Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Áreið og vottaleiðsla Arngríms Brandssonar officialis um landamerki milli jarðanna Bakka og Lækjar í Viðvíkursveit í Skagafirði.
Áreiðargerð og vottaleiðsla Orms Áslákssonar Hólabiskups um landamerki Ennis og Lækjar, Grafar og Bakka í Skagafirði.
Ormur Ásláksson Hólabiskup selur Böðvari Þorsteinssyni presti jarðirnar hálft Barð í Fljótum, Saurbæ og hálfa Dæli fyrir jarðirnar Lambanes og Hvanneyri og gaf biskup á móti tuttugu hundruð.
Áreiðargerð og vottaleiðsla Orms Áslákssonar Hólabiskups um landamerki Ennis og Lækjar, Grafar og Bakka í Skagafirði.
Jón Eiríksson skalli, biskup selur Brandi Arngrímssyni bónda og Guðnýju Sólmundardóttur konu hans jörðina Holtastaði fyrir jörðina Flugumýri.
Þorsteinn Gunnarsson fær séra Einari Hafliðasyni til fullrar eignar jörðina Hóla á Skagaströnd með gögnum og gæðum og tilgreindum landamerkjum.
1) Eignaskrá Kálfafellskirkju í Fljótshveri, er séra Sveinn Árnason tók við. 1557. 2) Eignaskrá Kálfafellskirkju í Fljótshverfi, er séra Jón Hakason tók við. 1584.
Gissur Bjarnarson galli bóndi Víðidalstungu handleggur Jóni Eiríkssyni skalla, biskupi á Hólum alla þá rekaparta, sem hann átti á Vatnsnesi.
Böðvar Þorsteinsson prestur afhendir Ormi Áslákssyni Hólabiskupi upp í reikningsbrest þriðjung í Úlfsdölum í Fljótum, svo að allir Úlfsdalir voru ítölulausir eign Hólastaðar.
Vitnisburður um landamerki Sigríðarstaða og Vestri-Tjarna í Ljósavatnsskarði.
Fimm menn votta að Benedikt Kolbeinsson og Kolbeinn Benediktsson sonur hans seldu Reynisness stað jafnmikla reka sem Þorsteinn Kolbeinsson seldi Agli Eyjólfssyni Hólabiskupi.
Skiptabréf þeirra Sigurðar Jónssonar príors á Möðruvöllum og Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups um jarðirnar Engimýri, er klaustrið lætur, og Skollatungu, er biskup fær klaustrinu.
Hallsteinn Þorsteinsson lýsir því, að hann og Cecelia Þorsteinsdóttir (Sesselja Þorsteinsdóttir) kona hans hafi gefið "fyrst að upphafi guði almáttugum, jungfrú Marie og helga blóð" jörðina Skriðu í Fljótsdal með rekum og ítökum til ævinlegs klausturs.
Vitnisburður fjögurra manna um að Benedikt Kolbeinsson hafi gefið Reynisstaðarklaustri reka þá sem Ólöfarpartar heita.
Jón Þorvaldsson officialis lýsir því, að hann hafi gift Jón Sigmundsson og Björgu Þorvaldsdóttur, og að engir sé meinbugir á með þeim.
Fimm menn votta að Benedikt Kolbeinsson og Kolbeinn Benediktsson sonur hans seldu Reynisness stað jafnmikla reka sem Þorsteinn Kolbeinsson seldi Agli Eyjólfssyni Hólabiskupi.
Hákon Hallsson selur Einari Ísleifssyni ábóta á Munkaþverá með samþykki Þorbjargar Þorkelsdóttur, konu sinnar, jörðina Sandfellshaga í Öxarfirði fyrir 20 hundruð í gangandi fé.
Þórður Örnólfsson afhendir Finni Gamlasyni í umboði Valgerðar Vilhjálmsdóttur konu hans, jarðirnar Barð í Fljótum, Reyki, Grilli, Steinavöllu, Illugastaði, Nes, Ystamó, Móskóga og Laugaland.
Jón Eyjólfsson selur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi til fullrar eignar jörðina í Guðmundarlóni á Langanesi með rekaparti í Dritvík, en Ólafur biskup láti kenna syni Jóns tólf vetra gömlum til prests; kvittar og biskup Jón um rekatöku, en Jón galt fyrir sex málnytukúgildi.
Brandur Ormsson selur Ólafi Kolbeinssyni tólffeðmings torfskurð í jörðina Bakka í Öxnadal fyrir þá peninga er hann lét sér vel nægja.
Vitnisburður Sveinbjarnar Þórðarsonar prests um jarðirnar Valþjófsstaði og Arnarstaði í Núpasveit.
Böðvar Þorsteinsson prestur selur þeim bræðrum Hjalta og Katli Guðmundssonum jörðina að Efstafelli með öllum hlutum og hlunnindum.
Vitnisburður tveggja presta um það, að páfatíund hafi verið greidd til Noregs úr Hólabiskupsdæmi á dögum þeirra Hólabiskupanna Auðunns Þorbergssonar rauða, Lárentíusar Kálfssonar og Egils Eyjólfssonar.
Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup tekur staðinn Miklabæ af Sigmundi Steindórssyni presti um þrjú ár, fyrir óhlýðni hans, og segir hann skyldugan að taka lausn og skriftir.
Skrá um eignir dómkirkjunnar á Hólum í Hjaltadal í lausu fé kviku og dauðu er Gunnsteinn ábóti á Þingeyrum lét gera.
Guðmundur Björgólfsson og Ragnheiður Þorvarðsdóttir kona hans selja klaustrinu á Reynistað jörðina á Skíðastöðum í Laxárdal fyrir jörðina Skarð á Reykjaströnd, og tilskildu það, að Barbara abbadís á Stað ætti að láta kenna syni þeirra til prests, og fór kaupið fram tíu dögum áður en það væri bréfað (sbr. DI IV, nr. 684).
Vitnisburður, að Halldór Brandsson hafi samþykkt, að Ólafur Halldórsson sonur sinn gæfi Sturlu Magnússyni í próventu og sér til framfærslu alla þá peninga, er Ólafi höfðu til erfða fallið eftir Helgu Einarsdóttir.
Vitnisburður Halls Árnasonar prests um rekamörk milli Skóga og Byrgis í Öxarfirði.
Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup og Jón Eiríksson Hólabiskup semja með sér, að Gyrðir biskup skili Jóni Hólabiskupi gullkaleik þeim, sem sé eign Hólakirkju, en Ormur biskup hafði gefið Jóni Sigurðssyni Skálholtsbiskupi, gegn því að Jón Hólabiskup greiði Gyrði biskupi 23 hundruð, er Ormur biskup fékk að láni af Skálholtsstað.
Vitnisburður um eignarheimild að Garði í Ólafsfirði og Garðshorni í Svarfaðardal og um tilkall Jóns Finnbogasonar til nokkurra jarða í Fljótum.
Heit Jóns Eiríkssonar skalla Hólabiskups og Norðlendinga til guðs signuðu móður jómfrú sánkta Maríá, hins heilaga Jóns og hins góða Guðmundar Hólabiskupa og allra guðs heilagra manna um linun á snjóþyngslum og vetrarhörkum, og lofa þeir að halda heilaga getnaðartíð Máríu á jólaföstu (8. desember).
Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup lýkur séra Katli Grímólfssyni jörðina Bakka í Ólafsfirði í ráðsmannskaup fyrir fimm hundruð.
Arngrímur Þórðarson selur séra Þorsteini Jónssyni jörðina Presthvamm í Grenjaðarstaðarþingum með kristfjárómaga, fyrir 20 hundruð í fríðum peningum.
Þorvaldur Eiríksson vottar að hann heyrði Einar Þorbjarnarson lýsa því í Fornhaga í Hörgárdal pláguárið (1403) að Ingiríður Böðvarsdóttir gaf Hólakirkju í Hjaltadal jörðina Kelduland í Skagafirði.
Jón Þórðarson gefur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi í testamentisgjöf sína jörðina Skarðsdal í Siglunesskirkjusókn.
Þórður Jónsson gefur Sigurði Þorlákssyni presti jörðina Hól í Siglufirði í löggjöf sína, en Sigurður prestur gefur Þórði söðul með öllum reiðskap fyrir tvo hundruð og góðan hest bleikálóttan.
Jón Árnason gefur Halldóri Loftssyni presti hálfa jörðina Krisnes í Eyjafirði.
Snjólfur Sigurðsson prestur lýsir því að hann hafi vegna Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups lukt séra Guðmundi Skúlasyni svo mikla peninga fyrir jörðina Býjasker, sem bréfið greinir.
Vitnisburður um landamerki Hóls og Selár á Skaga.
Þorbergur Bessason bóndi lýsir því, að hann hafi fengið Ólafi Hjaltasyni Hólabiskupi til eignar jörðina Litla-Tungu í Bárðardal.
Þorsteinn Bessason selur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi jörðina Laugaland í Fljótum, með samþykki Sigríðar Böðvarsdóttur konu sinnar, fyrir Steinnýjarstaði á Skagaströnd.
Guðmundur Hákonarson sýslumaður og klausturhaldari á Þingeyrum bætir sex kúgildum við fyrri gjöf sína fyrir 12 árum þegar hann gaf fátækum jörðina Hamar í Svínavatnshreppi.
Kristín Þorsteinsdóttir geldur Sigmundi Guðmundssyni syni sínum hálft þrettánda hundrað í jörðunni Sólheimum ytri í Mýdal gegn tíu hundruðum í Ystaskála undir Eyjafjöllum, með þeim atriðisorðum, sem bréfið greinir.
Vitnisburður Erlends Ólafssonar um afhending Merkigils.
Staðarbréf útgefið af Jóni Arasyni Hólabiskupi handa Ólafi Hjaltasyni presti fyrir Laufási.
Bréf Goðsvins Comhaer Skálholtsbiskups til Jóns ábóta í Þykkvabæ í Veri, þar sem hann biður hann að taka opið bréf séra Ámunda Hallssonar og séra Hafliða Jónssonar hvað þeir mega framast vita um lýsing Margrétar Þorbergsdóttur (DI IV, nr. 643) og svo að hann fái skjallega að vita, hvað systurnar Ingveldur og Brigit á Kirkjubæjarklaustri muna þar til.
1) Máldagi Nikuláskirkju í Odda á Rangárvöllum. 1270. 2) Þrír prestar transkríbera máldaga frá 1270 (DI II, nr. 34). 23. desember 1499.
Dómur átján presta, útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi, um ákæru biskups til þeirra bræðra Hrafns Brandssonar, Halldórs Brandssonar og Snjólfs Brandssonar um kirkjugóssin á Barði í Fljótum (Barðsdómur hinn fyrri).
Page 1 of 15








































