Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Séra Gísli Oddsson og Jón Þorsteinsson endurnýja þann kaupgjörning að Gísli seldi Aldísi dóttir Jóns fimmtán hundruð í Hlíð í Grafningi. Gísli setur þann skilmála að verði jörðin föl aftur eigi hann eða erfingjar hans fyrstu kaup þar á, á sama verði og hann seldi hana. Á Holti undir Eyjafjöllum, 30. mars 1627. Útdráttur.
Magnús Ólafsson selur herra Oddi Einarssyni fimm hundraða part í Laugarvatni í Árnessýslu er Magnús átti með bróður sínum, Alexíusi Ólafssyni. Í Skálholti, 24. maí 1627.
Dómur tólf manna útnefndr af Egli Grímssyni um vígsmál eptir
Haldór Snorrason og Arvið Mattheusson.
Brynjólfur Þórðarson leggur í vald Ara Magnússonar tólf hundruð í jörðinni Meðaldal. Á Þingeyri, 12. ágúst 1629.
Séra Þorleifur Bjarnason og kona hans Herdís Bjarnadóttir selja Magnúsi Arasyni Fossá á Hjarðarnesi og fá í staðinn Brekku í Dýrafirði. Herdís og Þorleifur lofa einnig að selja Magnúsi fyrstum jörðina Hamar á Hjarðarnesi. Að Kirkjubotni í Önundarfirði, 16. september 1630.
NIkulás Oddsson og kona hans Guðrún Arnórsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni jarðirnar Neistastaði í Hróarsholtskirkjusókn og Hraunkot í Grímsnesi og fá í staðinn Holt í Flóa og tíu hundruð í Brekkum í Árverjahrepp. Að Gaulverjabæ í Flóa, 21. febrúar 1631.
Eyjólfur Magnússon selur Magnúsi Jónssyni Hól í Bíldudal en fær í staðinn Reykjarfjörð og hálfan Foss í Otrardalskirkjusókn.
Gísli Björnsson fær Daða syni sínum tíu hundruð í jörðinni Hrafnabjörgum í Hörðudal og selur honum að auki Gunnarsstaði og fær í staðinn Hlíð í Miðfirði. Í Snóksdal, 17. nóvember 1631; skrifað á Geitastekkum degi síðar.
Einar lögmaður Gilsson úrskurðar Þingeyraklaustri alla veiði í Hófsós.
Dómur um ákæru Guðmundar Eyvindssonar til Þorvalds Guðmundssonar, kveðinn upp í Berufirði 13. september 1582. Útdráttur.
Kaupbréf fyrir 8 hundr. í Dynjandi í Grunnavík.
Halldór Marteinsson samþykkir gjöf Kristínar Markúsdóttur á jörðinni Seljalandi til eiginmanns síns, Nikulásar Björnssonar.
Máldagaágrip Grímstungna.
Gunnlaugr prestur Arngrímsson kvittar Jón Björnson af barneign með Oddnýju Magnúsdóttur.
Gunnar Bjarnarson fær Þorbirni syni sínum 40 hundraða í Harastöðum, en það er öll jörðin, fyrir kostnað, sem Þorbjörn heflr haft fyrir honum og ómögum hans og til framfæris honum og þeim framvegis.
Bjarni Jónsson lýsir landamerkjum og beit meðal jarðanna Kirkjubóls, Kroppstaða og Efstabóls. Í Hjarðardal við Dýrafjörð, 9. apríl 1610.
Testamentisbréf Þorláks Einarssonar, gert að Núpi við Dýrafjörð 29. apríl 1595.
Einar Þórðarson selur Erlendi Þorvarðssyni tíu hundruð í Ási í Melasveit. Á Belgsholti í Melasveit, 22. september 1630.
Page 97 of 149















































