Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Þorkell Jónsson eldri selur Hákoni Björnssyni Götu í Selvogi fyrir lausafé en hluti fésins skal greiðast Borstrup Giedde til Tommerup höfuðsmanni, svo fremi sem höfuðsmaðurinn útvegi Þorkeli landsvist af konunginum.
Einar Nikulásson og kona hans Kristrún Jónsdóttir selja Guðmundi Illugasyni jörðina Rúgstaði í Eyjafirði.
Þorleifur Sigurðsson selur Jóni Björnssyni jörðina Kotá í Eyjafirði fyrir Litla-Eyrarland í Eyjafirði.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi
Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað í Hjarðar[dal] í Dýrafirði 1. maí 1596.
Vitnisburður Guðmundar Oddssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað á Hrauni í Dýrafirði 20. september 1596.
Árni Oddsson gefur syni sínum Daða Árnasyni jarðirnar Hól og Geitastekka í Hörðudal, Einholt í Krossholtskirkjusókn og hálfan Keiksbakka á Skógarströnd.
Kaupbréf um Ás i Vatnsdal.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum
ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Kaupmáli Daða Árnasonar og Kristínar Jónsdóttur, gerður á Þingeyrum í Vatnsdal 19. desember 1596.
Ættleiðingarbréf Helgu og Þórunnar (ríku) Jónsdætra gert á Skútustöðum við Mývatn 6. júní 1596.
Kaupmáli Páls Jónssonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur gerður undir Múla á Skálmanesi 8. ágúst 1596; bréfið skrifað ári síðar.
Skiptabréf eptir Jón Einarsson á Geitaskarði.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Magnús Björnsson gefur lagaumboð Jóni Björnssyni bróður sínum vegna klögunarmáls Árna Geirmundssonar um Veturliðastaði í Fnjóskadal. Skrifað nær Hofi á Höfðaströnd 18. júní 1597.
Sunnefa Björnsdóttir lofar Tómasi Pálssyni að Sæmundur Árnason skuli fyrstur kaupa Steinólfstaði og Mærðareyri þá hún vildi þær selja. Gert á Steinólfsstöðum 4. júlí 1596; bréfið skrifað á Stað í Grunnavík 13. mars 1597.
Bréf að síra Hallvarðr Bjarnason hafi geflð Marteini Þorvarðssyni og Sigríði konu hans hálfa jörðina Villinganes í
Goðdalakirkjusókn.
Ari Ormsson og Sigríður Þorsteinsdóttir selja Þorleifi Bjarnasyni hálfa jörðina Hraundal í Álftatungukirkjusókn. Á Borg í Borgarfirði 19. september 1596.
Ari Jónsson selur Sæmundi Árnasyni tíu hundruð upp í Eyri í Önundarfirði. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Sex menn lýsa því hvert ástand kirkjunnar á Holti undir Eyjafjöllum var þegar séra Árni Gíslason meðtók staðinn árið 1572. Skrifað á Holti 21. apríl 1598.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara
í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu
þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar,
svo að hún var blóðug.
Helga Aradóttir lýsir sig lögarfa eftir föðursystur sína Þórunni heitna Jónsdóttur og gefur dóttur sinni Elínu Pálsdóttur fjórðung þar af með meiru. Á Munkaþverá 20. ágúst 1598.
Dómur sjö klerka og sjö leikmanna útnefndur af Jóni biskupi Arasyni, „er þá hafði kongsins umboð í Vöðluþingi“,
um ákœru Jóns Magnússonar til Gísla prests Guðmundsson
ar vegna Kristínar Eyjólfsdóttur móður sinnar um aðtöku
Gísla prests á arfi eptir Finn heitinn Þorvaldsson systurson
Kristínar.
Guðbrandur Oddson gefur herra Odd Einarsson kvittun og ákærulausan fyrir andvirði Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 1. ágúst 1607.
Skiptabréf systkinanna Jóns Vigfússonar og Þorbjargar Vigfúsdóttur. Í Klofa á Landi 20. júní 1606.
Séra Snæbjörn Torfason selur Bjarna Sigurðssyni hálfar Brekkur í Gunnarsholtskirkjusókn en fær í staðinn Hrafnagil í Laxárdal. Útdráttur. Á Þingvöllum, 30. júní 1606.
Einar Jónsson („Eylerdt Johansen“) selur Herluf Daa jörðina Vatnsdal („Wartess dhall“) á Barðaströnd, í Dalskirkjusókn. Bréfið er skrifað á þýsku í Hamborg einhvern tíma á árabilinu 1606–1616.
Jón Sigurðsson og kona hans Sigríður Torfadóttir selja Jóni Björnssyni, vegna Snæbjarnar Torfasonar, jarðirnar Sandeyri á Snæfjallaströnd, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Steingrímsfirði. Í staðinn fá Jón og Sigríður Brandsstaði og Bollastaði í Blöndudal. Landamerkjum lýst og skilmálar settir. Í Kristnesi í Eyjafirði, 13. júní 1606.
Falsbréf um jörðina Dynjandi í Grunnavík.
Page 84 of 149
















































