Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Vitnisburður um hálfkirkjuna í Alviðru í Dýrafirði (Falsbréf)
Sæmundur Þorsteinsson kaupir af Þórálfi Eilífssyni og Helgu Kolbeinsdóttur jörðina Sigluvík, en geldur aftur Þórálfi jarðirnar Tungu í Bárðardal og Öxará og nokkurt lausafé að auki.
Tveir ódagsettir vitnisburðir um landareignina Krossavík í Vopnafirði.
Útdráttur úr dómsbréfi um samþykkt þriggja dóma þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að greiða Daða Bjarnarsyni 24 hundraða jörð en synir hennar, Björn og Halldór Þorvaldssynir, eiga að fá móður sinni aðra jörð jafngóða, nema þeim semji öðruvísi.
Vitnisburður Bergs Gíslasonar um að Vararstaðahólmi í Laxá tilheyri Ljótsstöðum en ekki Hamri.
Vitnisburður Einars Magnússonar að hann hafi verið á alþingi þegar herra Guðbrandur Þorláksson og Jón Pálmason höfðu klögum saman um jörðina Ósland, hafi þá Jón Pálmason borið fram í dóm bréf með þremur innsiglum, og hafi þau ekki komið saman við innsigli sömu manna undir öðrum bréfum, en einkum vottar hann um innsigli Tuma Þorsteinssonar, segir hann að mönnum hafi fyrir þá sök litist bréfið ónýtt vera.
Þorbjörg Snæbjarnardóttir kvittar Finnboga Jónsson um alla þá peninga, er hún átti að Finnboga.
Arnfinnur Jónsson selur séra Gísla Brynjólfssyni fimm hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn, með samþykki eiginkonu sinnar, Kristínar Oddsdóttur. Í staðinn fær Gísli þeim átta hundruð í tilgreindu lausafé.
Árni Jónsson á Bjargi i Miðfirði vottar um það, að Sigmundr prestr Steindórsson hafi kjörið Bergljótu dóttur sína málakonu í garð Guðmundar Ólafssonar, þegar kaup þeirra tókust, og að Guðmundr hafi sett Bergljótu hálfa Reyki í Miðfirði í mála hennar.
Steinþór Sölvason fær Einari Oddssyni, ineð samþykki Oddfríðar Gísladóttur konu sinnar, til fullrar eignar tuttugu hundruð í jörðunni Hofi í Vatnsdal, en Einar geldr Steinþóri Fjós í Svartárdal og níu hundruð að auki.
Dómur sex manna um ágreining séra Brynjólfs Árnasonar og Einars Helgasonar um landamerki milli Hóls og Hvamms í Svartárdal. Dómurinn er útnefndur af Jóni Einarssyni löglegum umboðsmanni Jóns Jónssonar lögmanns. Þrætan er dæmd til skoðunar Jóns lögmanns á næsta Bólstaðarhlíðarþingi.
Magnús Snorrason selr Magnúsi Þorkelssyni jörðina Jarlstaði í Bárðardal, en Magnús Þorkelsson kvittar nafna sinn um alla þá peninga, er hann átti að honum, og galt honum fimm ær með lömbum og fjögur ágildi í geldfé, og eru þeir þá kvittir hvor við annan.
Tólf prestar í dóm nefndir af herra Guðbrandi biskupi Þorlákssynir á Flugumýri í Skagafirði á almennilegum prestafundi dæma séra Jón Gottskálksson af öllu prestlegu embætti þar til hann gengur til hlýðni og löglega gerir sína æru klára.
Ragnheiðar Eggertsdóttur gerir sátt við séra Magnús Jónsson og fyrirgefur honum þau brigslyrði sem hann hefur haft um hana og hennar fjölskyldu.
Guðmundur Steinsson staðfestir að hann hafi heyrt Magnús Jónsson oft og tíðum lýsa því að Elín Magnúsdóttir, dóttir hans, skyldi eignast jörðina Þóroddsstaði.
Jón Björnsson (danr) gefr Erlingi .Jónssyni tuttugn hundruð í þjónustulaun til kvonarmundar og setr honum „Okinsdalinn“ í Arnarfirði „til panta“ fyrir gjöfinni, og þó að hann þurfi rneiri peninga með, skal hann þó ekki missa góða konu fyrir fjóratigi hnndraða úr garði Jóns.
Gjörningsbréf Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur, og lykr hann henni Svefneyjar og Miðjanes fyrir 90 hundraða í reikningsskap og ábata af hennar peningum, meðan hann hélt þá, og eigi var eiginorð bundið þeirra á milli, og í það silfr og þau þing, er hún fékk honum þegar hann fór af landinu í fyrra sinni og nú; þar með reiknar hann hvern mála hún hafi átt og eigi í sinn garð
Björn Bjarnason selur Árna Gíslasyni jörðina Jökulkeldu gegn lausafé.
Einar Þorleifsson selur Eiríki Loftssyni jöðina Auðbrekku í Hörgárdal, með skógi í Skógajörðu fyrir handan Hörgá, fyrir jarðirnar Skarð í Langadal, Ytra-Gil, Harastaði og Bakka. Enn fremur selur Eiríkur Einari Ysta-Gil í Langadal fyrir Steinsstaði í Öxnadal, og samþykkir Guðný Þorleifsdóttir kona Eiríks kaupin.
Tveir vitnisburðir um jarðeignir Jóns Finnbogasonar og systra hans, skrifaðar af tveimur mismunandi höndum á eitt blað.
Sveinn Þorgilsson gefr Steinuni Jónsdóttur, konu sinni, kvitt það tilkall, sem kann og hans börn höfðu til Suðreyrar í Súgandafirði, en Steinunn gefr Haldóri Hákonarsyni jörðina, og lýsir Haldór eigu sinni á henni og eignarumboði á öllum peningum, er á Suðreyri standa, að fráteknum skuldum annara manna
Vottuð afrit tveggja bréfa: 1. Magnús Kortsson afsalar Brynjólfi Sveinssyni biskupi til skuldalausnar erfingjum Magnúsar heitins Þorsteinssonar föður konu sinnar eftir dómi sýslumannsins Gísla Magnússonar Efra-Lækjardal í Refasveit í Húnavatnssýslu (2. júlí 1662) 2. Kvittun fyrir greiðslu vegna téðs gjörnings (11. júlí 1662).
Ormur lögmaður Sturluson úrskurðar Meyjarhól eign séra Sigurðar Jónssonar.
Kaupmalabref Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Kristinar Gottskalkssdóttur.