Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Testamentisbréf Magnúsar prests Einarssonar.
Vitnisburður Grímólfs Arngrímssonar um ágreining milli jarðanna Hóls í Svartárdal og jarðanna Hvamms og Kúastaða fyrir austan ána sem verið hafi í manna minnum.
Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum nema álnar kefli og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Jón ábóti á Þingeyrum selur, með samþykki fjögurra conventubræðra Þórði Þórðarsyni jörðina í Króki undir Brekku a tráskildum reka, fyrir jörðina Langamýri í Svínavatnsþingum.
Skúli bóndi Loptsson selr Tómasi Dorsteinssyni jörðina Vakrstaði í Halladal fyrir hálft átjánda hundrað og fimtán alnir í Hóii í Svartárdal, silfrkross, er vo mörk, átta stikur klæðis og þar til kúgildi.
Ólafur prestur Tumason lofar Jóni Sveinssyni fyrstum kaupi á Eyri í Bitru, ef Björn bóndi þorleifsson lofi og samþykki það.
Kaupmálabréf Magnúsar Magnússonar og Sigríðar Jónsdóttur, Ásgeirssonar.
Einar Ketilsson fær Jóni biskupi Vilhjálmssyni jörðina Stafshól í Hofsþingum er hann og Auðun bróðir hans erfðu eptir Helgu Þorfinnsdóttur frændkonu sína.
Jón Einarsson selur Örnólfi Einarssyni jörðina Breiðadal hinn fremra í Önundarfirði fyrir 14 hundruð í lausafé og kvittar Örnólf um andvirðið.
Vitnisburður Konráðs Sigurðssonar um viðurvist þá er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Sendibréf Kristínar Guðnadóttur til Jóns Asgeirssonar bónda síns.
Afrit af bréfi fjögurra manna sem votta að Oddur Ásmundsson fékk Torfa Arasyni hirðstjóra part úr Þorleiksstöðum í Skagafirði fyrir það að hann útvegaði Oddi lögmannsbréf frá konguni. Guðlaug Finnbogadóttir eiginkona Odds samþykkir gjörninginn.
Ormur biskup Ásláksson úrtekur alla kennimanns skylld á Giljá, eignarjörð Þingeyraklausturs.
Prófentugjörningur Árna bónda Bárðarsonar og Arngríms ábóta Brandssonar á Þingeyrum.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LVI, 16.
Vitnisburður séra Páls Brandssonar að séra Jón heitinn Brandsson, bróðir hans, hefði sagt sér að hann vildi ekki meðkennast að hafa selt Jóni lögmanni jörðina Garð í Ólafsfirði, né að hann hefði gefið Jóni lögmanni lagaumboð upp á Hall Magnússon eða Gunnlaug Ormsson, skyldmenni sín.
Þorgils Finnbogason fær Finnboga Jónssyni fjórðung í jörðinni Dritvík í Sauðaneskirkjusókn og alla þá hvalrekaparta sem Þorgils á um allt Langanes millum Fossár og Steins í Lambanesi.
Gyða Jónsdóttir fær Þorsteini presti Gruðmundssyni jörðina Þverá í Vestrárdal til fullrar eignar, eptir því sem hún varð eigandi í féskiptum eptir Gunnlaug bónda sinn, og gerir hún það með samþykki og upplagi barna sinna, en skilr sér framfæri hjá Þorsteini presti.
Tveir klerkar transskribera eptir gömlum og góðum registris og rekaskrám Þingeyraklaustrs máldaga um reka fyrir Melalandi.
Kristín Björnsdóttir (Vatnsfjarðar-Kristín) gefur Ólafi Jónssyni jörðina alla Reykjafjörð í Arnarfirði í þjónustulaun hans um tíu ár.
Gottskálk biskup á Hólum og administrator heilagrar Skálholtskirkju veitir hverjum þeim fjörutíu daga aflát, er með góðfýsi sækja til kirkju heilags Ólafs kongs í Vatnsfirði á tilgreindum helgidögum eða leggi kirkjunni lið, og svo fyrir ýmsa aðra guðrækni.
Kaupmálabréf Indriða Hákonarsonar og Guðrúnar Gísladóttur.
Uppskrift fimm vitnisburða um landareignina Krossavík í Vopnafirði; landamerkjum, eignum og ítökum lýst.
parchment and paper
Vitnisburður Jóns Björnssonar og Bjarna Sveinssonar um eignarhald Skarðs á Skarfaskeri.
Lögfesta Hákonar Gíslasonar um Núp undir Eyjafjöllum, lesin upp á manntalsþingi á Holti.
parchment and paper
Vitnisburður Þorkels Guðmundssonar um ágreining jarðarinnar Hóls í Svartárdal við jarðirnar Hvamm og Kúastaði.
Sr. Þorleifur Björnsson afhendir Árna Gíslasyni jörðina Borg í Króksfirði gegn því að Árni taki að sér bréf um arf Bjarnar Þorleifssonar, föður Þorleifs, og komi þeim fyrir konunginn.
Skúli Loptsson selur Sigmundi Einarssyni jörðina Silfrastaði í Skagafirði fyrir Álfgeirsvelli, Gegnishól og Yzta-Gil í Langadal.
Afrit af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar. Vantar framan á.
Þórólfur Brandsson og Guðrún Bjarnardóttir kona hans selja Kristínu Björnsdóttur í löglegu umboði Þorleifs Árnasonar bónda hennar jörðina Flatatungu í Skagafirði með gögnum og gæðum, en Kristín gefur í móti Syðri-Bægisá og skilur sér fyrstri kaup á þegar hún verði föl.
Transskiptið er í DI V, nr. 456. Efni transskiberaða bréfsins er í DI V, nr. 403: Styr Snorrason leggr Þórði Erlingssyni, dóttursyni sínum, til leyfis að hafa sjálfr eignarumboð á peningum sínum og annara systkina sinna, til þess, er hann er tvítugr eða giptr.
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir dóm Eggerts Hannessonar um Ólaf Gunnarsson (sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LI, 9).
Halldór Sveinsson handleggur Þorkatli Einarssyni þann part úr jörðunni Fremra-Hjarðardal í Dýrafirði er Páll bróðir hans handlagði honum, og þar til málnytukúgildi og hundrað ófrítt, gegn hálfu átta hundraði í jörðunni Tungumúla á Barðaströnd.
Jón prestur Gamlason selur Þorkeli presti Guðbjartssyni jarðirnar Strönd við Mývatn, Bæ og Bjarnastaði í Bárðardal og kvittar hann fyrir andvirði þeirra. Svo og kvittar hann Þorkel fyrir andvirði jarðarinnar Breiðumýrar er hann hafði selt honum.
Haukur bóndi Einarsson selur Birni bónda Þorleifssyni jarðirnar Hvassafell í Norðrárdal, Grjót í Þverárhlíð og Háfafell í Dölum fyrir það, sem Björn bóndi átti í Tungufelli í Hreppum, Jörðina Minni-Brú í Grímsnesi og enn tuttugu hundraða jörð.
Erlendur Gunnlaugsson selur Bjarna Ólasyni og konu hans Margréti Ólafsdóttur jörðina Öxará í Ljósavatnskirkjusókn.
Goðsvin biskup í Skálholti selur Skúla bónda Loptssyni jarðirnar Smyrlahvol og Giljaland í Haukadal fyrir jörðina hálfa á Bálkastöðum í Hrútafirði og tíu kúgildi að auk.
Sendibréf frá Guðbrandi Þorlákssyni til sonar hans Páls Guðbrandssonar á Þingeyrum, um ýmisleg erindi.
Samþykki Guðbrands Þorlákssonar biskups á dóminum í LX, 17.
Þorsteinn lögmaðr Ólafsson staðfestir alþingisdóm frá 29. Júní 1423 (Nr. 368) um Skarð á Landi, að það skuli vera erfðaeign Guðrúnar Sæmundardóttur.
Gottskálk Keniksson biskup á Hólum selur Ásgrími Þorkelssyni jörð Hólastaðar er heitir Haganes við Mývatn fyrir Steinnýjarstaði á Skagaströnd.