Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Arnór Jónsson selur herra Oddi Einarssyni all jörðina Hraunkot í Grímsnesi. Í Skálholti, 24. desember 1624. Útdráttur.
Transskriftarbréf tveggja bréfa um lambseldi Vatnsfjarðarkirkju, frá 1366 og 1597. Hér eru aðeins útdrættir bréfanna en vitnisburður transskriftarmanna, gerður í Skálholti 22. apríl 1605, er skrifaður upp í heild.
Sjö bréf um hlunnindi og ítök Vatnsfjarðarkirkju sem rituð voru á transskriftarbréf á skinni sem lá meðal Skálholtsskjala. Texti bréfanna er ekki afritaður hér, eingöngu vitnisburðurinn um transskriftina sem gerð var í Skálholti 19. apríl 1605.
Einar Sigurðsson gefur syni sínum Sigurði Einarssyni jarðarveð sem hann á í Skála á Strönd í Berufjarðarkirkjusókn. Í Eydölum, 17. ágúst 1610.
Síra Þorleifur Björnsson arfleiðir fjögur börn sín með samþykki Jóns Björnssonar, bróður síns.
Úrskurður Óla Svarthöfðasonar officialis Skálholtskirkju um hvalreka Vatnsfjarðarkirkju á almenningum.