Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Dómur klerka útnefndur af Ólafi Guðmundssyni konungs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Gljúfrár um kærur Björns Þorleifssonar til Ögmundar Tyrfingssonar út af arfi eftir Pétur Jónsson.
Eitt bréf af nokkrum vegna sætta Gríms bónda Pálssonar og Þorleifs sonar hans af einni hálfu og af annarri Vigfúsar Erlendssonar lögmanns og Hólmfríðar systur hans um allan hugmóð, heimsóknir, fjárupptektir og sér í lagi um réttarbót Hákonar konungs, sem þeim hafði mest á millum borið, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10 (DI VIII nr. 147).
Gunnar Gíslason selur Jóni Jónssyni lögmanni hálfa Silfrastaði og Borgargerði í Skagafirði með sama skilmála og Brandur Ormsson og kona hans Hallótta Þorleifsdóttir hefðu þær áður selt Gunnari (sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. LXVIII, 27).
Transskript af kaupmálabréfi Hallvarðs Ámundasonar og Valgerðar Keneksdóttur frá 31. mars 1467 (DI V, nr. 420). Kaupmálabréf þeirra Hallvarðs Ámundssonar og Valgerðar Keneksdóttur, frændkonu Olafs biskups Rögnvaldssonar, en kaupmálinn fór fram á Hólum 23. Nóv. 1466.
Magnúsi Björnssyni dæmdur reki fyrir Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi.
Samningur þeirra Jóns Sigmundssonar og Runólfs Höskuldssonar um Ásskóg, er Jón eignaði jörðunni Vindheimum á Þelamörk.
Maqnús Benediktsson fær Þorleifl Björnssyni til fullrar eignar þá peninga, jörð og kúgildi til eptirkæru, sem Torfi Arason lofaði Magnúsi fyrir jörðina Ingveldarstaði á Reykjaströnd.
Einar ábóti á Munkaþverá selur Árna bónda Höskuldssyni tuttugu hundruð í jörðunni Vík á Seltjarnarnesi (Reykjavík) og skilur af sér kirkjufyrnd, fyrir Tyrfingsstaði í Skagafirði.
Ólafur prestur Guðmundsson afleysir Þorstein Guðmundsson af annarri barneign með Guðrúnu Ásmundsdóttur, svo og af öllum öðrum brotum við heilaga kirkju, dags.
Grímur prestur Þorsteinsson afleysir Jón murta Narfason og Dýrunni Þórðardóttur af fyrstu barneign þeirra í fjórmenningsfrændsemi.
Afrit og útdrættir af fjórum bréfum um mál þeirra Hrafns lögmanns Brandssonar og Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1481:
Finnbogi Jónsson, kóngs umboðsmaður í Þingeyjarþingi, kyrrsetur alla þá peninga sem saman stóðu á Þverá í Hnjóskadal (Fnjóskadal) á búi Bjarna Ólasonar, sem sakaður er um að hafa lagst með dóttur sinni.
Samningur Eyjólfs bónda Arnfinnssonar og Odds bónda þorkelssonar um arf þann, er Eyjólfi hafði fallið eptir Guðrúnu Arnfinnsdóttur systur sína.
Sveinn Bjarnarson gefur Ara Magnússyni lögmála á kotum sínum hálfri Skálavík og Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Útdráttur.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LIX, 31.
Ingibjörg Snæbjarnardóttir gefur Finnboga Jónssyni nýtt umboð og kvittar fyrir um liðið.
Tveir tvíblöðungar. Sá fyrri inniheldur tvö atriði sitt á hvoru blaði: α. Vitnisburður Jóns Björnssonar um landamerki milli Harastaða og Klömbur í Vesturhópi eftir lýsingu herra Ólafs Hjaltasonar, 1595. β. Bréf Jóns Björnssonar til sr. Arngríms (Jónssonar) þar sem hann segist hafa sent honum skrif um Kárastaði og vitnisburðinn í α, 2. apríl 1595. Síðari tvíblöðungurinn er nokkuð skemmdur en efni hans virðist vera: γ. Skipti á milli sjö dætra Jóns heitins Björnssonar.
Loftur Tjörvason og Þóra Nikulásdóttir kona hans selja Birni Einarssyni jörðina Fót í Seyðisfirði og handleggja aleigu sína í hans vernd og umboð.
Jón Einarsson gefur Þorsteini presti Jónssyni í próventu með sér þrjátíu hundruð er Þorsteinn skuldaði fyrir hálfa jörðina í Sólheimum.
Jón Þórðarson selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina Norðtungu í Borgarfirði fyrir sextíu hundruð og geldur Björn í mót jörðina Skuggabjörg í Deildardal fyrir tuttugu hundruð og fjörutíu hundruð í vel virðu góssi.
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra Björns Þorleifssonar og Jóns dans Björnssonar um Reykhóla, og um yfirgang Jóns á Reykhólum (DI VII:653).
Jón ábóti í Þykkvabæ, síra Þorkell Guðbjartsson og fjórir menn aðrir meta stað og kirkju á Grenjaðarstöðum eftir tilnefning Jóns prests Pálssonar.
Böðvar Finnsson selur Magnúsi Þorkelssyni Dálkstaði á Svalbarðsströnd fyrir Þverá í Svarfaðardal með þeim atkvæðum er bréfið greinir.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um laxveiðirétt Laugarnesskirkju í Elliðaám.
Vitnisburður Odds Ásmundssonar lögréttumanns um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum, nema álnar kefli, og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Dómur sex manna útnefndur af Þorsteini Finnbogasyni konungs umboðsmanni í Þingeyjarþingi, er dæmir fullmektugt í allan máta konungsbréf, er kvitta Bessa Þorláksson af vígi Halls Magnússonar, svo og dagsbréf Finnboga lögmanns, og Bessa lögráðanda fjár síns (DI VIII:528).
Vitnisburður þriggja manna, að Sigríður Árnadóttir sór þess fullan bókareið fyrir Oddi Ásmundssyni lögmanni að hún hefði engum selt né gefið hálfa Stokkseyri nema Jóni Ólafssyni, og ekki gefið Árna Sæmundssyni, syni sínum, fimmtán hundruð í þeim helmingi jarðarinnar og engum fjörufar fengið í greindum jarðarparti.
Vitnisburður fjögurra manna að Ormur Einarsson hefði sagt að Solveig Þorleifsdóttir hefði sýnt sér innsigli þau er hún hefði tekið af sr. Halli Jónssyni í kirkjunni í Flatatungu og að Ólafur Filippusson hefði meðkennt að hafa í sama sinn tekið af sr. Halli liggjandi það bréf er hann hafði og fengið Solveigu.
Ari Andrésson bóndi gefur Ormi Guðmundssyn (bróðursyni sínum) með samþykki, jáyrði og upplagi Þórdísar Gísladóttur konu sinnar og Guðmundar Andréssonar, jarðirnar Kamb, Kjós, Reykjafjörð, Naustvíkur, Kesvog og Ávík, allar fyrir sextigi hundraða, liggjandi á Ströndum, og þar með tuttugu málnytukúgildi, og skyldi Ormur taka að sér jarðirnar, þegar hann væri leystur úr föðurgarði.
Þorkell Bergsson fær Guðrúnu Andrésdóttur konu sinni þrjátíu hundruð upp í jörðina Dálkstaði á Svalbarðsströnd og þrjátíu hundruð í lausafé, og átti Guðrún svo mikið fé í hans garð.
Vitnisburður Diðriks Jakobssonar um það hvernig Sveinseyri í Tálknafirði var skipt þegar hann bjó á hálfri jörðinni á móti Lassa Jakobssyni heitnum bróður sínum.
Þorsteinn Einarsson gefur Brandi Halldórssyni með sér í próventu jörðina Skálá í Sléttuhlíð með tilgreindum rekum og að tilskildu ýmsu.
Magnús Þorkelsson, selur Böðvari Finnssyni og Jóni Þorsteinssyni jörðina Þverá í Svarfaðardal fyrir Dálksstaði á Svalbarðsströnd
Dómur tólf presta, útnefndur af Sveinbirni Þórðarsyni officialis Hólabiskupsdæmis, um ákæru séra Jóns Broddasonar, ráðsmanns heilagrar Hólakirkju, til Runólfs Þórarinssonar, að hann hefði fullan styrk til veitt og samþykki þegar rænt var í Miklabæ og staðurinn gripinn. Er Runólfur dæmur í bann og gert að greiða séra Jóni það sem hann hafði misst.
parchment
Dómur sex klerka útnefndur af Goðsvin (Gozewijn Comhaer) biskupi í Skálholti um kæru Eiríks Krákssonar í Skarði til Eyjólfs Þorvaldssonar, að hann hafi eigi haldið dóm séra Jóns Pálssonar er hann dæmdi honum um reikning kirkjunnar í Skarði á Landi.
Baltazsar af Damme, hirðstjöri á íslandi, Ólafr Loptsson og fjórir menn aðrir votta, að Sveinn Bergþórsson og Guðný Jónsdóttir, kona hans, seldu Lopti Guttormssyni jarðirnar Ásgeirsár báðar í Víðidal, og kvittar Loptr þau fyrir fimmtíu hundraða skuld, og lofar að lúka þeim aðra fimtigi hundraða í tilteknu lausafé.
Tylftardómur klerka útnefndur af Stepháni biskupi í Skálholti, um kærur biskups til Björns Guðnasonar fyrir dómrof, misþyrming á Jörundi presti Steinmóðssyni og fleira; dæma þeir Björn óbótamann, fallinn í bann í sjálfu verkinu og fé hans öll föst og laus fallinn undir konung og biskup. Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLII, 24. Bæði bréf eru prentuð í DI VIII, nr. 238.
Vígslu- og aflátsbréf Holtskirkju í Saurbæ útgefið af Sveini biskupi í Skálholti.
Séra Einar Hallsson veitir Magnúsi Jónssyni sýslumanni í Þingeyjarþingi vitnisburð um að Þorleifur heitinn Grímsson meðkenndist að hann hefði gefið Guðnýju systur sinni jörðina hálfa Mannskapshól á Höfðaströnd á giftingardegi hennar 25. október 1517, og þar til 30 hundruð í peningum. Þar með hefði Þorleifur heitið að afhenda þessa peninga Jóni Stullasyni bónda hennar þegar hann vildi við taka.
Skiptabréf Margrétar Vigfúsdóttur með Ingibjörgu, Guðríði og Ragnhildi dætrum sínum.
Bréf Kristjáns konungs hins fyrsta urn útlenda vetrarlegumenn á Íslandi og um skuldir við kirkjurnar. Texti transskriptsins neðst í bréfinu er prentaður í DI VI, nr. 436.
Afrit af transskriftarbréfinu AM Dipl. Isl. Fasc. XXI, 20, sem er afrit tveggja dómsbréfa, báðir dómar útnefndir af Erlendi Erlendssyni sýslumanni í Rangárþingi: 1. Dómur um Dals- og Kollabæjarmál Þorleifs Björnssonar, og hafði umboðsmaður Þorleifs stefnt Guðmundi Eiríkssyni um hald á Kollabæ (30. október 1475). 2. Dómur um mál þeirra Þorleifs Björnssonar og Helga Teitssonar um Efra-Dal undir Eyjafjöllum; dæma þeir Helga Dal en Þorleifi aðgang að Kollabæ í Fljótshlíð (23. október 1475).
Dómur sex manna útnefndur af Birni Guðnasyni sýslumanni milli Geirhóls og Langaness um tíundarhald Einars Sveinssonar í þrenna tólfmánuði, og dæma þar allt fé hans ótíundað fallið undir kóng og biskup.
Tylftardómur útnefndr af Hrafni lögmanni Brandssyni um það, hver vera skyldi umboðsmaðr Orms Bjarnasonar.
Jón Þórðarson og kona hans Margrét Jónsdóttir selja Magnúsi Jónssyni, herra Eggerti Magnússyni til handa, jörðina Raknadal fyrir lausafé. Einnig lofar Magnús að allur hugmóður og sakferli sem hafði farið milli Jóns og Eggerts skyldi kvitt og niðurslegið.