Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Sveinn Brandsson og Þóra þorsteinsdóttir kona hans kvitta Einar Jdnsson fyrir andvirði jarðarinnar Hvylftar í Önundarfirði.
Vitnisburður Jóns Pálssonar um eignarmenn að Krossi og Skjallandafossi, og um vör og verstöð á Skjallandafoss.
Jón skalli Eiríksson biskup á Hólum staðfestir bréf Orms biskups frá 9. Marts 1353 um Giljá (Sjá DI III, nr. 31).
Samningr Gunnsteins ábóta á Þingeyrum og Þorsteins Böðvarsonar út af kröfu, er Þorsteinn hóf til nokkurs hluta úr Giljá og Beinakeldu.
Þjóðólfur Þorvaldsson kvittar Jón Bergsson fyrir andvirði Neðstabæjar í Norðurárdal í Höskuldstaðaþingum.
Jón ábóti á Þingeyrum tekur með samþykki konventubræðra Helga Þorvaldsson og Guðrúnu Ólafsdóttur konu hans til próvantu á á staðinn á Þingeyrum, en þau gáfu í próventu með sér jörðina í Kirkjubæ í Norðurárdal í Hörskuldsstaðaþingum.
Sáttabréf um ágreining sprottinn af kaupi á Fremra-Núpi í Víðidal. Sætt séra Jóns Matthíassonar, séra Snjólfs Jónssonar og Árna Gíslasonar um ágreining af kaupi Fremra-Núps í Núpsdal.
Erlendur bóndi Erlendsson selr Hafri Ólafssyni jörðina Hrossatungu í Landeyjum fyrir tuttugu og fimm hundruð í lausafé.
Barbara abbadís á Stað í Keyninesi selr Ólafi bónda Grímssyni jörðina Brúarland bálft í Deildardal fyrir Syðra-Vatn í Tungusveit.
Halldór Sveinsson selr Þórkatli Einarssyni Hjarðardal enn femra í Dýrafirði hálfau »milli Skolladalsár og Hjarðardalslækjar«, og kvittar fyrir andvirðið.
Vottorð fjögurra manna, að Jón Nikulásson hafi lýst eigö sinni á nokkrum ánefndum jörðum í ísafjarðarsýslu og fyrirboðið hverjum manni hald á þeim eða nökkur skipti á þær láta ganga, þá féskipti var gert eptir Kristínu Björnsdóttur.
Vitnisburður Ólafs Þorleifssonar um að Einar Ólafsson hafi búið á Stóru-Borg og að hann hafi aldrei annað heyrt en að sú jörð hefði verið eign Einars, fengin honum af Gottskálki biskupi fyrir Auðkúlu.
Jón prestur Eiríksson lýsir því að hann hafi leyst Þorbjörn bónda Jónsson af hórdómsbroti með Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, sett honum skriptir, og fullar fésektir upp borið kirkjunnar vegna, og kvittar þau bæði.
Hústrú Ólöf Loptsdóttir gefr og geldr Jóni Erlingssyni í sín þjónustulaun jörðina Múla í Kollafirði og þar til tuttugu kúgildi.
Þokell prestur Guðbjartsson skipar Magnús Þorkelsson son sinn ráðsmann í Laufási yfir búi sínu og öllum eignum til næstu fardaga.
Jón Ólafsson prestur selur Eyjólfi Gíslasyni bónda jörðina Skjallandafoss á Barðaströnd og kvittar hann um andvirði hennar (DI VIII:677). Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,5 en skrifað degi síðar. Sjá skráningarfærslu AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV, 5.
Guðmundur Hálfdanarson kvittar Finnboga Jónsson um þau fimm jarðar hundruð er hann hafði selt Finnboga.
Þorvarður Loftsson selur Gunnsteini Jónssyni jörðina í Leyningi í Eyjafirði fyrir jörðina í Vogum við Mývötn.
Eftir AM 479: Ólafur bóndi Vigfússon keypti að Eiríki Ísleifssyni land í Auðbrekku fyrir Öngulstaði /:ítök og tökur nefnast/: með fjóra tígi hundraða milligjöf. Kaupvottar Bergur Þorvaldsson, Eiríkur Þorvarðsson [prestar, Eyjólfur Arnfinnsson, Ásgrímur Bjarnason, Hákon Helgason, Þorsteinn Sumarliðason]. Bréf þetta er ódaterað en transskriptarbréf þess er skrifað á Möðruvöllum í Hörgárdal mánudaginn næsta eftir krossmessu um vorið [þ.e. 5. maí 1449].
Dómur sex manna útnefndur af Finnboga Jónssyni lögmanni um kröfu hans til Þorgríms Björnssonar upp á jörðina Haga í Árskógssókn, er Eiríkur Loptsson hafði átt, síðan Sveinn Sumarliðason, sonarsonur Eiríks, þá Guðrún dóttir hans, því næst Guðríður Finnbogadóttir, og nú taldi Finnbogi lögmaður sér. Sundurskorið bréf, vinstri helmingur.
Sveinn bóndi Sumarliðason lýsir sig lögarfa eftir föður sinn og fjárhaldsmann systkina sinna Eiríks, Árna og Ólafar og leggur lög og dóm fyrir þá peninga er faðir hans átti þegar hann dó.
Ragna Auðunardóttir selr Birni bónda jporleifssyni fjóra tigi hundraða í jörðuuni Alptanesi á Mýrum fyrir þrjátigi hundraða jörð eða tuttugu og fjögurra huiidraða jörð og sex kúgildi; skyldi kaupið óbrigðilegt, ef »minn herra kong Kristiern vill láta það kaup haldast, er Vermundr Kolbeinsson kallaðist hafa keypt við hann.
Vigfús lögmaður Erlendsson kvittar um lest fiska, er hann hafi upp borið af Ögmundi ábóta í Viðey vegna Bjarnar Þorleifssonar í skuld herra Andres Mus biskups í Ósló, og ábyrgist ábóti Bjarnar vegna greiðslu á annari lest tvö ár næstu eptir komandi.
Falsbréf ritað á uppskafning. Texti þess snýst um landamerki á milli Núps (Gnúps) og Alviðru og Gerðhamra í Dýrafirði.
Kaupmálabréf Andrésar Guðmundssonar og Þorbjargar Ólafsdóttur.
Hafliði ívarsson fær Birni þorleifssyni til fullrar sóknar og eptirkæru alla þá peninga, sem Haíliða höfðu fallið eptir ívar föður sinn, og Einar Bessason hafði að sér tekið; var þar í jörðin Auðólfsstaðir; skildi Björn sér þessa peninga hálfa til eignar, en hálfa Auðólfsstaði til lausnar.
Skrá um kristsfé í Hvammi í Vatnsdal er gaf Karl hinn auðgi.
Transskipt af hluta af máldaga Þingeyraklausturs 1525.
Halldóra Helgadóttir selur Þórði Helgasyni bróður sínum þann part í jörðinni Staðarfelli á Meðalfellsströnd sem hún átti en Þórður gefur í mót jörðina Hellu í Staðarfellsþingum, að frá skildri selveiði, og kvittar Halldóra hann fyrir andvirðinu.
Klemens, Jón og Sveinn Þorsteinssynir lýsa því, að þeir hafi selt Birni Guðnasyni jörðina Hvallátr í Mjóafirði í Vatnsfjarðarþingum, og kvitta hann um andvirðið.
Vitnisburður, að Einar Einarsson hafi slegið Einar Oddsson föður sinn liggjandi í sænginni og hrækt i andlit honum, og aldrei hafi þeir um það sæzt, og aldrei sagðist Einar Oddsson gefa Einari syni sínum jörðina Arnbjargarlæk, nema hann færi að sínum ráðum.
Kæi van Aneffelde hirðstjóri gefur Birni Þorleifssyni frið og félegan dag til næsta Öxarárþings, utan lands og innan, um atvist að vígi Páls Jónssonar (1496), þar til hann eða umboðsmenn hans komast á konungs fund (DI VII:701).
Ormur Sturluson lögmaður úrskurðar hálft Svignaskarð og hálft Sigmundarnes rétta eign Henriks Gerkens. Stórahóli, 25. ágúst 1568.
Festingarbréf Péturs Vigfússonar og Þóru Jónsdóttur.
Björn Einarsson Jórsalafari selur Árna Einarssyni ýmsar jarðir í Rangárþingi fyrir jarðir í Húnavatnsþingi.