Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Þórunn Gísladóttir selur herra Guðbrandi Þorlákssyni Draflastaði í Fnjóskadal.
Brandur Helgason selur Guðbrandi Þorlákssyni biskupi jörðina Tungu í Fljótum.
Þrjú bréf um jörðina Jörfa í Haukadal.
Þorvaldur Ólafsson lofar konu sinni, Halldóru Jónsdóttur, að gefa engum manni sínar löggjafir nema með hennar samþykki. Auðbrekku í Hörgárdal, 9. apríl 1635.
Um landamerki Bollastaða, Brandsstaða og Eyvindarstaða í Blöndudal.
Oddur Einarsson selur Þórði Guðmundssyni hálfa jörðina Hurðarbak fyrir lausafé. Sámsstöðum í Hvítársíðu, 9. september 1581.
Halldór Ormsson arfleiðir son sinn Eyjólf með samþykki systur sinnar Sesselju Ormsdóttur. Á Skarði á Skarðsströnd 23. september 1581, bréfið sagt skrifað degi síðar í Saurbæ á Kjalarnesi (sjá athugasemd).
Bréf Friðriks konungs annars 14. Apríl 1571, þar sem hann staðfestir alþingisdóm 1570 (VII), Bessastaðadóm 6. Júlí 1569 og Akradóm 18. Janúar 1570 um jarðamál Guðbrands biskups.
Dómur um mál síra Guðbrands Þorlákssonar er hann klagaði til Hóladómkirkju.
Vitnisburður um að Guðmundur Hallgrímsson hefði sagt Halldóru Guðbrandsdóttur að hann léti sér vel líka þau skipti sem hann hafði gert við herra Guðbrand Þorláksson (föður Halldóru) á jörðunum Bárðartjörn, Hóli í Flókadal og Hugljótsstöðum. Á Hólum í Hjaltadal, 19. október 1627.
Tvö bréf um kaup Björn Einarssonar á fiskatolli í Bolungarvík. Transskriftarbréf.
Þórunn Jónsdóttir selur bróðursyni sínum, Jóni Björnssyni Tinda í Króksfirði og Hlíð í Kollafirði fyrir Veturliðastaði í Fnjóskadal og Hólakot á Höfðaströnd.
Kaupmálabréf Péturs Magnússonar og Elínar Björnsdóttur.
Séra Steingrímur Jónsson og Jón sonur hans selja Gísla Jónssyni jörðina alla Ófeigsfjörð á Ströndum fyrir Hamra í Þverárhlíð. Á Staðarfelli á Meðalfellsströnd, 17. september 1604. Útdráttur.
Tvö bréf á einu transskriftarbréfi um Bolungarvíkurtolla. Texti bréfanna er ekki afritaður hér, eingöngu vitnisburðurinn um transskriftina sem gerð var í Skálholti 19. apríl 1605.
Bjarni Einarsson selur Bjarna Jónssyni alla Veðrará hina ytri í Önundarfirði, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Þorláksdóttur fyrir Bassastaði og Bólstað á Selströnd.
Alþíngisdómur sex presta (Björn Gíslason vc) og sex leikmanna, útnefndur af lögmönnum báðum og biskupum báðum, um ákærur Heinreks Gerkens Hannessonar Til Guðbrands biskups: a, að hann eignaði Víðdalstúngu kirkjureka á Illugastöðum, Þíngeyra klausturs jörð; b, að hann héldi hálft Spákonufell undir dómkirjuna, sem hann taldi H Gerkens taldi klaustrinu. Dæma þeir klaustrinu tekana þartil biskup sýni eignarrétt kirkju sinnar, en hið síðara atriði dæma þeir til næsta alþingis, þareð biskup kvað sér þá ákæru óvænta. Dómurinn fór fram 1. dag Julii 1572, en dómsbréfið skrifað við Hafnarfjörð þrem dögum síðar.
Gerningsbréf með síra Jóni Þorleifssyni í Vatnsfirði og Arna
Gíslasyni um skipti þeirra ýmiss konar, þar á meðal tekur
síra Jón umboð Árna á jörðum hans í Vestfjörðum, heitir
að selja honum jarðir nokkurar, er hann kallar til norðanlands, ef hann kann að ná þeim með lögum, en Árni heitir
að gefa upp við síra Jón Vatnsfjarðarstað þá um vorið, með
fleiri greinum, er bréfið hermir.
Áður en gengið er frá kaupum Björns Benediktssonar á Reykhólum af Ara Magnússyni, lofar Ari að ábyrgjast sjálfur þrennar klaganir sem upp á jörðina kynnu að koma; 1) af höndum erfingja eða niðja Björns Guðnasonar, 2) af höndum erfingja séra Greips heitins Þorleifssonar, eða 3) af höndum Ragnheiðar Pálsdóttur eða hennar örfum.
Séra Gamli (Gamalíel) Hallgrímsson gefur vitnisburð og útskýringu vegna hórdómsbrots er sonur hans Þorkell var getinn utan hjónabands, en með vitnisburði sínum vill Gamli þagga niður vondar tungur sem leggja hneykingu til Þorkels vegna framferðis foreldra hans. Á Grenjaðarstöðum 20. febrúar 1601.
Vitnisburður Bárðar Hemingssonar um að Jón Árnason hafi, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 3. nóvember 1624, gefið konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur allar sínar löggjafir, fyrir bón Arnfríðar Einarsdóttur.
Dómur í Viðvík í Viðvíkursveit um ákæru Guðmundar Einarssonar skólameistara, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, til séra Jón Gottskálkssonar vegna Brúnastaða í Mælifellskirkjusókn. Kveðinn 14. janúar 1601; bréfið skrifað 10. febrúar sama ár.
Þorgautur Ólafsson selur Sæmundi Árnasyni 33 hundruð í jörðinni Álftadal í Sæbólskirkjusókn og fær í staðinn Tungu í Valþjófsdal, aðra jörð sem Sæmundur útvegar síðar og lausafé. Marsibil Jónsdóttir, kona Þorgauts, samþykkti þennan kaupskap. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. apríl 1601; bréfið skrifað 12. maí sama ár.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Bjarni Oddson sýslumaður selur séra Sigurði Bjarnasyni fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði fyrir fimm hundruð í Viðborði í Hornafirði. Hestgerði í Hornafirði, 16. júlí 1646. Útdráttur.
Page 98 of 149













































