Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Jón Grímsson kvittar síra Björn Jónsson fyrir andvirði jarðanna Reykjavíkur og Bakka í Bjarnarfirði, er hann hafði selt honum.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Haldórs Brandssonar um jarðirnar Lund í Þverárhlíð og Uppsali í Miðfirði.
Bréf Gísla Jónssonar þar sem hann segir að Daði Guðmundsson hafi oft lýst því fyrir sér að hann hafi ekki haft líkamlegt samræði við Ingveldi Árnadóttur áður en honum fæddist Þórunn Daðadóttir með sinni dándikvinnu Guðrúnu Einarsdóttur. Hvammi í Hvammssveit 24. ágúst 1583.
Dómur um arf eftir Jón Guðmundsson. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 17. febrúar 1582.
Vitnisburður, að Vigdís Jónsdóttir hafi unnið að því bókareið, að hún hafi af eingum manni líkamlega syndgazt, utan sínum bónda Ólafi Filippussyni.
Séra Teitur Helgason veitir vitnisburð um erfðaskrá Jóns heitins Ólafssonar. Reynivöllum í Kjós, 13. október 1582.
Vitnisburður Þóris ábóta og Gríms ábóta í Hólmi um stofnun Þingeyraklaustrs og biskupstíundir til klaustrsins fyrir vestan Vatnsdalsá.
Útdrættir af tveimur bréfum um kaup herra Odds Einarssonar á Litla-Bakka í Kirkjubæjarkirkjsókn.
Útdrættir tveggja bréfa um kaup Brynjólfs Sveinssonar biskup á Sunnudal í Vopnafirði.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Séra Jósef Loftsson selur Árna Oddsyni lögmanni þrjátíu hundruð í jörðinni Leirá í Leirársveit og fær í staðinn tuttugu hundruð í Skáney í Reykholtskirkjusókn og tíu hundruð í annarri jörð. Einnig selur Jósef Árna Vatnshorn í Skorradal fyrir Arnarbæli í Grímsnesi. Í Haukadal í Biskupstungum, 7. nóvember 1633.
Björn og Jón Konráðssynir klaga að Torfi heitinn Jónsson hafi án samþykkis hans móður, Guðrúnar heitinnar Björnsdóttur, gefið konu sinni, Margréti Jónsdóttur, of mikla tilgjöf. Á Hvestu í Arnarfirði 1589. Útdráttur.