Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Finnur Jónsson kaupir Hjalla í Þorskafirði af Birni Jónssyni, bróður sínum.
Solveig Þorleifsdóttir selur Gottskálki biskupi á Hólum jörðina Núpdalstungu í Núpsdal fyrir gangandi fé og lausafé.
Vitnisburðarbréf um það að Ingvildur Helgadóttir hafi skilið sér aðra jörð jafngóða eða þá peninga, sem henni líkaði að taka, móti jörðinni Hvítárbakka í Borgarfirði, er hún fékk Einari Björnssyni og Sigurður Daðason varð vitni að.
Bannfæringarbréf Jóns biskups á Hólum yfir Daða Guðmundssyni i Snóksdal.
Vitnisburður Björns Bjarnasonar um viðurvist er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Vottorð Sigfúsar Torfasonar um að hann lofi að selja Þórði Jónssyni jörðina Meðaldal.
Eiríku Bárðarson selur Gunnsteini ábóta að Þingeyrum með samþykki konventubræðra bálfa jörð hvora Sauðanes og Syðri-Knjúka fyrir lausafé og áskildi sér borð á staðnum tveggja fardaga í milli.
Vitnisburður fimm manna um að sr. Narfi Böðvarsson prófastur hefði tekið fullan bókareið af annars vegar Guðrúnu Egilsdóttur og Magnúsi Ólafssyni og hins vegar Halldóri Hákonarsyni og Guðmundi Auðunarsyni um það að Neðri-Hlíð í Bolungarvík ætti tolllaust skip.
Einar Markússon og kona hans Gró selja Jóni Erlingssyni og konu hans Ingibjörgu sex hundruð í jörðunni Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði fyrir tólf hundruð í ganganda fé og lausafé, og lýsir Einar landamerkjum.
Grímur Pálsson lofar Halldóri frænda sínum Sigmundssyni tuttugu hundraða jörðu og tíu huudruðum í þarflegum peningum, ef hans heiðr við liggr.
Kaupmálabréf Þorkels Einarssonar og Ólofar Narfadóttur.
Helgi Jónsson gefur Steingrím Ísleifsson kvittan fyrir verð Skútustaða við Mývatn.
Vitnisburður Ljóts Helgasonar prests að Jón biskup Gerreksson hafi, þegar hann var í vísitasíu sinni á Reyhólum (1432), skipað sveinum sínum eftir beiðni Gissurar Runólfssonar að gera Filippusi Sigurðssyni einhverja ólukku, en þegar þess var getið að Filippus væri kominn í kirkju hafi biskup skipað sveinum sínum að taka hann þaðan því að hann skyldi hreinsa kirkjuna á morgun þótt hún væri saurguð í kvöld.
Þorleifur Egilsson lýsir mála Sigríðar Þórarinsdóttur konu sinnar og að hann hafi fastnað hana eftir guðs lögum og heilagra feðra setningum og lýsir öll þau börn sem hann á með henni skilgetin og arfborin.
Samningur séra Guðbjarts Eyjólfssonar ráðsmanns á Þingeyrum og Bjarna bónda Kolbeinssonar um rekaskipti með Brekknajörðum á Skaga.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að þeir hafi lofað að gefa Eyjólfi mókoll Magnússyni hvor um sig tuttugu hundruð til kvonarmundar ef hann kvæntist í þann stað að hann fengi fulla peninga í mót sínum.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að Þorkell hafi gefið Eyjólfi Magnússyni tuttugu hundruð til giftumála en Jón gefið Eyjólfi bróður sínum tíu kúgildi og tíu hundruð í þarflegum munum.
Afrit tveggja bréfa sem tengjast Teiti Gunnlaugssyni. 1. Alþingisdómur tólf manna útnefndur af Birni Þorleifssyni hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi, að Teitur Gunnlaugsson sé skyldur að hylla Kristján konung hinn fyrsta, en laus við Eirík konung (af Pommern). 2. Kvittunarbréf Björns Þorleifssonar hirðstjóra til Teits Gunnlaugssonar um sakir hans við Kristján konung hinn fyrsta.
Vitnisburður Magnúsar Snorrasonar og Þórðar Arnbjarnarsonar að bróðir Ólafur Magnússon hafi lýst hinu sama sem áður greinir um Dálksstaði.
Afhending lögmála í jörðina Látur í Mjóafirði.
Sveinbjörn ábóti á Þingeyrum kvittar Jón bónda Eyjólfsson fyrir jörðunum Sauðadalsá og Þremi, er hann hefir afhent ráðsmanni staðarins samkvæmt prófentubréfi sínu (Nr. 410).
Vitnisburður Tómasar Sumarliðasonar um landamerki Sýrness í Aðalreykjadal.
Björn Bjarnason meðkennir með eigin handskrift að hann hafi selt séra Halldóri Teitssyni jörðina Sviðnur á Breiðafirði.
Tveir menn votta að Einar prestur Hafliðason hafi selt Sveinbirni Hrafnssyni jörðina Sauðadalsá á Vatnsnesi með þeim landa merkjum, er þeir skýra frá; svo telja þeir og landamerki Bergstaða og Stapa á Vatnsnesi.
Vitnisburður Óla Bjarnasonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Nikulás prestur Kálfsson kvittar Illuga Björgólfsson fyrir afhending á kirkjufjám á Hofi á Skagaströnd.
Vitnisburður Geirmundar prests Jónssonar, að Ormur lögmaður Sturluson hafi hegðað sér vel í öllu og boðið sig til að gjöra hverjum manni rétt á þingum og í samkundum, með meiru.
Þorleifur Björnsson selur bróður Guðmundi Geirmundssyni jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi Þingeyraklaustri til fullrar eignar, og kvittar um andvirðið.
Bréf Björns Þorleifssonar þar sem hann fyrirbýður tollver í Bolungarvík.
Virðing á húsabót í Tungu í Fljótum og þremur hjáleigum.
Dómur presta dæmir gild öll kaup og skipti er Jón biskup Arason hafði haft, hvort heldur vegna Hólakirkju eða sín.
Sjá færslu við XXXV, 1.
Erlendur prestur Þórðarson selur konu sinni Guðfinnu Arnfinnsdóttur Víðidalsá.
Vitnisburður Teits Magnússonar handfestur Halldóri Hákonarsyni um erfðaskipti á Hjarðardal hinum ytri í Önundarfirði milli barna Magnúsar Hallssonar.
Vitnisburður fjögurra manna að Jón Ólafsson og Hallfríður Þórðardóttir kona hans meðkenndust að þau hefðu fengið Gísla Filippussyni Botn í Patreksfirði fyrir ævinlegt framfæri og próventu hjá honum og Ingibjörgu Eyjólfsdóttur konu hans, og ef sú jörð gengi af þá jörðina Hvalsker í Patreksfirði og part í Dufansdal.
Margrét Ólafsdóttir (Loftssonar) gefur Jón Ólafsson bróður sinn kvittan um allan föðurarf sinn og umboð allra sinna peninga.
Herþrúður Eiríksdóttir gefur Jóni Sigmundssyni allar sínar löggjafir og vingjafir, en selur honum jörðina Klömbur í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Dómsbréf um geldneytagang í Skorradal.
Þorsteinn lögmaðr Eyjólfsson úrskurðar löglega ættleiðing þá. er Einar prestur Þorvarðsson hafði ættleidd börn sín Magnús, Arngrím og Guðrúnu.
Dómr klerka út nefndur af Gottskalk biskupi á Hólum, þar sem jörðin Kallaðarnes í Bjarnarfirði er dæmd óbrigðanlega eign klaustrsins á Þingeyrum, en Jón ábóti Þorvaldsson hafði lukt jörðina Gottskalk biskupi upp í skuld, þegar Jón ábóti var prestur og officialis Hólakirkju.
Hrólfur Björnsson selur Egli Grímssyni jörðina Síðu á Skagaströnd, með sölvaíferð í Svansgrundarfjöru gegn beit, fyrir lausafé.
Gunnlaugur Teitsson vitnar að Þórný Bergsdóttir hafi átt hálfa Dálksstaði á Svalbarðsströnd og haft þá til kaups við Stefán Gunnlaugsson bónda sinn en aldrei selt, gefið né goldið burt.