Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Vitnisburður gefinn höfuðsmanninum Þorleifi Björnssyni þá hann vildi byrja sína reisu af Íslandi. Vitnisburðinn útgefa bróðir Steinmóður ábóti í Viðey ordinis canonicorum regularium sancte Augustini Skálholtsbiskupsdæmis, bróðir Jón ábóti á Þingeyrum Hólabiskupsdæmis, þrír klerkar aðrir, Margrét Vigfúsdóttir og sjö leikmenn.
Kaupmálabréf Hrafns Brandssonar og Margrétar Eyjólfsdóttur.
Þrír menn votta, að Hrafn Sveinbjarnarson og tveir menn aðrir hafi svarið fyrir Einari Þorleifssyni fullan bókareið að vitnisburði sínum (frá 11. sept 1445) um landamerki Reykja, Bergsstaða og Torfustaða í Miðfirði.
Vitnisburður Þorvarðs Þorvarðssonar, að hann hafi vitað meira en þrjátigi vetra, að Reykir í Miðflrði ætti veiði í og land að Bugðuhyl.
Kaupbéf um Mýrar á Skagaströnd, er Helga Illugadóttir og Jón Guðmundsson selja Eiríki Guðmundssyni.
Kaupfestingarbréf Páls Jónssonar og Margrétar Eyjólfsdóttur Magnússonar
Vitnisburðarbréf Helga Ólafssonar, að Loptr Ormsson hafi feingið Ljóti Ormssyni jörðina Hvammsdal í Saurbæ, en Ormr skyldi eiga lausn á henni eptir því skilorði, er bréf þar um greinir.
Helga Þorleifsdóttir kvittar Skúla Loptsson, bónda sinn, um tuttugu og fimm málnytu kúgildi og tólf geldfjár kúgildi er hún hafi upp borið og burt feingið af þeim penugum, sem hún hafði erft eptir Guðnýju Þorleifsdóttur systur sína í Auðbrekku.
Sumarliði Eiríksson lýsir Svein son sinn lögarfa eftir Eirík Loftsson en sig hans löglegan fjárhaldsmann.
Kaupmáli síra Bjarnar Gíslasonar og Mál[m]friðar Torfadóttur.
Úrskurður Eyjólfs lögmanns Einarssonar með ráði sex lögréttumanna um Esjubergsdóm, er gekk í eignamálum þeirra Sophíu Loptsdóttur og Gunnlaugs Teitssonar um jarðirnar Horn og Papafjörð, og úrskurðar hann Gunnlaugi jarðirnar til halds og meðferðar.
Vitnisburður Stígs Einarssonar um kaup þeirra Einars ábóta á Munkaþverá og Magnúsar Jónssonar um jarðirnar Krukstaði og Arnarstaði í Núpasveit.
Þoeleifur Andrésson selr Ólafi Þorvarðssyni átján hundruð í jörðunni Bergstöðum í Miðfirði fyrir jörðina Tungu í Hrútafirði, með fleira skilorði, er bréfið greinir.
Jón Gissurarson selur Vigfúsi Jónssyni 13 hundruð og 40 álnir betur í jörðinni Vindási í Kjós er liggur í Reynivallakirkjusókn fyrir 14 hundruð í öllum þarflegum peningum.
Diðrik Pining hirðstjóri og höfuðsmaðr yfir öllu Islandi skipar Magnúsi Þorkelssyni sýslu milli Varðgjár og Úlfsdalafjalla (Vaðlaþing).
Magnús Jónsson, fyrir hönd Eggerts Björnssonar, selur séra Birni Snæbjörnssyni Tannanes í Önundarfirði fyrir Klúku í Arnarfjarðardölum og fjögur hundruð í Kjaranstöðum.
Bréf tólf lögréttumanna um fylgi nokkurra útlendra manna við Andrés Guðmundsson, þá er hann rænti Þorleif Björnsson á Reykhólum og Einar Björnsson í Bæ á Rauðasandi.
Árni Guttormsson seiur Bjarna presti Sigurðssyni jörðina Kvígindisfell í Tálknafirði fyrir þrjátigi og tvö hundruð í lausafé.
Sáttargerð Diðriks Pinings, hirðstjóra og höfuðsmanns yfir Ísland, milli þeirra Þorleifs Björnssonar og Magnúsar biskups í Skálholti um hjónabands- og barneignamál Þorleifs og Ingveldar Helgadóttur.
Máldagi Jóns kirkju skírara í Víðidalstungu, er Pétur biskup setti Nikulásson.
Máldagi Jóns kirkju skírara í Víðidalstungu, er Pétur biskup setti Nikulásson.
Aflátsbréf Raymundar Peraudi legáta páfaus handa Þorbirni Jónssyni og konu hans fyrir milda meðhjálp til styrktar heilagri trú og endrbætingar Kanctovenskirkju (þ. e. Ratisbonukirkju, Regensborgarkirkju), „sem önnur er í öllum heimi stærst".
Böðvar Eyjólfsson selr Kolbeini Jónssyni jörðina Sandvík í Bárðardal fyrir átta hundruð í lausafé.
Bróðir Magnús biskup í Skálholti kvittar Þorleif Björnsson af öllum sökum við guð og heilaga kirkju, svo og eigi síður af biskupstíundagreiðslu um næstu tíu ár.
Bréf Heinreks Mæðings, umboðsmanns hirðstjórans Diðriks Pinings, um lögmannskaup það, sem hann geldr og ákveðr Finnboga lögmanni Jónssyni.
Sigfús Pétrsson gefr Ólafi syni sínurn tíu hundruð í jörðunni Skjaldandafossi á Barðaströnd.
Páll Grímsson fær Bjarna, syni sínum, hálfa Holtastadi í Langadal.
Vitnisburður Þorláks Vigfússonar að Ólöf Aradóttir á Kvennabrekku á Breiðafjarðardölum hafi gefið bóndanum Birni heitnum Þorleifssyni fullkomið umboð að krefja og útheimta af Guðmundi Arasyni bróður sínum alla þá peninga sem henni voru til erfða fallnir eftir föður sinn og móður, Ara Guðmundsson og Þorgerði Ólafsdóttur, alls níu hundruð hundraða, er stæðu í óleyfi hjá Guðmundi og hann vildi ekkert til svara.
Máldagi Víðidalstungu.
Skipti á Holtastöðum í Langadal.
Steinmóður Þorsteinsson officialis heilagrar Hólakirkju úrskurðar löglega þá fimtarstefu af kirkjunnar hálfu, er Björn Einarsson stefndi Magnúsi Hafliðasyni og eins réttarprófin í máli þeirra um Dalsskóg, þó að þetta hafi fram farið á langaföstu.
Jarðaskiptabréf, og er hálfum Holtastöðum skipt við Ós stóra í Miðfirði, með 20 hundr. milligjöf.
Jón Þórðarson gefur Þorleifi Magnússyni umboð til að semja við Einar og Sigurð Jónssyni viðvíkjandi jörðinni Auðnum vegna barna konu sinnar, Þórunnar Ólafsdóttur.
Helmingur annars eintaks þessa bréfs sem er AM dipl isl fasc VI, 1: Dómur tólf manna um Dalsskóg í Eyjafirði milli Bjarnar Einarssonar og Magnúsar Hafliðasonar.
Þorleifur Björnsson hirðstjóri og höfuðsmann yfir allt Ísland meðkennir sig að hafa fengið bætur af Gísla Filippussyni kóngsins vegna fyrir víg Bjarnar Vilhjálmssonar og gerir hann kvittan um greint þegngildi.
Stephán biskup í Skálholti úrskurðar og staðfestir öll börn Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur getin fyrir og eptir festing skilgetin og lögleg til arfs.
Skipti á Holtastöðum í Langadal.