Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Snorri Hallgrímsson og Nikulás Þorstcinsson kvitta húsfrú Margréti Vigfúsdóttur og Markús Magnússon umboðsmann hennar af umboði þeirra og meðferð á peningum eptir Einar Þorsteinsson, er konum nefndra manna féllu til erfða og umboðs.
Fjórir menn votta um jarðaskipti og jarðakaup þeirra Þorgils Jónssonar og Ingunnar Brynjólfsdóttur konu hans, Benedikts Brynjólfssonar og Bjarnar Einarssonar.
Þorkell Einarsson selur bróður sínum Örnólfi jörðina hálfa Hvilft í Önundarfirði fyrir jörðina hálfa Höfða í Dýrafirði og nokkurt lausafé.
Óheilt afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Dómur níu presta og þriggja djákna útnefndur af séra Sveinbirni Þórðarsyni officialis Hólabiskupsdæmis um ákæru séra Jóns Broddasonar officialis sama biskupsdæmis og ráðsmanns heilagrar Hólakirkju til Þórhalls Þorvaldssonar er verið hafði með séra Sigmundi Steinþórssyni og hans fylgjurum að Miklabæjarrán.
Þetta er skráning fyrir XXII, 14a Jarðakaupabréf þeirra Jóns Þorkelssonar og Finnboga Jónssonar um Þverá í Laxárdal, Jörfa í Haukadal, Hofstaði við Mývatn, Hamra og Hornstaði í Laxárdal, og eru til greind landamerki og ítök jarðanna. Transskript af bréfinu er í 14b, sjá DI VI, nr. 420.
Jón Arngrímsson selur Þorláki Arasyni Hrafnadal í Hrútafirði fyrir aðra jörð að sama virði í Dalasýslu. Þorlákur lofar jafnframt að greiða Jóni árlega landskyld þar til Jón fær nefnda jörð.
Skólastika Magnúsdóttir og Einar Grímsson gefa Magnús Þorkelsson kvittan um allar þær sakir, er þau máttu til hans tala og hans manna, en Magnús kvittar þau í mót af öllum sökum, að luktum þeim tveim hundruðum, er Einar varð honum skyldugur.
Jón Ásgrímsson selur Helga Ásgrímssyni jarðirnar Sirisstaði, Bitru og Haus (Háhús) í Kræklingahlíð fyrir hálfar jarðirnar Voga við Mývatn, Breiðamýri í Reykjadal og Bjarnastaði í Bárðardal.
Jón Pálsson prestur afhendir Jón Finnbogasyni jarðirnar Böggustaði og Brimnes í Svarfaðardal til ævinlegrar eignar fyrir sextíu hundruð en Jón Finnbogason lætur í móti jörðina Reyki í Ólafsfirði fyrir þrjátíu hundruð og þrjátíu hundruð í lausafé, er Jón prestur varð honum skyldugur í sárabætur fyrir Svein Þorkelsson og syni hans Þorkel og Björn og mág hans Gísla Pétursson.
Vitnisburður að Einar Þórólfsson játaði að hann hefði í umboði Diðriks Pínings tekið tveim lestum skreiðar af Þorleifi Björnssyni í skuldir Solveigar Þorleifsdóttur til konungs og fyrir þá skreið hefði Solveig fengið Þorleifi hálfar Akureyjar til fullrar eignar.
Jón Ólafsson lýsir því að hann hafi verið viðstaddur á Espihóli í Eyjafirði á hvítasunnu 1553 þegar Jón Oddsson festi Hallóttu Magnúsdóttur sér til eiginkonu með samþykki Einars heitins Brynjólfssonar, sem þá var hennar giftingarmaður (lögráðamaður).
Vitnisburður um nokkur líkindi til samræðis milli Bjarna Óttarssonar og Valgerðar Guðmundardóttir.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XXIV, 20, sem er tylftardómur, útnefndur á Öxarárþingi af Hrafni lögmanni Brandssyni, um vígsmál Gísla Filippussonar, er hafði slegið í hel Björn Vilhjálmsson.
Sölvi Árnason, með samþykki konu sinnar Þórunnar Björnsdóttur, selur Einari Magnússyni tíu hundruð í Stóru-Reykjum í Flókadal fyrir lausafé.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Sigurði Árnasyni Neðra-Skarð í Leirársveit og Ás í Melasveit fyrir Hvalnes í Lóni og hálfa Þórisstaði í Ölfusi.
Vigfús hirðstjóri Erlendsson veitir Þorsteini Finnbogasyni sýslu á milli Vargjár og Úlfdalafjalla.
Tylftardómur útnefndur af Eggert Hannessyni kongs umboðsmanni í Þorskafjarðarþingi, um áverka Ólafs Gunnarssonar við Brynjólf Sigurðsson.
Vitnisburður Steins Sigurðssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal.
Þórður Jónsson selur systursyni sínum Þórði Árnasyni sextán hundruð í jörðinni Reyðarfelli í Borgarfirði og tekur undir sjálfum sér fimm hundruð er hann hafði haldið í þrettán ár af móðurarfi Þórðar Árnasonar og þrjú hundruð í ábata en setur engin söl á hinum helmingi jarðarverðsins af því að Ásta systir hans hafði orðið fyrir fjárskakka í fornum arfaskiptum við sig og bræður sína.
Tveir menn votta, að Þorkell prestur Guðbjartsson hafi fyrir einu ári selt Ásgrími Jónssyni jörðiua Lundarbrekku í Bárðardal fyrir jarðirnar Höskuldstaði og Hól í Helgastaðaþingum og Haga í Grenjaðarstaðaþingum.
Guðbjörg Erlendsdóttir, með samþykki bónda síns Jóns Marteinssonar, selur Hákoni Björnssyni jörðina Götu í Selvogi fyrir lausafé.
DI VII, nr. 321 er transskiptabréfið, DI VI, nr. 250 er transskíberaða bréfið. Efni þess er: GunnarJónsson fær Ingveldi Helgadóttur jörðina Auðunarstaði í Víðidal til meðferðar, og skyldi hún standa fyrir peningum þeim, er Kristín Þorsteinsdóttir átti undir Lopti Ormssyni, og hafði feingið Ingveldi til fullrar eignar, en Bólstaðarhlíð fær hann Ingveldi til fullrar eignar, svo framt sú jörð yrði eign Stepháns Loptssonar, dóttursonar Gunnars.
Alþingisdómur tólf manna, útnefndur af Baltasar hirðstjóra, um mál Þorláks Vigfússonar og Jóns Ófeigssonar, fyrir hönd konu sinnar Guðrúnar Sæmundardóttur, um jörðina í Skarði í Landmannahreppi. Var jörðin dæmd Guðrúnu.
Sáttarbréf Stepháns biskups í Skálholti og Björns Guðnasonar um garðinn Vatnsfjörð (DI VII:612).
Erlingur Gíslason lýsir því að hann hafi tekið eiðfestan vitnisburð af Jóni Brandssyni um það að skipsherra Gerst Melen (Maulen) hafi fengið Eyjólfi Gíslasyni til frjáls forræðis og æfinlegrar eignar „það sama kaupskip og skipabrot öll er komið var á hans reka“.
Vitnisburður að Halldór Sigmundsson hefði gefið Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði til æfinlegrar eignar.
Vitnisburðarbréf um umboð Jóns Finnbogasonar á fé Ólafar Jónsdóttur haustið næsta eftir pláguna (1495) með þeim greinum, er bréfið hermir (DI VII:663).
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um ferjan og félegheit Torfa Finnbogasonar fyrir það er hann varð að skaða Þórði heitnum Björnssyni.
Vitnisburður Þorláks Auðunarsonar um skóginn Botnsdal í Tungulandi í Skutilsfirði, sem er eign Kirkjubólskirkju.
Vitnisburður að Svarthöfði Narfason heitinn hefði lýst því að hann ætti tíu hundruð í jörðinni Skoravík í móðurarf sinn, og hefði þau aldrei burt fengið né peninga fyrir tekið.
Þorvaldur Helgason selur Halldóri presti Tyrfingssyni, með samþykki og upplagi Valgerðar Ljótsdóttur konu sinnar, hálfa jörðina Hvammsdal í Saurbæ fyrir lausafé með þeim greinum er bréfið hermir.
Vitnisburðarbréf nokkurra helstu bænda fyrir sunnan land, til konungsins, um hirðstjórn og lögmennsku Vigfúsar Erlendssonar, og lýsa þeir yfir, að þeir vilji hafa hann að hirðstjóra eftir heitorðum Gamla sáttmála.
Vigfús Erlendsson lögmaður úrskurðar með lögréttumanna ráði Svein Jónsson kvittan um vígsmál eftir Högna Bjarnarson heitinn.
Kári prestur Bergþórsson selur Bjarna Þorsteinssyni jörðina Hnútstaði í Aðaldal fyrir lausafé.
Kæi fan Ánifell hirðstjóri veitir Birni Guðnasyni sýslu milli Geirhólms og Langaness (DI VII:644).
Einar Hálfdánarson selur Pétri bónda Loptssyni hálfa jörðina Ytradal í Eyjafirði og hálft Kambfell fyrir alls fjóra tigi hundraða og jörðina Geldingsá á Svalbarðsströnd með þeirri grein, er bréfið hermir.
Þórarinn Skálholtsbiskup staðfestir úrskurð séra Snorra kyngis officialis (um ærgjald úr Æðey til Vatnsfjarðarkirkju), sem og máldaga kirkjunnar.
Kaupmálabréf Jóns Gunnlaugssonar og Þóru Ketilsdóttur.
Guðrún Þorleifsdóttir gerir skipti meðal barna sinna, með samþykki séra Magnúsar Magnússonar, bæði á föðurarfi þeirra og og peningum öðrum sem hún vildi þeim gefa og gjalda.
Vitnisburður Gunnfríðar Jónsdóttur að hún hafi heyrt Magnús heitinn Jónsson lýsa því að hann gæfi Elínu dóttur sinni jörðina Ballará í staðinn fyrir jörðina Þóroddsstaði.
Samþykktarbréf á Alþingi um Vigfús Erlendsson og lögmennsku hans og lögmannsdæmi (DI VIII:667).
Vitnisburðir Ámunda Jónssonar og Jóns Höskuldssonar um landamerki milli Núps og Vestasta-Skála undir Eyjafjöllum.
Þrjú bréf í einu skjali. Prentuð í DI á fjórum stöðum. Transskriptabréfið sjálft: Ásgrímr prestr Guðbjartsson og tveir menn aðrir transskríbera þrjú jarðakaupabréf Möðruvallaklaustrs (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.328). a) Arngeir prestr Jónsson selr Auðuni ráðsmanni á Möðruvöllum fyrir hönd klaustrsins Torfuvík og jörðina á Gunnarstöðum fyrir lausafé, en með því skilyrði að hann eigi forkaupsrétt að hvorutveggja ef klaustrið láti aptr falt. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.275) b) Arngeir prestr Jónsson selr klaustrinu á Möðruvöllum jörðina Áland í Þistilfirði fyrir lausafé. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.278). c) Arnór prestr Jónsson selr með samþykki klaustrsins á Möðruvöllum séra Arngeiri Jónssyni jörðina Áland í þistilfirði, er hann áðr hafði selt klaustrinu, en klaustrið skilr nú rekana frá (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.299).
Ingveldur Helgadóttur ættleiðir dætur sínar Kristínu, Helgu og Guðnýju Þorleifsdætur með samþykki móður sinnar Kristínar Þorsteinsdóttur á Syðri-Ökrum í Blönduhlíð. Vottar eru Árni Einarsson, Einar Árnason, Símon Pálsson, Jón Þorgeirsson, Snorri Þorgeirsson, Magnús Ásgrímsson, Nikulás Jussason, Sigurður Jónsson og Jón Magnússon.
Einar Jónsson selur Indriða Úlfssyni tíu hundruð í Hóli í Sæmundarhlíð fyrir lausafé.
Aflátsbréf Stepháns biskups í Skálholti fyrir messugerð á bænhúsinu á Nesi í Grunnavík og góðleik við það.
Vitnisburður um kaup þeirra Sæmundar Jónssonar og Sigmundar Guðmundssonar um jarðirnar Brú og Sólheima í Mýrdal.