Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Kaupmálabréf Eindriða Jónssonar og Ingibjargar Pálsdóttur.
Sveinn biskup í Skálholti afleysir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur af sjö barneignum í fjórmenningsmeinum, setur þeim viðurkvæmilegar skriftir og kvittar þau fyrir luktu sektagjaldi til heilagrar kirkju.
Bjarni Sigurðsson prestur afhendir Árna Guttormssyni tíu kúgilda virði upp í jörðina Kvígandisfell í Tálknafirði, og votta það fimm menn.
Vitnisburður Jóns Alexíussonar um að hann hafði lesið bréf kirkjunnar í Vatnsfirði um að skipið undan Hlíð ætti tolllaust að vera.
Sigurður Jónsson selur Páli Jónssyni þriðjungshlut í Björnólfsstöðum og kvittar hann um verðið.
Ketill Þorsteinsson selur Sturlu bónda Magnússyni jörðina Syðragarð í Dýrafirði fyrir tólf hundruð í lausafé.
Vigfús Þorsteinsson selr Hákoni Jónssyni jörðina Vatnsenda í Ólafsfirði fyrir þrjátigi hundraða í lausafé með tilgreindum landamerkjum.
Sveinn biskup í Skálholti kvittar Þórð bónda Helgason um porcio Staðarfellskirkju um þau sextán ár sem hann hafði haldið hana, og hafði Þórður bóndi lagt henni til sextán hundraða.
Sveinn Eyjólfsson selr Kolbeini Jónssyni jörðina Sigurðarstaði í Bárðardal fyrir sextán hundruð í lausafé.
Sigurður Guðmundsson, með skriflegu samþykki konu sinnar Kristínar Ormsdóttur, selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jarðirnar Fossá í Kjós og hálfan Seljadal. Í staðinn fá hjónin hálfa Þorláksstaði í Kjós og fimm hundruð í Ytra-Súlunesi í Melasveit, auk átta ríkisdala. Landmerki Fossár eru tilgreind. Bréfið inniheldur einnig orðrétt afrit af samþykktarbréfi Kristínar Ormsdóttur.
Tveir menn afrita umboðsbréf Ólafs Nikulássonar, féhirðis í Björgvin og hirðstjóra upp á Ísland, þar sem Ólafur gefur Karli Stegenberg fullt umboð sitt til að saman taka konungsins skatt, skulda eftirstöðvar og sakeyri, og sé menn kvittir um það er þeir greiða honum, bæði fyrir Ólafi sjálfum og Bertilt Burhamer.
Vitnisburður Þorvalds Eiríkssonar, Arnbjörns Jónssonar og Ólafs Jónssonar að þeir voru viðstaddir í Glaumbæjarkirkju í Skagafirði þegar Gottskálk prestur Jónsson meðkenndist fyrir þeim að hann hefði selt jörðina Valadal í Víðimýrarkirkjusókn Þorláki Eyvindarsyni.
Tveir vitnisburðir, annars vegar Ingvars Jónssonar og hins vegar Gunnvarar Þorsteinsdóttur, um landamerki Hóla og Hamars í Laxárdal.
Helmingalagsbréf Björns Guðnasonar og Ragnhildar Bjarnadóttur konu hans. Ólafur Guðmundsson, Helgi Jónsson, Jón Sighvatsson, Loftur Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson votta transskriptið.
Eiríkur Þorsteinsson kvittar Þórarin Jónsson fyrir andvirði jarðarinnar Gils í Borgarþingum Skagafirði.
Guðmundur Árnason gefur Magnús Björnsson kvittan um verð fyrir Eyri í Tálknafirði, vegna konu sinnar Elísabetar Bjarnadóttur.
Vitnisburður Sveins prests Oddssonar um lýsing til hjónabands með Ólafi Guðmundssyni og Þorbjörgu Guðmundsdóttur.
Bréf að Björn Þorleifsson hefði goldið Ingveldi Helgadóttur móður sinni jarðirnar Hvallátur og Skáleyjar á Breiðafirði í þau áttatíu hundruð, sem Ingveldi þótti eftir standa í garð Þorleifs Björnssonar, föður Björns, en Ingveldur fær jarðirnar mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni í peninga dætra sinna Helgu og Guðnýjar, og kvittar Björn um greiðsluna. Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLI,17.
Vitnisburður að Halldór Sumarliðason hafi gefið Sumarliða syni sínum jörðina Garð hinn syðra, er liggur í Dýrafirði (DI VIII:495).
Páll Sveinsson fær bróður sínum Bjarna Sveinssyni hálft áttunda hundrað í jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði og greiðir faðir þeirra, Sveinn Jónsson, Páli tíu hundruð í lausafé.
Dómur útnefndur af Birni Guðnasyni um áskilnað Guðna Jónssonar og Tómasar Jónssonar út af hval sem rak á Kirkjubóli í Skutulsfirði, þá er Tómas hafði jörðina á leigu, en Tómas hafði tekið hvalinn með sér.
Ásmundur Þorsteinsson, með samþykki konu sinnar Þuríðar Þorbergsdóttur, selur Bjarna Björnssyni alla jörðina Skerðingsstaði, sem var málajörð Þuríðar, fyrir Rauðalæk í Hörgárdal, og eru landmerki beggja jarða tilgreind. Ásmundur lýsir því jafnframt að hann hafi aldrei lofað, pantað né veðsett að selja Páli Jónssyni Skerðingsstaði.
Sjö þjónar Hans biskups í Björgvin votta að Björn Þorleifsson hafi „þjónað í garði“ saman með sér sem „einn dándisveinn“ og má hann skírskota til þeirra um framferði sitt ef á þarf að halda (DI VIII:85).
Vitnisburður að Eiríkur Þorsteinsson hafi selt Þórarni Jónssyni jörðina Gil í Borgarþingum í Skagafirði fyrir þrjá tigi hundraða.
Dómur útnefndur af Grími Pálssyni, konungs umboðsmanni í Þingeyjarþingi, um réttaryrði Kolbeins Halldórssonar við Pétur Tumason.
Þorvarður príor af Skriðuklaustri selur Þorvarði bónda Bjarnasyni jarðirnar Eyvindará og Mýnes á Útmannasveit með fleiri jörðum fyrir jarðirnar Meðalnes og Birnufell í Fellum og aðrar tilgreindar jarðir. Stefán biskup vottar bréfið einnig og setur sitt innsigli fyrir.
Skiptabréf á Djúpadalseign.
Guðmundur Björgólfsson og Ragnheiður Þorvarðsdóttir kona hans selja Birni bónda Þorleifssyni jörðina Skarð í Fagranesþingum með teigi í Veðramóts jörð fyrir tuttugu hundraða jörð og þar til tíu hundruð.
Bréf um kaupmála Þorsteins Finnbogasonar og Cecilíu Torfadóttur.
Þorgerður Magnúsdóttir selr Finnboga Jónssyni hálfan Héðinshöfða á Tjörnesi með hálfri Lundey og eins manns aungulveiði á Botnsvatn.
Ingibjörg Loftsdóttir handleggur Magnúsi Jónssyni og Ingunni konu hans hálfa Grund í Eyjafirði, Dvergstaði, Eyrarland, Kotá, Hrafnstaði í Kræklingahlíð, Snartastaði í Gnúpasveit og Leirhöfn á Grjótnesi upp í þá peninga er Ingibjörg hafði tekið að sér og Ingunni höfðu fallið til erfða.
Tylftardómur útnefndur á Öxarárþingi af Jóni Sigmundssyni lögmanni norðan og vestan á Íslandi um kaupmála og helmingafélag Sveins Sumarliðasonar og Guðríðar Finnbogadóttur.
Þórólfur Eyjólfsson biður séra Jón Kráksson að auglýsa fyrir Friðriki konungi að móðurbróðir Eyjólfs, Ögmundur biskup, hafi gefið honum tvö hundruð hundraða en biskupinn verið fluttur úr landi áður en Þórólfur hafði fengið þar af 60 hundruð; óskar hann því eftir að fá þau af góssi og peningum biskups.
Kristín Þórarinsdóttir fær Sigmundi Guðmundssyni presti, syni sínum, alla þá peninga, tuttugu og fimm hundruð, er henni féllu til erfða eftir Kristínu Jónsdóttur, móður sína, er Pétur Arason hafði haldið í mörg ár í öngu hennar frelsi; svo og fær hún honum sök og sókn á öllum þeim peningum, sem hún mæti eiga eftir foreldra sína á Sólheimum í Mýrdal.
Fimm menn afrita jarðakaupabréf Odds bónda Kolbeinssonar og Stefáns Snorrasonar. Oddur kaupir jörðina Syðri-Vík og Stefán lætur í staðinn jörðina Hrærekslæk og lausafé. Fjórir menn hafa vottað frumbréfið.
Jón Snorrason prestur selur Magnúsi Áskelssyni tíu hundruð í Raufarfelli ytra undir Eyjafjöllum (í Miðbæliskirkjusókn) fyrir þau tíu hundruð sem hann hafði gefið Guðríði dóttur sinni þá er hann gifti hana Magnúsi, en Magnús gaf séra Jóni hálfa jörðina Vesturholt undir Útfjöllunum (í Holtskirkjusókn). Árni Snæbjarnarson, prestur og officialis Skálholtskirkju í millum Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar (Hallgilsstaðaheiði), Snorri Helgason prestur, Þorleifur Sigurðsson og Gunnar Hrollaugsson votta. Gjörningurinn átti sér stað í Hafnarfirði 15. júlí 1489 en bréfið er ritað á sama stað 17. júlí sama ár.
Indriði Hallsson og Hildur Ólafsdóttir kona hans gefa kvitt það tilkall er Þórður Helgason hafði til þeirra haft um jörðina Bakka á Skógaströnd.
Keistín Þorsteinsdóttir gefr Ingveldi Helgadóttur, dóttur sinni, tíundargjöf úr öllnm sínum peningum, sem hún reiknaði þá, að frádregnum skuldum, hálft fimta hundrað hundraða, og greindi í þá gjöf sérlega jarðirnar Syðra-Dal og Minni-Akra í Skagafirði.
Tveir menn votta að Þorleifur Magnússon hafi mánudaginn í fardagaviku 1418 handlagt Nikulási Broddasyni alla jörðina Mávahlíð, Holt og Tungu er Nikulási féllu í erfð eftir Svein Marteinsson móðurföður sinn og Jón Þorgilsson föðurföður sinn, og ætti þó Nikulás meira fé í hans garð.
Jón biskup skalli gefur vegna Hóla og Hvammskirkju með samþykki og ráði séra Einars officialis [Hafliðasonar] Birni bónda Brynjólfssyni kvittan um tilkall hans til reka undir Björgum, enda sór Björn að hann hefði eigi hafið tilkallið til þess að draga eignir undan heilagri kirkju.
Þorkell Guðmundsson lofar séra Brynjólfi Árnasyni að sanna með eiði sinn vitnisburð um landamerki jarðanna Hóls, Hvamms og Kúastaða í Svartárdal.
Séra Guðmundur Jónsson selur í umboði séra Steinmóðar Þorsteinssonar Hákoni bónda í Hvammi í Eyjafirði jörðina Varðgjá.
Kristján konungur hinn annar kvittar Vigfús hirðstjóra Erlendsson fyrir þriggja ára afgjaldi á Íslandi.
Þorsteinn Finnbogason selur Jóni Ásgrímssyni jarðirnar Hvamm á Galmaströnd, Haga á Árskógsströnd og Einarsstaði í Kræklingahlíð, en Jón leggur á móti Breiðamýri í Reykjadal, Voga og Haganes við Mývatn og þar til Kálfborgará eða Bjarnastaði í Bárðadal.