Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Séra Þorleifur Jónsson gerir kaup við Brynjólf Sveinsson biskup um Neðra-Skarð og hálft Steinsholt fyrir 20 hundruð í Álftárósi og 10 hundruð í Skáney. Bréfið var skemmt þannig að ekki var ljóst hvor aðilinn keypti hvort jarðapar en Árni Magnússon taldi að Brynjólfur biskup hefði keypt Neðra-Skarð og hálft Steinsholt. Kaupin áttu sér stað 1651 eða fyrr. Útdráttur.
Sáttargerð á milli Bjarna Björnssonar og séra Teits Halldórssonar. Bjarni staðfestir að séra Teitur skuli halda þriðjungi í Brjánslæk. Á Vaðli á Barðaströnd, 28. apríl 1617.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.
Kaupbréf Ásgríms ábóta á Þingeyrum og Jóns bónda Sigmundssonar um jarðirnar Efranúp í Núpsdal, Melrakkadal í Víðidal og Hrís með tilgreindum ítökum og landamerkjum.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í Vakurstöðum og alla jörðina Hróaldsstaði, báðar í Vopnafirði, og fær í staðinn Fagranes á Langanesi. Á Meðalnesi í Fellum, 28. janúar 1662. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 22. ágúst sama ár.
Skipti þeirra brœðra, síra Þorleifs og Sæmundar Eirikssona á jarðeignum bróður þeirra, sira Jóns í Vatnsfirði.
Þorgrímur Jónsson selur Jóni Ásgrímssyni til fullrar eignar hálfa jörðina Fagrabæ á Svalbarðsströnd fyrir fimtán hundruð í lausafé
Vitnisburður Þorsteins Jónssonar að Björn heitinn Jónsson, Guðrún Jónsdóttir kona hans og synir þeirra Gunnsteinn og Þórður hafi selt Jóni biskupi jörðina alla Neðra-Hvarf fyrir jarðirnar Rauðalæk og Garðshorn á Þelamörk.
Einar Oddsson selur Bessa Sighvatssyni Auðólfsstaði í Langa- dal með tilgreindum ítökum og ummorkjum fyrir Sólheima í Sæmundarhlíð með tilteknum landamerkjum.
Álit um landgæði jarðanna Ásgeirsár í Víðidal og Hvamms í Fljótum.