Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Eyrný Ólafsdóttir fær Sighvati Asgrímssyni jörðina að Bjargastöðum í Miðfirði til eignar, með tilgreindum ummerkjum.
Sigurður Hákonarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi skipstöðu á jörðinni Strönd í Selvogi fyrir fimm hundruð.
Þuríður Arngrímsdóttir selur síra Birni Jónssnui jörðina Gröf með kotinu Freysivíkurbakka, báðar í Miðfirði, fyrir þrjátíu hundruð i lausafé, en Hallur Arngrímsson fékk Þuríði systur sinni þessar jarðir móti æfinlegri framfærslu, auk fleiri greina, er bréfið hermir.
Hjónin Sigurður Oddsson og Þórunn Jónsdóttir gefa hvoru öðru allar sínar löggjafir. Á Hróarsholti í Flóa, 7. nóvember 1616; bréfið skrifað á Laugardælum í Flóa, 31. mars 1617.
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Árni Jónsson selur Jóni Vigfússyni þrjú hundruð og 40 álnir í Ölvaldsstöðum í Borgarkirkjusókn. Í Borgarhrepp, 24. september 1616; bréfið skrifað á Kalastöðum fáum dögum síðar. Útdráttur.
Sigurður Oddsson yngri og kona hans Þórunn Jónsdóttir afgreiða og handsala Árna Oddsyni jarðirnar Máná og Valadal á Tjörnesi og allt andvirði Galtalækjar í þá löggjöf sem sáluga Helga Jónsdóttir, kona Árna og systir Þórunnar, hafði Árna gefið úr sinni fastaeign. Sigurður og Þórunn tilskilja að Árni gjaldi þá peninga sem honum ber að svara af þeim arfi er Þórunn átti eftir sínar sálugu systur Helgu og Hólmfríði. Á Hróarsholti í Flóa, 24. desember 1616; bréfið skrifað í Skálholti 16. janúar 1617.
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Veitingarbréf séra Jóns Loftssonar fyrir Útskálum.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.