Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 17 og 18.
Guðrún Guðmundsdóttir lýsir landamerkjum í millum Tungu í Skutulsfirði og Seljalands.
Guðmundur Húnröðsson selur Finnboga Jónssyni með samþykki Guðnýjar Snæbjarnardóttur, konu sinnar, þau sjö hundruð í jörðu er Guðný átti undir Finnboga og Þorgerður Magnúsdóttir móðir hennar hafði gefið henni.
Vitnisburður um að Guðmundur Vilhjálmsson hefði lofað því að Sæmundur Árnason skyldi eiga forkaupsrétt að Látrum í Aðalvík.
Tveir menn votta, að Þórður Magnússon hafi selt Steingrími Ísleifssyni jörðina Helluvað við Mývatn fyrir tólf hundruð og kvitti Steingrím með öllu fyrir andvirði hennar. (e. DI).
Rusticus Sigmundsson og Þorleifur Gunnason vitna meðkenning gefna Steingrími Ísleifssyni fyrir Helluvaðs andvirði við Mývatn. Möðruvöllum í Eyjafirði. (e. AM 479).
Máldagi kirkjunnar á Breiðabólstað og fleiri skrár sem tengjast staðnum, ritaðar á blað úr latneskri messubók.
1. Lokin á 19. kafla Jóhannesarguðspjalls (19:36–42), á latínu.
2. Skrá um fasteigna- og lausafjártíund í Breiðabólstaðarþingum í Vesturhópi og gjaldareikningur nokkur.
3. Máldagi kirkjunnar á Breiðabólstað í Vesturhópi.
4. Skrá um áreiðargerð um veiði kirkjunnar á Breiðabólstað í Vesturhópi fyrir norðan Faxalæk.
Helgi ábóti á Þingeyrum segir sig frá ábótadæmi klaustursins sökum elli og krankleika „og fleiri forfalla“ og fær í hendur séra Birni Jónssyni til stjórnanar.
Vitnisburðarbréf Gríms Þórðarsonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Vitnisburður Gregoríusar Jónssonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Landvistarbréf Gísla Filippussonar, útgefið af Kristjáni
konungi hinum fyrsta, fyrir víg Björns Vilhjálmssonar, er
Gísli varð ófyrirsynju að skaða.
Brandur lögmaðr Jónsson úrskurðar löglega þá ættleiðing, er
Sigurðr príor Jónsson ættleiddi Jón son sinn.
Nr. X, 12 er frá 1439 en ad X, 12 frá 1455.
Jón biskap á Hólum veitir Sveinbirni djákna Þórðarsyni umboð
yfir staðnum í Garði í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu, til þess að
veita hann og fleiri staði, og til þess að heimta inn tekjur biskups
og Hólastóls og borga skuldir og gefa og taka kvittanir fyrir.
Skipta- og testamentisbréf séra Björns Jónssonar milli barna sinna.
Kaupmálabeéf Sveins Sumarliðasonar og Guðríðar Finnbogadóttur.
Gamli bóndi Marteinsson selur Helga bónda Bjarnasyni jörðina Ljósavatn í Ljósavatnsskarði með tilgreindum ummerkjum, rekum og ítökum kirkjunnar á Ljósavatni.
Gunnlaugur Teitsson og Sigurður Þorbjarnarson lýsa því, að þegar
Hrafn Guðmundsson reið fyrst til Reykhóla eptir pláguna, þá
hafi Ari bróðir hans handlagt honum þá peninga, er honum
höfðu faliið í erfð eptir móður sína og Snjólf bróður sinn, og
Hrafn hafði að sér tekið, en Hrafn bazt undir að lúka allar
skuldir Snjólfs.
Testamentisbréf Guðna Oddssonar, þar sem hann gefur ýmsar
gjafir fyrir sál Þorbjargar Guðmundardóttur konu sinnar.
Vottorð fimm manna um kaup þeirra Jóns Þorkelssonar
og Finnboga Jónssonar á jörðunum Þverá í Laxárdal og
Jörfa í Haukadal (sbr. bréf 12. Apr. 1477, Nr. 105)
Dómur sex manna útnefndur af Rafni lögmanni Gudmundssyni um arf eptir Guðrúnu Þorgilsdóttur, og dæma þeir, samkvæmt réttarbót Hákonar konungs frá 23. Júní 1305, þorkel Bergsson og Guðrúnu löglig hjón og börn þeirra skilgetin og eiga að setjast í arfinn.
Jón prestr Bjarnarson, Loptr Guttormsson og sjö menn aðrir
votta, að Benedikt Brynjólfsson og Margrét Eiríksdóttir kona
hans handlögðu Árna biskupi Ólafssyni alt það góz, er hún
erfði eptir systursyni sína, en þeir erfðu með ættleiðingu eptir
séra Steinmóð Þorsteinsson föður sinn.
Ingibjörg Hákonardóttir og Erlingr Jónsson sonr hennar
samþykkja þá sölu, er Jón Erlingsson fékk Haldóri Hákonarsyni, bróður Ingibjargar, partinn í Arnardal hinum neðra
í Skutilsfirði, með öðru því skilorði, er bréfið greinir.
Jón Þorbjarnarson selur Böðvari súbdjákn Ögmundarsyni jörðina
Hallfríðarstaði í Hörgárdal með tilteknum ítökum og landamerkjum fyrir
lausafé (Íslenzkt fornbréfasafn III:503).
Margrét Gamladóttir lýsir því að hún hafi sagt nei þar til að séra Jón Pálsson skyldi eiga nokkurt veð í jörðina Klifshaga, þá er hann seldi Þórði Magnússyni bónda hennar.
Björn Þorleifsson selur "Eyjólfi Arnfinnssyni jarðirnar Voga
á Rosmhvalanesi og Gunnólfsá í Ólafsfirði fyrir jarðirnar
Þernuvik, Efstadal, Ós, Hanhól og Gil á Vestrlandi.
Vitnisburður Magnúsar Eyjólfssonar og Halldórs Þorkelssonar um landamerki Hóls í Kinn og Garðshorns, þá er Hrafn Guðmundsson átti þær og endranær.
Vitnisburður Kolbeins Sigurðssonar, að Magnús Hallsson hafi
búið í Hjarðardal í Önundarfirði og átt þá jörð.
Skúli Loftsson selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina Hlíð í Bolungarvík fyrir Meira-Vatn í Skagafirði.
Vitnisburður sjö heldri manna vestra að Þorleifur Björnsson hafi farið vel með völdum þeim er konungur hafi skipað honum á Íslandi.
Kaupmálabréf Örnólfs Jónssonar og Steinunnar Ólafsdóttur.
Ekki myndir af bakhlið á vef.
Kaupmáli milli Ólafs Örnólfssonar og Sigríðar dóttur Jóns Nikulássonar.
Hallvarðr Ámundsson selr Skúla bónda Loptssyni, með samþykki Valgerðar Keneksdóttur konu sinnar, jörðina í Tungu
í Núpsdal fyrir þrjátigi hundraða í voðum og smíðuðu silfri.
Dómr sex presta og sex leikmanna útnefndur af Jóni ábóta á Þingeyrum prófasti milli Vatnsdalsár og Hrútafjarðarár í máli þeirra feðga Þorvarðs Ólafssonar og Ólafs sonar hans af einni hálfu, en annarri Eiríks Marteinssonar, þar sem þeir dæma jörðina Hreiðarstaði óbrigðilega eign kirkjunnar á Reykjum í Miðfirði.
Þorsteinn lögmaður Eyjólfsson gefur Katli Grímssyni kvittan um ólöglega meðferð á peningum þeim, sem Ketill hafði gefið í vald og vernd Þorsteins, en Ketill handleggur honum allan reka á Rúteyjarströnd milli Hvalár og Dögurðardalsár.
Transskript af Suðreyrarbréfum.
DI V, nr. 591 gerir góða grein fyrir samsetningu tveggja transskriptabréfa um sama efni:
AM. Fasc. XIX, 22—23 og XIX, 24, sem eru samhljóða transskript á skinni.
1. Upphaf transkriptabréfins frá 24. apríl 1472 (DI V, nr. 591).
2. Bréf frá 15. sept. 1471 (DI V, nr. 574).
3. Bréf frá 25. nóv. 1471 (DI V, nr. 580).
4. Niðurlag transskriptabréfsins (DI V, nr. 591).
Dómur tólf manna, útnefndr af Oddi Ásmundssyni lögmanni
sunnan og austan á íslandi, um kaup Jóns bónda Ólafssonar
og Sigríðar Árnadóttur um jörðina Stokkseyri, og dæma þeir
kaupið löglegt.
Skrá um skuldir eftir Björn Þorleifsson andaðan.
Vitnisburður Jóns ábóta á Þingeyrum og officialis heilagrar Hólakirkju, með ráði tveggja presta og tveggja leikmanna, um landamerki millum Hreiðarstaða og Bjargastaða í Austrárdal.
Sumarliði Eiríksson fær og geldr Þorleifi Björnssyni til
fullrar eignar jörðina Stóradal undir Eyjafjöllum og selr það
meira var fyrir fulla peninga.
Page 91 of 149