Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Björn Magnússon selur bróður sínum og mágkonu, Eyjólfi Magnússyni og Sigríði Pálsdóttur, jörðina Hlíð í Kollafirði með ýmsum skilyrðum og fær í staðinn jörðina Sveinseyri í Tálknafirði.
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri. Í lok bréfsins er þó greint frá því að Gunnar gangi ekki framar að þessu kaupi en að Jón lögmaður keypti að honum sömu jarðir með sama skilmála.
Séra Þorkell Guðbjartsson og þrír leikmeun votta, að Finnbogi
Jónsson hafi með upplagi og samþykki Margrótar Höskuldsdóttur
konu sinnar fyrir tveim árum (1440) gefið Halli syni
sínum hálfa jörðina Nes í Höfðahverfi, og ennfremur jörðina Byrgi í Kelduhverfi.
Höfundur bréftextans nefnir sig ekki en mun vera séra Jón Loftsson. Í bréfinu fullyrðir hann að börn sín og Sigríðar heitinnar Grímsdóttur séu skilgetin og að Þernuvík í Ögurþingum sé þeirra eiginlegur móðurarfur. Í lokin er uppkast að lögfestu (með „N.“ og „N.N.“ í stað jarðar- og mannanafna).
Þórður prestur Þórðarson selur Birni bónda Brynjólfssyni jarðirnar Illugastaði og Hrafnagil fyrir jörðina Sneis í Laxárdal. Afrit af bréfi frá 6. mars 1390.
Sölvi prestur Brandsson fær Brandi syni sínum alla jörðina Svertingsstaði með hálfum Steinstöðum í fjórðungsgjöf og aðrar löggjafir og lýsir því að hann hafi fengið Brandi jörðina Reyki í Hrútafirði upp í fjóra tugi hundraða.
Einar Guðmundsson selur í umboði Guðmuudar prests föður síns Runólfi Sturlusyni jörðina á Laugalandi í Hörgárdali með tilgreindum ískyldum.
Skeggi Oddsson handleggur Þorsteini bónda Eyjólfssyni jörðina Reppisá í Kræklingahlíð með gögnum og gæðum til æfinlegrar eignar upp í skuld til Þorsteins.
Samningur Jóns biskups skalla og Dálks bónda Einarssonar um landamerki milli Miklabæjar í Blönduhlíð og Reykja í Tungusveit og um veiði í Jökulsá.
Séra Erlendur Þórðarson endurnýjar á sóttarsæng löggjafir sínar við konu sína, Guðfinnu Arnfinnsdóttur.
Gísli Magnússon selur Birni Magnússyni bróður sínum hálfa Möðruvelli fyrir Eyraland með Kotá. Tilskilur Gísli að Björn skuli kaupa hinn helming Möðruvalla fyrir Ljósavatn og Reykjahlíð þegar Gísli vilji selja.
Þrír menn votta að Tómas Jónsson hafi lýst því yfir að hann myndi gjarnan selja Ara Magnússyni hálfan Hnífsdal en hann geti það ekki því að hann hafi áður selt konu sinni jörðina.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LV, 21 (Vitnisburður um dýrleika Hofs í Dýrafirði).
Vitnisburður Björns Guðmundssonar og Guðmundar Þórðarsonar um að Sæmundur Sigurðsson hafi gert séra Jón Ormsson kvittan um kaup Jóns á jörðunum Vatnadal og Bæ í Súgandafirði, er Sesselja Þórðardóttir, kona Sæmundar, hafði selt Jóni.
Kaupmálabréf Þorsteins Magnússonar og Ólafar Árnadóttur.
Skilmálar fyrir aflausn Björns Guðnasonar.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Jóni Daðasyni allt Skógsland austur á millum áa og tvö hundruð í Kjóastöðum.
Sveinn Árnason, í umboði Þorlaugar Einarsdóttur, lögfestir jörðina alla Dragháls í Svínadal og tilgreinir landamerki hennar.
Séra Gísli Brynjólfsson selur Þorleifi Ólafssyni tólf hundruð í Guðlaugsstöðum í Blöndudal fyrir tíu hundruð í Hóli í Svartárdal.
Guðlaug Finnbogadóttir selur Sturlu Þórðarsyni bónda sínum jarðirnar Ingvildarstaði, Reyki
og Daðastaði á Reykjaströnd við Skagafjörð fyrir hálft Staðarfell á Meðalfellsströnd með fleiri atriðum (DI VII:617).
Vitnisburðir Páls Guðnasonar og Eiríks Guðnasonar um landamerki Klofa á Landi.
Einar Jónsson samþykkir fyrir orð og tilögur Björns Gíslasonar að afhenda Þórunni Ólafsdóttur fjórða part í Auðnum á Hjarðarnesi.
Helgi Jónsson afhendir Þormóði Torfasyni hálfan Bjarteyjarsand á Hvalfjarðarströnd svo að sín festarmey Ása Torfadóttir, systir Þormóðs og séra Sigurðar Torfasonar, megi halda öllu því góssi er hún hafði meðtekið í sinn föðurarf.
Magnús Vigfússon gefur dóttur sinni Sesselju og dótturmanni, séra Sigurði Ólafssyni, jörðina Fell í Vopnafirði.
Páll Gíslason vitnar að þann 1. júlí 1633 á almennilegu Öxarárþingi hafi séra Gísli Brynjólfsson lýst því að Arnfinnur Jónsson, með samþykki konu sinnar Kristínar Oddsdóttur, hafi fengið sér (sr. Gísla) lögmála á hálfum Hóli í Svartárdal.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Sendibréf frá Páli Jónssyni á Staðarhóli til Guðbrands biskups.
Page 97 of 149