Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Gjörningur og kaupskapur á milli hjónanna Magnúsar Guðnasonar og Helgu Guðmundsdóttur um jarðirnar Kópsvatn í Hrunamannahrepp, Hólshús í Flóa, Fjall í Ölfusi og Skálmholtshraun í Villingaholtshrepp. Í Stúfholti í Holtum, 9. apríl 1633.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Þorvaldur (búland) Jónsson kaupir Strúg í Langadal af Jóni Bergssyni fyrir þrjátigi hundraða.
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Hjálmur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir kona hans gefa Elínu Pétursdóttur fimm hundruð í góðum peningum í löggjöf. Á Torfufelli í Eyjafirði, 11. maí 1611; bréfið skrifað á Hólum í Eyjafirði sama dag.
Hannes Björnsson gefur Birni Þorleifssyni jörðina Eyri í Bitru.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Afhendingarbréf fyrir Eyrarlandi.
Guðrún Ólafsdóttir gefur manni sínum Helga Brynjólfssyni umboð til að selja Háafell í Hvítársíðu. Á Býjaskerjum, 7. júní 1611.