Vitnisburður Orms lögmanns Sturlusonar um kaupmála Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Hústrú Guðríðr Finnbogadóttir selur Finnboga Jónssyni lögmanni jörðina Grund í Eyjafirði með jörðunni Holti fyrir hálft annað hundrað hundraða.
Afrit af bréfi J.P. Kleins um að hann, í umboði Hendrichs Bielckes höfuðsmanns, selji og afhendi Jóni Sigurðssyni eignina Gufufit vestan Hvítár til fullrar eignar, þegar hann sé búinn að fá fulla borgun. Gert á Bessastöðum 18. júlí 1682. Tveir menn votta að rétt sé eftir frumbréfi ritað á Einarsnesi 18. júní 1703.
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir í öllum greinum Staðarhólsdóm Þorleifs Björnssonar frá 26. maí 1479, um arf og gjafir Solveigar Þorleifsdóttir. Afrit af dóminum fylgir staðfestingu Orms.
Dómur sex manna, útnefndr af Einari Brynólfssyni, er þá
hafði sýslu í Vöðluþingi í umboð Ara lögmanns Jónssonar,
um þann arf, er Jón Jónsson kallaði sér fallið hafa til umboðs
vegna barna sinna eptir Hallottu Jónsdóttur, en Þorvaldr Árnason
reiknaði sér hálfan arfinn eptir Hallottu systurdóttur sína
til móts við sonu Ólofar Jónsdóttur.
Tvær yfirlýsingar þess efnis að Magnús Björnsson hefði lýst því yfir að séra Jón Magnússon, sonur hans, skyldi eiga kjör á þeim höfuðbólum sem Magnús og kona hans ætti eftir.
Bréf Arngríms Jónssonar, umsjónarmanns Hólastiftis, um ágreiningshólma milli Staðarbakka og Reykja. Úrskurðar Arngrímur Reykjamönnum í vil.
Vitnisburður Kolbeins Auðunarsonar og Teits Magnússonar presta að á sunnudaginn næstan eftir páskaviku í Reykjahlíð við Mývatn MDXL og ii (1542) festi Jón Skúlason Ingebiörgu Sigurðardóttur sier til eigennkvinnu med samþykki móður hennar Margrétar Þorvarðsdóttur og bróður hennar Ísleifs Sigurðssonar og Þorsteins bónda Finnbogasonar. (úr AM 479).
Festingabbréf Jóns Skúlasonar og Ingibjargar Sigurðardóttur.
Vilchin biskup í Skálholti skipar séra Þorstein Svarthöfðason til að dæma milli Guðmundar Einarssonar á Hrafnabjörgum og Vermundar ábóta á Helgafelli um það, er Guðmundr tók hest undan söðli ábóta.
Dómur sex klerka, út nefndur á prestastefnu af Helga ábóta á Þingeyrum, um festing þá,
er Jón Hallgrímsson hafði fest Helenu Þórarinsdóttur. Þórarinn Jónsson í umboði Tómasar, sonar
Jóns og Helenu, bar fram vitni og bréf með innsiglum Egils Grímssonar og Einars Þórðarsonar
um að hjúskapurinn væri löglegur og var svo dæmt.
Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV, 4.
Gjafabréf Jóns Magnússonar fyrir Hroðaskógi til Magnúsar, sonar síns.
Vitnisburðr um viðreign þeirra Eyjólfs Gíslasonar og Jóns Tumassonar, „er kallaðr er biskup“, í viðurvist Magnúsar biskups í staðarhúsinu í Grindavík.
Jarðaskiptabréf.
Bréf á dönsku frá Hans Christophersen til Otte Bielke um að hann hafi meðtekið bréf frá Birni Magnússyni, sýslumanni í Húnavatnsþingi, um embættismál, og sent það frá sér aftur.
Vitnisburður, að Björn GuSnason hafi birt, téð og upplesið í borgarstofunni í Thorning í eystra Jótlandi í Danmörk
fyrir Kristjáni konungi lögmannsdóm frá 1. Júlí 1499 (DI. VII, 446) og Iögmanns úr kurð frá 25. Jan. 1509 (DI. VIII,
226) um arf eptir Þorleif og Einar Björnssonu, og skipar konungr þann dóm og úrskurð inn aptur í landið undir
lögsögu Jóns lögmanns Sigmundssonar.
Guðni Jónsson gefr Páli Aronssyni frið og félegan dag fyrir sér og öllum sínum eptirkomendum og hefir gert við
hann fulla sátt fyrir atvist að vígi Páls Jónssonar bróður Guðna, þegar Páll var ófyrirsynju í hel sleginn á Öndverðareyri(1496), og kveðst fésekt og „nægilse" hafa uppborið sín vegna og Orms bróður síns.
Vitnisburður Orms lögmanns Sturlusonar og sex manna með
honum um kaupmála Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Bréf Hans Danakonungs, að Björn Guðnason og samarfar hans megi erfa og skipta með sér öllum arfi eptir Einar
heitinn Björnsson gegn lúkningu réttra skulda bæði við konung og aðra.
Síra Jón Þorleifsson fœr Einari Þorgilssyni til eignar jörðina Fjörð.
Vitnisburður um vatnssókn frá Holti í Saurbæ „virkisvetrinn“ (1482—1483).
Samningur og sáttargerð þeirra Árna Skálholtsbiskups, Lofts bónda Guttormssonar og Halls Ólafssonar, og kvittaði Loftur Hall um meðferð á peningum Ingibjargar Pálsdóttur konu sinnar, er hann hafði haft umboð á þeim, en Árni biskup lauk fyrir Hall hundrað hundraða, og var þar í jörðin Staðarhóll.
Sturla Þórðarson selr Narfa Jónssyni jörðina alla Kirkjuból í
Skutilsfirði, með samþykki Guðlaugar Finnbogadóttur
konu sinnar, fyrir Þorsteinsstaði í Breiðafjarðardölum með
þeim tunguspotti, er Þorsteinn bóndi Guðmundsson lagði til
greindrar jarðar.
Hundurinn Passop, sem komst lífs af við strand hollenska Indlandsfarsins Het Wapen van Amsterdam, er tvígefinn.
Kaupmálabréf Brands Sölvasonar og Guðlaugar Ketilsdóttur.
Vitnisburður, að Bjarni Þórarinsson hefði fengið Vigfúsi
Guðmundssyni til fullrar eignar Hnífsdal hinn neðra í Skutulsfirði.
Gjafabréf fyrir Hellisholti.
Próventusamningur þeirra Vermundar ábóta á Helgafelli og Árna Helgasonar, og gefur Árni með sér til klaustursins jarðirnar Látur í Aðalvík og Höfða í Grunnavík og tólf kúgildi.
Loptr prestr Pétursson ættleiðir, með samþykki Péturs Loptssonar
föður síns, börn sín Arngrím, Jón, Pál, Sigríði og Helgu.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XLV, 17: Tuttugu og fjórir prestar fyrir norðan land votta að þeir hafi lesið útskrift af bréfi kanoka Þrándheimsdómkirkju, þar sem þeir fá Ögmundi Skálholtsbiskupi fullt umboð yfir Hóladómkirkju og hennar eignum og peningum, en þeir afsegja hans yfirráðum að hlíta fyrir margar greinir, er bréfið hermir, og appellera allan þann ágreining fyrir erkibiskupinn í Niðarósi, dags. 29. október 1522.
Sjöttardómur, kvaddur af Þorsteini sýslumanni Finnbogasyni,
dœmir gildar eignarheimildir hans að ýmsum jörðum.
Page 80 of 149

















































