Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Kaupmálabréf Árna Péturssonar og Þuríðar Þorleifsdóttur.
Dómur þar sem kaupmálabréf Björns Benediktssonar og Elínar Pálsdóttur er dæmt löglegt í öllum greinum og jörðin Reykhólar metin fullkomin eign Elínar. Á alþingi 1. júlí 1598.
Vitnisburður um landamerki á milli Skálavíkur og Jökulkeldu í Mjóafirði. Á Skálavík, 24. desember 1605.
Séra Árni Ólafsson og kona hans Hólmfríður Bjarnardóttir selja herra Oddi Einarssyni jörðina Litla-Bakka í Kirkjubæjarþinghá. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 25. maí 1605; bréfið skrifað í Eydölum í Breiðdal einni nóttu síðar. Útdráttur.
Afrit af skikkunarbréfi Ólafs biskups Rögnvaldssonar um sálumessur á Hólum í Hjaltadal. Uppskrift af bréfi Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups, dagsettu 30. júlí 1479, um sálumessur á Hólum í Hjaltadal.
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.
Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bóndajarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd.
Guðrún Einarsdóttir greiðir Ara Magnússyni 60 hundruð í jörðinni Óslandi í Miklabæjarkirkjusókn í sín þjónustulaun. Á Laugarbrekku, 15. september 1607; bréfið skrifað á sama stað nokkrum dögum síðar.
Ingibjörg Guðmundsdóttir selur föður sínum Guðmundi Illugasyni jörðina Sveinungsvík í Þistilfirði en sálugur Nikulás nokkur hafði gefið henni jörðina. Séra Þorsteinn Illugason bróðir Guðmundar er umboðsmaður hans í þessum kaupum og fær hann Ingibjörgu ofan á kaupverðið kross og kápu. Á Múla í Aðalreykjadal 3. apríl 1596.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni Tröð í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa Sveinseyri í Hraunskirkjusókn. Í Vigur, 11. desember 1604; bréfið skrifað í Þernuvík 28. desember sama ár. Útdráttur.
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.