Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Afrit af vitnisburði um arfaskipti séra Torfa Jónssonar og séra Gissurar Sveinssonar eftir Magnús Gissurarson, einkum hvað snerti jarðirnar Lokinhamra og Hrafnabjörg, þá síðarnefndu selur Gissur Torfa. Gert að Lokinhömrum 27. ágúst 1663.
Sveinn Eyjólfsson kvittar Kolbein Jónsson um andvirði jarðarinnar Sigurðarstaða í Bárðardal. Kári Önundarson og Þorsteinn Eilífsson votta.
Vitnisburður um landamerki Öndóttsstaða í Reykjadal.
Transskript af DI VII, nr. 421 (Dipl. Isl. fasc. XXXIII, 23).
Vitnisburðr um úrskurð Finnboga lögmanns um arf (Einars Ólafssonar) dóttursonar Solveigar Björnsdóttur.
Ari Bessason selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina á Kleifum í Gilsfirði fyrir þrjátigi hundraða í lausafé, er skyldi lúkast út á þrem árum og skildi Ari Haldóru Helgadóttur konu sinni þetta fé til fullrar eignar.
Árni Gíslason og Guðrún Þorleifsdóttir kvitta hvort annað um öll þeirra skipti.
Tvö afrit af bréfi Hendrichs Bielckes höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Jóni presti Ólafssyni í Hvammi til fullrar eignar þriðja part í jörðinni Arnbjargarlæk í Borgarfjarðarsýslu og fengið fulla borgun fyrir. Gert í Kaupmannahöfn 28. júní 1676.
Auglýsing Egils Finnssonar um það hvernig hann og kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir, hafi komist að þeim jarðarpörtum sem þau eigi í Stóra- og Litla-Kálfalæk í Borgarfirði og Hundadal stærra í Miðdölum, og hverjir hafi átt þessa jarðarparta á undan þeim.
Nikulás Þorsteinsson fær Vigfúsi, bróður sínum, brennistein i Fremri-Námum og heima i Hlíðarnámum og alla Kröflu til ævinlegrar eignar.
Ögmundr biskup i Skálholti selr Jóni presti Eiríkssyni jarðirnar Steinólfsstaði, Marðareyri, Steig og eyðikotið Kallstaði í Veiðileysarfirði, Þverdal í Aðalvík og Unaðsdal á Snæfjallaströnd fyrir Eyri í Bitru, Gröf og Hvítahlið, af hvorri hendi með þeim kúgildum, sem fylgja eiga.
Síra Jón Þorleifsson vitnar, að hann hafi lesið skjal um það, að kirkjan í Alviðru ætti jörðina Skaga í Dýrafirði.
Dómr sex klerka og sex leikmanna, útnefndr af Ögmundi biskupi í Skálholti, um það, hver afgreiðslumaðr skyldi reikningskapar kirkjunnar á Hóli í Bolungarvík og annara löglegra skulda, er þar áttu að greiðast eptir Einar Jónsson frá fallinn, með öðru fleira, er bréfið greinir.
Guðfinna Jónsdóttir gefur Sturlu Þórðarsyni syni sínum áttatigi hundraða, og kvittar hann af peningameðferð, en bæði saman ánafna þau Valgerði Þórðardóttur tuttugu hundruð.
Þrír menn transskríbera testamentisbréf Solveigar Björnsdóttur frá 17. janúar 1495. Texti upphafs og niðurlags transskriptsins er í DI VII, nr. 371 en texti bréfsins sjálfs er prentaður í DI VII, nr. 297.
Stephán biskup í Skálbolti kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum sektum og sakaferlum meðan hann var með biskup Magnúsi heitnum og til þess, sem nú er komið. og gefur honum leyfi til að flytja burt af Viðey peninga þá, er féllu eptir Vilhjálm heitinn Ormsson og Guðrúnu Andrésdóttur, en Þorbirni bar í arf eptir Gróu systur sína.
Bréf Orms lögmanns Sturlusonar um að hann gefur Jón bónda Björnsson, konu hans og alla þénara kvitt um allar þær sakir sem þau hafa mátt brotleg í verða.
Transskript á vitnisburðarbréfi þar sem segir að Björn Þorleifsson hafi afhent mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni, í arf kvenna sinna, jörðina Stærriakra í Blönduhlíð, Eyvindarstaði, Hvallátur og Skáleyjar og skyldi Björn kvittur um arfskiptið.
Þrettán menn í Saurbæjarkirkjusókn á Kjalarnesi kvitta upp á góða hegðan og breytni séra Jóns Oddssonar.
Kaupbréf fyrir 20 hundr. í Alviðru, ásamt gerningi með þeim Eggert lögmanni Hannessyni og Hannesi Björnssyni um umboð á Síðumúla.
Kvittun Jóns Björnssonar og Guðrúnar Þorleiksdóttur af fimmtu barneign í einföldu frillulífi, gefin þeim af síra Jóni officialis Þorleifssyni.
Vitnisburður Sturlu Þórðarsonar um skilmála, er Pétur bóndi Loptsson gifti Ragnheiði, dóttur sína, Jóni Magnússyni.
Jón Loftsson selur Jóni bónda Björnssyni Þyrisvelli (Þyrilsvelli) í Steingrímsfirði fyrir Laugar í Hvammssveit.
Ögmundur biskup kvittar Ragnhildi Bjarnardóttur um skuldir Björns Guðnasonar heitins við Skálholtskirkju. Hún hefur goldið skuldina með ráði Torfa Björssonar, sonar hennar, og systra hans.
Transskript af dómi Þorleifs Björnssonar um Reykhólaferð Andrésar Guðmundssonar frá 20. Janúar 1483. Upphaf transskriptsins er í nr. 463 en transskríberaða bréfið er í nr. 417 (prentvilla er í DI en þar er bréfið sagt nr. 317). Frumbréfið sjálft er í nr. 418. Transskipt og frumbréf eru stungin saman.
Vitnisburður um Eldjárnsstaði í Blöndudal.
Dómur sex manna, kvaddra af Gunnari sýslumanni Gíslasyni, erþá hélt Hegranesþing, um að vera skyldu eign Þórðar Þorleifssonar þær jarðir og peningar, er Grímr bóndi, bróðir hans, hafði heitið honum skjallega til kvonarmundar.
Staðarbréf, út gefið af Jóni biskupi á Hólum, handa síra Birni Jónssyni (syni hans) fyrir Melstað í Miðfirði.
Vitnisburður tveggja manna um Hvassafellskaup.
Lýsing fjögurra manna, að Guttormur............son hafi neituð því, að hann hafi útgefið þann vitnisburð, að Eyjólfr Gíslason hafi slegið Magnús biskup á munninn, svo að úr honum hefði farið tvær tennur.
Samþykki Ólafs byskups Hjaltasonar á hjónabandi Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur.
Meðkenning Brynjólfs Jónssonar um skuld sína við sira Halldór Benediktsson.
Jón Magnússon lýsir yfir að hann gengur í borgun um sex tigi hundraða sem Jón Hallsson á að hafa til kaups við Guðrúnu Finnbogadóttur. Jón lýsti þessu yfir í vitni Einars ábóta og síra Finnboga á Munkaþverá.
Vitnisburður um að síra Sigmundur Guðmundsson og Kristín Þórarinsdóttir, móðir hans, hafi handsalað að hvort þeirra skal eiga jörðina Hlíð er liggur á Langanesi meðan annað þeirra lifir. Einnig að Kristín hafi fest þann bókareið að hún hefði ekki meiri peninga úr föðurgarði en bréfið greinir.
Vitnisburður um vígslýsing Jóns Jónssonar, að hann hefði ófyrirsynju í hel slegið Orm heitinn Sigurðsson.
Jón Þorsteinsson, sonur Þorsteins Sveinssonar og Bergljótar Halldórsdóttur, vitnar að Halla systir hans og Grímur Aronsson, eiginmaður hennar, leggja aftur jörðina Grafargil í Valþjófsdal, því að þau urðu uppvís að því að liggja saman löngu áður en þau gengu í hjónaband. Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,9
Afrit af jarðaskjölum sem tengjast Hendrich heitnum Bielcke.
Þorleifur Grímsson kvittar Þorstein Guðmundsson á Grund um legorðssök.
Arfleiðslu- og ættleiðingarbréf Þorleifs Þorleifssonar til barna sinnar Þorgríms, Ceciliu, Ásmundar og Jóns, undir þær greinar er bréfið hermir.
Hallsteinn Þorsteinsson kvittar Jón Oddsson um vígsbætur eptir Árna Hallkelsson bróðurson sinn, en Jón hafði lukt Hallsteini fimtíu hundruð undir Valtý Sigurðssyni, er Valtýr átti að gjalda síra Oddi Ólafssyni í vígsbætur eptir Bjarna Oddsson bróður hans. Bréfið er læst saman við XXXII, 3, sjá DI VII, nr. 239.
Festingarbréf síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur
Kaupmáli Jóns Þórðarsonar og Ingveldar Jónsdóttur.
Dagsbréf Pétrs Trúlssonar hirðstjóra og höfuðsmanns yfir allt ísland, þar sem hann gefr Páli Jónssyni „frið og félegan dag“ „svo leingi hann kemr til míns herra kongsins náða“, en Páll hafði ófyrirsynju í hel slegið Böðvar Loptsson.
Afrit af skrá um útgjöld Ögmundar biskups til Claus van der Marvitz hirðstjóra vegna síra Jörundar Steinmóðssonar.
Vitnisburðr, að Jón Narfason festi sér til eiginkonu Sesseliu Bassadóttur.
Jóhann Pétursson hirðstjóri og höfuðsmaður yfir allt Ísland kvittar, fyrir meðalgaungu Ögmundar biskups, Bjarna Erlendsson af því sakferli, er móðir hans varð brotleg fram hjá Erlendi Bjarnasyni bónda sínum.
Samningur milli Bjarna Péturssonar á Skarði og Sigmundar Oddssonar um að Bjarni byggir Sigmundi alla jörðina Kaldaðarnes á Ströndum til ábýlis frá fardögum 1732 til fardaga 1733 og lengur, ef þeim um semur, með nánar tilteknum byggingarskilmálum.
Tvö bréf frá Þorvaldi Jónssyni til Brynjólfs biskups Sveinssonar um landamerki og jarðir á Norðausturlandi.