Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Nokkrir punktar Árna Magnússonar, teknir upp úr jarðakaupabréfi, um þessar jarðir sem fóru sölum 1606: Sandeyri í Ísafirði, Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Steingrímsfirði og Brandsstaði og Bollastaði, báðar í Blöndudal. Árni getur sérstaklega um skilmála sem seljandinn Jón Sigurðsson leggur á kaupandann séra Snæbjörn (Torfason).
Vitnisburður og eiður Jóns Arnórssonar prests í Einholti í Hornafirði að sú vörn sem hann hefur haft kirkjunnar vegna um þá fjöru sem Viðborðsmenn hafa áklagað undan kirkjunni sé rétt og falslaus. Á Einholti, 29. júní 1606.
Um lögmála Gísla Árnasonar fyrir Vestasta-Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Magnús Vigfússon og sonur hans Árni Magnússon staðfesta þann gjörning sem gerður hafði verið á Hofi í Vopnafirði árið 1592 um að jörðin Eiðar skyldi vera ævinleg eign Árna og skyldi hann hafa hana fyrir 60 hundruð í rétt erfðaskipti móts við önnur sín systkin. Að Eiðum, 12. september 1606.
Þorkell Gamlason og Sæunn Jónsdóttir endurnýja hjónabandsgjörning sinn á Hólum í Hjaltadal, 2. janúar 1608. Bréfið skrifað á Ökrum í Blönduhlíð 22. janúar sama ár.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Guðbrandur Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan og ákærulausan um andvirði jarðarinnar Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 3. apríl 1610.
Kolbeinn Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan um það andvirði sem Oddur hafði greitt Kolbeini fyrir part í Böðvarsdal. Á Hofi í Vopnafirði, 3. ágúst 1610; bréfið skrifað í Skálholti 9. október sama ár.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.
Page 85 of 149














































