Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Vitnisburður Þórarins Ásmundssonar um landamerki Hofsstaða við Mývatn.
Björn Gíslason selur Eggert Björnssyni Skutulsey og 18 hundruð í Laxárholti fyrir 450 ríkisdali.
Alþingisdómur útnefndur af Þorvarði lögmanni Erlendssyni um konungsbréf (AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10) upp á arftökuréttarbót og um Möðruvallaarf, að Grímur Pálsson afhendi hann (sjá DI VIII nr. 147).
Vitnisburður Jóns Jónssonar og Skúla Jónssonar að Jón Björnsson hefði boðið sig undir lög að svara þeim lögum sem upp á vildu klaga um arf hans og Magnúsar bróður hans eftir Þórunni sálugu föðursystur þeirra.
Vígslu- og aflátsbréf Fellskirkju í Kollafirði útgefið af Stefáni biskupi í Skálholti.
Þorkell prestur Olafsson og sex menn aðrir votta, að Ari
Guðmundsson hafi á Reykhólum 9. August 1416 handlagt Árna
biskupi Ólafssyni til fullrar eignar þau tuttugu hundruð, seldi
Magnús Hallsson skuldaði Ara upp í verð jarðarinnar Hjarðar
dals í Önundarfirði, en Árni biskup handlagði þau aptur Magnusi
kvittar Ari þá Magnús fyrir jarðar verðinu og handleggur honum
tveggja ára leigur og leiguleigur af skuldin
Jarðakaupabréf að Jón Jónsson selur sr. Brynjúlfi Árnasyni 12#, minna 5 álnum í Hóli í Svartárdal, fyrir 16# í lausafé,
og “þartil lofaði sira Brynjúlfur að vera honum við tveggja hundraða mun þá honum væri hægt, um smámsaman.” Vottar Bjarni Ólafsson og Þórður Halldórsson. Kaupin fóru fram á Hóli, en bréfið var gjört á Bergstöðum laugardaginn næstan fyrir hvítasunnu.
Kaupbréf fyrir Kálfaströnd við Mývatn.
Skjalið er í þremur hlutum og vitnin eru:
1) Magnús Jónsson og Jón Tindsson
2) Teitur prestur Magnússon
3) Fúsi (Sigfús) prestur Guðmundsson
Bréf Guðrúnar Þorláksdóttur, að hún þverneitar að samþykkja að Jón Ólafsson eldri, maður sinn, gjaldi 18 vættir tvennar til Gísla Jónssonar í notum arfsmunar milli þeirra systra Guðrúnar og Helgu.
Björn Magnússon kaupir hálfa Möðruvelli í Eyjafirði af bróðursyni sínum Birni Gíslasyni. Í staðinn fær Björn Gíslason Ystu-Vík, Mið-Vík, Leyning og fleiri jarðir á Norðurlandi.
Bréf Hannesar Björnssonar, að hann hafi fengið Erlendi presti Þórðarsyni til eignar jörðina Víðidalsá í Steingrímsfirði með
6 kúgildum og þar til málnytu 10 aura, og kvittar fyrir andvirðið.
Símon Oddsson og Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfan Hlíðarenda, er Guðrúnu féll til erfða eftir dóttur sína Álfheiði Gísladottur, fyrir lausafé. Ítökin eru tilgreind. Oddur, Steinunn og Þórdís, börn Símonar og Guðrúnar, samþykktu.
Vitnisburður Helga Magnússonar um landamerki Vatnshorns og Þóreyjarnúps, gefinn Magnúsi Árnasyni.
Vitnisburður Sigurðar prests Jónssonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum, nema álnar kefli, og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Vitnisburður Jóns Ormssonar um landamerki Héðinshöfða á Tjörnesi.
Afrit fimm bréfa um reka sem Grund í Eyjafirði á á Tjörnesi. Bréfin sem afrituð eru eru eftirfarandi:
α. Afrit af máldaga Grundar í Eyjafirði, 24. apríl 1584.
β. Vitnisburður um að húsfrú Þórunn Jónsdóttir seldi Magnúsi Jónssyni bróðursyni sínum allan þann reka sem Grund í Eyjafirði hafði í langan tíma átt fyrir Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, ritað 16. maí 1579.
γ. Vitnisburður séra Sigurðar Jónssonar um Grundarreka fyrir Hallbjarnarstöðum, 28. október 1579. (Varðveitt frumbréf í LVII, 35.)
δ. Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um sama efni, 27. október 1579. (Varðveitt frumbréf í LVII, 34.)
ε. Vitnisburður Odds Ásmundssonar lögréttumanns um sama efni, 27. október 1579. (Varðveitt frumbréf í LVII, 33.)
Transskriftarbréfið er vottað af Árna Magnússyni og Jóni Jónssyni 11. júní 1589.
Vitnisburður Kolla Vigfússonar og Ara Eiríkssonar að jörðin Dálksstaðir á Svalbarðsströnd hafi aldrei verið ákærð af Jóni þistli, Björgu konu hans né Þórnýju dóttur þeirra, og hafi jörðin eigi verið ákærð fyrr en Ólafur Halldórsson ákærði.
Vitnisburður Þorleifs Klemenssonar um að faðir hans, séra Klemens Jónsson sem hélt Tungustað í vart 40 ár, hafi átölulaust brúkað þá hólma og sker og Hrólfsey er liggja fyrir Grafarlandi, sem er kirkjunnar kot.
Þórarinn Filipusson kvittar Pál Jónsson um verð fyrir þriðjungspart í jörðinni Björnólfsstöðum í Langadal.
Hannes Björnsson kvittar Eggert Hannesson um fjárgæslu fyrir sig og systur sínar á arfi foreldra sinna og um útgreiðslu peninga Steinunnar Jónsdóttur.
Óvottað afrit af kaupmála Bjarna Snorrasonar og Ólafar Guðmundsdóttur, ritaður 1656, og arfaskiptabréfi Guðmunds Þorleifssonar og Þorgerðar Ólafsdóttur, foreldra Ólafar, ritað „nokkrum árum síðar“ en kaupmálinn.
Kaupsamningur Brands Haukssonar og Guðrúnar Vermundardóttur um jörðina Skáney í Reykholtsdal.
Kaupmálabréf Ólafs Geirmundssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur.
Tylftardómur, útnefndr á Öxarárþingi af Þorleifi lögmanni Pálssyni, um kærur lögmanns upp á jarðirnar Bakka, Breiðaból og Hraun í Skálavík, sem Ólafur bóndi Eiríksson hefir haldið um langa tíma.
Úrskurðarbréf Finnboga lögmanns Jónssonar um landamerki milli Staðarfells og Arastaða (Harastaða) á Fellsströnd (DI VII:651).
Page 99 of 149