Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Tylftardómur klerkar, útnefndur af Jóni biskupi á Hólum, um vantrúar- og villumenn.
parchment
Helgi Guðinason lögmaður úrskurðar helmingafélag þeirra hjóna Þorvarðs Loftssonar bónda og Margrétar Vigfúsdóttur löglegt og óbrigðilega haldast eiga samkvæmt réttarbót Hákonar konungs háleggs um félagsgerð hjóna frá 1306.
Dómur um klögun Þórðar Þorleifssonar er hann veitti Magnúsi Björnssyni að hann héldi fyrir sér jörðunum Torfufelli og Villingadal sem faðir sinn og bróðir hefðu sér gefið til kvonarmundar. Jarðirnar dæmdar Þórði og Magnúsi gert að greiða Þórði slíka peninga sem hann hefur haft af þessum jörðum.
Helmingalagsbréf Magnúsar Þorkelssonar og Kristínar Eyjólfsdóttur.
Bréf fjögra manna um viðtal þeirra Finnboga Jónssonar og Guðmundar Húnrauðssonar um eignarheimild þeirra fyrir Jörðunni Eystri-Görðum í Kelduhverfi, og að Finnbogi lýsti Jörðina sína eign og óheimilaði Guðmundi hana.
parchment and paper
Vitnisburður Jóns Jónssonar um landamerki jarðarinnar Hamars í Laxárdal.
Höskuldur Runólfsson selur Arnfinni bónda Þorsteinssyni jörðina Tungufell í Svarfaðardal en Arnfinnur gefur á mót jarðirnar Lund og Nefstaði í Fljótum og þar með tíu kúgildi.
Vitnisburður Þrúðu Jónsdóttur um landaágreining á milli Hóls í Svartárdal annars vegar og Hvamms og Kúastaða hins vegar.
Afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Sveinbjörn og Vigfús Oddssynir fá Hákoni Jónssyni til fullrar eignar gegn lausafé jörðina Kirkjuból í Skutulsfirði, sem þeir höfðu erft eftir föður sinn.
Þorbjökn Bjarnason selr Sveini Jónssyni tólf hundruð og tuttugu í jörðunni Sveinseyri í Tálknaíirði, jörðina Lambeyri, flmm hundruð í Fossi í Otrardalsþingum, áttatigi álnar ens sjöunda hundraðs í Skriðnafelli á Barðaströnd og partinn í Selskerjum, er liggr fyrir Hrakstaðaleiti, fyrir Bæ og Hrafnadal í Hrútafirði, Hvítahlíð í Bitru og tíu hundruð fríð.
Guðmundur Andrésson gefur og geldur Þorbirni Jónssyni frænda sinum jarðirnar Kaldbak og Kleifar í Kallaðarnesskirkjusókn, að tilgreindum rekum, og lofa þeir hvor öðrum styrk og hjástöðu að halda peningum sínum. ATH AM nr. bréfsins hefur misritast í DI. Þar stendur XXXIII, 17 í stað XXXIV, 17.
Kaupmálabréf Vigfúsar Ívarssonar og húsfrú Guðríðar Ingimundsdóttur.
Vitnisburður tveggja manna að þeir hafi afhent þá sömu peninga í Björgvin í Noregi, sem Vigfús bóndi Erlendsson sendi fram unga herra Kristjáni konungi sem voru 20 hálfstykki klæðis og 80 Rínargyllini.
Bróðir Asbjörn Vigfússon og sex menn aðrir votta, að þeir hafi verið til nefndir af bróður Jóni Hallfreðarsyni officialis heilagrar Hólakirkju að meta staðinn og kirkjuna á Mel í Miðfirði.
Vitnisburðarbréf um bókareiðslýsingu Teits Magnússonar fyrir Haldóri Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni milli Hítarár og Skraumu, um drukknan Ara bónda Guðmundssonar og peningamál Guðmundar Arasonar.
Jón Sigmundsson lögmaður staðfestir skilríki og dóm um landeign Bólstaðar í Steingrímsfirði eftir vitnisburð frá Guðmundi Loftssyni.
Kaup- og landamerkjabréf um Hallgilsstaði í Fnjóskadal, samhljóða næsta bréfi á undan, nema að dagsetningu. Lýsing á því er: Helgi Sigurðsson selr Brynjólfi Magnússyni jörðina Hallgilsstaði í Fnjóskadal fyrir 37 hundruð í lausafé, og tilgreinir landamerki.
Bréfið hefst á vitnisburði sem gerður er á Héðinshöfða 1547 um lestur bréfsins sem síðan fylgir í transskripti en frumrit þess er ekki til. Þar segir að Eirekur Ívarsson, Hallur Ketilsson, Hans Runk og Jón Antoníusson votti að Halla Kolbeinsdóttir selji Finnboga Jónssyni lögmanni sex hundruð í jörðinni Garði við Mývatn fyrir fjögur hundruð í lausafé, með öðrum greinum.
Ólafur biskup Hjaltason gerir um ágreining Nikulásar Þorsteinssonar og síra Halldórs Benediktssonar um reikningsskap Munkaþverárklausturs og kirkju.
Afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Jón Ólafsson prestur selur Eyjólfi Gíslasyni bónda jörðina Skjallandafoss á Barðaströnd og kvittar hann um andvirði hennar.
Árni Þorsteinsson selr Magnúsi Þorkelssyni svo mörg hundruð, sem hann átti í jörðunni Grenivík, með samþykki Þorbjargar Eyjólfsdóttur konu sinnar, fyrir Hæringsstaði í Svarfaðardal, en Magnús skyldi gefa í milli tíu kúgildi og tuttugu og sex fjórðunga smjörs.
Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason votta að Ólöf Loftsdóttir fékk Gerrek gullsmið í Hafnarfirði gull og silfur er skyldi koma upp í jarðir Guðmundar Arasonar er Björn Þorleifsson hafði keypt, og lofaði Gerrek að fá konungi þessa peninga fyrir hönd Björns og Ólafar.
Kaupmálabréf Einars Oddssonar og Ásu Egilsdóttur.
Skiptabréf eftir Ólöfu Loftsdóttur milli Þorleifs og Einars Björnssona.
Tylftardómur útnefndur af Finnboga Jónssyni, umboðsmanni konungs í Þingeyjarþingi, um vopnaviðskipti þeirra Hrafns Brandssonar og Magnúsar Þorkelssonar.
Þrír menn votta að Runólfur Sturluson hafi tveimur árum fyrr selt Magnúsi syni sínum jörðina Laugaland fyrir sextíu hundruð og hafi Magnús á móti lagt jörðina á Kamphóli í Hörgárdal fyrir þrjátíu hundruð og hitt í lausafé.
Salómon Einarsson fær hústrú Ólöfu Loftsdóttur fullkomið umboð um næstu þrenna tólf mánuði á öllum þeim peningum er hann átti hjá Einari Oddssyni og Salómon hafði til erfða fallið eftir Sumarliða heitinn Guðmundsson móðurföður sinn og skyldi hún vera þeirra réttur sóknari, en hún skyldi fá Salómoni jörðina Hjarðarholt.
Sæmundr Jónsson selr Sigmundi Guðmundssyni alla jörðina Brú í Jökulsdal fyrir hálft þrettánda hundrað í Ytri-Sólheimum í Mýdal og þar með sök og sókn a Sólheimum í hendr Pétri Arasyni.
Tylptardómur útnefndr af Finnboga lögmanni Jónssyni um arf Sveins Sumarliðasonar eptir Eirík Loptsson afa sinn, einkum um Grund í Eyjafirði, er nú lá „verndar og forstöðulaus og í eyði sett“
Sex menn útnefndir af herra Guðbrandi Þorlákssyni go Jóni Björnssyni, kóngs umboðsmanni í Hegranesþingi, dæma Magnús Björnsson, eignarmann Hofkirkju á Höfðaströnd, löglegan sóknara tíundanna á Hofi síðan biskup Jón seldi Hrafni lögmanni og Þórunni konu hans sagða jörð árið 1528.
Vitnisburður fjögurra manna um útgreiðslu Björns Þorleifssonar til Gottskálks biskups á hundrað hundraða skuld til Hans Kurkugh í Noregi, og hafði Krukugh lánað Birni það fé.
Jón Sigurðsson selur Birni bónda Benediktssyni hálfa Möðruvelli í Eyjafirði, er hann hafði erft eftir móður sína Þóru heitna Aradóttur, fyrir Kristnes og Kropp, báðar liggjandi í Eyjafirði, að því gefnu að Þorleifur bóndi Bjarnason og Elen Benediktsdóttir samþykki sölu á Kristnesi.
Úrskurðarbréf Jóns lögmanns Sigmundssonar um það hver væri réttur eigandi að jörðinni Nesi í Grunnavík.
Andrés Guðmundsson selur, með samþykkir Þorbjargar Ólafsdóttur konu sinnar, Guðmundi Stefánssyni jörðina Arnarstapa undir Jökli, en Guðmundur geldur í mót, með samþykki Hildar Svarthöfðadóttur konu sinnar, alla jörðina Köldukinn í Staðarfellskirkjusókn.
Eignaskiptabréf þeirra Barðsbræðra, Halldórs, Hrafns og Snjólfs Brandssona.
Eiríkur prestur Sumarliðason stefnir Finnboga lögmanni Jónssyni á tveggja ára fresti fram fyrir erkibiskupinn í Niðarósi og ríkisráðið um hald á Grund og Grundareignum í Eyjafirði og öðrum arfi eftir Eirík Loptsson (DI VII:646).
Páll prestur Bjarnason selur Sigríði Þorsteinsddttur jörðina Kambsnes í Laxárdal og kvittar fvrir fyrir andvirðinu.
Vottað afrit tveggja manna af bréfi þar sem Sveinbjörn og Vigfús Oddssynir fá Hákoni Jónssyni til fullrar eignar gegn lausafé jörðina Kirkjuból í Skutulsfirði, sem þeir höfðu erft eftir föður sinn.
Árni Gunnlaugsson selur Hauki Finnssyni jörðina Skáney í Reykjadal fyrir jörðina undir Hömrum í Reykjadal og lausafé.
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri.
Ingibjörg Salómonsdóttir ber þann vitnisburð að Valgerður Gunnlaugsdóttir hafi sagt henni að Solveig Björnsdóttir hafi látist á eftir syni sínum, Jóni Pálssyni, og bróðurdætrum, Ólöfu og Þorbjörgu, í sóttinni miklu.
Einar Ásmundsson og kona hans Málfríður Bjarnadóttur fá syni sínum Bjarna Einarssyni til fullrar eignar hálfan Espihól og Merkigil en Bjarni handleggur föður sínum jörðina Kollstaði.
Vitnisburður fjögurra presata að Björn Guðnason hafi svarið Stepháni biskupi fullan bókareið að því, að hann skyldi gjalda kirkjunni í Vatnsfirði og Aðalvík alla þá peninga, er hann hefði frá þeim tekið eða hans menn, og sór Þorleifur Örnólfsson að veita sitt fylgi til að þetta yrði efnt. Sór Björn og að vera biskupinum til gagns og góða, kirkjunnar kennimönnum og staðarins mönnum í Skálholti, og lofaði bót og betrun bæði í skriptum og fjársektum.
Reikningsskaparbréf Finnboga Jónssonar við Diðrik hirðstjóra Pining um þriggja ára skatt af Þingeyjarþingi.